Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 19. tölublaš - Morgunpósturinn 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						MORGUNPOSTURINN FRETTIR
MANUDAGUR 5. DESEMBER 1994
smaa
letrið
Hreinar og
m
línur
Guðmundur Árni
var heppinn aö
láta reka sig
svona stuttu fyrir
jól. Það eru þá
einhverjar líkur á
að bókin hans
seljist. Hrafn
Gunnlaugsson er
ólíklegri sölu-
bók. Það er svo
langt síðan hann var rekinn, ráðinn
og hætti. Hans bók mun sjálfsagt
hljóta sömu örlög og bók nafna
hans Ingva Hrafns. Eða jafnvel fá
jafn ömurlega útreið og bók Jóns
Óttars á sínum tíma. Ólygnir héldu
því fram að það hefði fleiri eintök-
um verið skilað en seldust af bók-
inni. Jafnvel þeir sem fengu ekki
bókina í jólagjöf skiluðu henni.
Það er því ef til vill ekki svo víst að
Guðmundur Árni nái að selja bókina
sína. Fólk virðist ekki vilja bækur
fólks sem hefur fengið reisupass-
ann. Reisubækur seljast meira að
segja betur og seljast þó ekki vel.
Fólk vill lesa um hetjur en ekki fallna
engla. Fólk vill lesa um leið fólks á
tindinn en ekki hrap þess niður af
honum. Fólk vill sigursögur en ekki
sjálfsréttlætingar.
En samt. Það er eins og fleiri hefðu
átt að fara að dæmi Guðmundar
Árna og húrra saman bók. Til dæm-
is Linda Pé. Bók um spark lögg-
unnar, þvagprófið og handaruppá-
snúninginn myndi ábyggilega selj-
ast. Hins vegar myndi bók um Sal-
ome Þorkelsdóttur ekki seljast mjög
vel og enn síður bók um Markús
Örn. Þeim var báðum hafnað í próf-
kjörum og sá sem lendir í slíku getur
ekki búist við upprisu í jólabóka-
flóði. Ekki nema þau myndu slá
saman í bók sem gæti heitað Falln-
ar stjömur - árbók 1994 og fengið
Villa Egils og fleiri fallkandidata með
sér.
Annars er furðanlega lítil af ber-
söglibókum gefið út fyrir þessi jól.
Það er engin Bára, engin Rósa og
engin Bryndís. Það er önnur sönn-
un þess að Linda hefði átt að koma
með bók. Og úr því að Guðmundur
Árni náði að skrifa sína bók á tíu
dögum er ekki öll nótt úti enn.
Hugsanlega hristir Linda fram bók
fyrir Þorláksmessu. Og þar sem
bókin hans Guðmundar heitir Hrein-
ar línur gæti bókin hennar Lindu
heitið Mjúkar línur.
Loftur Jóhannesson er flæktur í stórt vopnasölumál til íraks samkvæmt
nýrri skýrslu þýskrar þingnefndar.
Seldi Saddam Hussein
tólf sovéska skriðdreka
Söluverð skriðdrekanna nærrí tveir milljarðar króna.
Loftur Jóhannesson, flugmað-
ur og kaupsýslumaður, seldi stjórn-
arher Saddam Husscin 12 sovéska
T-72 skriðdreka í janúar 1987 fyrir 26
milljónir dollara eða nærri 1,8 millj-
arða íslenskra króna. Þetta kemur
fram í Sunday Times um síðustu
helgi en grein þeirra er unnin upp úr
5000 blaðsíðna rannsóknarskýrslu
frá þýska þinginu. Fram kemur að
„vopnasalinn" Loftur Jóhannesson
hafi notað austur-þýska fyrirtækið
IMES sem stjórnað var af leyniþjón-
ustunni Stasi og breska vopnasölu-
fyrirtækið Techaid International til
þess að koma viðskiptunum í gegn.
Gekk á milli Stasi, CIA
og Saddam Hussein
Niðurstaða þýsku þingnefndar-
innar rennir því stoðum undir frá-
sagnir þýska tímaritsins Spiegel frá
árinu 1992. Þeir könnuðu leyniskjöl
Stasi og sögðu Loft hafa átt þátt í
vopnaviðskiptum milli Austur-
Þýskalands og bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA sem milligöngu-
maður Techaid International. Þýska
þingnefndin kemst að þeirri niður-
stöðu að skriðdrekarnir hafi endað í
Irak en í Spiegel var talað um að
Loftur hafi fengið 12 „herfiutninga-
tæki" í gegnum Stasi sem síðan hafi
komist í hendur CIA. Hér gæti því
verið um sömu viðskipti að ræða. I
Spiegel kemur meðal annars fram
að Loftur hafi notið trausts hjá Stasi
þar sem bankastjórar svissneska
bankans Cantrade hafi fullvissað þá
um að Loftur væri einn þeirra mikil-
vægustu viðskiptavina og nyti sér-
stakrar fyrirgreiðslu vegna vopna-
viðskipta sinna. Þá segir einnig að
Loftur hafi geymt sovéskar skrið-
drekabssur í leynilegum vopna-
geymslum austur-þýska hersins en
vopnin voru í eigu Lofts samkvæmt
skýrslum Stasi.
Vestmannaeyjar
Rólegt
vegn? spd-
arævintýns
Óvenju rólegt var í Vest-
mannaeyjum um helgina og lítið
um gleðskap. Segir lögreglan að
það megi rekja til mikillar vinnu
sem var í Eyjunum um helgina
vegna síldarinnar. En fólk mun
hafa unnið við verkun hennar
nótt sem dag. Ólíkt Reykvíking-
um segir lögreglan Vestmanna-
eyinga róast þegar líða tekur að
jólum. ¦
Loftur Jóhannesson. Islenskur
flugmaður sem hagnaðist vel á
Biafrastríðinu en hefur síðan
stundað alþjóðleg viðskipti með
flugvélar og vopn.
1 skýrslu þýsku þingnefndarinnar
kemur fram að yfir 12 bresk fyrirtæki
var stjómað af Stasi og var Techaid
þeirra umsvifamest með margra
milljóna punda sölu á alls kyns
vopnum. I Pressunni var greint frá
því að Techaid væri vel þekkt í ólög-
legum viðskiptum með vopn og
tækniþekkingu. Hjá fyrirtækinu
störfuðu margir fyrrum starfsmenn
CIA og bandaríska hersins. Móður-
fyrirtæki þess heitir Technical Aid
Corporation en stærstu útibú þess
eru við höfuðstöðvar CIA í Norður
Virginíu, London og Panama.
Stórgróði
af Biafrastríðinu
Loftur fæddist árið 1930 og er son-
ur Jóhannesar Loftssonar versl-
unarmanns og Bjarnveigar
Bjarnadóttur, sem lengi var for-
stöðumaður Ásgrímssafns. Loftur
Iauk atvinnuflugmannsprófi 1949 en
blindflugsprófi og flugstjóraprófi
hjá Air Service Training í Englandi
ári síðar. Hann starfaði síðan hjá
breska flugfélagið Eagle Air í Þýska-
landi og Suður- Afríku.
Upphafið að auðsöfnun Lofts má
hins vegar rekja til afskipta hans af
Biafrastríðinu 1969-1970. Fyrst flaug
hann fyrir Bal Air og flaug þá með
vistir til nauðstaddra fyrir Rauða
krossinn frá eyjunni Sao Tome við
Nígeríu til Biafra. Fljótlega náði
hann þó þessum samningum til sín
sjálfur og stofnaði Fraktflug með
nokkrum öðrum íslenskum flug-
mönnum. Loftur keypti gamlar DC-
6 vélar frá Japan og flutti vistir með
þeim á stríðstímanum. Flugið var
Bætifláki
\Fáránleg og yfirgengileg frásögn
1 Morgunblaðinu á laugardag
birtist óvenju harðskeyttur rit-
dómur eftir Jóhönnu Kristjáns-
dóttur um skáldsöguna Bak viö
þögla brosið eftir Birgittu H. Hall-
dórsdóttur. Jóhanna hefur ekkert
nema slæmt um bókina að segja og
finnst aðalpersóna hennar, Katrín,
lenda í heldur miklum hremming-
um.
„Þessi saga er skrifuð af meiri
hroðvirkni en Birgittu er samboð-
in fyrir utan þann megingalla að
önnur harmsagan hefði dugað og
vel það. Höfundur hefur ímynd-
unaraflið í lagi en það er ekki gerð
nein tilraun til að hafa hemil á því
og þess vegna verður frásögnin fá-
ránleg og yfirgengileg. Þó atburð-
irnir séu allir meira eða minna
hræðilegir fer orðið að verða ansi
bragðdauft þegar það er kannski
notað allt upp í sjö, álta sinnum á
sömu blaðsíðu. Þá hrynur heimur-
inn alltaf öðru hverju yfir Katrínu
og orðaforði Birgittu er beinlínis
hræðilegur."
Birgitta H.  Halldórsdóttir: „Ég
veit eiginlega ekki hverju maður
svarar svona. Þetta kom mér dá-
Utið á óvart og mér finnst hún
ganga fullangt. En Jóhanna er
bara Jóhanna. Það er alltaf spurn-
ing með hvernig þessir gagnrýn-
endur vinna. Maður er að lesa 2 til
3 ritdóma eftir gagnrýnanda í
sama blaðinu og það er hreinlega
spurning hvort gagnrýnendur
komist yftr þetta og hefur maður
oft á tilfinningunni að þeir fari í
gegnum bækur é hálfgerðu
hundavaðí. Mér finnst líka mjög
vafasamt þegar gagnrýnendur
rekja söguþráð of mikið en það
finnst mér Jóhanna einmitt gera.
Þetta er skemmandi fyrir þá sem
ætla að lesa baekurnar. Ég hef sagt
það áður að ég er einfaldlega að
skrifa afþreyingarsögur sem eiga
að vera fólki tu skemmtunar og
þá leyfir maður oft ímyndunar-
aflinu að leika lausum hala. Fólk
hefur gaman að þessu og bækur
mínar hafa selst ágætlega. Ég geri
mér fyllilega grein fyrir þvi að ég
er ekki að skrifa neinar fagurbók-
afar áhættusamt og fengu þeir því
himinháar greiðslur fyrir enda voru
flugvélarnar oft sundurskotnar á
ferðum sínum um átakasvæðin.
Fullyrt er að íslendingarnir hafi
grætt tugi milljóna króna hver á æv-
intýrinu. Flestir þeirra fjárfestu hjá
fjárfestingafélaginu I.O.S. í eigu Ro-
bert Vesco sem reyndist þekktur
fjárglæframaður og stakk af með
peningana til Kúbu. Loftur hélt
rekstri annarrar DC-vélarinnar
áfram en hún hrapaði 1974 á leiðinni
frá Nizza til Nurnberg. Ekki er vitað
í smáatriðum hver viðskipti Lofts
hafa verið frá þeim tíma en hann
hefur stundað ýmis ábatasöm við-
skipti tengd flugrekstri, bæði sölu og
leigu a fiugvélum og milligöngu á
sölu ýmiss konar varnings. Loftur er
sagður hafa afar góð sambönd innan
flugheimsins og víðar.
B/leðal auðugustu
Islendinga
Víst er að Loftur hefur grætt
óhemju fé í viðskiptum sínum þótt
enginn geri sér fyllilega grein fyrir
hve mikil þau auðæfi eru. í bókinni
íslenskir auðmenn var látið nægja
að segja að eigur hans væru langt
yfir einum milljarði króna hvað
sem öðru líður. Fyrri kona hans var
ballerínan Irmgard Toft sem hann
kvæntist 1953 en þau skildu fimm
árum síðar. Síðari konan hans er
Sophie Genevieve Dumas en þau
eiga eina dóttur. Sophie er frönsk
og ber aðalstign en hún er dóttir
lögfræðingsins Georges Dumas í
Nonein.
Síðustu árin hefur Loftur haldið
til á að minnsta kosti þremur stöð-
um í heiminum. I Maryland,
skammt fyrir utan Washington, á
hann afar glæsilegt stórhýsi sem
hann keypti fyrir nokkrum árum af
einum erfingja Du Pont veldisins.
Þá hefur hann átt íbúð í Robuck
House í London þar sem vopnasal-
inn Khasoggi bjó einnig en hann
tengist þessum málum einnig. Þá
hafa þau einnig dvalist mikið á
stórum vínekrubúgarði í Frakk-
landi sem Sophie erfði.
Pálmi Jónasson
Framsóknarmenn í Reykjavík eiga von á
átakafundi í kvöld
Hallarbytting í
vændum?
I kvöld verður haldinn aðalfund-
ur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur.
Búist er við róstursömum fundi og
talið víst að Jón Erlingur Jónas-
son verði næsti formaður félagsins
og er samstaða um hann að hálfu
fráfarandi stjórnar. Alfreð Þor-
steinsson, núverarfdi formaður
félagsins, sem kosinn var til tveggja
ára í fyrra hefur gefið út þá yfirlýs-
ingu að hann muni hætta. Alfreð
sagði í samtali við MORG-
UNPÓSTINN að það væri ekki síst
vegna þess að í nægu er að snúast
sem borgarfulltrúi. I stjórn félags-
ins eru níu manns með varamönn-
um og helmingurinn er kosinn til
tveggja ára í senn. Annað kvöld
verður því kosið um þrjá aðalmenn
og tvo varamenn. Samkvæmt
heimildum blaðsins mun verða
gerð tillaga til víðtækra breytinga á
fundinum og meðal annars reynt
að koma Pétri Sturlusyni frá. Al-
freð segir það tómt mál að tala um:
„Pétur Sturluson er kosinn til
tveggja ára og það getur enginn
hreyft við honum. Hann lætur ekk-
ert að störfum og hefur í hyggju að
sitja áfram. Væntanlegur formaður
vildi skipta um og fá nýja menn inn
og þar af leiðandi mun hann hafa
menntir enda er ég ekki að reyna
það, og mér finnst ekki sann-
gjarnt að þessar bækur séu skoð-
aðar út frá öðrum grunni."
spurt Pétur hvort hann myndi vilja
víkja en Pétur er ekkert tilbúinn til
þess og þar af leiðandi verður það
svo."
Þeir sem fylgja Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur að málum telja
hér enn eina aðför hægri- og dreif-
býlisaflanna undir stjórn Guð-
mundar G. Þórarinssonar (þýsk-
íslenska mulningsvélin) sem að
sögn Ástu eftir prófkjörsslaginn í
Reykjavík stuðlaði að því að hún
beið ósigur fyrir Ólafi Erni Har-
aldssyni í baráttu um annað sætið.
Þá er og talið að Finnur Ingólfs-
son sé arkitekt að þessum væntan-
legu breytingum. Ólíklegt er að
Ásta Ragnheiður mæti á fundinn
enda er hún ekki enn búin að gera
það upp við sig hvort hún gangi til
liðs við Þjóðvakann.
„Ég veit að mönnum þykir tví-
bent að kjósa hana til trúnaðar-
starfa meðan hún getur ekki svarað
því afdráttarlaust hvort hún ætlar
að starfa í flokknum eða ekki. Ég
hef sagt það við hana og það er eng-
in andstaða við hana að öðru leyti."
Þá telur Alfreð ekki hægt að sjá
Alfreð Þorsteinsson, sem hættir
störfum sem formaður félagsins,
segist ekki geta séð fingraför
þýsk-íslensku mulningsvélarinnar
á hönnun atburða á komandi
fundi.
fingraför „þýsk-íslensku mulnings-
vélarinnar" hvað þetta varðar.
„Enda virðist þessi samsæriskenn-
ing ekki ganga vel saman því ekki
hafa Finnur og Guðmundur G.
taldir verið sérstakir bandamenn
hingað til. En menn búa oft til sam-
særiskenningar þegar illa gengur."
Alfreð neitar því ekki að samsæris-
kenningar séu skemmtilegar en það
verði að vera einhver lógík í þeim.
Aðalframsóknarfundur Fram-
sóknarfélagsins í Reykjavík hefur
ekkert með það að gera hver kemur
til með að skipa 3. sæti listans í
Reykjavík í komandi alþingiskosn-
ingum en eins og fram hefur komið
hefur Ásta Ragnheiður ekki í
hyggju að taka það sæti. Það er full-
trúaráðið, sameinaður vettvangur
félaganna allra sem tekur á því
máli.    JBG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40