Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNPOSTURINN SPORT
31
Árið 1994 gerðist sitt lítið af hverju í heimi íþróttanna. Heimsmeistarakeppni var haldin í knattspyrnu
og í kjölfar hennar heyrðust óhugnanlegir atburðir. Valsmenn og Skagamenn héldu uppteknum hætti í
handbolta og fótbolta og unnu Islandsmeistaratitlana. KR-ingar brutu titlamúrinn og gott ef konurnar
stálu ekki senunni. Björn Ingi Hrafnsson leit lauslega yfir árið semer að líða.
íþróttaárið 1994
>4rið sem KR-ingar, Maradona og aðstandendur Escobars munu aldreigleyma.
Enn eitt Valsárið í
handboltanum
Valsmenn héldu áfram glæsilegri
sigurgöngu sinni í íslenskum hand-
bolta á árinu og unnu íslandsmeist-
aratitilinn í vor eftir harða rimmu
við Hauka úr Hafnarfirði. Enn einu
sinni tókst snillingnum Þorbirni
Jenssyni að mynda sterkan og
samstilltan hóp sem borið gat and-
stæðinga sína ofurliði. Breiddin var
mikil og leikmannahópurinn skip-
aður mörgum efnilegustu leik-
mönnum þjóðarinnar ásamt göml-
um jöxlum. Þessi hópur tók litlum
breytingum í sumar, Geir Sveins-
son landsliðsfyrirliði gekk aftur til
liðs við félagið og Rúnar Sig-
tryggsson gekk til liðs við Víking
eftir harða rimmu um félagaskipti á
milli félaganna tveggja. Mestu
munaði þó líklega um meiðsli
landsliðsmannsins Ólafs Stefáns-
sonar, en hann hefur verið lengi
frá og er fyrst búist við honum til'
keppni aftur í febrúar. Það ætti
reyndar að henta Valsmönnum
ágætlega, þeir hafa verið að leika
mjög vel í vetur og er ljóst að þeir
enda ofarlega í deildarkeppninni og
fá þar með fleiri heimaleiki en and-
stæðingurinn í úrslitakeppninni.
Þegar í hana er komið verður Ólaf-
ur orðinn leikfær að nýju og þá
verða líklega fá lið til að stöðva
Valsmenn.
Haukamenn voru reyndar það
lið sem sló mest í gegn á árinu.
Undir góðri stjórn Jóhanns Inga
Gunnarssonar lék liðið geysivel og
Jóhannes R. Jóhannesson varð
skyndilega fjölmiðlamatur á dög-
unum þegar hann keppti til úrslita
um heimsmeistaratitil áhuga-
manna í snóker í Suður-Afríku.
Leiknum tapaði hann en þessi
góði árangur sýnir sterka stöðu
íslenskra spilara í greininni.
¦ KR-ingar unnu allt sem hægt var
að vinna á árinu og voru einkar
beittir í viðureignum sínum. Var haft
á orði að einhver fagmaður hlyti að
hafa komið nálægt brýningum
þeirra þar eð hópurinn þótti sérlega
vel tenntur. Hver titlavofan féll af
annarri og var það ekki síst þakkað
franska atvinnumanninum Eric
Cantona sem lék með liðinu. Hann
er einmitt kvæntur íslenskri konu
A framabraut Snillingurinn ungi, Eiður Smári Guðjohnsen, sló eftirminnilega í gegn á árinu og var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar eft-
ir glæsta frammistöðu með Valsmönnum í sumar. Ljóst var að mikið efni var á ferð og var vitað af áhuga margra evrópskra stórliða á að klófesta
piltinn. Því kom það fáum á óvart að Eiður skyldi gera samning nú í haust við hollenska stórliðið PSV Eindhoven til þriggja ára. Þar er hann aldeil-
is kominn í góðan félagsskap því margir snjöllustu leikmenn heims leika eða hafa leikið með liðinu. Nægir þar að nefna Brasilíumennina Romario
og Ronaldo.
náði alla leið í sjálfa úrslitaleikina,
erkifjendunum í FH til sárrar ar-
mæðu. I úrslitaleikjunum munaði
miklu um breidd Valsmanna en
leikirnir voru þó alltaf spennandi
og liðið hefur markað sér stöðu og
nafn sem eitt fremsta handknatt-
leikslið landsins.
Það sem af er keppnistímabilinu
sem nú stendur sem hæst hafa
nokkur lið skorið sig úr hvað getu
varðar. Stjörnumenn úr Garðabæ
eru efstir sem stendur og hafa
geysisterku liði á að skipa undir
styrkri stjórn Viggó Sigurðsson-
ar. Valsmenn koma næstir og hafa
leikið jafnbest allra liða og KA-
menn hafa gjörbreyst með tilkomu
Patreks Jóhannessonar. Þá eru
Haukamenn, FH-ingar og Aftur-
elding einnig sterkir ásamt Víking-
um sem fengu Sigurð Val Sveins-
son til liðs við sig frá Selfossi í sum-
ar.
Landsliðið hafði óvenju hægt um
sig á árinu og Iék fáa landsleiki.
Mest bar á Opna Reykjavíkurmót-
og var keyptur til liðsins eftir að
gengið hafði verið hús úr húsi í
vesturbænum og samskotum safn-
að...
¦ íslendingar sameinuðust um það
að handboltinn væri íþrótt íþrótt-
anna hvað sem aðrar þjóðir segja
og er formaður HSÍ, Ólafur B.
Schram, orðinn vel þekktur erlend-
is. Eru bjartsýnustu menn farnir að
inu sem haldið var á dögunum og
þar stóð liðið sig ágætlega, lék tíl
úrslita gegn Svíum en tapaði þeim
leik reyndar með miklum mun.
I Evrópukeppnunum fóru liðin
misjafnlega að, flest léku báða leiki
sína erlendis af fjárhagsástæðum og
duttu út þess vegna, meðal annars
Valsmenn sem ákváðu að mikil-
sjá hann leysa
Juan Antonio
Samaranch,
forseta Alþjóða
Ólympíuhreyf-
ingarinnar af
hólmi þegar
hann dregur sig
í hlé seint á
næstaári...
Vetrarólympíu-
leikatí
Ullehammer
Vetrarólympíuleikar voru haldn-
ir í norsku borginni Lillehammer í
vetur og þóttu þeir takast einstak-
lega vel. Skipulagning og fram-
kvæmd leikanna þótti framúrskar-
andi og hlutu heimamenn mikið
lof fyrir. Mest bar þó á erjum
skautadrottninganna bandarísku,
Nancy Kerrigan og Tonyu Hard-
ing. Fyrir leikana réð Harding
glæpamenn til að berja keppinaut
sinn og slapp Kerrigan naumlega
frá þeim hildarleik. Allt kastljós
fjölmiðlanna beindist að þeim
drottningum og um fátt annað var
rætt en skautadans. Að hugsa sér...
Þolfimí-
meistarinn
Þolfimikappinn Magnús Sche-
ving var mikið í sviðsljósinu á ár-
inu. Hann vann fyrstu verðlaun á
íslandsmótinu og varð einnig Evr-
ópumeistari í greininni. Auk þess
varð hann annar á heimsmeistara-
mótinu í Japan og var í raun
óheppinn að vinna ekki titilinn.
Auk alls þessa varð hann í 1. sæti á
„Alþjóðlega meistaramótinu" í
Seoul. Magnús var á dögunum val-
inn fimleikamaður ársins í vali sér-
sambandanna á íþróttamönnum
ársins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40