Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 8
I I 8 jóst er að tíma- ritið Heims- mynd hefur komið út í síðasta skipti í eigu Friðriks Friðrikssonar. Blaðið var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í síð- ustu viku en rekstur- inn hefur gengið brösuglega allt frá því að Friðrik keypti blaðið af HerdÍSI Þorgeirsdóttur. Fyrst stýrði VlLBORG Einarsdóttir, mág- kona Friðriks, blað- inu en síðan varð Karl Th. Birgisson, ritstjóri blaðsins, en hann var ritstjóri Pressunnar sálugu. Heimsmynd var farið að seljast ágætlega undir lokin en það dugði ekki til eftir byrjunarörðugleik- ana. Blaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu á lokastigi um söiu blaðsins en það munu vera þeir Karl Birgisson og SlGURÐ- UR Hall, sem séð hef- ur um matarskrif í blaðið, sem standa að kaupunum í sam- vinnu við fleiri aðila. Þeir hafa ekki fengið mikið greitt fyrir sín störf á Heimsmynd og eiga því inni hjá Friðriki fyrir stærst- um hluta kaupverðs- ins... DOMINO'S PIZZA Ævintýra-Kringlan hefur nú opnað á þriðju hæð í Kringiunni. Þar gefst viðskiptavinum Kringlunnar kostur á gæslu fyrir börn tveggja til átta ára. Ævintýra-Kringlan er opin frá kl.14 virka daga og frá kl.10 laugardaga. Til 1. júní er barnagæslan ókeypis. Afgreiðslutími Kringlunnar: Mánudaga-fimmtudaga 10-18:30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 SCRIWSSáN - þar sem ævintýrin gerast Gunnfaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar m r mm Brénn ekki markaðs- Hverjir eiga Kögun? „Þetta er hlutafélag með 37-40 hluthafa. Eftirlaunasjóður starfs- manna er stærstur með um 22 prósent.“ Hverjir aðrir? „í fyrsta lagi kemur það hvorki þér né öðrum nokkurn skapaðan hlut við hverjir eiga hérna. Þetta er bara hlutafélag þar sem menn eiga sína hluti og kemur í raun engum við hvað menn eiga. En aðrir stórir hluthafar eru Islensk forritaþróun, ég, konan mín og Sjóvá-Almennar.“ Og þessir eiga 10 til 20 prósent hver? „Já eitthvað á þeim nótum en það er nú kannski ofmælt." Það var margoft fullyrt að hlutur Þróunarfélagsins yrði seldur á al- mennum hlutabréfamarkaði. Hvers vegna varþað ekki gert? „Þegar Þróunarfélagið fer niður í 51 prósent eru bréfin seld á al- mennum markaði. Síðar leysir Kögun, ásamt Eftirlaunasjóðnum til sín þessi 51 prósent. Þeir kaupa þessi bréf og þau eru enn ósnert í eigu þeirra. Aðrir sem þarna eiga bréf hafa bara verið að kaupa á markaði." Hvað átt þú við með að fyrstu 20 prósentin hafi verið seld á almenn- um markaði? „Fyrirtækið hefur aldrei upp- fyllt skilyrði til þess að teljast al- menningshlutafélag. Það hefur aldrei verið nógu stórt, með nógu stóran hluthafahóp eða nógu mikið hlutafé. Þá uppfyllti það þó skilyrði um frádráttarbærni frá skatti og var því boðið út í verð- bréfafyrirtækjum og selt þar Pétri * og Páli. Síðan hafa þessi bréf, sem önnur, verið að koma á eftirmark- að.“ Með þessum niðurfœrslum eykst hlutfallslegt vægi upphaflegra hlut- hafa? „Hvorki ég né konan vorum upphaflegir hluthafar. Við höfum bara verið með standandi boð hjá verðbréfafyrirtækjunum.“ Þegar meirihlutinn ersíðan seld- ur, erþað ekki á almennum mark- aði, eins og þú sagðir sjálfur að væri „kvöð“? „Mín hugsun var alltaf sú að setja þetta út á almennan markað í almenna dreifingu.“ Hvers vegna varþað ekki gert? „Það var ekki mat manna á þessum tíma að félagið væri það þroskað eða væri markaðsvara í almenna dreifingu vegna þess hvað það var lítið og uppfyllti ekki þessi skattaskilyrði. Það var því bara ákveðið að selja þetta og félagið vildi þá stýra því sjálft hvernig þetta færi út á markað. Það hefur í sjálfu sér engum leið- um verið lokað á það nema ef starfsmennirnir segja núna að þeir vilji ekki setja þennan sjóð í almenna dreifingu. A aðalfundi fé- lagsins voru uppi tvær skoðanir. Sumir vildu fá að njóta forkaups- réttar en aðrir, einkum stjórnar- menn, vildu setja þetta út á al- mennan markað.“ Varþetta þá engin kvöð? „Það var engin kvöð. Það var bara ætlun okkar að setja þetta út á almennan markað og töluðum við þá um Verðbréfaþing íslands. Nú er ljóst að við uppfyllum langt í frá þau skilyrði að fá nokkurn tíma skráningu þar.“ Vigfús Geirdal fullyrðir að hug- 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. FáSu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, BúnaSarbanka Islands eða hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aSra kosti á lánamarkaSinum. X X' I x: S, ’I X II SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMl 568 9050, FAX 581 2929 ( í 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.