Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 2
FRETTIR Þetta var líka í FRÉTTUM Arni Johnsen fær styrk frá húsnæðismálastjórn Mókollu úpbnd Margir veittu því eftirtekt að hinn eini sanni Mókollur var ekki á HM í Laugardalshöllinni um helgina eins og hann hefur lagt í vana sinn. Kominn var allt annar Mókollur í hans stað og menn ekki lengi að átta sig á því. Skýr- ingin mun ekki vera sú að Mó- kollur hafi fengið taugaáfall eftir fjölda líflátshótana heldur sú að Gunnar Helgason, sem er innri Stefán Sturla reyndist vera „úr- slita-Mókollur". maður Mókolls, var boðinn á barnaleiklistarhátíð í Finnlandi og fór utan á laugardag. Það var síðan Stefán Sturla Sigurjónsson sem tók á sig gervi álfsins síð- ustu keppnishelgina. Lesendur ráða hvort þeir trúa því eða ekki en Gunnar Helgason ætlar að leika Mókoll fyrir Finnana. ■ Forsœtisráðherra Króatíu kom sér- staklega til landsins til að horfa á lands- liðið tapa fyrir Frökkum. Þingmenn Kvenna- lista hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að lagfœra launamisrétti kynj- anna. Þingmenn Þjóðvaka hafa lagt fram aðra slíka til- lögu. ÓlafurRagnar Grímsson var kos- inn varaformaður utanríkismála- nefndar. Vestfirskir sjómenn œtla í samúðar- verkfall með sjó- mönnum Sjó- mannasambands- ins. Ragnar Stefánsson hefur varað við eld- gosi á Bláfjalla- svœðinu. Slökkviliðsmenn af Reykjanesi og Kjal- arnesi börðust við sinuelda. Katla tekur við kökudropafram- leiðslu afÁTVR Tómas A. Tómasson, hótelhaldari á Borginni, bauð upp á partí, bjór og ball án þess að löggan gæti spornað við því. Partí í Sanitas- verksmiðjunum Borgin bauð upp á bjór eftir ball Tómas Tómasson, veitingamað- ur á Hótel Borg, tók upp á því að bjóða öllum gestum Skuggabars- ins í partí eftir að skemmtistöð- um var lokað aðfaranótt sunnu- dags. Ölium var hóað upp í rútu og ekið eftir krókaleiðum í gömlu Sanítasverksmiðjuna í Sundun- um, þar sem Tommi bauð upp á ókeypis bjór og ball. Þarna voru allir helstu mógúlar skemmtana- lífsins samankomnir og voru hátt í 200 manns á svæðinu þeg- ar mest var. Lögreglan mætti á staðinn og hugðist leysa upp partíið en fékk ekkert að gert þar sem um einkasamkvæmi var að ræða. ■ "Afhverjii ætli Árni hafi fengið ystyrk til að byggja bjálkahús? Þeir hafa lesið vitJaust — haldið að þetta væri bjálfahús^ hrollur um mann. En því mið- ur virðist ég hafa misst af öllu fjörinu sem einkenndi allt saman. Reyndar frétti ég svo að hann Geir vinur minn Sveinsson hefði hlotið heið- ursverðlaun fyrir skemmtileg- an leik og drengilega frammi- stöðu, en það fannst mér óskaplega gaman að heyra. Ákaflega gleðilegt þykir mér þó að við skyldum hljóta þetta tækifæri til að þakka fjölmiðlum landsins, Ríkis- sjónvarpinu sem fleirum, fyrir að kvelja þá sem engan áhuga Meðal þeirra sem fengu styrk frá húsnæðismálastjórn til tækninýjunga og framþróunar í byggingar- og húsnæðismálum 17. maí síðastliðinn er enginn annar en Árni Johnsen alþingis- maður. Hann fékk hálfrar milljónar króna styrk til að reisa sér íbúðarhús í Eyjum. Húsið á að reisa úr bjálkum, sem hafa mikið einangrunargildi og eru taldir geta nýst í byggingar á svæðum þar sem jarðhiti er takmarkaður. Árni Johnsen er þrlðji þing- maður sjálfstæðismanna á Suð- urlandi og einn þeirra þing- manna sem hafa lögheimiii í sínu kjördæmi en eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu. Hann er skráður með lögheimili í kjall- araíbúð sinni á Heimagötu 1 í ^Vestmannaeyjuin og fær 684 þúsund krónur á ári i húsa- leigu, dvalar- og ferðastyrk um- fram þá þingmenn sem eiga lögheimiii i Reykjavík eða á Reykjanesi, en hann er búsett- ur ásamt fjölskyldu sinni i glæsilegu einbýlishúsi við Ritu- hóla. íÓVENJULEGUM FÉLAGSSKAP Styrkurinn til Árna er fremur óvenjulegur því Árni er þarna í félagsskap ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka þar sem verk- efnastjórarnir eru fagmenn og fræðimenn og oftast er um að ræða samstarfsverkefni og rann- sóknir margra aðila og fyrir- tækja. Árni er hinsvegar sjálfur verkefnastjóri og umsækjandi um styrkinn. Verkfræðingur sem vildi ekki láta nafns getið sagði að þessi styrkveiting væri nánast einsdæmi og vísindagildi hennar ekkert. Ekki náðist í Árna sjálfan Jiar sem hann er staddur erlendis og upplýsingar Árni Johnsen er meðal þeirra þingmanna sem eru skráðir með lögheimili í kjördæminu en bú- settir í Reykjavík og tærir það honum litlar 684 þúsund krónur á ári. Nú er hann að reisa sér nýjan bústað í Eyjum og húsnæðismála- stjórn lét hann hata styrk til að kaupa bjálka í húsið. Nú bíða menn þess að Rannsóknastofnun landbúnaðarins sjái ástæðu til að leggja til kálgarð aftan við hús hjá Arna. um dvalarstað hans voru ekki tiltækar. ■ Eg virðist hafa misst af öllu fjörinu „Ég verð eiginlega að játa þann ófyrirgefanlega glæp á mig að hafa lítið sem ekkert , fylgst með HM-keppninni og fékk reyndar fréttir af því hverjir unnu titilinn fyrir stuttu utan að mér. Það eitt liggur þó ljóst fyrir að íslend- ingar náðu ekki þeim árangri er við höfðum vonast til af þeim og keppa því ekki á Ólympíuleikunum eftir allt saman. Reyndar datt ég inn í æsispennandi lýsingu á leik íslands og Sviss og einnig leik landsliðsins gegn Kóreu- mönnum og fylltist gamalli æsingstil- finningu meðan á þessu stóð, — það fór svona nettur höfðu á keppninni og fyrir að gleðja þá sem gaman höfðu af, með öllum þessum beinu útsendingum frá viðburðin- um. Ég óska þessum fjölmiðl- um velfarnaðar í framtíðinni, en vonast til þess að okkar stórmerkilega heimsmenn-1 ing, sem ávallt er talin á hæsta mælikvarða, fari nú brátt að taka jafnmikið pláss í fjölmiðlum og íþróttir njóta. Þó ekki yrði nema aðeins eitt vor- HlP ið.“ ■ i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.