Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 7
|FIMMT0D'A'GURw3T~AGUST~'1,9'g5 7 +_ Vegna ummæla talsmanns þjóðhátíðarnefndar í Mánu- dagspóstinum 31. júlí 1995. í Manudagspóstinum, þann 31. júlí 1995, er haft eftir talsmanni Þjóðhá- tíðarnefndar: „ Þar eru menn ekki ánægðir með framkomu Stígamóta- kvennanna og auglýsingar frá þeim þar sem spurt er: „Verður þér nauðg- að á næstu þjóðhátíð?" f Vestmannaeyjum er fullyrt að nauðganir hafi ekki veðið áberandi og hátíðin eigi fjarri [rví skilið að þannig sé fjallað um hana í auglýs- ingum. Þeir hyggist því ekki bjóða Stígamótum að fella niður þann kostnað sem þurfi til að komast á þjóðhátið." „Þær berjast fyrir góðum málstað en okkur líka ekki aðferðirnar sem þær beita" (Mánudagspósturinn, 60.tbl.,árg. 31.07.1995, bls.6). Við gerum ráð fyrir að rétt sé haft eftir talsmanni þjóðhátíðarnefndar, þar sem nefndin hefur ekki haft sam- band við Stígamót og látið vita að um röng ummæli sé að ræða í fyrrnefndu viðtali í Mánudagspóstinum. Starfs- konur Stígamóta harma ummæli tals- manns Þjóðhátíðarnefndar í um- ræddu viðtali. Engin auglýsing með fyrrnefndri yfirlýsingu hefur verið birt í fjölmiðlum eða annars staðar undir nafni Stígamóta. Okkur rennur í grun að staðhæfing þessi sé úr lausu lofti gripin eða um mistúlkun sé að ræða vegna skjáauglýsingar sem nú er sýnd í Sambíóunum. Sú skjáauglýsing er á okkar vegum og þar segir orðrétt: „NEI þýðir NEI - naugðun er glæp- ur. Veist þú hvað þú átt að gera ef þér verður nauðgað um verslunar- mannahelgina? Hafðu samband, við veitum þér ráð og stuðning. Stígamót." Með þessari auglýsingu er verið að vekja almenning til vitundar um að hver sem er getur orðið fórnar- lamb nauðgunar. Reynsla okkar sýn- ir að þar sem margir eru saman komnir og áfengi er haft um hönd, aukast líkur á nauðgunarárásum. Verslunarmannahelgin er nefnd í þessari auglýsingu þar sem við erum með sérstaka áróðurs- og fræðslu- herferð í gangi, fyrir þá helgi. Við getum með engu móti skilið að hægt sé að túlka auglýsinguna með þeim hætti sem fram kom í viðtali við talsmann Þjóðhátíðarnefndar í Mánudagspóstinum 31. júlí sl. Við teljum að þjóðhátíðarnefnd hefði átt að leita upplýsinga hjá Stígamótum áður en farið var í fjölmiðla með yfir- lýsingar af þessum toga. Aldrei myndu Stígamót beita jafn lágkúru- legri áróðursherferð. Hörmum við að Þjóðhátíðarnefnd hafi verið tilbúin til þess að trúa því og jafnframt not- að það sem ástæðu til að útiloka samstarf við Stígamót. Að okkar mati höfum við sýnt og sannað að þörf er á veru okkar á úti- hátíðum um verlsunarmannahelgar. Á síðastliðnum árum höfum við veitt þjónustu okkar á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum sem og á öðrum útihá- tíðum, mótshöldurum að kostnaðar- lausu. Hefur það samstarf, að okkar mati, þegar á mótstað er komið, ver- ið með ágætum. Okkur þykir leitt að Þjóðhátíðarnend sjái sér engan hag í að eiga samstarf við Stígamót um komandi verlsunarmannahelgi. Við vonum að þessi misskilning- ur?? með margnefnda auglýsingu sé kominn til skila með bréfi þessu og yfirlýsingar af þessu tagi birtist ekki í fjölmiðlum í framtíðinni að óathug- uðu máli. F.H. STÍGAMÓTA, ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR THEÓDÓRA ÞÓRARINSDÓTTIR Skemmtanalíf og tískumenning íslendinga fer bráðlega á flakk um víða veröld eftir raf- væddum brautum Veraldarvefsins, en undanfarna mánuði hefur verið í smíðum og stækkar í sífellu allsérstæð vefsíða sem ber nafnið 101, sköpunarverk tveggja, ungra manna sem fengu þessa hug- mynd síðastliðið haust og létu verða aðveruleika. Er þetta án efa í fyrsta sinn sem menningar- heimur þessi hefur verið tekinn saman í jafnskipulegri mynd, en um er að ræða samansafn upplýs- inga um allar helstu tískuverslanir, tón- listarverslanir, skemmtistaði, skífu- þeyta og hljómsveitir er lifa góðu lífi á ís- lenskri grundu í dag. Hugmyndin mun vera að fá góða yfirsýn yf- ir menningarheim yngri kynslóðarinnar og er erlend útgáfa í undirbúningi um þessar mundir svo fleiri en íslendingar megi skilja orðaflaum síðunnar. Gangi þetta eftir munu erlendar þjóðir bráðlega geta flett upp skemmtilegri mynd af heimi yngri kynslóðar landans á Veraldarvefnum og kynnst fleiri hliðum en þeim sem blasa við í ferðaskrifstofu- bæklingum og ákveð- ið eftir þá lesningu hvert stefnan skuli tekin í næsta sumar- fríi. FJOLNIR Heilsteypt upplýsingakerfi tiorniB á INFORMIX® 08 ORACLe* VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Flokin verkefm o Einfaldar lausmr i STRENGUR hf. - í stööugri sókn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.