Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						FIMMTUDAGUR16. JANUAR1997
'\
13
Hverju á að pakka þegar ^
farið er í stuttar feröirf
Pakkað skynsamlega fyrir þriggja daga ráðstefnu- og veisluferð.
rona um fertugt sem starf-
kar í viðskiptalífinu hafði
samband við ferðasíðu og
kvaðst þurfa að fara á ráð-
stefnu í Finnlandi í apríl. Hún
væri nýgræðingur í þessum
málum og kvaðst ekki átta sig
á hvað hún þyrfti að taka með
sér. Einnig kvartaði hún undan
því að henni hætti jafnan til að
taka alltof mikið þegar hún
færi í ferðalög og er áreiðan-
lega ekki ein um það.
Eftir að hafa skoðað dag-
skrána þar sem fundir áttu að
standa í tvo og hálfan dag, fyr-
irhuguð var þriggja tíma skoð-
unarferð, boðið í eina síðdegis-
drykkju við komuna og tvo
kvöldverði var niðurstaðan
nqkkurn veginn þessi:
í fyrsta lagi er vert að benda
á að með því að vefja plasti ut-
an um fatnað er lítil hætta á að
hann krumpist.
Föt til að vera í á ráðstefn-
unni:
• pils og/eða buxnadragt —
haft skyldi í huga að á slíkum
fundum eru þátttakendur und-
antekningarlaust á hótelum
sem veita hraða þjónustu í að
þvo og pressa
• þrjár blússur í mismunandi
litum
• nokkrar slæður eða léttir
treflar
• sléttbotna skór
• peysa eða jakki
Fyrir síðdegisdrykkjuna
• kjóll með léttum jakka
• fínni skór
Fyrir kvöldverðarboðin þarf
sjaldnast að klæða sig eins
mikið upp á og margir halda.
Tillögur fyrir boðin tvö:
• stutt eða hálfsítt pils og
blússa
•  sami kjóll og í eftirmið-
dagsboðinu og nú e.t.v. með
litskrúðugu sjali.
Þær konur sem geta borið
hatta mættu setja hann upp í
öðru hvoru kvöldboðanna
Fyrír skoðunarferðina má
svo velja eitthvað af því sem
hefur verið upptalið. Þá er
Ferðalög
Jóhanna Kristjónsdóttir
skrífar
sjálfsagt að setja niður
slopp/náttföt, sokka/sokka-
buxur og undirfatnað en hvað
hann varðar er minnt aftur á
hótelþjónustuna.
• Ekki skaðar að hafa áber-
andi nælur, eyrnalokka eða
armband í pússi sínu.
• Síðast en ekki síst snyrti-
vörur og sums staðar má fá
slíkt í litlum pakkningum, t.d. á
flugvöllum. Hárþurrka er oft-
ast á hótelherbergjum en
kannski ágætt að stinga niður
krullujárni.
Ef hárið er erfitt viðureignar
er þjóðráð að vefja silkislæðu
utan um koddaverið, áður en
lagst er út af.
•  Ferðafötin sjálf eiga að
vera þægileg og þrengja hvergi
að líkamanum. Vanir ferða-
menn taka af sér skóna í flugi
þótt það sé ekki langt. Ágætt
er  að
smeygja
sér  í  hálf-
sokka  á  leið
inni.
Þetta er sem sagt
lágmarksfatnaður en
má blanda saman á
ýmsa vegu. Með þessu í
ætti taskan að vera
mesta lagi 8 kíló.
Nótt íHong Kong
frá 68 þúsund krónum
þegar Bretar afhenda
Kínverjum yfirráðin
Bach-hátíð í
derlín ísumar
Iár verða Bach-dagarnir í
Berlín haldnir 5.-13. júlí og
auk þess sem þar verða flutt
helstu verk Johanns Sebasti-
ans Bach verða fluttir fyrir-
lestrar m.a. um áhrif tónlistar
hans á önnur tónskáld. Hljóm-
leikarnir verða á ýmsum stöð-
um í borginni, m.a. í Tónlistar-
safninu, Charlottenborgarhöll
og Sansouci-friðarkirkjunni.
Upplýsingar um hátíðina og
dagskrá hennar svo og um
hentuga hótelgistingu er að fá
hjá Bach Tage Berlin, Kaiser-
damm 31, D-14057 Berlín, fax:
49 30 19 307.
Fyrir þá sem eru á ferð í
Þýskalandi alveg á næstunni
mætti einnig vekja athygli á
að í Bad Berleburg verður
þess minnst með fernum tón-
leikum að þann 31. janúar nk.
eru 200 ár liðin frá fæðingu
Schuberts. Síðustu hljómleik-
arnir eru 7. febrúar.
Hotel Westfalischer Hof í
Bad Berleburg býður þriggja
nátta pakka þessa daga á
verðinu frá 270 DM eða um
11.600 íkr. á mann. Innifalið
auk gistingar er morgunverð-
I
Tré í staö jólakorta
Flugfélagið Cathay Pacific
sendi engin jólakort fyrir
síðustu jól, en undanfarin ár
hafa 70 þúsund manns verið á
kortalistanum. Þegar sár-
móðgaðir fyrrverandi þiggj-
endur grennsluðust fyrir um
ástæðuna var þeim sagt að
forsvarsmenn flugfélagsins
hefðu ákveðið að leggja aukið
fé til verndunar trjáa og skóg-
lendis.
Þar af leiðandi ætluðu þeir
að verja sömu upphæð til
þess 1996 og svaraði til kostn-
aðar við jólakortasendingarn-
ar. Það fylgdi ekki sögunni
hvað mörg tré björguðust eða
brögguðust vegna þessa.
Cathay gaf jólakorta
kostnað til trjáverndunar.
Ifréttum hérlendis var nýlega
sagt frá því að gistihús í
Reykjavík væru að verða full-
bókuð á gamlárskvöld 1999 og
væru það einkum útlendingar
sem þar hefðu sýnt forsjálni og
þennan mikla áhuga.
En það er víðar mikið um að
vera og ekki að-
eins fyrir aldamót-
in: í Hong Kong
keppast ferða-
málamenn nú við
að undirbúa þann
heimssögulega at-
burð þegar Kín-
verjar taka við
stjórn Hong Kong
af Bretum. Það er
á þessu ári, nánar
tiltekið 30. júní nk.
Athöfnin  hefst  Horft yfir tíl Hong Kong-eyju.
sá kínverski dreginn að húni.
Ef menn skyldu nú íhuga að
vera viðstaddir er rétt að taka
fram að enn er hægt að fá hót-
elherbergi í Hong Kong og
stöku flugmiða, að því er tals-
maður ferðamálaráðs Hong
Kong segir. Flest hótel bjóða
við sólsetur, krónprins Breta
og forsætisráðherra Kína ann-
ast afhendinguna með sögu-
legu handtaki, að svo búnu
verður breski fáninn dreginn
niður af stjórnarbyggingum og
ur, hálft fæði og miðar á eina
tónleika.
Sjö nátta gisting er frá 678
DM eða rösklega 29 þús. íkr.
og virðist því fyrra boðið vera
mun hagstæðara. Faxnúmer
hótelsins þar sem leita má
nánari fróðleiks er 49-2751-
92490.
Til lesenda
Umsjónarmaöur ferðasíöu HP vonast eftír góöri og líflegri samvinnu við
iesendur. Hugmyndum og uppástungum er tekið tveimur höndum og
veröur fitjað upp á ýmsu nýstárlegu þegartímar líða fram, bæði til fróð-
leiks og skemmtunar.
Lesendum er eínnig boöíð upp á að senda inn fyrirspurnir um hvaðeina
sem lýtur að ferðalögum. Merkið umslögin Ferðasíða Helgarpóstsins,
Borgartúni 27, 105 Reykjavík eða sendið á faxi 1 no. 552-2311. Nöfn
og heimilisföng sendanda mega gjarnan fylgja.
upp á pakkaverð þessa daga
þótt vérðið hljómi ekki beinlín-
is þesslega: Mandarin-hótel
gefur kost á fimm nátta gist-
ingu og kostar hver um 68 þús.
íkr. Það virðist þó kostaboð
miðað við Ritz Carlton þar sem
nóttin kostar fimm sinnum
meira eða um 340 þús. íkr. Það
er tekið fram að þetta eru
tveggja manna herbergi.
Þá verða mörg skemmti-
ferðaskip tekin á leigu til Hong
Kong þessa daga til að anna
eftirspurninni, sem er nú þeg-
ar meiri en framboðið.
702 milljónir
á ferðalögum
árið2000
J% lheimsferðamálaráðið
#%— WTO — hefur birt
spá um þróun í ferðaþjón-
ustu fyrir næstu ár. Þar kem-
ur fram að árið 2000 muni
um 702 milljónir manna vera
á ferðalögum víðs vegar um
heiminn. Þetta jafngildir því
að allir Bandaríkjamenn, Jap-
anir, Þjóðverjar og nær
helmingur Kínverja verði á
ferðinni. Þetta er 8% meira
en áður var spáð.
Einnig kemur fram að árið
2010 munl tekjur af ferða-
þjónustu verða 1,5 trilljónir
Bandaríkjadollara. Spáð er
mestri aukningu á næsta ára-
tug til Kyrrahafslanda og
Austur-Ásíu en Evrópa muni
þó halda sfnu.
Vinna í beinum eða óbein-
um tengslum við ferðaþjón-
ustu skapar fleiri störf en
nokkur önnur atvinnugrein í
heimi og er sú sem hraðast
hefur vaxið.
WTO metur það svo að
Kína, Japan, Nýja-Sjáland og
Víetnam muni tiltölulega efl-
ast hvað mest en mörg önn-
ur lönd þessa svæðis fá einn-
ig yfir sig stóraukinn ferða-
mannastraum.
Hvað varðar Evrópu eru
óbreyttar spár um að fjölg-
unin verði mest í kommún-
istalöndunum fyrrverandi.
Þar hafa Tékkland og Ung-
verjaland verið einna efst á
blaði en fleiri bætast við, svo
fremi þeim takist að byggja
upp þjónustu við ferðamenn
sem vanir eru þægindum
Vestur-Evrópu.
Eva Pálsdóttir dvelur nú á eynni Krít í Miöjaröarhafi þar sem önnur hrynjandi er í lífi og starfi fólks en viö eigum aö venjast
Ólífur og brauð á Krít
Pað er uppskerutími ólífunn-
ar hér á stærsta barni Hell-
eniku. Þær hanga svartar og
fullþroskaðar á greinunum og
sliga trén, sem bíða þolinmóð
eftir mönnunum með prikin til
að berja þær af. Allt snýst um
ólífur þessa daga. Lífið er eins
og ein stór kosningavaka því
annar hver maður á ólífulund
uppi á fjalli og allir fylgjast
spenntir með verðinu á kílóinu
af ólífum, lítranum af ólífuolíu.
Ég, sem á engin ólífutré, kemst
ekki hjá því að heyra nýjustu
tölur á hverjum degi.
Það er lærdómsgyðjan Aþena
sem stendur fyrir öllu saman.
Ólífutréð, tákn friðar og velferð-
ar, var framlag hennar í keppni
milli goðanna á Ólympusartindi
um hvert þeirra gæti skapað
mestu verðmætin fyrir hinn
dauðlega mann. Aþena stóð
uppi sem sigurvegari og fékk að
launum stóru borgina á klettin-
um við hafið nefnda eftir sér.
Ólífutréð hefur alltaf síðan ver-
Mannlíf
Eva Pálsdóttir
_ skrífar
ið í miklum metum á þessum
slóðum. Jafnvel svo að lög voru
sett á sjöttu öld f.k. sem kváðu
á um að hver sem staðinn yrði
að verki við að höggva eitt slíkt
niður skyldi tekinn af lífi.
Af trénu, sem þekur nær því
allt landslag á eyjunni, kemur
ekki aðeins dýrmæt útflutnings-
vara heldur mikilvægur hluti af
mataræði Krítyerja eins og ann-
arra Grikkja. í þeirra huga eru
ólífur og brauð það sem fiskur
og kartöflur eru íslensku þjóð-
inni. Eins og Kazantzakis legg-
ur í munn sjálfum Zorba:
JEf ég hefði bara sett í mig
nokkra brauðbita og ólífur
myndi ég segja - Förum að sofa.
Ég þarf ekki að fagna í kvóld.
Olífur og brauð eru ekkert, er
það nokkuð? Hverju geturðu svo
sem búist við afþeimT'
Og nú fara allir sem vettlingi
geta valdið upp á fjall, ef ekki til
að tína sínar eigin, þá til að
hjálpa vinum og ættingjum. Á
kvöldin koma þeir heim, þreytt-
ir en ánægðir, og safnast inn á
vínveitingahúsin til að drekka
rakí og borða ólífur, til að spila
kotru og tala um ólífur. Sumir
ganga með krukku í vasanum,
ólífur í legi úr olíu og ediki, og
bjóða af afrakstri dagsins. Jam-
as, Aþena! Skál, Aþena, þér til
heiðurs.
Heitt bað og
freyðivin á aðfangadag
Jólaljósin voru jafnmörg á
þessari eyju og ykkar en þau
minntu heldur á skrautlega
kjötkveðjuhátíð en heilög jól.
Það var varla að ég heyrði
minnst á jóla- eitt eða neitt og
einn og einn jólasveinn í búðar-
glugga var allt að því hlægileg-
ur, eins og eins manns kröfu-
ganga.
Eg vissi að nú væri eyjan ísi-
lagða eins og að búa sig undir
að sökkva í sæ. Fólk hlypi búð
„Á kvöldin koma þeir
heim, þreyttir en ánægðir,
ogsafnastinnávínveit-
ingahúsin til að drekka
rakí og borða ólífur, til
að spila kotru og tala
um ólífur."
úr búð langt fram á kvöld og
næði ekki andanum af tilhugs-
uninni um allt sem þyrfti að
gera áður en hátíðin skylli á.
Hér hins vegar gekk lífið sinn
vanagang. Ef ég spurði hvernig
jólin væru haldin hátíðleg upp-
skar ég áhugalausar axlayppt-
ingar: „Bara. Fjölskyldan kemur
saman. Við borðum mikið og
drekkum mikið. Ég veit það
ekki."
íslendingnum í mér var
ómögulegt að skilja að sjálf há-
tíð ljóss og friðar nálgaðist þeg-
ar sól skein í heiði og grundirn-
ar greru og fólk gekk um salla-
rólegt með hendur í vösum.
Þeir selja að vísu innflutt greni-
tré á torgunum en flestir láta
sér nægja að hengja seríu á
pálmatréð úti í garði. Engar
tuttugu smákökusortir, engar
rándýrar jólagjafir og enginn
fer hamförum við að þrífa. Mig
grunar að Krítverjar séu búnir
að fá nóg af byltingum og blóð-
ugum uppreisnum gegnum tíð-
ina og þess vegna detti þeim
ekki í hug að skapa sér Beirút á
hverju ári í desember. Ég sætti
mig við það. Heitt bað á að-
fangadagskvöld, heil flaska af
freyðivíni og súkkulaði í stað-
inn fyrir ólífur var vel til þess
fallið að slá á jólablúsinn sem
herjaði á íslending að heiman.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24