Alþýðublaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 1
___lt1h;ViKU,>AGUR 19. Mflí 1971 — 52. ÁRG. — 100. TBL. TRYGGINGARNAR □ Forystumenn tryggingamála hérlendis voru ;að því spurðir á blaðamannafundi Sambands ís- lenzkra íryggingafél,aga í gær, Iivort ætla mætti, að trygginga- félögin tækju upp nánari sam- Er framtíðin í flúormjólk? vinnu í framtíðinni með tilliti til þess, að þeim fækki. Ásgeir Magnússon, forstjóri Samvinnutrj-gginga, varð fyrir svörum og sagði m. a.: „Ég við- urkenni, að félögin eu orðin allt of mörg og er alls ekki þörf á svona mörgum tryggingafélög- um“. Stefán Björnsson, forstjóri Sjóvá, tók í sama streng, en benti á, að þróunin hafi á undanförn- um árum samt verið í gagnstæða átt, þvi að félögunum hafi fjölg- Framíh. á bls. 3. ÞAD KOSÍAR Þlfi ÁTTA KRÚNUR Á KILOMETRANN! □ Eins og sagt var frá í Al- þýðublaðinu fyrir skemmstu er gifurlegur fjörkippur í öllum bílainnflutningi. Bílaeign okkar íslendinga nálgast nú 50.000 og eru nú fjórir til fimm einstakl- ingar á hvern bil í landinu. Það eru aðallega fólksbilar, sem seljast núna, og kosta þeir frá 200 þús. upp í 600 þús., þó að nokkrar undantekningar séu í báða enda. Umboðin lána kaup- endum misjafnlega og þarf tíðast að greiðast upp á skömmum tí.ma, og veitist sumum það nokkuð erfitt, þar sem mönnum hættir til að taka ekkl rekstrar- kostnað bílsins með í dæmið. Það lætur nærri, að kostnað- ur við að aka nýjum bíl, sam- kvæmt útreikningum FÍB, sé um 8 krónur á kílómetrann og er þá tillit tekið til viðhalds og afskrifta. Samkvæmt þessiun út- yeikningum, kostar rúmar 7 0 krónur að aka bíl sínum neðan af Hlemmi og efst upp i Breið- holt, og er þar átt við minni bíla, en þetta ferðalag fær maður fyrir 10—11 kr. með SVR. Meðalakstur á bíl hér í Reykja vik yfir árið er samkvæmt athug- unum í kring um 16000 kílómetr- ar en benzínið kostar nú 16 krón- ur lítrinn. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda lét gera nákvæma könnun á áætl uðum rekstrarkostnaði á Volks- wagen árið 1970 og var útkoman úr þeirri könnun 113,755 krón- ur, en þá var benzinið og fleira talsvert ódýrara en það er nú, þannig að upphæðin er nú senni lega orðin rúmar 120.000 krón- ur. Þetta þýðir það, að ef maður kaupir sér bíl nú, á nuðju ári, á 250.000 krónur, má bann reikna með að bíllinn hafi kostað hann 360.000 krónur í árslok, ef afskriftir og önnur rýrnun er. tekin með í reikninginn, Stærsti aðili í bílaútgerð á fslandi er íslenzka rikið, en þa'ð á nú um 450 bíla, enda þótt bila floti þess hafi verið minnkaðUr Framh. á Ibls. 3. □ Er bezta vörnin gegn tann skemmdum að setja flúor í mjóik en ekki drykkjarvatn? Að sögn Jóns Sigurðssonar borgarlæknis cru til eldri rannsóknir á því, en hingað til hefur það ekki verið talið æskilegt. í Bretlandi hefur verið sett á laggirnar stofnun, sem gerir rannsóknir á þessu sviði, og er markmiðið að koma í veg Fraimh. á bls. 5. NVA0 GERIST ARINN NÆST □ „Sá skaði nem nú er orðinn af olíumengun frá strandaða tog- aranum Cæsar, eru hreinir smá- munir á borð við þá geigvænlegu hættu sem gæti stafað af því, ef björgun togarans mistækist og olía tæki að flæða úr hontun aft- ur,“ sagði FinnUr Guðmundsson fuglafræðingur í viðtali við blað ið í gær. Þá bárust þær fréttir nú í morg un, að árangurslausar tilraunir hefðu verið gerðar til að ná tog- aranum á flot í gærdag, en hann haggaðist ekki. Finnur Guðmundsson sagði, að Það olíumagn sem þegar hefði runnið úr togaranum og valdið þó nokkrum skaða, væri mjög óveru legt, en nú væri í togaranum um 100 tonn af svartolíu og ef það magn næði að renna úr hon- um, yrði tjónið ófyrirsjáanlega mikið, en ekkert vildi hann segja um hugsanlegan málarekstur að svo stöddu. Finnur taldi að liðlega 3000 fuglar væru nú dauðir vegna olíunnar og Hklega væru allir fugl ar dauðir, sem hefðu fengið í sig olíu því að þeir gætu sjaldan lif- að lengur en í einn mánuð eftir að hafa fengið oHu í fiðrið. Hjálmar Bárðarson formaður Siglingajmálastofnunar rikisins, sagðist enn vera vongóður um að bjarga mætti togaranum, ef veð- ur verznaði ekki mjög verulega. 1930 milljónir □ Grundvöllur stefnu Al- þýðuflokksins í húsnæðismál- um er það vlðhorf, að húsnæð ismálin séu sameiginleg við- fangsefni borgaranna. en ekki einstaklingsbundið vandamál hvers og eins, segir Sigurður Guðmundsson, þriðji maður A-listans í viðtali við Alþýðu- blaðlð í dag. í viðtalinu koma fram marg ar mjög athyglisverðar upplýs ingar. Segir Sigurður m. a., að á s. I. fjórum árum hafi Hús- næðismálastofnunin veitt ál- menn lán að upphæð 1930 m. kr. Er það næstum 2/3 hlutar alls þess f jármagns, sem varið hefur verið til húsnæðislána allt frá árinu 1957, er Húsnaeð ismálastofnun ríkislns hóf starfsemi sína. Sjá viðtal við Sigurð á bls. 5. Þá sagði hann að tilraunir hefðu verið gerðar í fjörunum vestra með olíueyði og hefðu þær tek- izt allvel og er nú lóðsbátur frá Framlh. 'á bito. 5. SAGATIL NÆSTA BÆJAR INDIRA GANDHI for- sætisráðherra Indverja er álitin vera mest dáði leið- togi heimsins. Sérstök Gallup-skoðanakönnun var gerð um vinsældir þjóðá- leiðtoga og reyndist hún lang vinsælust. Næst kom Willy Brandt ríkiskanslari Þýzkalands, Golda Meir, forsætisráðherra Israel, — Páll páfi VI., og U Tbant framkvæmdastjóri Samein uðn þjóðanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.