Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 1
UNGLINGAR ORÐNIR ATHAFNA- MESTU AFBROTAMENNIRNIR Enqinn borgar betur en Isal Hinir hagstæðu kjara- samningar, sem 10 verka- lýðsfélög gerðu við tsal um siðustu áramót, hafa aukið verulega launamismuninn milli sambærilegra hópa vinnandi fólks i landinu. Þannig er timakaup járnsmiða hjá Álverk- smiðjunni i Straumsvik tæplega 54% hærra en timakaup járnsmiða, sem taka laun samkvæmt kjarasamningunum, sem gerðir voru i desember 1971, og almennt gilda. Að þvi er næst verður komizt eru laun samkvæmt Isalssamningnum nú að meðaltali 26%-30% hærri en annars gerist á vinnu- markaðnum. I sumum til- vikum eru þessi laun yfir 50% hærri en annars staðar eru greidd og i engu tilviki minna en 15% hærri. Verkamenn hjá tsal, sem vinna sambærileg störf og hafnarverkamenn, fá greidd laun sem eru liðlega 30% hærri en laun hafnar- verkamanna, sem taka laun samkvæmt 4. taxta Dagsbrúnar. Miklu meirri munur er á timakaupi járnsmiðsins i Alverinu og hins, sem tekur laun eftir almennu samn- ingunum eða eftir 2 ár hvorki meira né minna en 86,10 krónur á timann, þ.e. kr. 688,80 miðað við átta stunda vinnudag. Við gerum nánar grein fyrir þessum samanburði á blaðsiðu 2,- Olíufélögin sam- einast um tölvu NU i lok vikunnar taka oliufélögin Shell og BP i notk- un nýja og mjög fullkomna tölvu sem mun að mestu sjá um reiknings hald fyrir félögin, auk annarra verkefna. Er Sjóvátryggingafélag Islands með i þessu samstarfi. Kaup tölvunnar er einn liðurinn af mörgum sem oliu- félögin reka i sameiningu, og sagði önundur Asgeirsson forstjóri BP i samtali við blaðið i gær, að stefnt yrði að meiri samvinnu félaganna i framtiðinni. Engu vildi Önundur um það spá hvort þetta leiddi til samruna BP og Shell i framtiðinni og þá með betri samkeppnisað- stöðu við Esso i huga, en Esso er stærst islenzku oliu- félaganna. Nú er ekki lengur nokkur vafi á aö unglingar, 16 ára og yngri, eru orðnir at- hafnamestu a f- brotamennirnir hér í Reykjavík, sagði Snjólfur Pálmason rannsóknarlögreglu- maður í viðtali við blaðið i gær. Nú Iiður ekki orðið sá dagur að afbrotamál ung- linga berist ekki I hendur lögreglunni, og t.d. I fyrradag voru a.m.k. fimm unglingar uppvisir að afbrotum. Þar voru tveir hópar á ferð, annar brauzt inn i ibúðarhús og stal 25 þús- und krónum i peningum, en hinn brauzt inn i verzl- un og vann þar spellvirki fyrir tugi þúsunda. Þetta sagði Snjólfur að væri aðeins litið dæmi um dagleg afskipti lögregl- unnar af afbrotaungling- um. Snjólfur sagði að ástandið hefði hríðversn- að siðan siðasta haust, en þá var gerð könnun á fjölda unglingaafbrota i samanburði við afbrot fulloröinna. Könnunin náði yfir tvo mánuði, og var lögregl- unni þá tilkynnt um 364 þjófnaöi. Upp komst þá um 124. Nákvæmlega hel- mingur þeirra var fram- inn af unglingum Með hliðsjón af þessum tölum, taldi Snjólfur ekki óliklegt að unglingar væru nú viðriðnir nálægt 60% allra afbrota, sem nú væru franiin, en þegar hann hóf störf hjá lög- reglunni fyrir fjórum ár- um, hafi þessi tala verið nálægt helmingi lægri. — Mjölverð komið í hámark? Ansjósuveiðar Perúmanna eru | hafnar—og þá lækkar heims-i markaðsverðið á mjöli fljótt i Rannsókn á loðnu- svindlinu Loðnulöndunarnefnd hef- ur farið fram á frekari rannsókn i loðnusvindlmál- inu svonefnda, sem kom upp i Grindavik á dögun- um. Þykir nefndinni afbrot verksmiðjunnar svo alvar- legt, að refsing þurfi að koma til, en samkvæmt lögum um loðnulöndun skulu þeir aðilar sæta fjár- sektum, sem gerast sekir um brot á lögunum. Fjár- Mál þetta kom upp hjá verksmiðjunni Fiskimjöl og lýsi hf. i Grindavik i sið- ustu viku. Hafði verksmiðj- an ekki tilkynnt loðnu- löndunarnefnd um laust þróarrými, heldur tekið i það loðnu af heimabátum. Samkvæmt lögunum um loðnulöndun er algerlega bannað að hygla heimabát- um á þennan hátt. Þetta er alvarlegasta brotið sem komið hefur upp á vertiðinni. Nefndin hefur fengið önnur brot til með- ferðar, en þau smærri Heildaraflinn á loðnu- vertiðinni er orðinn milli 340 og 350 þUsund lestir. Útflutningsverðmæti þessa afla mun vera sam- kvæmt lauslegum Ut- reikningum um 2500 milljónir króna, en verð- mæti aflans upp Ur sjó er tæplega 700 milljónir króna. Gerðir hafa verið samningar um sölu á 52-53 þUsund tonnum af loðnumjöli, og þarf að veiða 380 þUsund lestir af loðnu til að uppfylla þá samninga. Margar verk- smiðjur hafa þegar brætt upp i fyrirframsamninga, og eru þær nU byrjaðar að vinna mjöl, sem selst á um 50 þUsund krónur tonnið. Meðalverðið hefur verið 35 þUsund krónur i fyrir tonnið. Markaðsverð á mjöli er nU 3.15 sterlingspund hver próteineining, en meðalverðið á seldu mjöli reiknast á um 2,30 pund próteineiningin. Óvist er, hvað þetta háa verðhelzt lengi, þvi PerU- menn eru byrjaðir ansjósuveiðar, og mjöl frá þeim hefur fljótlega áhrif til lækkunar. Ctflutningsverðmæti mjöls Ur veiddri loðnu á vertiðinni nemur nU um 1750-1800 milljónum króna, lýsisverðmætið um 250 milljónum króna og verðmæti frystrar loðnu um 450-470 milljónum króna. ■ Sprengjur og stór verkfall M Nixon vill dauðarefsingu 1 | A meðan fulltrúar verkamanna a Norður-tr- Nixon Bandarikjafor- seti fór þess á ieit við full- , landi, sem eru mótrnæl- trúadeild bandariska endatrUar komu saman þingsins i gær að hún til fundar um allsherjar- samþykkti, að upp verði verkfall i gær, sprungu tekin'að nýju dauðarefs- j öflugar sprengjur viðs vegar I Belfast. Verka- mennirnir hyggjast lama allt athafnalifá Nlrlandi ing við ýmsum afbrotum i sem falla undir iögsögu alrfkisyfirvalanna. HÁLFDRÆTTINGUR Fataframleiðslan er oröinn hálfdrættingur á við sjávarútveginn hvað mannafla snertir — segja for- svarsmenn iðnaðarins, sem i dag opna vor- kaupstefnuna Islenzkur fatnaöur. Það er eins konar markaður fataframleiðenda og seljenda, og við segj- um nánar frá þvi á 2. siðu i dag. Ástarlíf undir hamrinum — meðan þrætt er um búrin llllllllllllllllllllllll „Minkarnir á Lykkju létu fógetann ekki trufla ástalif sitt”, sagði maður, sem var viðstaddur uppboð, sem haldið var að kröfu Toll- stjórans I Reykjavík I gær. Eins og við sögðum frá hér í blaðinu i siðustu viku, gerði Tollstjórinn i Reykja- vík kröfu til þess, að yfir 400 minkabúr yrðu seld á nauðungaruppboði til lúkn- ingar á aðflutningsgjöld- um. Hér er um að ræða hreiöurbúr á loðdýrabúun- um Lykkju á Kjalarnesi og Skeggjastöðum i Mosfells- sveit. Eins og áður greinir fór uppboð fram i gær. Var lit- ið fjör i boöum. Fulltrúi Innkaupastofnunar rikis- ins, Guðmundur Sigurþórs- son, gerði boð I búrin vegna fjármálaráðuneytisins. önnur boð komu ekki, og voru búrin slegin Inn- k a u p a s t o f n u n i n n i, á Lykkju fyrir kr. 75 þúsund og á Skeggjastöðum fyrir 150 þúsund. Nú stendur sem hæst fcngitimi þessara verð- mætu loðdýra. Var viö- stöddum Ijóst, að dýrin leiddu alveg hjá sér allar þrætur um aöflutningsgjöld og aðgeröir sýslumanns, og höfðu allt öðrum höppum að hneppa. Tvennt liggur nokkuð ljóst fyrir: Læðurnar verða hvolpafullar, hvað sem öll- um fógetagerðum liöur, og eins hitt, að búrin verða þung I sölu á frjálsum markaöi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.