Alþýðublaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.03.1973, Blaðsíða 1
ÞETTA GERÐIST LÍKA • FISKUR í RÚSSANN Þ. 28. marz var undir- ritaður i Reykjavik samningur milli Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna og SÍS annars vegar, og Prodingtorg hins vegar, um sölu á 11.500 tonnum af frystum flökum og fiski til Sovétrikjanna. Heildarupphæð söl- unnar nemur 670 milljónum í slenzkra króna. Hinn 5. febr. voru send 1.500 tonn af heildarmagninu frá Vestmannaeyjum til Sovétrikjanna. i SPÁ UM LOÐNU Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðingur mun á næstu dögum gera athuganir á ókynþroska loðnu fyrir norðan og austan. Að þeim athug- unum loknum munu fiskifræðingar gera spá fyrir næstu loönuvertið, en þess má geta hér, að spá þeirra fyrir þessa vertið stóðst 100%. Hjálmar hefur að undanförnu kannað loðnumagnið fyrir norðan, en litið fundið nema innst i fjörðum. Þar eru smabátar að veiðum, en enginn grundvöllur er þar fyrir stórveiði. • BYE STJÚRNAR Skemmtikraftar frá öllum Norðurlöndunum koma fram á skemmtun til styrktar Vestmanna- eyingum i Háskólabiói á sunnudag. Stjórnandi skemmtunarinnar verði norski sjónvarps- maðurinn Erik Bye, en hann stjórnaöi þvi fræga Vestmannaeyja- kvöldi norska sjón- varpsins fyrir skemmstu. Aðgöngu- miðar að skemmtuninni á sunnudag verða jafn- framt happdrættis miðar. • LAGA REGLURNAR „Við stefnum að þvi að breyta reglum um álagningu fasteigna- skatta á aldraða þannig, að ekki þurfi að sækja sérstaklega um lækkun, heldur verði eingöngu farið eftir tekjum”, sagði Kristinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóri i Hafnar firði, þegar Alþýðu blaðið hafði samband við hann i gær. Alþýðublaðið skýrði frá þvi I gær, að lækk anir og niðurfellingar á fasteignasköttum aldr aðra komi misjafnlega niður á fólki eftir því hvar á landinu það býr Hérá risa hundasjúkrahús Fostudagur 30. marz 1973 54! árg. vm FÁUM TVÚFALDAN SKAMMT AF OSKARNUM Við eigum ekki aldeilis að missa af þvf áttfalda Óskarsverðlaunaefni „Cabaret”, þvi auk þess sem Hafnarbió hefur þeg- ar fest kaup á kvikmynd- inni til sýninga i vor eða fyrripartinn I sumar, verður leikgerðin sett á sviö i Þjóðleikhúsinu, og hefjast sýningar þar í april. Eins og kunnugt er hlaut leikkonan Liza Minelli Óskarsverölaun SKIPSTAPAR fyrir leik sinn i „Caba- ret”, en i það hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins ; hefur veriö valin Edda Þórarinsdóttir. Aætlað er j aö hefja æfingar á | „Cabaret” um helgina. Að þvi er forstjóri llafnarbiós sagði við | Alþýðublaöið I gær verður myndin annað hvort tekin til sýninga i vor eða eftir að sýningum Þjóð- leikhússins lýkur, og yrði það þá i júni eöa júli. Hinn kunni islands- vinur, Mark Watson, hefur boðizt til að gefa hingað dýraspitala að sögn Hilmars Foss, dóm- túlks, er við áttum tal viö hann i gær, en Hilmar er vinur Watson og umboðs- maður hans. Dýraspitali þessi mun risa i nágrenni Reykjavikur. Watson hefur áður komið við sögu islenzka sögu með örlæti sinu og menningaráhuga; meðal annars, er hann gaf Þjóð- minjasafninu safn Coll- ingwood-myndanna, sem eru, að sögn Kristjáns Eldjárns, forseta, og ann- arra kunnugra, ómetan- legt verðmæti. Það var þessi sami Watson, sem á sinum tima gaf fé til endurreisn- ar Glaumbæjar i Skaga- firði, sem nú er hið merk- asta byggða- og minja- safn. Þá gaf Watson myndar- lega fjárhæð til þess að bæta aðbúnað hundanna, sem geymdir eru á veg- um veiðistjóra uppi við Hafravatn, og þegar Vestmannaeyjagosið hófst, tjáði hann sig reiðubúinn til að styrkja fjárhagslega flutning á dýrum úr Eyjum, ef þess gerðist þörf. Watson er mikill dýravinur og kunnáttu- maður um hundarækt. Hefur hann m.a. skrifað bók um islenzka hundinn, sem hann hefur hrein- ræktað. Er það vafalaust hundaspitali, sem Watson vill gefa hingað Ml I íhinrw,i'|,ntri 'ff kSas ili : m JPMI 1 ' tíHBiiilii ....... VIDSKILA EN EKKI LENGI Það dugir ekki minna en að vcra stórstig til að ná hópnum, sem i gær arkaöi um götur borgarinnar I inisjöfnum veðrum, klædd- ur kjólfötum og peysuföt- Það var hinn árlegi Peysufatadagur Verzlunarskólanema — og Pétur Jensson var á okkar vegum að leita aö rétta mótívinu á „peysufata- dagsmynd”. Sökudólgarnir sleppa gjarnan Kom í veg fyrir en veröur 2Í7lT>i ’fl-: iíí-'7T.,;í^íprlr* að borga tjónið Kona nokkur kom með snarræði i veg fyrir árekst- ur inn á Réttarholtsvegi i gærdag, með þeim afleið- ingum að bill hennar valt, en liklega mun konan sitja uppi með allt tjónið, þvi sökudólgurinn, sem hrakti hana út af veginum, stakk af og veit enginn hver hann er. Slysið varö á Réttar- holtsvegi, skammt sunnan við Langagerði. Bill, sem verið hafði á suðurleið, stöðvaðist vegna hálku, en annar bill, sem var á eftir honum sveigði yfir á hina akreinina, og ók beint á móti konunni, sem sá sitt óvænna og sveigöi útaf. Konan slapp litið meidd, og eins árs barn, sem hún var með i bilnum, meiddist ekkert, enda vel spennt niður i barnastól i aftursæt- inu. Mikið var um árekstra siðdegis i gær, en sam- kvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru þeir flestir fremur vægir og ekki var vitað um meiðsli á fólki. VERSTI VETURINN HAGSTOFAN I STOÐUGU STRÍÐI VIÐ UNGLINGA „Við eigum i stöðugu striði við unglinga, sem eru að reyna að verða sér úti um fölsuð nafnskir- teini, enmeðhertum eftir- litsaðgeröum höfum við afhjúpaö marga þeirra, og nú eru á döfinni að- gerðir sem enn herða „Þetta er sá langversti vetur sem gengið hefur yfir landið hvað varðar skips- skaða og aðra óáran”, sagði Hannes Hafstein hjá Slysvarnarfélaginu er við ræddum við hann i gær- kvöldi. Siðasti sólarhringur hefur verið annasamur hjá Hannesi og öðrum hjá Slysavarnarfélaginu. I óveðri, sem gekk yfir flest mið við landið lentu tveir bátar i erfiðleikum, eitt flutningaskip, og smábáts var saknað. Sem betur fer kom sá bátur i leitirnar, og það tókst að bjarga öðrum hinna, en einum bát varð ekki bjargað, vélbátnum Frigg frá Vestmannaeyjum. Mannbjörg varð, en bátinn rak upp i Krisuvikurbjarg, og þar brotnaði hann i spón. Skipverjar voru fimm talsins, en Frigg var 50 lesta eikarbátur. Stigandi frá Ólafsvik hugði að björgun en fékk þá net i skrúfuna og var dreg- inn til hafnar. Þá var i gær óttazt um 14 lesta bát frá Neskaupstað, Olduna, en hann kom i leitirnar með bilaða talstöð. Skipverjar, tveir talsins, voru heilir á húfi. Upp úr hádegi i gær barst svo tilkynning um að 3500 lesta skipa frá Kýpur, Rug- ia, ætti i erfiöleikum und- an Dyrhólaey. Hafði sjór komizt i fremstu lest skips- ins, en skipið var fullt af súráli. eftirlitið”, sagði Ingimar Jónasson deildarstjóri á Hagstofunni, i viðtali við blaðið. Vegna fréttar blaðsins i gær, þess efnis að unglingum hefði tekizt að svikja út fölsuð nafnskir- teini á Hagstofunni, kannaöi blaðið lauslega, hvaða aðgerðum Hag- stofan beitir gegn þess háttar. 1 fyrsta lagi er nú farið að þrykkja fæðingarár með lit á skirteinið, svo erfitt mun að breyta þvi. Búið er að kaupa vél, sem á að plasthúða skirteinin, en þá verður með öllu ókleift að breyta áletrun. Þá verða nú þeir, sem óska eftir nýju nafnskir- teini, að koma með mynd, eiginhandaráritun og staðfest vottorð skóla- stjóra eða vinnuveitanda i lokuðu stimpluðu umslagi. Ennfremur eru unglingar nú spurðir um annað fólk i húsinu, sem þeir segjast eiga heima i, en spurningar af þvi tagi hafa oft komið upp um falsarana. Fleiri ráðstafanir hafa einnig verið ræddar, svo sem að halda eftir mynd- um af öllum, sem fá nafn- skirteini, og nota þær til samanburðar ef einhver vill fá nýtt skirteini. Vonaðist Ingimar til, að þegar þessar aðgerðir væru allar komnar til framkvæmda, yrði endanlega girt fyrir alla möguleika á falsi. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.