Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 10
Laus staða Lögreglustjóraembættið óskar að ráða skrifstofustúlku. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 15. nóvember n.k. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 5. nóvemberil973. Járniðnaðarmenn óskast Viljum ráða nú þegar nokkra vélvirkja, rennismið og menn vana járniðnaðar- störfum. Vélsmiðja 01. Olsen, Ytri-Njarðvik, simar 1222 og 1722. Kvenfélag Háteigssóknar heldur bingó i kvöld, miðvikudag i Sjó- mannaskólanum. Mætið stundvislega kl. 8.30. Kaffiveiting- ar. Stjórnin. runtal Verkamenn — Rafsuðumenn Nokkra lagtæka verkamenn og rafsuðu- menn, vantar til starfa i verksmiðju okk- ar. Góð laun, mikil vinna. runtal ofnar m. Siðumúla 27. Simi 35555 — 35455. t Eiginmaður minn, GÍSLI GjUÐMUNDSSON alþingismaður Hóli á Langanesi sem andaðist á Landsspitalanum I Reykjavik að kvöidi 4. nóv- ember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavfk föstudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlcga afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Margrét Arnadóttir. ■■■■■■■■■■ þátttakendur hjá Æ Meöal þeirra verkefna, sem mest eru aökaiiandi á vettvangi æskulýösmála, er þjálfun og fræðsla félagsforystumanna og leið- beinenda. Skortur fleiri hæfra leiðtoga og leiðbeinenda kemur á ýmsan hátt i veg fyrir eðlilega þróun og eflingu æskulýösstarfs I landinu. Æskulýösráö rikisins markaöi sér þvf I upphafi þá stefnu, að eitt af fyrstu verkefnum ráðsins skyldi vera að beita sér fyrir sam- ræmdu og yfirgripsmiklu átaki I félagsmálafræöslu æskulýösfél- aga og samtaka, með þvi að standa fyrir samningu námsefnis fyr- ir félagsmálanámskeiö og að veita æskulýðsfélögum nokkurn fjárhagslegan stuðning við framkvæmd slikra námskeiða. Á s.l. vetri efndi æskulýðsráð, I samráði við fræðslunefndir UMFl og I.S.Í., til námskeiðs fyrir félagsmálakennara að Leirárskóla I Borgarfirði, og lagði þar fram námsefni til nota á félagsmálanámskeiðum. Hafa félagasamtök og skólar nú þegar haldið 24 námskeið með alls 488 þátttakendum, þar sem farið hefur verið yfir náms- efni þetta. Fóru námskeiðin fram undir handleiöslu áður- greindra félagsmálakennara og með nokkurri aðstoð æskulýðs- ráðs. Æskulýösráð hefur átt góða samvinnu við fjölmarga aðila um fræðslustarfsemi þessa og hefur þáttur Ung- mennafélags Islands verið þar stærstur. Um siðustu helgi efndi Æsku- lýðsráö rikisins til framhalds- námskeiös fyrir félagsmála- kennara i Alftamýrarskóla i Reykjavik. Á námskeiði þessu var eink- um fjallað um kennslufræðileg atriði, framkv. félagsmála- námskeiða og uppbyggingu slikrar fræðslu í náinni framtið. Leiðbeinendur á námskeiðinu r Clough unir sér bara vel Brián Clough virðist hafa komiö sér vel fyrir I framkvæmdastjóra- stööunni hjá Brighton, og ekki eru taunin dónaleg, 3,5 milljónir á ári. Eitthvaö álika rennur f vasa aðstoðarmanns hans, Peter Taylor. Þeir virðast fljótir að gleyma hjá Brighton. 1958, þegar Clough lék með Middlesbrough, gerði hann fimm mörk þegar liðið vann Brighton 9:0. Og önnur þrjú gerði hann sföar sama vetur, þegar Brighton tapaði 0:2. Uppsögn Clough hjá Dcrby hefur annars orsakað nokkra hreyfingu hjá framkvæmda- stjórum. Dave Mackay fór til Derby, og nú er talað um að Frank O 'Farrell, áöur Man. Utd., fari til Nottingham Forest I hans stað. voru Reynir G. Karlsson æsku- lýðsfulltrúi, Sigurður R. Guð- mundsson skólastjóri, Guð- mundur Gislason kennari og Sigurþór Þorgilsson fulltrúi i kennslufræðideild Fræðslu- skrifstofu Reykjavikur. Að námskeiðinu loknu fengu þátttakendur afhent skirteini, sem veitir þeim rétt til þess að kenna námsefni Æskulýösráðs rikisins á félagsmálanámskeið- um. Þeir, sem hlutu þessa viðurkenningu voru: Arnaldur M. Bjarnason, Foss- hóli, S-Þing. Birgir Karlsson, Leirárskóla, Borgarfirði. Birgir Olsen, Ytri-Njarðvik. Guðmundur H. Einarsson, Reykjavik. Guðmundur Guðmundsson, Vorsabæjarhjál., Árn. Guðmundur Sigurmonsson, Ytri-Tungu, Snæf. Guðni Jónsson, Reykjavik. Guðni Björn Kjærbo, Keflavik. Gunnlaugur Snævarr, Reykja- vik. Helgi Gunnarsson, Vik i Mýr- dal. Helgi Jóhann Þórðarson, Egils- stöðum. Hólmbert Friðjónsson, Kefla- vik. Ingimundur Ingimundarson, Sauðárkróki. Jóel Blomquist Jacobson, Reykjavik. Jóhannes Sigmundsson, Syðra- Langholti, Arn. Karl Eysteinn Rafnsson, Höfn, Hornafirði. Kristján L. Möller, Siglufirði. Magnús Ólafsson, Sveinsstöð- um, A-Hún. Niels Á Lund, Miðtúni, N-Þing. Ólafur Oddsson, Hálsi, Kjós. Pétur Þórarinsson, Reykjavik. Rikharður Jónsson, Akranesi. Sigurður Geirdal, Kópavogi. Sigurður Ragnarsson, Reykja- vik. Sigvaldi Ingimundarson, Reykjavik. Tryggvi Gunnarsson, Reykja- vik. Sig. Valdimar Bragason, Dal- vik. Þóroddur Jóhannesson, Akur- eyri. Þorvaldur Pálmason, Borgar- firöi. FRÉTTATILKYNNING Reynslulitlir Skallagrímsmenn ÍS-UMFS 83:70 (40|39) Borgnesingar, sem siðasta keppnistimabil léku i annarri deild, stóöu þó nokkuð I Stúdentum, þó menn hefðu það einhvern veginn á tilfinningunni að 1S myndi sigra i leiknum. Það fer svolitið likt með UMFS og HSK, aö bæði þessi liö hafa svo til eingöngu óleikreynda menn, og þaö er sennilega stór orsök fyrir þvi að UMFS tapaði, að þá vantaði leikreyndan mann. Ungu leikmennirnir þoldu tæplega álagið sem er þvi samfara að leika svo jafnan leik. Borgnesingar urðu fyrri til að skora, en IS jafnaði, en UMFS kemst aftur yfir 6:4, en þá kemur einn besti kafli IS i leiknum, og þeir komast yfir 19:9, en UMFS fer siðan smám saman að saxa á það foskot stúdenta t.d. 23 : 15, 28:21, 30:27 og 32:31 fyrir IS, aðeins eins stigs munur. En UMFS komst þó aldrei yfir, oftast var munurinn á liðunum i siöari hálfleik þetta 5-15 stig. Miklu munar fyrir tS, að hafa nú Gordon Godfrey, aftur sem þjálfara, en liöið var þjálfara- laust allt Reykjavikurmótið. Liðiö er nú til alls liklegt. t þess- um leik voru Steinn Sveinsson fyrirliði liösins, og Ingi Stefáns- son i sérflokki hjá liðinu, þá er Bjarni Gunnar alltaf sterkur, og erliðinu mjög mikilvægur, jafnt i vörn sem sókn. Skallagrimsmenn eru allir mjög áþekkir að styrkleika, i liðinu er engin stórstjarna. Bragi Jónsson var bestur i þess- um leik, en Pétur Jónsson er stór og sterkur leikmaður, sem ætti að sóma sér vel i miöherja- stöðunni, en allt of litið er gert að þvi að gefa inn á miðjuna. Leikmenn reyna þess i stað langskot, sem gefast misjafn- lega. Stigahæstir: tS: Steinn Sveinsson 24, Ingi Stefánsson 20, Bjarni Gunnar 19 og Albert Guðmundsson 8. UMFS: Bragi Jónsson 19, Pétur Jónsson 18 og Gisli Jóhannesson 14. Vitaskot: tS: 18:9. UMFS: 16:12. pk ■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■■■ 0 Miðvikudagur 7. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.