Alþýðublaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 12
INNLÁNSVIÐSKIPT* LEIÐ
É TIL LÁNSVIÐSKÍPTA
BÚNAÐARBANKI
J ÍSLANDS
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
Engar stórvægilegar
breytingar verða á veðr-
inu næsta sólarhringinn.
SA-kaldinn breytist i
sunnan kalda er líður á
daginn og fylgja þvi
skúrir með um það bil
fjögurra stiga hita i
Reykjavík. Hiti í gær
var á láglendi 2—5 stig
og virðist þvi verða
heldur hlýrra. Enn verð-
ur víðast hvar þýðviðri.
KRILIÐ
FRftV/KA
Ho o u/ FUOL /A/rO Flj'úT/R. 'OfúS/ f
P
ÚERft fuótfR
V£/T/R r/óA' (jHFOk ■WR
l
f UTI
£rnrt)i ■=.»' 5? /<£/T)ST SRrtVft LTH&D £ÍN.
1 /£/r $/nk TUf/KU
■
nyjfí
/ ELV FJALL! RfWSfíR
m
★ Kohoutek er komin
„Ég er hræddur um, að hala-
stjarnan verði mun daufari en
gert var ráð fyrir”, sagði Þor-
steinn Sæmundsson, stjörnu-
fræðingur, þegar Alþýðublaðið
innti hann frétta af Kohoutek,
halastjörnunni, sem um þessar
mundir er i sjónmáli frá tslandi.
Þorsteinn sagðist sjálfur hafa
hugað að henni á laugardags-
kvöldið, en þá var hún svo dauf,
að hún sást ekki nema með góð-
um sjónauka. Kohoutek er
þessa dagana lágt á suðvestur-
horninu eftir að dimmt er orðið,
frá Reykjavik séð, en eftir þvi
sem liöur á mánuðinn fjarlægist
hún sólu og sést þvi seinna á
kvöldin með hverjum sólar-
hringnum, en um leið verður
hún daufari.
Staðsetning halastjörnunnar i
gærkvöldi var rétt fyrir ofan
Venus, en sú stjarna er mjög
skærá suðurhimninum, og örlit-
ið til vinstri við hana sést önnur
reikistjarna, Júpiter, og sagði
Þorsteinn, að hugsanlega gætu
menn ruglað þessum stjörnum
saman. Kohoutek sagði
Þorst., að megi þekkja á þvi,
að hún sést sem óskýr, dreifður
blettur með hala, sem snýr frá
sólu, eða til vinstri. Stefna hala-
stjörnunnar er einnig frá sólu,
og fer halinn þvi á undan henni.
Eins og fyrr segir geýsist
stjarnan upp eftir himinhvolf-
inu og i átt frá sólu, eða austur-
eftir suðurhimninum héðan séð,
og dofnar þar til hún sést ekki að
lokum. — I gærkvöldi var ekki
unnt að segja.til um það, hvort
Kohoutek hefur eitthvað skýrst,
þar eð skýjað var.
Hámarkshraði Kohoutek er
misjafn, eftir fjarlægð frá sólu,
eins og er með aðrar halastjörn-
ur, en hámarkshraði stjörnunn-
ar, þegar hún er næst sólú, er
llOkm á sekundu. Halastjörnur
ganga á braut umhverfis sólu,
og eru þær misjafnlega langar.
Braut Kohoutek er mjög löng,
og hefur fjarlægð hennar frá
sólu mælst sem svarar 100 þús-
und sinnum fjarlæð jarðar frá
sólu, eða nánar tiltekið tveimur
ljósárum.
Aðrar halastjörnur eru nær
sólu og ganga eftir styttri braut.
Þannig er með stjörnur eins og
Halley, sem sást siðast árið
1910, en sést væntanlega næst
árið 1986, og er hún um leið
næsta halastjarnan, sem sést á
jörðu á eftir Kohoutek.
á suðvesturhimininn
> <
I
Myndin sýnir sporbaug
jarðarinnar um sólu og
ferðlag halastjörnunnar
frá 1. desember 1973 til 1.
mars 1974. Eftir mynd-
inni virðist jarðnánd
halastjörnunnar vera
mest nálægt lokum
janúarmánaðar, eins og
lesa má úr útreikningi á
ferðaáætlun hennar.
Hinn 7. mars 1973
sá þýski stjörnu-
fræðingurinn Lobos
Khoutek, sem býr í
Hamborg, þennan
flæking á stjörnu-
himninum, sem sið-
an var heitinn eftir
honum.
Snorri Helgason, póstamaður:
Hún hefur nú ekki vakið áhuga
minn ennþá, svo ég hef ekkert
verið að horfa upp i loftið. En
kannski vaknar áhuginn, ef ég
rek augun i hana.
Róbert Arnfinnsson, leikari:
Mig langar nú til að sjá hana, en
ég vona, að hún fari ekki að slá
halanum i jörðina, eins og ein-
hver spáði að hún muni gera.
Það veitti þó ekki af þvi að hún
dustaði halanum einhversstað-
ar niður i kerfið eins og það er
orðið.
Steinunn óttarsdóttir, hús-
freyja: Ég hefði gaman af þvi,
og hef verið að hugsa um að
reyna að sjá hana. En veistu
hvar hún á að sjást. og hvenær
hún sést?
FIMM á fttrnum vegi
ÆTLARÐU AÐ FYLGJAST MEÐ
HALASTJÖRNUNNI KOHOUTEK?
Ævar Jóhannesson
ljósmvndari: Ég hugsa að mað-
ur liti til lofts, ef veður verður
sæmilegt. Annars hef ég engin
tæki til að skoða hana, bara
venjulegan kiki. Ég get þess-
vegna ekki myndað hana, — til
þess á ég ekki nægilega sterka
aðdráttarlinsu.
Björgúlfur Jensen, húsavið-
gerðarmaður: Ég geri ráð fyrir,p
að ég hafi öðrum hnöppum aði
hneppa. Annars er nóg af is-l
lenskum halastjörnum á stjórn-
málasviðinu, sem vel má horfa
á.