Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						im tveimur velheppnuöum smyglferðum.
strákarnir, sem vinna í
garðinum hjá mér, geri
það."
Þetta ætti engan að
undra. Því að þessi
maður, sem segir sjálfur,
að hann hefði átt að vera
tígrisdýr, hefur búið
furðulega um sig.
EINKENNILEGUR
MAÐUR I
EINKENNILEGU UM-
HVERFI
Við hægri hönd hans er
fullhlaðin skammbyssa.
Á brjósti hans hangir
þykk Ijónskló til verndar.
Um allt húsið eru vopn.
Tigrisdýrsf eldur hangir á
vegg og við hlið hans hita-
beltishjálmur. Fyrir
f raman útidyrnar er upp-
hitað dýrabúr, Þar býr
hlébaröi. Þetta er ein-
kennilegur maöur í ein-
kennilegu umhverfi.
En getum við efast um
tilverurétt flóttamanna-
hjálparinnar? Vegur
aðstoð við 150 f lóttamenn,
sem tekist hefur að
hjálpa heilu og höldnu til
Vestur-Þýskalands, ekki
þungt á metunum?
Eru ekki ævintýramenn
best fallnir til þessara
starfa, menn sem eiga
yfir höfðum sér margra
ára fangelsisvist I
Austur-Þýskalandi, ef til
þeirra næst?
**%$'
^i^-'
LÍFSHAMINGJAN
HEFUR
SITT VERÐGILDI
-  i  ÞÝSKUM MÖRKUM
Sá, sem þetta ritar,
varð vitni að atburði, sem
lýsir kannski starfi
þessara f lóttahjálpar-
manna betur en iöng f rá-
sögn.
Þetta gerðist á skrif-
stofu Hans Lezlingers.
Ungt par stóð i faömlög-
um innan um dýrafeldi og
skotvopn. Það voru
ánægjulegir endurfundir.
Hann hafði veriö læknir
í Austur-Berlín. Tveimur
mánuðum fyrr höfðu
menn Lenzlingers smygl-
að honum til Vestur-
Berlinar. Unnusta hans
var læknir í Magdeburg.
Henni var einnig hjálpað
að flýja. Lenzlinger fékk
u.þ.b. eina miljón króna
fyrir vikið — i vestur-
þýskum mörkum. Hann
var eins og rogginn kaup-
sýslumaður að loknum
velheppnuðum viðskipt-
um:
„Ég sagðist mundu
skila yður unnustu yðar á
réttum tima. Annars er
hún merkur áfangi í
staf f i minu — hún er 150.
flóttamaðurinn."
Hátt gjaldið, talsmáti
Lenzlingers og húsbún-
aðurinn hafa þau áhrif á
viðskiptavini hans, að
enginn þeirra hefur
getað þakkað honum af
hrærðum hug.
FRIÐARVERÐLAUNA-
HAFINN
WILLY  BRANDT  AND-
VIGUR
MANNRÉTTINDAYFIR
LÝSINGU SAMEINUÐU
ÞJÓÐANNA.
Svisslendingurinn með
veiðibyssurnar og feldina
mundi hafa haldið áfram
að taka að sér verkef ni í
líkum dúr og lokið þeim á
fullnægjandi hátt, ef
stjórnin í Bonn hefði ekki
lagst öndverð gegn starf-
semi flóttahjálparmann-
anna.
Kanslarinn hefur oft
hótað því, að hver sá sem
misnotar samgöngurnar
milli Austur- og Vestur-
Þýskalands, skuli sæta
refsingu. Með þessu var
hann í rauninni að viður-
kenna galla á samkomu-
laginu við austur-þýsku
yfirvöldin: Það fékkst
ekki skýrt, hvað væri átt
við með „misnotkun."
Ætlaði sambands-
stjórnin að halda fram,
að það væri brot á lögum
að nota samgöngumögu-
leika til að flytja Þjóð-
verja frá austri til
vesturs? Slíkt hefði verið
hrópandi misræmi við eitt
grundvallaratriði Mann-
réttindayfirlýsingar-
innar: Sérhver maður
skal fá að ráða sjálfur,
hvar hann býr!
Lenzlinger hefur áhuga á vopnum og stórum köttum. „Ég hefði átt að vera
tigrisdýr," segir þessi umdeildi ævintýramaður. Hann hyggst flytjast til
Suður-Evrópu með hinni fögru, ungu eiginkonu sinni.
Hans  Lenzlinger  og  sjö
ánægðir flóttamenn, en þeim
var  öllum  smygíaö  yfir
l landamærin i sama bilnum.
Með öðrum orðum:
Samgöngurnar á milli
austur- og vestursvæðis-
ins skulu ganga snurðu-
laust á kostnað sjálf-
sagðra mannréttinda.
FRA HATTSETTUM
VINUM I SVISS...
Andúð stjórnvalda í
garð flóttahjálparmanna
hefur farið vaxandi á síð-
ustu mánuðum. Lenzl-
inger segist svo frá:
„Háttsettir embættis-
menn í Sviss segja ein-
faldlega: „Hættið strax.
Að öðrum kosti munum
við gera ykkur lífið
óbærilegt hér."
Lögreglan hefur nú
þegar gert húsleit heima
hjá Lenzlinger þrisvar
sinnum.
„Við erum einfaldlega
beittir ofsóknum. Yfir-
völdin reyna að færa sér í
nyt, að við höfum stund-
um þurft að nota fölsuð
vegabréf til þess að kom-
ast frá Austur-Þýska-
landi til Tjekkóslóvakíu."
Flóttamanna hjálpin
hófst strax, er Berlínar-
múrinn hafði verið reist-
ur, og alla tíð síðan hafa
fölsuð vegabréf verið
einhver algengustu
hjálpargögnin.
ER KANSLARINN
ORÐINN   GLEYMINN?
A þeim dögum sagði
borgarstjóri Vestur-
Berlinar, Willy Brandt:
„Þeir , sem starfa að
hjálp við landa vora
handan múrsins, eiga
allan heiður skilinn."
Eru þessi orð ekki
lengur i fullu gildi. Hefur
Brandt kanslari gleymt
því, sem Brandt borgar-
stjóri  sagði  einu  sinni?
Það má geta þess, að
sambandsstjórnin í Bonn
stofnaði nokkurs konar
flóttamannahjálp.
Mörgum miljónum
marka var varið til að
„kaupa" frelsi Þjóðverj-
um, sem búsettir voru á
austursvæðinu.
Einn þeirra, sem hlaut
frelsi á þennan hátt,
heitir Gúnter Voigt.
Honum hlotnaðist vafa-
söm frægð, er hann út-
vegaði Baader-Meinhof
flokknum vopn á sínum
tíma.
Ungi læknirinn frá
Magdeburg lýsir því,
hver áhrif aðhaldið, að
flóttahiálparmönnunum
hefur á sjálfa flótta-
mennina:
„Ég var lengi búin að
bíða eftir hjálparmönn-
unum, sem áttu að flytja
mig til unnusta míns, sem
var þegar kominn vestur.
Þá flutti háttsettur
stjórnmálamaður í Bonn
sjónvarpsræðu, þar sem
hann ræddi um flótta-
hjálparmenn og sam-
komulagið um sam-
göngur. Ég varð ótta-
slegin. Gat þetta verið
satt? Er hugsanlegt, að
skoðanir Vestur-Þjóð-
verja séu slíkar? Þetta
var nákvæmlega eins og
talað út úr munni þræla
skrifstofuveldisins
okkar. Ég varð fyrir
gífurlegum, vonbrigðum,
því að ég hafði einmitt
vonað, að Willy Brandt
yrði kanslari. Og einmitt
hann Willy Brandt, stuðl-
aði að því að gera
fangelsið Austur-Þýska-
land mannhelt meö þvi að
neita flóttamönnum um
aðgang."
VIÐ VINNUM OKKAR
VERK VEL
Hans Lenzlinger, sem
er á förum til Afríku,
segir:
„Ég hef skrifað kansl-
aranum bréf og boðið
honum að sitja við skrif-
borð mitt einn dag. Skyldi
hann treysta sér til að
segja: —Þvi miður, við
getum ekki hjálpað yður
eða unnustu yðar, því að
við kunnum að kalla yfir
okkur reiði komm-
únista."
En áður en Lenzlinger
getur tekið sig upp með
vopn sín og skinn, verður
hann að Ijúka 30 verk-
efnum, sem hann hefur
tekið að sér. Eitt þeirra er
að hjálpa eiginkonu sviss-
nesks embættismanns að
komast frá Tjekkó-
slóvakiu. Og hann verður
að vinna verk fyrir for-
ingja í njósnamiðstöð
Austur-Berlínar.
Fyrir einu ári fór þessi
foringi í felur hjá nánum
vini sinum. Þar hefur
hann tvisvar á laun
gengist undir uppskurð.
Læknirinn er einnig góður
vinur hans.
„Það er mjög erfitt að
koma þessum foringja
undan. Við vinnum öll
okkar verk vel eins og öll-
um sómakærum fyrir-
tækjum ber."
Sambandsstjórnin á
e.t.v. eftir að neyða enn
fleiri flóttahjálparmenn
til að leggja upp laupana.
En hverjum verður það
til góðs? Sumir ævintýra-
mannanna verða að leita
á önnur mið, og þessi
verða endalok heitustu
vonar þúsunda, vonar,
sem menn hafa righaldið
sér i árum saman: að
flýja vestur yfir....
Fimmtudagur 16. maí 1974.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12