Alþýðublaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 5
■ Otgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aósetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28R00
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprant
Varnir gegn slysahættu á fiskiskipum
Þrir þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt á
Alþingi tillögu til þingsályktunar um varnir
gegn slysahættu á fiskiskipum. Tillagan er svo-
hljóðandi: ,,Alþingi ályktar að fela rikisstjórn-
inni að gera sérstakar ráðstafanir til þess að
draga úr slysahættu á fiskiskipum, fyrst og
fremst nýjum gerðum skipa.”
Islenskir sjómenn sækja þjóðarbúinu þau
verðmæti, sem ráða úrslitum um efnahagsaf-
komu þjóðarinnar sem heildar, á erfiðustu og
viðsjárverðustu fiskimið heims. Þessi sókn
hefur löngum reynst ekki aðeins erfið, heldur og
hættuleg. Arlega verða íslendingar að sjá að
baki mörgum sinna bestu sona, sem láta lifið við
hin erfiðu störf á fiskimiðunum við landið. Engri
annarri atvinnugrein fylgir önnur eins slysa-
hætta og sjómennskunni. Þvi má einskis láta
ófreistað i þvi efni að draga úr þessari slysa-
hættu.
Siðustu ár hefur orðið mikil aukning og endur-
nýjun á fiskiskipaflota þjóðarinnar. Tekin hafa
verið i notkun skip af nýjum gerðum og með ný
tæki, þar á meðal skuttogarar. Islenskir sjó-
menn hafa sjaldan eða aldrei fengið aðlögunar-
tima eða sérstaka þjálfun i störfum á hinum
nýju skipum, heldur hafa þau verið send út til
veiða umsvifalaust.
Þvi miður hefur komið á daginn, að margvis-
legar slysahættur leynast á hinum nýju skipum
og hafa orðið alltof tið og alvarleg slys um borð i
þeim.
Sjómannasamband Islands fjallaði itarlega
um öryggismál á þingi sinu fyrir skömmu. 1
ályktun, sem þingið gerði um þessi mál, segir:
„Harmar þingið hin tiðu og alvarlegu slys, sem
orðið hafa á hinum nýju skuttogurum, og gerir
kröfu til þess, að markvisst verði unnið að þvi að
draga úr slysahættu á skipum þessum, ekki sist
þeirri, sem stafar af mannlegum mistökum.”
Sérstaklega er þessu beint til sjóslysanefndar
og þeirra aðila, sem að henni standa, einnig
Fiskifélags íslands, stýrimannaskólanna og ör-
yggiseftirlits rikisins.
1 ályktun Sjómannasambandsins er m.a. bent
á eftirfarandi atriði: Fræðsla meðal skipshafna
um orsakir slysa verði stóraukin, þ.á.m. i fjöl-
miðlum eins og hljóðvarpi og sjónvarpi. Komið
verði upp i skipunum leiðbeiningum i myndum
og lesmáli til að forðast slys. Haldnir verði
fyrirlestrar yfir skipshöfnum með fræðslu-
myndum, áður en skip hefja veiðar. Að þýtt
verði og dreift meðal skipshafnanna leiðbein-
ingum, sem samdar hafa verið hjá nágranna-
þjóðunum um, hvernig varast megi slys á skut-
togurum. Tekin verði upp virk fræðsla i stýri-
mannaskólunum um þessi mál og efnt til nám-
skeiða fyrir eldri skipstjóra og stýrimenn um
öryggis- og slysavarnamál á þessum skipum
sem öðrum.
Þá fordæmir þingið i ályktun sinni með öllu
svo mikla fækkun skipverja á hinum nýju skip-
um, að stjórnendur þeirra verði að gripa inn i
svo mörg ábyrgðarmikil störf, að ekki verði við
ráðið fyrir einn mann.
Þingið bendir ennfremur á, að ef sú sókn á að
haldast á erfiðustu fiskimið heims, sem gert
hefur islenska fiskimenn hina afkastamestu i
heimi, en um leið með langhæsta slysa- og dán-
artölu allra starfsstétta hér á landi, verði þjóðin
að verja af sameiginlegu aflafé sinu nauðsyn-
legu fjármagni til slysa- og öryggismála sæfar-
enda.—
BENEDIKT GRÚNDAL, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS:
flLÞVDUHWlKUBIHH E»
STCBKASH VIGH) 6E6M
MARXISMA-LENÍNISMA
Benedikt Gröndal
,,ALÞÝÐUBANDALAGIÐ HEFUR
SÖMU TENGSL VIÐ ALHEIMS-
KOMMÚNISAAANN OG ÁÐUR,
ÞEGAR ÞAÐ HÉT SAMEININGAR-
FLOKKUR ALÞÝÐU OG ENN FYRR,
ER ÞAÐ HÉT KOMMÚNISTA-
FLOKKUR ÍSLANDS"
Undanfarin ár hefur Alþýöu-
bandalagið rekið þann áróður, að
það sé lýðræðissinnaður verka-
Íýðsflokkur, og hefur þessi blekk-
ing án efa átt meginþátt i fylgis-
aukningu þess.
1 sambandi við nýafstaðinn
landsfund bandalagsins hefur
formaður þess itrekað þennan
áróður, og ekki dregið dul á, að
Alþýðubandalagið stefni fyrst og
fremst að þvi að eyðileggja Al-
þýðuflokkinn, ná fylgi hans og
„fylla það rúm, sem Alþýðuflokk-
urinn skilur eftir sig,” eins og
Ragnar Arnalds orðar það.
Þrátt fyrir þetta yfirskin hafa
bæöi Ragnar og varaformaður
hans, Adda Bára Sigfúsdóttir,
gefið yfirlýsingar, sem sýna og
sanna hið raunverulega eðli Al-
þýöubandalagsins. Adda Bára
sagöi til dæmis i viðtali við Visi:
„Viö erum sósialiskur flokkur,
hvort sem menn vilja kalla sig
kommúnista, marxista, maoista
eða sósialdemókrata.”
Þarna viðurkennir varafor-
maðurinn, að i Alþýðubandalag-
inu séu „kommúnistar, marxist-
ar, maoistar,” en hún sýnir
furöulegan barnaskap, ef henni
kemur til hugar, að .sósialdemó-
kratar” geti átt heima i sama
flokki og þessir menn.
1 ræðu sinni við upphaf lands-
fundarins reyndi Ragnar Arnalds
hins vegar að halda á lofti áróð-
urslfnunni. Hann taldi Alþýðu-
bandalagið ekki kommúnista-
flokk og ekki jafnaðarmanna-
flokk, heldur eitthvað þar á milli,
svipað klofningsflokkum, sem til
eru á Norðurlöndúm.
Til þess að sanna þessa „nýju
flokksgerð” Alþýðubandalagsins
segir Ragnar, að það hafi „alger-
lega hafnað þvi að eiga flokksleg
samskipti við Kommúnistaflokk
Sovétrikjanna.” Nokkru siðar i
greininni segir þó: „Hitt er annað
mál, að við megum að sjálfsögðu
ekki falla i þá gryfju að taka upp
andsovéskan eða andkommún-
iskan móðursýkisáróður.” Það
má semsé ekki ganga svo langt i
mótun hinnar „nýju flokksgerð-
ar” aö leyfa sér að gagnrýna So-
vétrikin!
Á öðrum stað i ræðunni segir
Ragnar: „Við höfum heldur ekki
þegið boð um að senda fulltrúa á
alþjóðleg þing verkalýðs- og
kommúnistaflokka I Evrópu.”
Með þessum oröum viðurkennir
Ragnar, að Alþýðubandalagið fái
enn boð á þessar alþjóðlegu ráð-
stefnur kommúnista, en það
sannar, að kommúnistaflokkar
Evrópu lita enn á það sem einn af
sinum flokkum. Þeir falla ekki
fyrir þvi áróðursbragði, sem
bandalagið beitir gegn islenskum
kjósendum, þeir vita mætavel
sannleikann, að Alþýðubandalag-
ið er enn aö kjarna til kommún-
istaflokkur, þar sem sanntrúaðir
maraxistar-leninistar ráða rikj-
um, eins og málgagn þeirra,
Þjóöviljinn, ber gleggst vitni.
Ragnar Arnalds leggur áherslu
á, að Alþýðubandalagið hafi hafn-
að „flokkslegum” samskiptum
við Kommúnistaflokk Sovétrikj-
anna. Orðið „hafnað” verður ekki
skilið á annan veg, en að þessi
samskipti hafi áður verið til, þótt
þeim hafi verið afneitað i áratugi,
eða að þau hafi verið boðin Al-
þýðubandalaginu. Hvorttveggja
talar sinu máli.
Nokkru siðar i ræðunni kemur
svo þetta: „Jafnframt er æski-
legt, að einstaklingar i flokknum
hvort heldur i forystu eða meðal
flokksmanna almennt, noti þau
tækifæri sem bjóðast til skoðana-
skipta við erlenda sósialista, óháð
þvi hvort flokksleg samskipti eru
fyrir hendi i slikum tilvikum eða
ekki.”
Þessi athyglisverða yfirlýsing
þýðir, að einstaklingar, þar á
meðal i forystu Alþýðubanda-
lagsins, halda áfram tengslum
við Kommúnistaflokk Sovétrikj-
anna og aðra „erlenda sósial-
ista.” Þannig hefur i rauninni
ekkert breyst, Alþýðubandalagið
hefur sömu sambönd við alheims-
kommúnismann og áður, þegar
það hét Sameiningarflokkur al-
þýðu — Sósialistaflokkurinn og
enn fyrr, er það hét Kommúnista-
flokkur islands.
Hvað fór Lúðvik Jósefsson
margar ferðir austur fyrir tjald i
ráðherratið sinni? Skipaði hann
ekki þekkta flokksgæðinga i
hverja einustu sendinefnd, sem
héðan fór austur fyrir tjald i tið
vinstri stjórnarinnar? Og sáust
þessir menn ekki á tali við hátt-
setta menn úr Kommúnistaflokki
Sovétrikjanna i Moskvu? Eru
samböndin ekki nákvæmlega eins
og fyrr — ef ekki sterkari?
Þegar formaður Alþýðubanda-
lagsins, Ragnar Arnalds, vitnar
til viturra manna i lok ræðu sinn-
ar, kemur honum fyrstur i hug
Brynjólfur Bjarnason, og sýnir
það glöggt hugsunarháttinn.
Brynjólfur var þó svo heiðarleg-
ur, að hann afneitaði ekki komm-
únismanum, eins og eftirmenn
hans nú keppast við að gera, þótt
þeirra innra eðli sé hið sama.
Lenin hafði ekki áhuga á stór-
um flokki. Hann lagði áherslu á
vel þjálfað úrvalslið flokksfor-
ingja, sem komið væri fyrir i á-
hrifastöðum um allt þjóðfélagið
og fengju aðstöðu til að hrifsa til
sin alræðisvald. A sama hátt
koma hinir eiginlegu marxistar-
leninistar sé fyrir, ekki aðeins i
Alþýðubandalaginu og verkalýðs-
félögunum, afneitar kommún-
ismanum og segist ætla að „fylla
rúm Alþýðuflokksins” heldur um
allt land námskeið fyrir unglinga,
þar sem þeim er ekki kennd
sósialdemókratisk stefna, heldur
hreinn marxismi-leninismi.
Það er mikilsvert, að allir jafn-
aðarmenn, allir sósialdemókrat-
ar, geri sér ljósa þessa þjóöar-
blekkingu, sem Alþýðubandalag-
ið ástundar. „Það er einmitt
þetta, sem þarf að gerast, að Al-
þýðubandalagið dragi til sin
verulegt fylgi frá Alþýðuflokkn-
um...” segir Ragnar Arnalds.
Þetta má ekki takast. Þvert á
móti verða lýöræðissinnaðir
sósialistar að hætta stuðningi við
Alþýðubandalagið og flykkja sér
um Alþýðuflokkinn. Hann er
sterkasta vigið gegn valdaskriði
marxismans-leninismans i is-
lenskum stjórnmálum.
FLOKKSSTARFIÐ
FRÁ LAGANEFND AFR
Laganefnd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
auglýsir hér með eftir tillögum til breytinga á
iögum félagsins.
Tillögur skulu berast nefndinni á skrifstofu
Alþýðuflokksins eigi síðar en 31. desember
1974.
Skulu tillögurnar vera skrif legar og greinilega
merktar tillöguhöfundi, sem sé löglegur félagi
í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur.
Laganefnd
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
o
Föstudagur 29. nóvember 1974.