Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 1
245. TBL. - 1975 - 56. flRG. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER Rítstjórn Síðumúla II - Siml 81866 Hnefaleikar á fjölum Laugardalshallarinnar! - sjá íþróttir bls. 9 ER VERÐ- STÖÐVUN EÐA EKKI? Það virðist ekki alveg liggja Ijóst fyrir Þegar almenningur er minntur á það, að verðstöðvunarákvæði hafa verið notuð gegndarlaust undanfarin fimm ár og 19. nóv. s.l. voru þessi ákvæði hert „mjög verulega”, þá fer ekki á milli mála að ýmsir telji ein- hvern misbrest vera á fram- kvæmdum málsins. Hinn almenni borgari er hættur að láta sér bregða við nýtt vöruverð og i raun veit fólk harla litið um það hver megi hækka, hve mikið megi hækka og hvaða vörutegundir megi hækka. Yfirleitt gengur fólk út frá þvi að allar þessar verð- hækkanir séu löglegar, og hver hefur tima til þess að vera að stússast i framkvæmd laga og réttar, þegar allir eru á haus i þvi að undirbúa sig undir jólin. Reyndar þarf það ekki til, þvi hinn almenni borgari gerir nú vart betur en að hafa ofan i sig og á. Alþýðublaðið snéri sér þvi til verðlagsstjóra, Georgs Ólafsson- ar, og innti hann eftir fréttum og upplýsingum varðandi verðlags- mál og verðlagseftirlit. Verðlagsstjóri sagði að ýmsar vörur og þjónusta væru ekki undir verðlagseftirliti og i slikum til- vikum hefðu þeir engin afskipti af málunum. Auglýsingar i dagblöð- um erut.d. háðar verðlagseftirliti en auglýsingar i öðrum blöðum og timaritum ekki. Auglýsingar i út- varpi og sjónvarpi væru heldur ekki á þeirra vegum en gjald fyrir þær væri ákveðið af viðkomandi ráðuneyti, samkvæmt tillögum Otvarpsins. Verðlagsstjóri sagði að segja mætti að eins og nú stæði væri verðstöðvun á öllum vörum og þjónustu, enda væri verðstöðvun i gildi. Hann benti á að fyrir verð- stöðvum 1970 hefði verðlag verið frjálst á fjölmörgum vörutegund- um og þjónustu. Þá sagði verð- lagsstjóri að bækur hefðu verið frjálsar og væru reyndar enn. Sama gildir um hljómplötur, gull og silfurvörur, úr, klukkur og leikföng. Um þessar vörutegundir gilda þó þær reglur, að ef þær eru keyptar inn á gamla verðinu þá er óheimilt að hækka þær. Um nýjar sendingar gilda svo aðrar reglur. Þá kom fram að bækur hefðu áð- ur verið undir verðlagseftirliti, en væru það ekki lengur, eins og áð- ur er sagt. Verðlagsstjóri benti á að bókaútgefendur og aðrir, sem með þessi mál fjalla, telji mjög erfitt að meta hve mikið beri réttilega að greiða hinum ýmsu höfundum fyrir verk þeirra. Einnig hefðu bókaútgefendur verið i miklum erfiðleikum og þvi hafi ekki verið séð ástæða til þess að taka upp verðlagseftirlit á bókum. Þá var Georg Ólafsson spurður um það hvernig verðlagseftirlit- inu væri háttað og hve margir ynnu við eftirlitið. Verðlagsstjóri sagði að eftirlitsmenn væru sjö talsins á Reykjavikursvæðinu, sem reyndar nær austur að Kirkjubæjarklaustri og vestur i Króksfjarðarnes. Þá er einn eftir- litsmaöur á Vestfjörðum þrir i heils dags starfi og einn i hálfs- dags starfi á Norðurlandi og svo einn á austurlandi. Þessir eftir- litsmenn fara i verslanirnar með sérstakt umboðsbréf og geta þar, fyrirvaralaust, gert þær athugan- ir á verðlagningu og verðlagi, sem þeir telja ástæðu til. Þegar brot verða uppvis þá eru sendar kærur til verðlagsdóms og það kemur all oft fyrir, sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri. Um söluskattinn sagði verð- lagsstjóri, að þar væru alveg hreinar reglur, hann væri ekki tvitekinn. T.d. væri söluskattur ekki greiddur fyrir sement, en þegar steinsteypa væri seld væri söluskatturinn reiknaður á sementið, sama gildir um allt hráefni, svo sem kjöt, grænmeti og fisk, sem siðan er unnið. Verðlagsstjóri lagði áherzlu á að vöruverð i útsölu ætti að aug- lýsa með söluskatti innifalið, og er samkvæmt þvi óheimilt að bæta söluskattinum við á eftir, eða reikna hann sérstaklega. Þetta á við um allar verzanir, matvörubúðir, byggingavöru- verzlanir, varahluti og reyndar hverju nafni sem þær nefnast. Útilokað að semja segja útvegsmenn A aðalfundi LtO var samþykkt ályktun, þar sem segir m.a. orðrétt: „Ennfremur telur aðalfundurinn, að með tilliti til núverandi ástands fiskistofnanna við landið, sé fiskveiðum okkar stefnt i voða, ef haldið er uppi sókn i rikara mæli en við getum annast sjálfir, enda blasir nú við, að við tslendingar þurfum að leggja hluta af flota okkar til að koma i veg fyrir tortimingu margra fiskistofna. Þar með er útilokað aö semja við nokkra þjóðum þorskveiöar i hinni nýju fiskveiðilandhelgi.” Formaður LIO var endurkjörinn Kristján Ragnarsson, en alls er stjórnin skipuð 15 mönnum. Rithöfundar hafa lengi verið sú stétt manna, sem búið hefur við hvað lökust kjör að þvi leyti, að engir lágmarkstaxtar hafa gilt um greiðslu og upphæðir höfundalauna, og reyndar engar reglur, ekki einu sinni viðmið- unarreglur hafa gilt um laun fyrir birtingarrétt. Nú hefur verið stigið skref i átt til bóta á þessu sviði, en i gær undirrituðu fulltrúar Félags bókaútgefenda og fulltrúar Rit- höfundasambands tslands fyrsta samning sinnar tegund- ar, þar sem kveðið er á um lág- marksgreiðslur til rithöfunda. Er i samningnum annars veg- ar um að ræða fasta greiðslu i eitt skipti fyrir öll, hins vegar um 15% af söluverði bókar áður en söluskattur leggst á. Er undir ýmsu komið, hvorri reglunni verður fylgt, og verður vafalaust samkomulag höfund- ar og forleggjara, en hér hefur þó verið gerður rammi, sem væntanlega verður notaður til viðmiðunar i framtiðinni. Skálda- launin loks á hreinu! Jafnvel bændurnir nota vasatölvur Almenn notkun á vasareikni- vélum, eða vasatölvum, eins og þær eru oftast nefndar, virðist hafa aukizt mikið undanfarin ár, bæði á meðal skólafólks og svo hins almenna borgara. Notkun á þessum tækjum er leyfð á prófum i stærðfræði i flestum framhaldsskólum, en viöast hvar gildir það aðeins um hina eldri bekki. Aftur á móti er leyfilegt að nota tölvur á efna- og eðlisfræðiprófum flestra bekkja og gildir það auðvitað um fleiri raungreinar. Nokkuð mun hafa aukizt, að nemendur gagnfræðaskólanna noti reikni- vélar i kennslustundum og við heimanám, en notkun er ekki leyfð á prófum. Ekki mun vera fyrirhuguð breyting á þvi, þar eð talið er að með þvi sé nem- endum mismunað og ekki mun vera áformað að skólar sjái nemendum fyrir slikum búnaði. Mikil sala hefur verið á þess- um tækjum hjá þeim aðilum, sem hafa þau á boðstólum og eru verð og gæði að sjálfsögðu gifurlega mismunandi. Mun vera hægt að fá reiknivélar frá kr. 3.500 ikr. 100.000 eða þar um bil. Mest er um að skólafólk kaupi þessa vöru, en einnig er algengt að fólk, sem hefur með einhvers konar bókhald að gera, notfæri sér vasareiknivélarnar töluvert. Munu jafnvel bændur hafa fært sér þessa tækni i nyt við sina margvislegu vinnu. Og segið svo að við tslending- ar stöndum tæknivæðingu stór- þjóðanna langt að baki. SEÐLABANKINN MUN ÞEGJA „Seðlabankinn hefur ekki taliö ástæðu til þess að birta lista yfir skuldir einstakra skuldunauta Alþýðubankans, né veita tölulegar upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptaaðila við bankann” sagði Sveinn Jónsson forstöðumaður bankaeftirlitsins i gær. „Við teljum ekki að Seðlabankinn eigi að hafa forgöngu um slika birtingu, enda hefur ekki gefizt tilefni til sliks, hitt er svo annað mál hvað skuldu- nautarnir sjálfir gera.” Spurningin var lögð fyrir Svein, vegna þess að nær daglega má lesa i blöðum að þessi og hinn skuldi þessa og hina upphæðina i Alþýðubankan- um og jafnoft getur að lesa yfirlýsingar frá þessum og hinum að þetta sé ekki réttheldur hitt. Seðlabankastarfsmenn mega lögum samkvæmt ekki veita neinar upplýsingar um viðskipti ein- stakra aðila við bankann. Sömu reglur gilda reynd- ar um alla banka og reyndar um mikinn hluta opin- berra starfsmanna, eins og tekið er fram i riti sem ber heitið „Réttindi og skyldur opinberra starfs- manna.” Þessar þrjár myndir úr kvikmyndinni sýna hvernig Lloydsman eltir uppi Þór, sveigir skyndilega að varðskipinu og siglir á það að bakborða aftan- verðu. SÝR flaug yfir andartaki áður en áreksturinn varð — og þvi sást ekki sjálfur áreksturinn. Ásiglingarmyndin sýnd í 14 sjónvarpsstöðvum Kvikmynd sú, sem tekin var úr TF SÝR, landhelgisgæzlu- flugvélinni, af ásiglingatilraun- um brczku dráttarskipanna á fimmtudaginn, hcfur vakið gffurlega athygli erlcndis, en hún var sýnd i 14 sjónvarps- stöðvum kvöldið eftir að atburð- irnir úti fyrir mynni Seyðis- fjarðar áttu sér stað. Meöal sjónvarpsstöövanna væru bæði BBC og ITN I Bretlandi, og hcfur verið talið að sýning myndanna valdi gerbyltingu á viðhorfi almennings til frétta- flutnings þeirra brezku frétta- manna, sem hingaö til hafa sent fréttir af miðunum til Bret- lands. Bjarni Helgason, skipherra á SVR, kom filmunni til sjón- varpsins sama dag og hún var tekin, og þar var filman fram- kölluð, klippt og unnin til sýninga aðfaranótt föstudags og send um morgunin utan til Ilan- merkur. Ekki er að efa að hinn góði árangur þessarar mynda- sýningar hefur haft áhrif á ráðamenn dómsmála og land- helgisgæzlu I þá veru að ákveöið hefur verið að leyfa islenzkum blaöamönnum að fara út með varðskipum og fvlgjast með störfunum um borð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.