Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Sunnudagsblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						biaöíó   Sunnudagur 28. marz 1976
SUNNUDAGSLEIDARI 7
RODD HROPANDANS
Enginn vafi er á þvi, að viðtal það, sem brezka út-
varpið átti fyrir nokkrum dögum við sovézka
Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn hefur vakið
alheimsathygli. Okkur Islendingum hlýtur það að
vera sérstakt fagnaðarefni, að hann gerði fiskveiði-
deilu okkar íslendinga og Breta að umtalsefni og
studdi málstað okkar, þannig að ekki varð um villzt.
Ekki getur hjá þvi farið, að það veki athygli viða um
lönd, þegar slikur maður atyrðir Breta fyrir fram-
komu þeirra á Islandsmiðum.
En viðtalið var auðvitað ekki um fiskveiðimál.
Það var um vandamál vestræns lýðræðis og vest-
rænnar menningar og þátt Breta i þróun mála á
Vesturlöndum. Solzhenitsyn var svartsýnn á
framtið vestræns lýðræðis og vandaði Bretum sér-
staklega ekki kveðjurnar i þvi sambandi.
Fyrir nokkrum árum voru birt i Bandarikjunum
og Evrópu bréfaskipti, sem fram höfðu farið milli
Sakarovs, eins merkasta eðlisfræðings veraldar og
Solzhenitsyns, sem báðir voru þá i Sovétrikjunum
og forystumenn andófsmanna gegn þeim sjónar-
miðum, sem móta þjóðfélag föðurlands þeirra, og
þvi kerfi, sem þar er rikjandi. Þeir eru báðir unn-
endur frelsis og lýðræðis, og töldu i orðaskiptum
sinum þjóðskipulag Vesturlanda hafa ómetanlega
kosti umfram skipulag Sovétrikjanna. En samt var
mikill munur á sjónarmiðum þeirra. Mér virtist
eðlisfræðingurinn Sakarov vera málsvari vest-
rænnar visindahugsunar, leggja megináherzlu á
nauðsyn andlegs frelsis sem forsendu framfara og
«kilyrði fyrir sjálfsagðri ósk einstaklingsins um
tækifæri til aukins þroska. Solzhenitsyn virtist mér
hins vegar vera hugsjónamaður fyrst og fremst,
eldheitur baráttumaður fyrir hugmyndum, sem
hann taldi fótum troðnar i föðurlandi sinu, — i kröfu
hans um frelsi fólst ekki sizt krafa um trúfrelsi, þvi
að hann er einlægur trúmaður, krafa um virðingu
fyrir rússneskri menningararfleifð, sem hann taldi
valdhafa Sovétrikjanna hafa fórnað á altari imynd-
aðrar alþjóðahyggju, sem væri þó i reynd framhald
af heimsvaldastefnu rússneska keisaradæmisins
um aldaraðir.
Þegar snillingur eins og Solzhenitsyn, með þær
skoðanir, sem mótazt hafa i Sovétrikjunum og að
verulegu leyti i fangabúðum Sovétrikjanna, setzt að
á Vesturlöndum, ætti mönnum i raun og veru ekki
að verða hverft við, þótt hann hafi sitt hvað að segja
um okkar þjóðfélag; Það er eðlilegt, að þeir einir
verði undrandi, — og sumir jafnvel hneykslaðir —
sem hafa lifað i þeirri trú — eða kannske von — að
hjá okkur sé allt eins og það ætti að vera. En þvi fer
þvi miður viðs fjarri. Solzhenitsyn hefur fyrir þvi
opnari augu en mörg, ef ekki flest okkar sjálfra.
Hann vekur athygli á ofmati okkar á veraldargæð-
um, lifsgæðakapphlaupinu, sem mótar ekki aðeins
sjónarmið okkar, heldur athafnir okkar, hann vekur
athygli á ábyrgðarleysinu, sem einkennir störf okk-
ar. Það er ekki ég, sem á að færa fórn, þótt þörf
krefji, heldur þú. Uppreisnarhugur, ofbeldi, svik-
semi og eiturlyf eru orðin þjóðfélagseinkenni á
Vesturlöndum — i skjóli frelsis og lýðræðis. En eru
þetta eðlilegar fylgjur þess frelsis og þess lýðræðis,
sem frumherja þessara sjóiíarmiða dreymdi um?
Eða eru þeir, sem halda eiga vörð um frelsi á Vest-
urlöndum og framkvæma þar lýðræði, á villigöt-
um?
Þetta eru grundvallarspurningarnar, sem
Solzhenitsyn spyr okkur vestræna menn. Þessar
spurningar eigi ekki hvað sizt erindi til okkar Is-
lendinga. Ástand mála i þjóðfélagi okkar er á of
mörgum sviðum þannig, að augljóst er, að við höf-
um sofnað á verðinum. Við skulum taka rödd hins
mikla hrópanda, Solzenitsyns, til okkar, um að
vakna til vitundar um, að varðveizla frelsis og lýð-
ræðis kostar ekki aðeins vökula hugsun, heldur
einnig markvissa stefnu, að réttlátt þjóðfélag verð-
ur ekki til af sjálfu sér, ekki sem árangur neikvæðs
nöldurs og óraunhæfrar uppreisnarhyggju, heldur i
kjölfar jákvæðrar baráttu fyrir þvi, sem er satt og
rétt.                                GÞG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10