Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Fimmtudagur 23. september 1976 SSBT Shák Fetið í fótspor meistaranna! Hvítur á leik qg vinnur 1. He8 skák, Hxe8. 2. Dg4 skák, DxD. 3. Rf6 mát. (Gudju- Bogdanowsky, Paris 1929) l.Hxe5 Dxe5.2. Rg6 Gefiö (Gargulak-Kogan, 1909) 1. Db5 akák, Rd7. (ef DxD þá Rf6 mát) 2. Hel, Bb4. 3. Rf6 skák og fráskák, Kf8. 4. Rxd7 skák, Hcd7. 5. De5 Gefið.(Aljechin- Kussman, New York 1942 fjöl- tefli) WM m>, H ■ IH SpH H§ mm, ■ mm wm WÁ WB, m. wm. 'W/M ■ m ■ WM Éi .. . W/Æ mm ggp ggg ɧ W\ ■wm m. : mk jg ■ mm 1. Bb2! Hf7. 2. Hh4 skák, Kg8. 3. Hh8 mát. 1. Bb2! Hg6. 2. Hd8 skák, Kh7. 3. Hh8 mát. 1. Bb2! Hh6. 2. Hg4 skák, Kh7. 3. Hg7 skák, Kh8. 4. Kbl! Svartur kemst ekki hjá þvi aö tapa hróknum i næsta leik. Tafllok eftir R. Bianchetti 1925. W/, 'mz, jp m WÁ m, Í i i ww. §§§ w W, m, hp ip i mm 'w, §§§ VÆ, á Wm, WM, il!ll H W/ m €rrW/ & & §§§ HP Wrn if gf mm Hf jf P 1. Hc8, Hxc8. 2. De7 Gefiö. úr fjöltefli hjá Aljechin. Frá fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi: „Ekki kemur til greina að endurnýja samninga við Breta og Þjóðverja" A fundi kjördæmisráös Alþýðuflokksins i Suðurlands- kjördæmi, sem haldinn var um siöustu helgi, voru gerðar álykt- anir um margvisleg mál. Þessar ályktanir fara hér á eftir: Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundi kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins, sem hald- inn var i Vestmannaeyjum 18. og 19. september 1976. □ Vilja enga samninga Kjördæmisráðið lýsir þeirri skoðun sinni, að ekki komi til greina að endurnýja samninga við Breta og Vestur-Þjóðverja um fiskveiðar innan 200 milna landhelginnar eftir að þeir falla úr gildi, né verði gerðir nýir samningar við aðrar þjóðir. Einnig að stranglega verði fylgzt með veiðum Islendinga i fiskveiðilögsögunni. D Ástand skatta- mála fáránlegt! Kjördæmisráðið telur ástand- ið i skattamálum þjóðarinnar fáránlegt, og bendir meðal annars á þessi atriði til úrbóta: 1. Að skattayfirvöldum verði heimilað að leggja tekjuskatt á einstaklinga með sjálfstæöan atvinnúrekstur, eins og þeir væru i vinnu hjá öðrum, á svipaðan hátt og gert er viö útsvarsálagningu. 2. Að endurskoða fyrningar- reglur til lækkunar og að skattur verði lagður á fyrn- ingar, þegar afskrifuð eign er seld og þegar hluthafar selja eign sina i hlutafélögum. 3. Að komið verði á staö- greiðslukerfi skatta. 4. Að stórauka skatteftirlit og þyngja viðurlög við brotum til mikilla muna. □ Stöðva pólitíska misbeitingu í dómskerfi 1 þeirri holskeflu afbrota og spillingar, sem riðið hefur yfir þjóðina að undanförnu, hefur komið i ljós, að yfirvöld réttar- gæzlu i landinu og dómstólar eru vanmegnugir að upplýsa mál og koma fram lögum. — Yfirvöld dómskerfisins geta þvi aðeins unnið á ný traust almennings i landinu, aö fram fari endurskipulagning réttar- gæzlu i landinu, þar sem meðal annars verði lögð áherzla á aö breyta þannig tilhögun við veitingu dómaraembætta að pólitiskrar misbeitingar gæti ekki, — að úrelt löggjöf i réttar- fari verði færð I nýtizkulegra horf og að stórauknar verði fjárveitingar til dómskerfisins. □ Hefur laðað fram örgustu íhaldsöflin Kjördæmisf-áð leyfir sér að fullyrða, að núverandi rikis- stjórn hafi laðað fram örgustu ihaldsöfl, sem þróast geta i islenzku þjóðlifi. Rikisstjórnin hefur skert svo kjör islenzkrar alþýðu að velflestar fjölskyldur eiga i stöðugt meiri erfiðleikum með að afla lifsnauðsynja. — A sama tima raka hópar efna- manna saman milljónum króna, sumir með aðferðum, sem ekki yrðu liðnar refsingarlaust i öðrum siðuðum löndum. Núver- andi rikisstjórn er stjórn peningamanna i báðum flokkum, sem launafólk verður að taka afstöðu til í næstu kosningum og tryggja að fari ekki framar með völd i landinu. □ Endurskoða reglur um bankaleynd A timum óðaverðbólgu verða kröfur til banka- og útlánastofn- ana um heiðarleg og hlutlæg vinnubrögð i lánveitingum enn mikilvægari en ella. Við blasir að bankakerfið ris ekki undir þessum kröfum. Á þessu þarf þegar að ráða bót. Meðal annars þarf að endurskoða reglur um bankaleynd og reglur um ráðningu og störf bankastjóra. □ Efling iðnaðar þýðingarmesta leiðin Einhæfni er mesti veikleiki hins fslenzka efnahagslifs. Efling iðnaðar i landinu er þýðingarmesta leiöin til úrbóta. Iðnaðurinn vecur að njóta sömu fjárhagsfyrirgreiðslu og aðrar atvinnugreinar, og stórefla þarf rannsóknarstarfsemi i þágu iðnaðarins. Þá er það megin- verkefni að dreifa uppbyggingu iönaðar út um landið, meðal annars með þvi að veita iðn- fyrirtækjum i dreifbýli skatta- ivilnanir. — Einnig þarf aö tryggja, að islenzkur iðnaöur, þar með talinn fiskiðnaður, njóti sömu kjara við rafmagnskaup og erlend stóriðja i landinu. — í framhaldi af þessu krefst kjördæmisráðið þess, að yl- ræktarver það, sem nú er i ráði að reisa i samvinnu við erlenda aðila, verði reist i Hveragerði. □ Orkubú Suðurlands Kjördæmisráð telur, að stefnt skuli að þvi að koma á fót orkubúi Suðurlands, sem kaupi raforku af Landsvirkjun, án óþarfa milliliða, eins og nú er. — Þá eru átalin harðlega vinnu- brögð, sem viðgengizt hafa við sumar framkvæmdir I orku- málum. □ Fráleitt að leggja söluskatt á flutninga Kjördæmisráðið telur brýna nauðsyn bera til að jafna aðstöðu landsmanna eftir búsetu og bendir i þvi sambandi á misrrunandi upphitunar- kostnað ibúðarhúsa og mis- munandi vöruverð eftir lands- hlutum. — Kjördæmisráöið telur, að jafna megi þennan aðstöðumun að verulegu leyti með breytilegum persónufrá- drætti til tekjuskatts. — Ennfremur telur kjördæmis- ráðið fráleitt að leggja söluskatt á flutninga innanlands, sem eykur enn á mismun vöruverðs eftir landshlutum. □ Áfengisneyzla mesta bölið Ljóst er, að áfengismál islenzku þjóðarinnar eru nú komin á það stig, að nefna má mesta böl, sem við er að striða á Islandi. Þess vegna telur kjör- dæmisráðið, að einskis megi láta ófreistaö til að efla áfengis- fræðslu i landinu, sérstaklega i barna- og gagnfræðaskólum, nýta rikisfjölmiðlana til hins ýtrasta i þessum tilgangi og stefna að þvi að áfengi verði svipt þeim dýrðarljóma, sem um það hefur leikið. □ Meiri rannsóknir á heyverkun Eftir tvö rigningarsumur á Suður- og Vesturlandi verður alþjóð ljósari nauðsyn þess, að bændur veröi ekki eins háðir veðurfari með heyþurrkun og raun ber vitni. Langvarandi ótið, eins og verið hefur, getur haft alvarlegar og ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir hina mikilvægu atvinnugrein, land- búnaðinn, i heild. — Þvi ber að leggja mun meiri áherzlu en verið hefur, á rannsóknir og til- raunir, sem stuðlað gætu að nýjum aðferðum til heyverk- unar. Mun meira fjármagni þarf að verja til þessara til- rauna en nú er gert. □ Brú á Ölfusá við Óseyrarnes Kjördæmisráðið skorar á samgönguráðherra að láta fara fram athugun og hefja fram- kvæmdir i samgöngumálum héraðsins, meðal annars með þvi að auka viðhald vega frá þvi sem nú er. Einnig að leggja á ný

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.