Alþýðublaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 5. MARZ VIRKNIN FÆRIST NÆR KRÖFLU — segir Axel Björnsson hjá Orkustofnun Alþýðublaðinu bár- ust i gær fregnir af þvi að mælzt hefði gliðnun i gamalli gossprungu sunnan við Kisiliðj- una i Mývatnssveit, en sprunga þessi liggur gegnum veginn að Námaskarði. Er frétt þessi var borin undir Axel Björnsson, hjá Orkustofnun, staðfesti hann hana, en taldi ekki ástæðu að svo stöddu til að hafa mikl- ar áhyggjur vegna þessarar gliðnunar. Gliðnunin sem mælzt hefði væri mjög lltil og vart mark- tæk. Aöur hefði orðiö vart gliðnunar í þessari sömu sprungu, sem virtist gliðna og ganga saman á vixl og gætu til þess legið aörar ástæður en lóðréttar hreyfingar jarð- skorpunnar. Engu að síöur væri fylgst mjög náiö meö þessari sprungu sem og öðrum sprungum á svæðinu. Að öðru leyti kvaö Axel lítið að frétta frá Kröflu, þróunin þar væri svipuö því sem búizt heföi verið viö. Landrisi með all miklum hraða og bentu likur til að það Bann við þorsk- veiðum með flot- vorpu Sjávarútvegsráöuneytiö hefur gefið út reglugerð um bann viö þorskveiöum meö flotvörpu fyrir Suöur- og Vesturlandi. Reglugerö þessi, sem sett er aö fengnum tillög- um Hafrannsóknarstofnunar- innar, er sama efnis og reglu- gerösem gefin var úts.l. vetur aö tiliögu fiskveiöilaganefnd- ar. Samkvæmt þessari reglu- gerð eru þorskveiöar I flot- vörpu bannaöar á timabilinu 10. mars til 1. júni 1977 i Islenskri fiskveiöilandhelgi á svæði, sem að austan markast af linu, sem dregin er réttvis- andi austur frá Stokksnesi og vestur um að linu, sem dregin er réttvisandi vestur frá Látrabjargi. næði „kritiskri” hæð á sunnu- dag eða mánudag. Samfara landrisinu vaxi skjálftatiðnin og fjölgi skjálftum nú aö jafn- aði um þvi sem næst 15 á sólarhring. A siöustu mæliönn, mældust alls 76 skjálftar, sem voru þar áöur 58. Eins og fram kom I Alþýöu- blaöinu fyrir stuttu, eru nú þrir möguleikar taldir koma til greina, varöandi það sem gerast muni við næsta landsig. 1 fyrsta lagi, að neðanjaröar- hraunstraumurinn renni til noröurs I áttina að Gjástykki, eins og veriö hefur I siöustu landsigum, I öðru lagi, að hraunstraumurinn renni suöur á bóginn I áttina að Bjarnarflagi, eöa þá, aö hraunið brjóti sér leið upp á yfirboröiö. Axel Björnsson var að þvi spuröur, hvort visinda- menn væru nokkru nær, eftir rannsóknir slðustu daga, hver þessara möguleika væri lik- legastur. Sagði hann að út frá þeim gögnum sem þeir byggju yfir, væri engan veginn hægt að spá fyrir um þróunina. Þetta væri atriöi sem aldrei væri hægt aö spá fyrir um, meö neinni vissu og yrði þró- un næstu sólarhringa að leiða I ljós hvað gerast muni. Þó sagði Axel, aö miðað viö undangengin landsig, virtist sem hreyfing neöanjarö- arhraunstraumsins noröur i Gjástykki hefði takmarkaö sig við styttri bút, ef svo má að orði komast, og að virknin færðist nær Kröflu. Hvort þaö væri tilviljun, eða fyrirboði þess að rými undir Gjá- stykkinu sem hrauniö hefur leitað i I siöustu landsigum væri á þrotum, væri ógerning- ur að segja fyrir um. GEK Sjóprófum lokið á Eskifirði: í gær lauk á Eskifirði sjóprófum vegna ásiglinga griska skipsins Alia- kmon Progress á hafnarmannvirki á Reyðarfirði. Eins og fram hefur komið i Alþýðublaðinu sigldi skipið tvisvar á þegar gerð var tilraun til að leggja að bryggju. Fram kom aö skipstjóri skipsins taldi sig vera með hafnsögumann um borö. Við- komandi maður segir hins- vegar að hann hafi veriö feng- inn til þess af umboðsmanni skipsins aðfara á móti þvi út á fjörð og leiöbeina þvl inn. Hann hafi hins vegar ekki tek- ið að sér að leggja skipinu upp Kisiliðjan I Mývatnssveit iliðjunnar æfður Vegna fram- kominna visbendinga jarðvisindamanna, þess efnis, að mögu- leiki sé á að við næsta landsig leiti neðan jarðar hraunstraum- urinn suður á bóginn, höfum við farið fram á við formann al- mannavarnanefndar Mývatnssveitar, að hann dreifi á ný, leið- beiningum til ibúa sveitarinnar um, hvernig bregðast skuli við ef óvissu- eða hættuástand skap- ast,” sagði Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarnaráðs rikisins i samtali við Alþýðublaðið i gær. Ennfremur sagöi Guðjón, að fulitrúi ráðsins hefði fyrir nokkrum dögum haidið fund með forráðamönnum Klsiliöj- unnar, þar sem rætt hefði ver- íð um, hvernig starfsfólk verksmiðjunnar skyldi bregö- ast við hættuástandi. A fund- inum hefði veriö gengiö frá þvi aö viðvörunarkerfi skjálfta- vaktarinnar I Reynihliö næöi einnig til Kisiliöjunnar. Síðan hefði Almannavarnaráð farið fram á það siðast liðinn fimmtudag, að haldinn yrði æfing með starfsfólki Kisiiiðj- unnar, þar sem starfsemi verksmiðjunnar yrði stöðvuð og brottflutningur settur á sviö, átti sú æfing að fara fram i gær. Að sögn Guðjóns eru þessar ráðstafanir vegna Kisiliðjunnar meöal annars geröar með hliðsjón af gam- alli eidsprungu sem liggur skammt frá verksmiðjunni og getið er um á öðrum stað i blaðinu i dag. —GEK Framburði vitna bar ekki saman að bryggju og verið búinn að sieppa höndunum af stjórn þess þegar inn að bryggjunni var farið. Aftur á móti taldi skip- stjórinn á griska skipinu, Dimitrius Dressakl, að maöur þessi væri hafnsögumaður. Þeir hefðu svo séð aö allt var að fara I óefni þegar bryggjan nálgaðist og gripið þá fram fyrir hendur „hafnsögu- mannsins”, en þá hafi það veriö um seinan. Skipinu hafi veriö bakkaö, en of seint. Þegar aftur á móti siglt var á I siöara skiptið var enginn aöstoöarmaöur um borð og ætluðu stjórnendur skipsins að leggja þvi upp á sitt einsdæmi. Það tókst þó ekki betur en svo að siglt var á aftur. Drossaki skipstjóri sagöi I réttinum, að þótt hann væri búinn aö vera skipstjóri slðan 1971, hefði hann aldrei lagt skipum upp að bryggju. Erlendis er þaðsvo, að stjórn- endum svo stórra skipa er beinlinis bannaö að leggja þeim upp að. Slikt er i höndum hafnsögumanna og með aö- stoð dráttarbáta. 1 gær var veriö að rannsaka skemmdir þær sem uröu á hafnarmann virk jum á Reyðarfirði, og Helgafellinu, sem griska skipið sigldi á, en niöurstöður lágu ekki fyrir þegar blaðið hafði samband þangað siðast. Þó mun ljóst, aö hér er um mjög verulegt tjón að ræða. —hm ■FSfiSg Rltstjórn Sföumúla II - Sfml 8I86Ó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.