Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 3
SlwSfð* Þriðjudagur 29. marz 1977 lfETTIfAWGlW 3
Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval:
Jón Arason og synir hans
Morgun lifsins vel þekktur Kjarvalismi.
Nýir strengir í list-
hörpu Kjarvals
Um þessar mundir stendur yfir
á Kjarvalsstöðum, sýning á
myndum Jóhannesar Kjarval.
betta eru 51 mynd, sem allar eru i
eigu einstaklinga og fyrirtækja,
en auk þess eru tvær myndanna f
eigu Reykjavikurborgar.
Sýningarnefndin sem valdi
þessar myndir, hefur unnið gott
verk, þvi ekki mun auðhlaupið að
þvi að setja upp heilsteypta
sýningu af þessu tagi.
A hinn bóginn vekur þessi
sýning mann til umhugsunar um
það, hvort ekki eigi að halda
áfram á sömu braut, og kynna
istaverk meistturans, sem mörg
hver hafa aldreiveriðá sýningum
en geymst hafa á heimilum um
allt land, og þvi einungis verið
augnayndi þröngs hóps fjölskyldu
og kunningja.
Að visu getur reynzt erfitt að
finna þessar myndir en þó munu
allmargar fjölskyldur eiga að
minnsta kosti einn eða tvo Kjar-
vala á veggjum sinum.
Þessi sýning sem nú er i gangi
mun verða opin til ágústloka frá
klukkan 16 til 22 og um helgar frá
klukkan 14 til 22. A mánudögum
er safnið lokað.
Þeir sem völdu myndirnar á
þessa sýningu eru þeir Alfreð
Guðmundsson forstöðumaður
Kjarvalsstaða/ Guðmundur
Benediktsson myndhöggvari og
Jóhannes Jóhannesson list-
málari.
1 sýningarskrá segir Birgir Isi.
Gunnarsson á þessa leið um
sýninguna og aðrar sýningar á
verkum meistarans á Kjarvals-
stöðum:
Frá þvi að Kjarvalsstaðir tóku
til starfa árið 1973 hafa verið
haldnar i húsinu nokkrar
sýningar á myndum Jóhannesar
S. Kjarvals.enda að þvi stefnt, að
eystri salur hússins skyldi sér-
staklega ætlaður til sýninga á
verkum hans. Stundum hefur þó
salurinn verið tekinn til annarra
sýninga þannig að sýningar á
myndum Kjarvalshafa ekki verið
óslitið hér i húsinu.
Nú er opnuð hér ný sýning á
myndum Kjarvals. Safnað hefur
verið saman myndum sem allar
eru i einkaeign, að undanteknum
tveim stærstu myndunum sem
eru eign borgarinnar. Fæstar
þessar myndir hafa áður verið
sýndar opinberlega á sýninguog
þvi er mikill fengur að þvi að
borgarbúar og aðrir sem hingað
eiga leið sina fái tækifæri til að
kynnast þeim. Myndirnar spanna
yfir langt timabil. Sú eizta er frá
árinu 1917, en sú yngsta frá ánnu
1968, en það ár fór Kjarval á
sjúkrahús og átti þaðan ekkhaftur
kvæmt. Málaði hann ekkert eftir
það. Að visu eru allmiklar eyður i
sýningunni þ.e. ákveöin timabil
vantar, en tilgangurinn er fyrst
og fremst að kynna sýnishom af
hinni ótrúlega fjölbreyttu list
Kjarvals. Fræðilegt yfirlit yfir
hin einstöku timabil I listferli
Framhald á bls. 10.
Ofurlltil dugga
Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndina tók Jón Kaldal árið 1935.
Sýningarnefndin: Jóhannes, Alfreð og Guðmundur.