Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.03.1977, Blaðsíða 10
10 Kjarval 3 Kjarvals veröur aö biöa betri tima. Hússtjórn Kjarvalsstaða hefur nú ákveðið meö samþykki borgarstjórnar aö hefja undir- búning að ritun sögu Kjarvals. Er að þvi stefnt, aö á aldarafmæli meistarans verði saga hans skráð. Verður það væntanlega mikið verk og kærkomið öllum þeim mörgu sem unna lista hans. Sýning sú, sem nú er opnuð mun standa fram á haust. Þeir mörgu aðilar sem lánuðu myndir til sýningarinnar verða þvi að sjá af þessum vinum sinum um óvenju langan tima, en Reykja- vikurborg stendur i þvi meiri þakkarskuld við þá. Þeim eru öll- um fluttar beztu þakkir. Það er von min, að margir muni verða til þess að skoða þessa sýningu og nota það tæki- færi sem hér gefst til að kynnast enn nýjum strengjum i hinni ótrú- lega fjölþættu listhörpu Kjarvals. Enginn vafi er á þvi að margir munu verða til þess að fylgja ábendingum borgarstjórans um að lita inn á þessa litriku og stór- fenglegu sýningu til að sjá Jó- hannes Kjarval i enn nýju ljósi. —BJ Verkfall við Kröflu 1 sumir hafa viljað meina, sagði Helgi. Stór hópur járnsmiða er nú verklaus við Kröflu, vegna verkfalls málmiðnaðarmanna, og sagði Helgi Guðmundsson engan vafa leika á þvi að ófremdarástand skapaðist þar, næstu daga, ef ekkert yrði að gert. — Við litum svo á að vinnu- veitendur eigi næsta leik. Við höfum lagt fram allar okkar kröfur, og málið er bara i bið- stöðu núna, sagði formaður Tré- smiðafélags Akureyrar i gær. —AB Mjólkurfélag 6 Æðsta stjórn félagsins er full- trúaráð sem 15 deildir félagsins kjósa og kýs það félagsstjórn og endurskoðendur. Stjórn félagsins skipa nú, Olafur Andrésson bóndi Sogni, formaður, Sigsteinn Pálsson bóndi Blikastöðum, varafor- maður, Sigurður Sigurðsson bóndi, Stóra Lambhaga, ritari. Meðstjórnendur eru: Einar Tönsberg framkvæmdastjóri, Reykjavik og Jón M. Guðmundsson bóndi, Reykjum. Endurskoðendur eru nú Haraldur Jónsson.Reykjavik, og Magnús Blöndal Kópavogi. Fyrsti formaður og forstjóri félagsins var Jón Kristjánsson lagaprófessor en hann lést 1918. Siðan gegndi Eyjólfur Jóhanns- son frá Sveinatungu forstjóra- starfinu til ársins 1945. Þá tók við Oddur Jónsson og gegndi hann þvi til ársloka 1964, en siðan hefur Leifur Guðmunds- son starfað sem forstjóri félags- ins. Fulltrúi og skrifstofustjóri félagsins I yfir 40 ár var Yngvi Jóhannesson en þvi starfi gegnir nú Sigurður Eyjólfsson. Starfsmenn Mjólkurfélagsins eru nú 35. Velgengni félagsins hefur byggst á mjög góðu og hæfu starfsfólki sem leggur sig fram við að láta í té góða þjón- ustu til hagsbóta fyrir félagið og viðskipamenn þess. Þegar að er gáð má glögglega sjá, að Mjólkurfélag Reykja- vikur hefur verið brautryðjandi i samfleytt 60 ár. Það hefur markað mörg og heillarik spor i verslunar- og atvinnusögu Reykjavikur, sem það heitir eft- ir. Att drjúgan þátt i að tengja landbúnaðarframleiðslu grannsveitanna við Reykjavik bændum og borgarbúum til hagsbóta. Au^ýsendar 1 AUGLYSINGASlMI BLAÐSINS ER 14906 Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Akveðið er að innheimta i Reykjavik að- stöðugjald á árinu 1977 samkvæmt heim- ildi V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverzlun i smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis i heildsölu. Kjöt-.og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Land- búnaður. Vátryggingar ót. a. Útgáfustarfsemi. útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiðslustofur. Verzlun ót.a. Iðnaður ót.a. 1.30% Verzlunmeð kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvör- ur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skraut- munaverzlun. Tóbaks- og sælgætis- verzlun. Söluturnar. Blómaverzlun. Umboðsverzlun. Minjagripaverzl- un. Barir. Billjardstofur. Persónu- leg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin at- hygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignarskatts en eru að- stöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt íramtal til að- stöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykja- vik, en hafa með höndum aðstöðu- gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjóranum i Reykjavik sundur- liðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3. Þeir, sem fi amtalsskyldir eru utan Reykjavikur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi i Reykjavik, þurfa að skila til skatt- stjórans i þvi umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirlitium útgjöld sin vegna starfseminnar i Reykja- vik. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverj- um einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 21. april n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipt- ing i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik 28. marz 1977 Skattstjórinn i Reykjavik Þriðjudagur 29. marz 1977 bla«»» LAUS STflÐfl Laus er til umsóknar staða heilbrigðis- ráðunauts við Heilbrigðiseftirlit rikisins. Umsækjendur skulu hafa verkfræði- eða tæknifræðimenntun eða aðra hliðstæða undirbúningsmenntun, sem ráðherra metur gilda. Störf viðkomandi verða m.a. fólgin i skipulagningu og framkvæmd mengunar- mælinga og er þvi æskilegt að umsækjendur hafi reynslu i meðferð mælitækja. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 26. april n.k. Staðan veitist frá 15. mai n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 28. mars 1977 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI: SÉRFRÆÐINGUR i barnageð- lækningum óskast til starfa á hælinu frá 1. mai 1977. Umsóknir er greini aldur, námsferil, og fyrri störf ber að senda stjórnarnefnd rikisspital- anna, Eiriksgötu 5, fyrir 25. april n.k. Reykjavik 28.3.’77. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANN A EIRlKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Laus staða Starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar- innar Fellahellis er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. april. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknareyöublöð ásamt starfslýsingu og inenntunar- kröfum fást á skrifstofu æskulýösráðs, Frlkirkjuvegi 11, simi 15937. ÆSKULÝÐSRÁO REYKJAVÍKUR SÍMI 15937 ÆSXULÝÐ SR4ÐI Félagsmálastofnun Kópavogs, óskar að ráða fólk til eftirtalinna starfa i sumar: 1. Iþróttir og útilif: íþróttakennarar. 2. Skólagarðar: A. verkstjóri B. aðstoðar- . fólk. 3. Starfsleikvellir: Leiðbeinendur. 4. Sumarbúðir: A forstöðumaður B. starfsmaður i eldhús. C. Starfsfólk i bamagæslu. 5. Vinnuskóli: A. forstöðurmaður B. Verkstjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Alfhóls- vegi 32, og þar eru veittar nánari upplýs- ingar i sima 41570. Umsóknarfrestur er til 6. april. 1977. Félagsmáiastjórinn i Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.