Alþýðublaðið - 19.08.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 19.08.1977, Page 2
 2 Föstudagur 19. ágúst 1977 bSaSiö1 Sýningin HEIMILIÐ 77 hefst 26. ágúst: Sýnt flest sem við- kemur heimilishaldi Undirbúningur fyrir 10. sýn- ingu Kaupstefnunnar h/f er kominn vel af staö og eftir helg- ina munu sýnendur taka við þeim sýningarbásum og -svæð- um sem þeim hefur verið út- hlutað. „Sýning Kaupstefnunn- ar, Heimilið '77, tekur svo að segja til alls sem til heimilis- nota getur talizt og þar sýna nær 200 innlendir og erlendir aðilar framleiðslu og/eða söluvöru sina”, sagði Halldór Guð- mundsson, blaöafulltrúi sýning- arinnar, við Aiþýðublaðið i gær. Sýningarsvæðið i ár er alls um 6.000 fermetrar, bæði úti og inni i Laugardalshöliinni. Úti verða t.d. sýndar 13 tegundir bila, hjólhýsi og fleira. Einnig verður Landssamband hjálparsveita skáta með útisvæði. Er framlag þess óbeint tengt meginefni sýn- ingarinnar og að sögn mest ætl- að til að skapa lif á svæðinu. Munu skátarnir sýna hjálp i við- lögum, verða með björgunar- sýningar o.fl. Inni i Höllinni verða tizkusýn- ingar tvisvar-þvisvar dag hvern, en þar verða einnig margvisleg önnur skemmtiatr- iði og þar verður og veitinga- sala. Þá gilda aðgöngumiðar gesta sem happdrættismiðar og eru vinningar sagðir afar glæsi- legir, en frá þeim verður samt ekki skýrt fyrr en i næstu viku. „Við teljum þetta kjörið tæki- færi til vöru- og verðsaman- burðar fyrir verzlunarfólk og ein- staklinga. Þarna verður t.d. kynningarverð á sumum vöru- tegundum og sumt verður hægt að kaupa á staðnum”, sagði Halldór Guðmundsson. Sýningin Heimilið '77 verður opnuð kl. 15 föstudaginn 26. ágúst og er opin daglega kl. Þóra Baldursdóltir, á leiknistofu Gfsia B. Björnssonar, vinnur að gerð auglýsingaspjalds fyrir sýninguna. 15-22, en um heigar er opið frá kl. 13-22. Sýningunni Iýkur sunnudaginn 11. september. I sýningarstjórn eru eftirtald- ir: Gisli B. Björnsson, Ragnar Kjartansson, Haukur Björns- son, og Bjarni Ólafsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinnar. — ARH Samnorræn myndlistarsýning: „Augliti til auglitis” að Kjarvalsstöðum — góð sýning, — eða norræn ringulreið Dagana 10. — 25. september verður á Kjarvalsstöðum Nor- ræna myndlistarsýningin „Aug- liti til auglitis”. Sýningin kemur hingað til lands á vegum Nor- ræna myndlistarbandalagsins og Félags islenzkra myndlistar- manna, sem er aðili að banda- laginu. Allt frá árinu 1946 hefur Nor- ræna myndlistarbandalagið staðið fyrir meiri háttar sam- sýningum myndlistarmanna frá Norðurlöndunum fimm. Fyrst i stað voru sýningar þessar haldnar á hverju ári i höfuð- borgum landanna, en siðan ann- að hvert á til dæmis Bergen, Gautaborg og Óðinsvéum. Siðasta stóra samsýningin var á Kjarvalsstöðum i tengsl- um við Listahátíð 1972. Að henni lokinni var ákveðið að fresta sliku sýningarhaldi um sinn og leita nýrra leiða. Árið 1974 var ákveðið að sett yrði saman ný norræn samsýn- ing af nýrri gerð. Verkið var fal- ið Staffan Gullberg, listfræðingi i Stokkhólmi. Þessi sýning var lengi i mótun. Gullberg, sem var algjörlega einráður um skipulagningu hennar, val verka og höfunda, ferðaðist milli landannafimmárin 1975 og 76 kynnti sér liststefnur sýning- ar og höfunda. Hingaö til lands kom hann tvivegis i þessu skyni. Arangur starfs Gullbergs er sýningin Augliti til auglitis. Gullberg vill með samsetn- ingu sýningarinnar sýna áhorf- andanum myndlist og formmót- un i viðara samhengi en tiðkast hefur og vikur hann þá gjarnan frá hinum sérfræðilegum sjón- armiðum. Sýning þessi hefur hlotið mjög misjafna dóma, en islenzku þátttakendurir eru yfirleitt lof- aðir. Liklegast hefur sýningin vakið einna mesta hrifninu i Sviþjóð, en Danir eru ekki eins uppverðraðir og i Politiken er sýningunni lýst sem norrænni ringulreið. Þeir Islendingar sem eiga verk á sýningunni eru Ágúst Petersen, Hildur Hákonardótt- ir, Hringur Jóhannesson, Öskar Magnússon og Blómey Stefáns- dóttir. ES ---- Dönsk sýning íslands Laugardaginn 20. september n.k. verður opnuð sýning á verkum danska listamannsins Roberts Jacobsen i Listasafni Islands. A sýningunni verða 13 högg- myndir, vatnslitamyndir og grafik, eða alls 52 verk. Hér er ekki um farandsýningu að ræða, í listasafni heldur er hún sérstaklega feng- in til landsins og sett upp fyrir Listasafn Islands. Robert Jacobsen er fæddur 4. janúar 1912. Hann hefur haldið fjöldamargar sýningar, og er nú vel þekktur, einkum fyrir högg- myndir sinar. Jacobsen verður viðstaddur opnun sýningarinn- ar, sem er kl. 2 n.k. laugardag. Sýningunni lýkur sunnudaginn 11. september. —JSS Kínverskar þjóðsögur á íslenzku Systir siðlokka heitir litil bók, sem okkur barst i gær. í henni eru fimm kinverskar þjóð- sögur, sem Guðrún Guðjónsdóttir hefur þýtt úr ensku, en Letur gefur út. Sögur þessar eru úr þjóð- sagnasöfnum ýmissa minni- hlutahópa i Kina og fylgir örlitill bókarauki þar sem hópar þessir eru kynntir i stuttu máli. Myndirnar við sögurnar eru eftir Chang Kuang-yu, en kápu- mynd bókarinnar er gerð eftir ofinni mynd af stúlku með lótus- SYSTIR SÍÐLOKKA 5 Kínverskar þjóðsögur Bókin er f’kiljubroti og fjöl- rituð i Letri. Hagnýt bók fyrir Spánarfara Bókaútgáfan Búkolla hefur nú sent frá sér aöra bókina í bókaflokki þeim um Spán og Spánverja# sem Örnólfur Arnason hefur saman sett. Bók þessi nefnist ##Costa Brava — Costa Bianca — Mallorka— Ibiza. I fyrra kom út bók í sama flokki og nefndist hún #.Costa Del Sol — Andalusia". I haust er svo von á þriðju bókinni í þessum bóka- flokki og nefnist hún Kanaríeyjar. Höfundur bókanna, örnólfur Arnason, hefur árum saman dvalizt á Spánarströndum og starfað sem leiðsögumaður ferðafólks, sem þangað sækir. Hann veit þvi af reynslu hvaða spurningar þaö eru sem menn vilja helzt fá svör við. 1 bókinni er fjallað um land og þjóö, stikl- að á stóru i sögu Spánar og siðan eru staðháttalýsingar frá þeim stöðum sem bókin fjallar um. Einnig er i bókinni kafli sem ber nafnið Hagnýt ferðafræöi og er þar að finna margvislegar hagnýtar upplýsingar fyrir til- vonandi sólarlandafara. Þá er i bókinni litið og þægi- legt orðasafn islenzkt-spánskt og spánskt-Islenzkt. Bókin er 148 blaðsiöur að stærð og i mjög þægilegu broti. Bókin fæst i helztu bókaverzlun- um i Reykjavik en einnig i út- sölustöðum sólarlandaferða. i Vetrarstarf TBR að hefjast Haust og vetrarstarfsemi Tennis og Badmintonfélags Reykjavikur fer nú senn að hefjast. Æfingar i húsi T.B.R. byrja 1. september, og er tima- leiga þar hafin. Þeir sem áttu fasta tima i húsinu i fyrra, eiga forgang að sömu timum i vetur, ef þeir greiða timaleigu og fé- lagsgjald fyrir 20. ágúst n.k. Eftir þann tlma verða lausir timar leigðir öðrum. Tekið er á móti greiðslum og pöntunum i T.B.R. —húsinu alla virka daga frá kl. 20 til kl. 22. A undanförnum árum hafa fé- lagsmenn oftkvartaö yfir þvi að þurfa að greiða alla vallarleig- una í einu, enda var oft um stór- ar upphæðir að ræða. Nú er mönnum gefinn kostur á að greiða félagsgjaldið og helming timaleigunnar þegar völlurinn er tekinn á leigu, en hinn helm- inginn geta menn greitt með vixli, sem fellur i gjalddaga rétt eftir áramótin. Vextir verða reiknaðir2% á mánuði. Til að bæta nýtingu hússins verða timará bilinu frá kl. 13.00 til 17.10 leigðir út með 20% af- slætti, en unglingar innan T.B.R. geta fengið þá með 50% afslætti. Fyrir þá sem keppa aö stað- aldri fyrir T.B.R. mun félagið hafa samæfingar tvo tima á þriöjudgs- og fimmtudags- kvöldum, og einnig um helgar, ef ekki eru mót. Þess er vænzt að Garðar Alfonsson þjálfi keppnisfólkið i þessum timum. Einnig er hugsanlegt, að i viöbót við þetta veröi valinn ákveöinn hópur manna tilfrekari þjálfun- ar, og mun sú þjálfun þá verða á miðvikudögum, svo og um helg- ar, þegar ekki eru mót. Aö sjálf- sögðu er stefnt að þvl að hafa út- halds- og þrekæfingar með I dagskránni, en eftir er að tíma- setja þær. Unglingastarfsemin mun einnig byrja strax i september. Samæfingatimar unglinga verða að öllum lfkindum á svip- uðum timum og I fyrra, en eins og að framan segir, geta þeir einnig fengið einkatima á dag- inn með 50% afslætti. Félagið mun fá nokkra tima I Laugardalshöllinni i vetur. Þeir hefjast mun seinna en i T.B.R. —húsinu, og hefur verð á þeim timum þvi ekki verið ákveðið enn. Að lokum skal þess getið, að þeirGarðar Alfonsson og Sigfús Ægir Arnason munu verða um- sjónarmenn T.B.R.—hússins i vetur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.