Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.11.1977, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 29. nóvember 1977 iK£r F’rábœr jokiglaðnintmr ! jCuxor, lUsjóttvavp (á fœii) að verðmœli kr. SSS fnis. HLJÓMDEILD i n i PJfflBl DregiÖ 2ú.des. Enn einu sinni9 ein gréidd smáauglýsing ogþú átt vinningsvon sim VÍSIR smáaugljjsingaltappdrœlli AUGLÝSIÐ I ALÞÝÐUBLAÐINU AUGLÝSINGASÍMINN ER 14900 .. Saga og þróun Barnamúsikskóli Reykjavikur er aö hefja sitt 25. starfsár þetta haust. Af þvi tilefni, er þetta ritað, í þeim tilgangi að upplýsa almenning um starfsemi skólans, tilgang hans og markmið, skipu- lagsform og inntak. Það var sem sagt fyrir 25 árum að dr. Heinz Edelstein stofnaði skólann. Hann óx upp úr barna- deildum sem starfræktar höfðu verið i Tónlistarskólanum i Reykjavik allt frá striðsl^um. Þegar skólinn varð sjálfstæð stofnun, var hann fyrst rekinn á vegum Reykjavikurborgar, en seinna tók rikið þátt i rekstri hans. Nú er hann rekinn eins og aðrir tónlistarskólar í landinu skv. lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla frá 23. mai 1975. í haust var ákveðið að breyta nafni skólans i Tónmenntaskóli Reykjavikur. Astæður til þess voru ýmsar, m.a. að orðið barna- músikskóli er villandi að þvi leyti að fólk gæti haldið að hér væri verið að kenna og iðka barna- músik en ekki „alvörumúsik”. Akveðið var að nota orðið tón- menntir (sem fleirtöluorð, sbr. bókmenntir) sem uppistöðu i nýrri nafngift, enda er sú grein i grunnskólanum, sem áður nefnd- ist söngur, nú köluð tónmennt. Heinz Edelstein var skólastjóri skólans til vors 1956. Eftir þann tima stjórnuðu ýmsir skólanum, dr. Róbert A. Ottósson lengst af, en einnig Ingólfur Guðbrandsson og Jón G. Þórarinsson. Stefán Edelstein tók við sem skólastjóri haustið 1962. Skóiinn hefur yfirleitt verið i húsnæðishraki alla sina tið. Hann hefur verið starfræktur á ýmsum stöðum i borginni, t.d. uppi á lofti i Austurbæjarskólanum, i Vals- heimilinu, i húsi Jóns Loftssonar við Hringbraut, og i u.þ.b. 20 ár i Iðnskólanum við Skólavörðuholt, uppi á 5. hæð. Frá og með þessu hausti hefur loks tekist að koma skólanum fyrir i þvi sem mætti nefna viðunandi húsnæði, nefni- lega i gamla gagnfræðaskólanum við Lindargötu, sem áður var nefnt Franski spitalinn. Vegna breytinga á skólakerfinu og uppbyggingar fjölbrautaskólans losnaði þetta húsnæði, og sýndu borgaryfirvöld þvi skilning að Tónmenntaskólinn flytti hingað inn. Leigir skólinn nú þettá hús- næði hjá borginni. Við litum á þetta sem skemmtilega „afmælisgjöf” til handa skól- anum. Þetta er ágætlega skemmtilegt, virðulegt og gamalt hús og mikil bót fyrir okkur að vera komin hingað. Samt má segja að það sé ekki að öllu leyti heppilegt. Það er nokkuð hljóð- bært og börnin sem sækja skólann þurfa mörg að fara yfirhættulega umferðargötu, Hverfisgötuna. Þótt nú sé mun rýmra um okkur en áður, þurfum við samt að tak- marka inntöku nýrra nemenda, m.ö.o. enn komast færri að en vilja. Fyrir utan starfsemina hér rekum við útibú í Fellahelli i Breiðholti sem þjónustu við ibúa þess hverfis. Það sparar börnunum löng ferðalög. Hlutverk og tilgangur 1. Tónmenntaskóli ReykjavfKur er tónlistarskóli fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri (6- 15 ára). Hlutverk skólans er að veita nemendum sinum alhliða tónlistarmenntun og stuðla á þann hátt að bæði tónlistar- menntun einstaklingsins og tónlistarmenningu sam- félagsins i heild. 2. Það er hlutverk skólans að reyna ýmsar nýjungar i tón- menntum. Þetta geta verið nýjungar hvað varðar náms- efni eða kennsluaðferðir nema hvorttveggja sé. 1 þessum skilningi er tónmenntaskólinn tilraunaskóli. 3. Tónmenntaskólinn er einnig æfingaskóli (að takmörkuðu leyti) fyrir kennaraefni í Tón- menntakennaradeild Tón- listarskólans. Hann hefur reyndar gegnt þessu hlutverki lengiá pappirnumen mjög tak- markað i raun. Hafa þrengsli og aðstöðuleysi komið i veg fyrir það. Nú verður hafist handa við að bæta úr þessu. Munu kennaranemar fá aöstöðu til aö framkvæmda til- raunakennslu og reyna ýmsar nýjungar á sviði tónmennta, bæði með yngri nemendum og lengra komnum. Fyrir utan þetta fá kennaranemar svo tækifæri til æfingakennslu i hinum ýmsu grunnskólum borgarinnar eins og verið hefur. Er sú æfingakennsla undir umsjón ýmissa starfandi tónmenntakennara. Barnamúsíki „Vid tr listarná þáttur í menntu — skólinn hefu Tónlistarskóli — forráðamem semi skólans, V—— Almennar upplýsingar og skipulag Nemendur eru teknir í skólann á aldrinum 6-9 ára inn i hinar mismunandi forskóladeildir. 1 undantekningartilfellum tökum við einnig við 10 ára byrjendum. I forskólanum er eingöngu um hóp- kennsluað ræða, 10-15nemendur í einu, og fá nemendur 2 ti'ma viku- lega kennslu. Eftir að forskóla- námi lýkur velja nemendur sér hljóðfæri og fá tvo hálftima á viku einkakennslu á þetta hljóö- færi. Jafnframtþessuheldur hóp- kennslan áfram með einni kennslustund á viku. Kennt er á pianó, fiðlu, selló, gitar, blokk- flautu, þverflautu, klarinett, saxófón og ýmis málmblásturs- hljóðfæri. Þegar nemendur eru farnir aö kunna svolitið meira á sin hljóð- færi, gefst þeim kostur á að iðka kammermúsik, þ.e. samspil á ýmis hljóðfæri. Allfjölmenn hljómsveit er starfrækt fyrir strengjaleikara og tréblásara auk samspils á málmblásturshljóð- færi (lúðrasveit). Auk þess er starfræktur kór. I skólanum eru f vetur rúmlega 400nemendur að meðtöldu Breið- holtsútibúinu. Þessir nemendur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.