Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 3
æær Þriðjudagur 20. desember 1977 FH. ^7TTIP1 ' " § Maður fórst í húsbruna að Þingholtsstræti 27 Á laugardag fórst mað- ur í eldi sem upp kom í húsinu að Þingholtsstræti 27. Maðurinn# Hilmar Sigurðsson, til heimilisað Selvogsgötu 13 i Hafnar- firði, var 45 ára og er ekki vitað um hver erindi hans í húsinu voru. Húsið að Þingholtsstræti 27,er gamalttimburhús, sem er i hópi verndaðra húsa i Reykjavik, byggt af Davið Scheving Thor- steinssyni á sinum tima. Fyrir tveimur árum skemmdist mið- hæð hússins af eldi og hefur þar ekki verið búið siðan, en i kjall- aranum hafði Egill Bachmann vinnustofu við teikningar. Það var i kjallaranum, sem eldurinn nú kom upp, en dyraumbúnaður mun hafa veidð mjög lélegur og þvi auðvelt inngöngu fyrir hvern sem var. Um eldsupptök er ekki vist, en haldið að raf- magnsofn, sem þarna var, hefði getað valdið eldinum, eða þá sigarettustubbur. Brennivínstárid hefur hækkað minna í verði en kaff i og ýsa Samkvæmt útreikning- um Áfengisvarnarráðs hefur ýsan hækkað hlut- fallslega meir í verði en brennivin síðastliðin 10 ár, og sömu söguna er að segja um þjóðardrykk íslend- inga, kaffið. Þannig ætti brennivínsf laskan að kosta nú 4.830, ef hún hefði hækkað til jafns við ýsu og kr. 6.930 sé miðað við verð á kaffi. Fyrir 10 árum kostaði kilóið af ýsu 15 krónur en er nú komið i 230 krónur. Kaffið kostaði 84 krónur kilóið, en hefur hækkað i kr. 1.848. Loks kostaði brennivinstárið 315 krónur, en nú er flaskan komin i 3.500. Þannig hefði útsöluverð hverrar flösku átt að vera tæp- lega helmingi hærra en það er nú, til að standast samanburð við kaffið. —JSS WEEDW-BAR KEÐJUR er lausnin l>að t*r staðreynd að keðjur eru örufígasta vörnin fíegn slysuin i snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bilinn öruggar. Eru viðbragðsbetrí og halda bilnum stöðugri á vegi Þér getið treyst WEED-V-BAH keðjunum Sendum i póstkröfu um allt land. i \íi liLclEltllu. LrliLliab'Lli liL' Suðurlandsbraut 20 • Sími 8-66-33 ó Frá aukafundi SH: Afkoma frystingar 1976 lakari en áætlað var Afurðalán verði 70% af útborgunarverði framleiðslu Blaðinu hefur borizt ályktun, sem samþykkt var á aukafundi Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna þann 16.12. sl. Kemur þar fram að af- koma frystingar árið 1976 er mun verri en áætlað hafði verið og ennfremur að margvíslegur vandi steðjar að þessari at- vinnugrein nú. 0 I ályktuninni segir m.a.: Geta frystihúsanna til að standa undir þeim miklu kostnaðar- hækkunum, sem orðið hafa á þessu ári, byggist þvi eingöngu á hækkun markaðsverðs á erlendum mörkuðum og gengis- sigi. Sem dæmi um kostnaðar- hækkanir á þessu ári má nefna að hráefni til vinnslunnar hefur hækkað um 32%. Vinnu- laun við fiskvinnsluna hafa hækkað á bilinu 60%—-65% frá 1. jan. til þessa dags. Samtals nema þessirtveir kostnaðarliðir nú um 83% af heildartekjum. Vextir af rekstrarlánum frysti- húsanna hafa hækkað um 87% á árinu og rafmagnsverð hefur hækkað um 36,5% til 39% á sama tima. Til að mæta þessum hækkun- um og svipuðum hækkunum annarra kostnaðarliða hefur orðið hækkun á markaðsverði frá 1. janúar sem nemur um 12 % og þvi til viðbótar hefur orðið gengissig á árinu sem einnig skilar um 12%. Þegar þessar gjaldahækkanir annars vegar og tekjuhækkun hinsvegar er höfð i huga, er ekki að undra þótt afkoma frystihúsanna sé slæm. Fyrirsjáanlegt er þvi að um beint rekstrartap verður að ræða á árinu. Þegar jafnframt er tekið tillit til að velta frysti- húsanna i krónutölu mun hækka um þriðjung á árinu, en hlutfall rekstrarlána hefur haldizt óbreytt, þýðir þetta stóraukna rekstrarfjárþörf. Nýjar reglur, sem viðskiptabankarnir hafa sett um greiðslufyrirkomulag hráefnis og vaxta af rekstrar- lánum, auka enn þennan vanda. Aukafundur S.H. skorar þvi á rikisstjórnina að beita sér nú þegar fyrir lausn þess vanda sem nú blasir við sjávarútveg- inum. Jafnframt verði tryggður rekstrargrundvöllur, sem skapi meginþorra frystihúsanna afkomu til að endurnýja og endurbæta framleiðslutækni og þar með framleiðni, en það markmið ætti að vera sameigin- legt hagsmunamál allra. Þá er enn fremur nauðsynlegt að taka rekstrarlán útflutnings- framleiðslunnar til endur- skoðunar með það fyrir augum að fyrirbyggja að fyrirtæki hætti framleiðslu vegna rekstrarfjárskorts. Afleiðingar af lokun frysihúsa er atvinnuleysi og útflutningur á óunnu hráefni, en slíka þróun yrði að telja neikvæða fyrir þjóðarbúskap okkar. Framhald á bls. 10 KMimvAc <0 • ■ • r n Glöpin grinun MárKrístjónsson Glöpin grimm IÐ Hliðstæða HAMSUNS GUÐMUNDUR G. HAGALlN RITAR UM BÓKINA GLÖPIN GRIMM I MORGUN- BLAÐIÐ 6. Þ.M. OG KEMST M.A. SVO AOOROI: „Ég hafði ekki lesið margar blaðsíður í þessari skáldsögu, þegar ég þóttist sjá, að þarna væri á ferð höfundur, sem hefði það mikið tll brunns að vera, að hann þyrfti ekki að „gera kúnstir"—til dæmis misþyrma islenzku máli eða reka upp popphl jóð—til þess að eftir honum væri tekið. Og þess lengur sem ég las jókst hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir því, að þarna væri ég kominn i kynni við veigamiklð sagnaskáld. Og ég hugsaði með mér: Mundl hann virkilega reynast fær um að verða sjálfum sér samkvæm- ur allt til bókarloka? Stundum varð mér það fyrir að skella upp úr í elnrúmi við lesturinn, og mér komu í hug orð Vídalíns um að skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut. Stöku sinnum sagði ég við sjálfan mig: Get- urðu verið þekktur fyrir að hlæja að því arna? Svarið varð já ...“ ....Mér flaug í hug við lesturinn, að þarna væri komin íslenzk hliðstæða bókar Hamsuns, Konerne ved vand- posten."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.