Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						alþýðu
blaöið
SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978
5/. TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Afmælisnefnd Styrktarfélags Vangefinna: taliö frá vinstri: Gréta Bachmann, Hörötir Sigþórsson,
Hrefna Haraldsdóttir, Halldóra Sigurgeirsdóttir formaður, Tómas Sturlaugsson.
„Viljinn í verki"
— Málef ni vangef inna á íslandi kynnt
„Víljinn í verki" nefnist
sýning sem opnuð verður í
dag klukkan 17 að Kjar-
valsstöðum. Sýning þessi
er haldin í tilef ni 20 ára af-
mælis Styrktarfélags van-
gefinna í Reykjavík, en
það var stofnað 23. marz
1958 og var fyrsta félag
sem stofnað var til styrkt-
ar vangefnum  í  landinu.
Höfuðmarkmið sýningarinnar
er að kynna málefni vangefinna á
Islandi og upplýsa almenning um
stöðu þessa hóps i þjóðfélaginu.
Með sýningunni er leitast við að
'sýna þróun i málefnum vangef-
inna i máli og myndum, en allir
sýningarmunir eru unnir af vang-
efnum.
Að sýningunni standa öll heim-
ili vangefinna i landinu, svo og
öskjuhliðarskóli, Þroskaþjálfa-
skóli íslands og Landssamtökin
Þroskahjálp.
Sýningin „Viljinnn i verki"
verður opinn til 27. marz og er
sýningartimi frá 2—10 alla daga,
nema páskadag, en þá opnar
sýningin klukkan þrjú. Sýningin
verður ekki opin á föstudaginn
langa.
A sýningunni verða kynntar
bækur um málefni vangefinna
auk þess sem sýndar verða kvik-
myndir, bæði innlendar og er-
lendar. Þá verður á hverju kvöldi
sérstök dagskrá i tengslum við
sýninguna þar sem ýmsir lista-
menn munu koma fram. Sérstök
ástæða er til að vekja athygli á að
Þroskaþjálfaskóli Islands mun
kynna starfsemi sýna með brúðu-
leikhúsi, sem komið hefur veriö
upp á sýningarstaðnum.
Gefin hefur verið út vönduð
sýningarskrá, þar sem starfsemi
vitheimilinna er kynnt i máli og
myndum. Bækling þennan hefur
Afmælisnefnd Styrktarfélags
vangefinna látið taka saman en
þessi nefnd hefur haft það verk-
efni að undirbúa sýninguna.
Veigamikil reglugerð
numin úr gildi
á fyrsta degi
1 sýningarskránni er meöal éfn-
is að finna grein sem ber yfir-
skriftina ,,Um kennslu og fram-
kvæmd fræðslulaga á heimilum
fyrir vangefna." Alþýðublaðið
sér ástæðu til að birta grein þessa
i heild sinni:
,,A s.l. ári var með heimild i
grunnskölalögunum gefin út af
Menntamálaráðuneytinu reglu-
gerð, er fjallar um kennslu
þroskaheftra og fjölfatlaðra nem-
enda. Þar er meðal annars á-
kvæði um kennslu á heimilum og
stofnunum fyrir vangefna. Skólar
þar eru nefndir Þjálfunarskólar
og er i reglugerðinni gert ráð fyr-
ir, að rikissjóður (Menntamála-
ráðuneytið) greiði allan þann
kostnað, sem af kennslunni leiðir
s.s. laun kennara, rekstur hús-
næðis o.s.frv. Kennarafjöldi mið-
ast við fjölda nemenda á aldrin-
um 6—18 ára og skal hver nem-
andi njóta kennslu er nemur 5
vikustundum. Skv. þvi getur einn
kennari annað 5—6 nemendum.
Rikissjóður greiðir að mestu
leyti laun kennara á vist- og dag-
heimilum fyrir vangefna, en þátt:
taka rikissjóðs i öðrum kostnaði
við skólahaldið er engin, þrátt
fyrir skýr ákvæði þar um i
nefndri reglugerð. Menntamála-
ráðuneytið hefur ekki fengist til
að greiða þennan kostnað og vitn-
ar þeirri ákvörðun til stuðnings i
24. gr. reglugerðarinnar um sér-
kennslu, en þar segir svo: „um
framkvæmd reglugerðarinnar fer
eftir þvi sem fé er veitt á fjárlög-
um".
Það vekur óneitanlega furðu,
að veigamikil reglugerð skuli
nánast numin úr gildi á útgáfu-
degi með sliku ákvæði, sem hér er
vitnað til.
Þegar heilbrigðir nemendur
eiga i hlut er ekki spurt, hvort
sérstök fjárveiting sé fyrir hendi,
er fjölga þarf kennurum vegna
aukins fjölda nemenda. 1 slikum
tilvikum ræður sá kennslustunda-
fjöldi, sem nemendur eiga rétt á,
lögum samkvæmt.
Þessu er hins vegar ekki til að
dreifa þegar vangefnir einstakl-
ingar eiga f hlut. Þá er spurt um .
heimild á fjárlögum.
Að lokum viljum við undir-
strika eftirfarandi:
1. Stjórnir heimilanna hafa lagt
skólum til húsnæði, án þéss aö
Menntamálaráðuneytið hafi
nokkurn kostnað haft af bygg-
ingum þeirra.
2. Fyrir þetta húsnæði hefur eng-
in leiga verið greidd.
3. Menntamálaráðuneytið hefur
heldur ekki tekið þátt i rekstri
skólahúsnæðis s.s. kostnaði við
upphitun, lýsingu og ræstingu.
4. Ráðuneytið hefur ekki lagt
skólum þessum til kennslu-
gögn, kennslutæki eða húsbún-
að.
Allir þeir kostnaðarliðir, sem
hérhafa verið nefndir, hafa veriö
greiddir af rekstursfé heimil-
anna, fé sem i raun er ætlað til
annarra þátta i starfsemi þeirra.
Af þeirri ástæðu hafa stjórnir
einstakra heimila (Sólborg) séð
sig tilneydda til að lýsa þvi yfir,
að hún muni ekki standa að
rekstri skóla að óbreyttum a,ö-
stæðum. Framtið skólahalds að
Sólborg er þvi i höndum Mennta-
málaráðuneytisins.
Sólborg er fyrsta heimilið, sem
tekur slika ákvörðun. Ef áfram
heldur, sem hingað til, er viðbúið
að fleiri heimili taki sömu á-
kvörðun."
Sú spurning vaknar óneitan-
lega við lestur þessa pistils hvort
fyrirsjáanlegt sé að skilningsleysi
stjórnvalda á málefnum vangef-
inna ætli nú loks að bera þann á-
vöxt að skólahald þessa hóps
leggist niður.          —GEK
Meðfylgjandi myndir tók Ijósmyndari blaösins ATA I gær, en þá
stóð undirbúningur sýningarinnar I hámarki. ölll undirbúnings-
vinna er unnin af vinum og vandamönnum (þ.á.m. stárfsfólki vist-
heimilanna) i sjálfboðavinnu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4