Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Vísir - 11.03.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 11.03.1969, Blaðsíða 9
r ISIR . Þriðjudagur II. marz 1969. Rætt við Guðrúnu Arnadóttur, en faðir hennar var fyrsti is- lenzki rakarinn — og Hauk Oskarsson pem stjórnar gömlu rak- arastofunni að Kirkjutorgi 6 □ Frá því að ég í fyrsta skipti gekk upp hafn argarðinn í Reykjavík haustið 1926, eftir að hafa þvælzt með e/s Goðafossi alla leið vest- an af Húnaflóa og haft gististað í lestinni, ásamt nokkrum fleiri álíka sjó- sterkum farþegum, þing- eyskum geitpeningi og kynbótahrútum norðan úr Steingrímsfirði, hefur leið mín oft legið í húsið nr. 6 við Kirkjutorg. Tjar hefur frá upphafi þessarar aldar verið rekin snyrti- stofa, að vísu fyrst eingöngu í þjónustu karlmanna, meðan elzti ættliðurinn réði ríkjum. En eftir að „drengjakollurinn" og „passíuhárið" mótaði kven- tízkuna, hefur verið um fleira fjallað en hrjúfa skeggbrodda og hárlubba karlkynsins. Það er jafnvel stundum svo, að maður verður gripinn trega- blöndnu umkomuleysi við að sjá þann brosmilda meyjaskara, sem nú vermir þar stólana. Margir muna enn þá tíð, að hér gátu karlar setið og rætt saman án þess að hvert orð, sem ekki var hnitmiðaö, teldist feimnis- mál. Kvenfólkið hafði ekki lagt undir sig þennan vinsæla sam- komustað. Þá kostaði raksturinn heidur ekki nema 40 aura. Laugardaginn 19, maí árið 1901 mátti lesa eftirfarandi auglýsingu i blaðinu Isafold: „íslenzkur hárskeri, 4rni nikulásson rakar og klippir heima hjá sér í Pósthússtræti nr. 14, kl. 2—4 síðdegis á miðviku- dögum og laugardögum og eftir klukkan 7 á hverjum degi og ávait á sunnudögum. Sama árið þann 22. maí, birtist svo í ísafold eftirfarandi auglýsing: Mine Herrer. Undertegnede har aabnet en 1. klasses Barber og Fri- sörstue (HERMES). Haarspiritus samt Champo- ingbad med Philekome, ufejl- bart middel mod Skæl. Spesialist i Haarklipping, Krölning og Skægopsætning anbefales i æret. Publikums Erindring. Ærbödigst V. Balschmidt. Sá litli virðist ánægður með handbrögð Hauks Óskarssonar. brunann kaupir hann vöruleifar Thorsteinsson og byrjar verzlun í Austurstræti 22, sem þá var kallað prestaskóli. Þetta hús keypti Haraldur af frú Norö- mann, móður Óskars Norðmann og þeirra systkina. — Hvað starfaöir þú lengi við verzlun, Guðrún? — í 51 ár, og ég gat ekki hugsað mér neitt það starf, sem stóö nær hugðarefnum mínum. Haraldur Ámason var líka ó- venjulegur húsbóndi. Allt viö- mót hans var þannig að frá honum fór enginn nema ef kon- urnar fóru til að gifta sig og stofna heimili. Starfs'fólkið var eins og ein fjölskylda. Þegar þeir yngri bættust í hópinn, þá urðu þeir hálfgerðir fóstur- synir eöa dætur okkar sem eldri vorum og gátum miðlað nokk- urri reynslu og þekkingu. Mér finnst stundum eins og Pétur og Óli séu að nokkru leyti fóstursynir mínir. Viðskiptavinimir voru mér vinveittir, sumir komu oft og milli okkar myndaðist gagn- kvæmt traust. Þess vegna varð starfsferillinn ánægjulegur og brotalaus, I 58 ár átti ég heima í húsinu, sem faðir minn byggði við Kirkjutorg 6, það er mér þess vegna kært og kunnugt. Þapnig rekur þessi aldna heiðurskona þráðinn. Stór og mikilsverður iífsþáttur ættar hennar hefur verið spunninn í sama húsinu alit frá því aö ný öld reis úr tímans djúpi. Ámi Nikulásson, upphafs- maður þeirra athafna, sem þarna hafa farið fram í því nær sjö áratugi var merkilegur ættliðurinn ræður nú ríkjum og, eins og vænta mátti, er aö leika þar við lokka einnar af þokkagyöjum borgarinnar. Haukur Óskarsson biosir á sinn viðfelldná hátt. — Ég hef sáralítið til að segja, þetta er allt ósköp hversdagslegt hjá mér, bara brauðstritið maður. — Og afraksturinn eftir þvi? — Eigum við nokkuð að taka það mál til umræöu? Við skul- um ganga heim til hennar mömmu við tækifæri. Hún kann að hafa eitthvaö að segja. Þetta verður að ráði, og heima hjá frú Guðnýju Guðjónsdóttur sitjum við svo ánægjulega stund, þar sem rifjaðar eru upp góðar og glaöar minningar þeirra spæðgina frá fyrri árum, og það er frú Guöný, sem leyfir mér að hnýsast í auglýsingamar, sem skráðar eru hér fyrr í þess- um þætti. Frúin er ættuð að austan, þar kynntust þau fyrst hún og Óskar Árnason, þegar hann var í sveit á feðraslóðum. Þaö er margt orðiö breytt síöan Árni Nikulásson byrjaði að raka menn við Kirkjutorg 6. Fyrst kostaði raksturinn 10 aura en klipping 25 aura. Ekki var vinnutíminn jafnhnitmiðaður þá og nú er, það var ekki svo mjög óalgengt, að einhver við- skiptavinur bankaði i glugga nokkru fyrir fótaferðartíma og kallaði inn: „Ætlarðu ekki að fara að opna Árni?“ Sunnudagarnir voru oft anna- samastir, þá vildu ýmsir nota tímann til að láta snyrta hár sitt og skegg svo til þess þyrfti Þrír ættliðir í Þann 14. september 1858, fæddist að Efra-Hvoli, Hvols- hreppi Ámi Nikulásson. Kona hans varð Sesselja Þorsteins- dóttir, fædd 10. nóvember 1865. Hún var frá Tungu á Rangár- völlum, hugmikil sæmdarkona. Ámi flutti til Reykjavíkur árið 1887 og gekk þá í þjónustu Tryggva Gunnarssonar, banka- stjóra Landsbanka íslands og starfaði hjá honum við þilskipa- útgerðina. Fór mjög vel á með þeim og milli þeirra tókst vin- átta, sem hélzt æ síöan. Fyrsta heimili þeirra hjóna, Áma Sesselju, var í litlu húsi bak við Vesturgötu nr. 56 og var þaö kallaö Gíslholt. Þar fæddist Guðrún dóttir þeirra, sem nú er ein á lífi af fjórum systkinum, f. 1891. Eitthvað hafði Árni unnið við íshús Jóhannesar Nordal, fyrr en hann réðst ti! Tryggva Gunn- arssonar en þó skamman tíma. Ekki höfðu þau hjón miklum fjármunum úr að spila, en fyr- ir áeggjan Tryggva kaupir þó Ámi húsið nr. 14 við Pósthús- stræti, sem síðar hét Kirkjutorg 6, og flytur þangað áriö 1901. Það hús hafði byggt Jakob Sveinsson, smiöur. Tryggvi Gunnarsson var mjög hneigður fyrir garðrækt og var því alltaf með arinan fótinn niðri í Alþingishúsgarði og var þá Ámi jafnan með honum, tíl skrafs og ráðagerða. Ekki löngu eftir að Árni kom til Reykjavíkur komst það orð á, að hann væri öörum hand- lagnari við að snyrta og skera hár manna, en þá var það starfv óþekkt sem iðngrein á íslandi Eftir að hann flytur í Póst- hússtrætið, birtir hann svo aug- lýsinguna í ísafold, og verður þar með frumherji þeirrar iðn- greinar hérlendis. maður í flestu tilliti. Hann var viðfelldinn og glaövær, þótti því engum krókur í garðshom, sem kom í stofu hans. Þessar eigindir ættarinnar hafa haldizt fram til nútímans, og svo legg ég leið mína niöur að Kirkju- torgi 6, þangaö sem þriðji ekki aö taka almennan vinnu- dag. Eftir að farið var að setja lög um ákveðinn vinnustunda- fjölda í hinum ýmsu starfsgrein- um náði það einnig til þessarar iðju. Einhverju sinni, þegar um- ræður urðu um það í þinginu, 10. síða. Þremur dögum seinna aug- lýsir svo hinn danski „bart- skeri“. Þegar fréttin um báðar þessar snyrtistofur barst upp í menntaskóla, kalla nemendur saman fund og samþykkja þar að verzla við íslendinginn, án nokkurra mótatkvæöa. Og þar sem ég sit inni á viðfelldnu heimili Guðrúnar Ámadóttur, fæ ég að sjá fyrsta stól og spegil, sem íslenzkur rakari notaði við iðju sína, en báða þessa gripi gaf Tryggvi Gunnarsson fööur hennar, þeg- ar í upphafi reglulegrar starf- rækslu stofunnar. — Okkur þykir vænt um þessa gripi, segir frú Guðrún, og þáð má vel sjá, að ekki mæl- ir hún innantóm orð, útlitið sýnir aö um þá hefur verið farið mjúkum höndum. Árið 1902 byggir faðir minn á lóðinni vestan við húsið viö hliðina á húsi Jóns Sveinssonar, sem nú heitir Kirkjuhvoll, og þá flytur hann stofuna í það hús og þar hefur hún verið starfrækt síðan. Þegar faðir minn féll frá, tók við Óskar sonur hans, og eftir lát Óskars, Haukur Óskarsson, sem nú hef- ur stofuna, Það hafa því þrír ættliðir komið þar við sögu og haldið starfseminni áfram. — Þú ólst upp í Reykjavík, frú Guðrún? — Já, og það var yndislegt að alast þar upp. Ég fékk lika starf sem mér var sérstaklega hugieikiö, og varð ævistarf mitt æ síðan. Sextán ára gömul fór ég að vinna verzlunarstörf hjá Th. Thorsteinsson í Ing- ólfshvoli. Hann verzlaði með vefnaðarvöru. HaTaíduT’Árnason híföi veriö Frú Guðrún Ámadóttir stendur hér hjá fyrsta stól og spegli, þar verzlunarstjóri og eftir sem faðir hennar, fyrsti íslenzki hárskerinn notaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 59. Tölublað (11.03.1969)
https://timarit.is/issue/237018

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. Tölublað (11.03.1969)

Aðgerðir: