Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1969, Blaðsíða 2
LEEDS hefur enn ekki tryggt sér Englandsmeistaratitilinn, — fræðiiega séð, — hins vegar virð ist fátt geta stöðvað þá í að vinna titilinn. Um helgina vann liðið Arsenal á heimavelli Arsen- al í Highbury með 2:1 og vakti sá sigur mikla athygli, enda hefði sigur Arsenal jafnað stöð- una talsvert, jafnvel svo að Ars- enal hefði haft möguleika á sigri í keppninni. - fræðilega séð. Staðan er nú þannig: Leeds 38 leikir og 61 stig. Liverpool 37 1. og 56 stig, Arsenal 38 1. og 52 stig. Everton 36 1. og 51 stig. Chelsea 40 1, og 46-stig. I neðstu sætunum er staðan þannig: Nottingh. Forest 39 1. 30 stig. Sunderland 39 1. 30 stig. Coventry 39 1. 28 stig. Leicester 35 1. 23 stig. Queens Park R. 41 1. og 18 stig. Leikimir verða alls 42 hjá lið- unum._ I 2. deild er staðan þannig: Derby 40 !. 59 stig. Crystal Paiace 40 1. 52 stig. Middlesborough 40 I. 48 stig. Charlton 40 1. 48 stig. Hefur Derby þegar unnið deild- ina, en Charlton hefur möguleika & að komast upp í 1. deild, með því að vinna tvo síðustu leikina. en þá verður Crystal Palace jafnframt að tapa tveim síðustu leikjum sin- um, sem er ólíklegt. Á botninum í 2. deild berjast Oxford, Bury og Fulham. Það síð- asttalda er fallið með 25 stig eftir 40 leiki en Bury hefur 28 stig eftir 40 leiki og Oxford 31 stig eftir 41 leik. Orslit um helgina í 1 deild: Arsenal — Leeds 1:2. Burnley — Sheffield Wed. 2:0. Everton — Coventry 3:0. Ipswich —Southampton 0:0. T.eicester—Liver'pool 1:2. Manch City—Sunderland 1:0. Newcastle—Manch. U. 2:0. Nottingh,—Tottenham 0:2. Queens Park—Stoke 2:1. West Ham — Cheljea 0:0. Wolves—West Brom. 0:1, í 2 deild fóru leikar svo: Aston Villa —Birmingham 1:0. Bolton—Hull 1:0. Bristol—Okford 2:0 Carlisle—Cafdiff 1:0. Fulham —Blackpool 0:0. Huddersfield—Charlton 0:0. Middlesb,—Bury 2:3. Millwall —Derby 0:1. * Portsmouth —Norwich 5:2 Preston—Crystal 0:0. Sheff. U.—Blackburn 3:0. Kefíavík notaii fjóra markmenn! og vann Hafnarfjörð 2:0 Fremur er þaö óvanalegt, að eitt lið noti fjóra mark- verði í leik. Þetta gerðist þó um helgina í Hafnar- firði, þegar Keflavík lék við Hafnarfjörð og vann réttlátlega 2:0, en mörkin seinni hálfleik úr víta- skoruðu þeir Friðrik Ragn- arsson í fyrri hálfleik og Sigurður Albertsson seint í Guðmundur ÞórSarson, hinn hættulegi miðherji Kópavogs, sést hér sækja að Akranesvörninni. Markverðirnir brugðust — Akranes vann Kópavog 4:2 AKRANES fór með tvö stig i Iitlu bikarkeppninni frá Kópa- vogi á lau,jardaginn. Fjölmenni horfði þar á viðureign þessara tveggja kaunstaða, í Akurnes ingarnir, greinilega sterkari aö ilinn, fóru með 2 marka sigur. Raunar hefði eins marlts munur verið nægilegur, en þessi leikur var ekki iniö" sterkur hjá mark- vöröunum tveim. Fyrsta markið kom fljótlega upp úr leikbyrjun, Guðjón Guð mundsson skoraði fyrir Akranes beint úr hornspymu, en hinn ungi markvörður Breiðabliks hálf „fraus“ í markinu, gat hvorki hreyft legg né lið. Guðmundur Þórðarson, mið- herji Kópavogs, var ógnvaldur varnar Akraness, enda er þar mjög efnilegur leikmaður, sem<£ hefur verið gefinn allt of lítill gaumur eins og reyndar fleiri 2. deildarmönnum, sem sjaldan fá tækifæri til að spreyta sig t.d. á æfingum landsliðsins. Guð mundur komst inn fyrir Akra- nessvörnina og skoraöi jöfnun- ■ armarkið skömmu síðar. Matthías skoraði næst með góðu skoti, en Guðjón Guð- mundsson skoraði fyrir Akra- nes, ekki löngu síðar úr víta- spyrnu, þannig að staðan var 3 : 1. Þór Hreiðarsson, einn af hin- um ungu og efnilegu leikmönn- um Kópavogs skoraði 3 :2 fyr- ir hálfleikslokin, skotið lenti í markverðinum en hrökk yfir hann og í markið. Kópavogsmenn sóttu öllu meira í byrjun seinni hálfleiks, en Björn Lárusson skoraði þó eina mark hálfleiksins, snúnings skot utan af vellinum, yfir mark vörð Kópavogs, sem stóð allt of framarlega í markinu. Þannig lauk þessum leik 4 : 2 með sigri Akraness. Greinilegt er að Akurnesing- ar eru frískir og ákveðnir, vöm þeirra er e.t.v. stærsta vanda- málið, en framlínan ætti að vera góð i sumar. Athyglisvert er lið Kópavogs með marga efnilega nýliða. Hér kemur fram fyrsta uppskeran af ,,sáningu“ Breiðabliks fyrir nokkrum árum. Nú fara að koma í meistaraflokk piltar, sem eiga að baki feril með fé laginu í öllum flokkum, hafa verið „ræktaðir" í félaginu ef svo má segja. Furðulegt má þaö teljast ef Kópavogur, næst stærstur kaupstaðanna á eftir höfuðborginni, verður ekki með ógnvekjandi 1. deildarlið innan fárra ára. -jbp- spyrau. Þannig var að aðalmarkverði ÍBK, Reyni Óskarssvni, lenti illa saman við einn Hafnfiröinginn, skarst hann illa, og varð að sauma 8 spor í vör hans. I markið fór einn leikmanna, Ástráður Gunnars- son og var markvörður fram að hálfleik, en þá var Kjartan Sig- tryggsson, varamarkvörður mættur. Tognaði hann um miðjan hálfleik í fingri og varð að yfirgefa völlinn. Nú voru Keflvíkingar búnir að nota sér tvo varaleikmenn og samkv nýjum reglum máttu þeir ekki nota sér varamenn meira, varð nú Guðni Kjartansson að standa f marki og tókst þessum fjórmenningum að halda hreinu. Eins og fyrr segir voru úrslitin sanngjörn, enda átti Jón Ólafur t.d. mörg tækifæri, sem hann not- færði sér ekki sem bezt, en hins vegar áttu Hafnfirðingarnir og tækifæri, en í liði þeirra voru margir ungir og frískir Ieikmenn, einkum frá Haukum. MR vnnn á vítnkeppni! • Menntaskólinn í Reykjavík vann sigur í harðri keppni í úr slitum skólakeppninnar í knatt- spymu við Háskóla íslands. Vítaspymukeppni þurfti til að fá úrslitin, og það var ekki fyrr en í síðustu snyrnu að úrslit fengust, þá varði markvöröur MR lausa og máttleysislega spymu, sem bar þess vott að taugar skyttunnar voru ekki sem beztar, þegar á reyndi. t • Að venjulegum leiktíma lokn- um var staðan 2:2 og fleiri mörk fengust ekki í framlenglngu. All. margt manna horfði á ieikinn á Há. skólaveilinum, hinn akademiski andi hefði átt að ríkja á vellinum og meðal áhorfenda, — en svo brá við aö fátt var um hróp til hvatningar Jiðunum, inenn héldu sig í bflum utan vallar og jafnvel inni á grasflötinni, sem er vendi- legt merkt: „Akstur á grasflötum bannaður“, og virtust háir og lágir sjá framhjá þessum merkjum en fundu ótrúlegustu smugur til að Æfíngadagskráin verSur enn hert! — Fimm leikir fyrir Arsenal-heimsókn Landsliðið vann Fram í gær í leöjunni á Framvelli meö 2:0. Skilyrði öll voru erfið, og það voru þreyttir leikmenn sem yfirgáfu völlinn, en leikurinn var þð hln bezta æfing. Mörkin skoruðu Ólafur Lárusson og Hermann Gunnarsson. Eftir leikinn var haldinn fundur með stjórnarmönnum og þjálfurum félaganna, en félögin gera nú æ meiri kröfur til 'að halda leikmönnum sínum vegna æfinga félaganna. Varð að sam- komulagi að landsliðið fái að halda leikmönnum, sem það velur nú á næstunni, en frapi að leiknum við Arsenal í mai- byrjun eru áformaðir 5 æfinga- leikir, bætist miðvikudagurinn því við og verður leikið viö Keflavík hér í Reykiavík á mið- vikudagskvöld. Landsliðlð mun því hafa að baki 25 leiki, þegar það leikur viö Arsenal. Meistararnir / skólakeþpninni / knattspyrnu 1969, lið Menntaskólans í Reykjavik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.