Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1969, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 4. nóvember 1969. ’gurmarkið var í loftinu m fíautan bjargaði Honved Frábær markvarzla Þorsfeins Björnssonar bjargaði jafnteflinu © Þorsteinn Björnsson er svo sannarlega í landslið- inu aftur. í gær varði Þor- steinn eins og berserkur, — og sannarlega var það honum að þakka, að lands- liðið náði jafntefli gegn ungversku meisturunum Honved. Leikurinn var hörkuspennandi og á síð- ustu sekúndubrotunum var boltinn á leiðinni í net- ið hjá Ungverjunum frá Einari Magnússyni, — en flautan bjargaði Ungverj- unum frá tapi að þessu sinni. Ungverjarnir höMu annars gert sig seka um einstakt svmdl. I’ogar tíu mínútur voru eftir af leik var Plymouth '66 Belvedere til sölu í því ástandi sem hann er í eftir árekstur. Tilboð óskast. Til sýnis á Bílaverkstæði Árna Gísla- sonar í Súðarvogi í dag og á morgun. TliboS leggist inn til Samvinnutrygginga tjónadeild fyrir hádegi á föstudag 7. nóv. Varga vísaö af velli og rétt á eftir Tucacs. Staðan þá var 11:13 fyrir Ungverja, en Ólafur Jónsson skor- ar strax 12:13, og þá sá Varga aö við svo búiö mátti ekki standa, en hljóp inn á völlinn. Var þessu ekki mótmælt fyrr en síðar að tímavörð ur benti á þetta í staö þess að gera það strax. Rétt á eftir kom Tucacs inn og léku íslendingar því of stutt gegn 5 manna liöi Ungverja, en um leið og Tucacs fór inn fór Varga aftur út til aö taka út þann hegn- ingartíma, sem hann átti ólokiö. Einar Magnússon jafnaöi þá á þessu tímabili 13:13 og voru á 7 mín. eftir, og Geir náði forustunni meö góöu skoti 14:13, en Adorjan skoraði jöfnunarmarkið fyrir Ung- verja. Lauk leiknum þannig, en sannarlega mátti ekki miklu muna að ísland sigraöi. Þar uröu aöeins sekúndubrot sem stóöu í veginum. ísland lék annars mun betur í fyrri hálfleik. Þá mátti oft sjá glettilega góðan leik liðsins, eink- um 1 sókn, en í síðari hálfleik var sóknin eins og ráðþrota, vandræöa- leg, utangátta. Varnarleikurinn var skárri, en markvarzlan óviöjafnan- leg. Aðeins Þorsteinn getur veriö eins og í gær. Var ekki laust við að Ungverjar væru farnir að Iíta hann hornauga. íslenzka liðið náði 4:1 forystu eftir 10 mín. leik. Ungverjar jafna þennan mun á næstu 3 mín., en Island náði aftur forystunni, fyrst 2 marka og í hálfleik 3 marka, 9:6. Seinni hálfleikur byrjaði meö hörmungum. Ungverjar skora tví- vegis, en Einar Magnússon skorar 10:8, en á næstu 6—7 mínútum skipast veður í lofti. Ungverjar skora hvert markið á fætur öðru, 5 í röö, en vítakast Geirs er varið. Staðan var því orðin óhagátæð Is- lendingum, 10:13 og aðeins eitt mark skoraö á 15 mínútum. Þá íjkorar Einar Magnússon 11:13 og lokaátökin hefjast. Fyrir íslenzka liðíð lofar þessi leikur góðu. Það virðist ekki útilok að að íslenzka liðiö verði í sínum bezta ham einmitt þegar mest á ríður, liðið er greinilega í framför, og gleðiefni er það ef markvörður- inn er fundinn. Geir fór sér tiltölu lega hægt í þessum leik, en var þó góður, skoraöi óvenju lítiö, að- eins 2 mörk, en Einar var helzta skyttan, skoraði 6 mörk. Vita þá Ungverjar vel hverjir geta skotiö á Islandi, og hverjir ekki. Ólafur Jónsson átti ágætan leik í sókn og ekki síðri í vörn, hann skoraöi 2 mörk. Traustur leikmaður, Ólaf- ur, Björgvin, Stefán ög Sigurb^rgur skoruöu sitt markið hver fyrir landsliöið. Langbezti maður ungverska liðs ins var Fenöiy, en Varga bar lítið sem ekkert á, virtist í einhverri ónáð hjá liðinu. Karl Jóhannsson og Reynir Ólafs- son skiluðu slnu hlutverki fr'ábær- lega vel. — Var gaman að sjá svo góða íslenzka dómara. -jbp- Breiðablik tapaði kærumálinu Breiðablik fær ekki nýjan leik við Akureyri um 1, deildarsætið. Knattspyrnudómstóll KSÍ hefur nú nýlega dæmt i málinu sem spratt vegna þessa leiks, en Breiðablik kærði og taldi að rangur aðilj hefði ákveðið hvar leikur liðanna skyldi fara fram, þ.e. niðurröðunarnefnd, en ekki mótanefnd KSl. Dómstóllinn skipaður þeim Jóni G. Tómassyni, Bjarna Guðnasyni og Halldóri V. Sig- urðssyni, dæmdi svo í málinu að niðurröðunarnefnd hefði m.a. verið falin þau verkefni að raða niður leikjum og úrskurða breyt ingar. „Verður að líta svo á, að með þessu orðalagi hafi niðurröð unamefnd einnig verið falið að ákveða leikstaði, enda mun sá háttur hafa verið á hafður", seg ir dómstóllinn. Úrskurðast krafa Breiða- bliks um ógildingu leiksins á Ak ureyri því ekki tekin til greina. ÖKUKENNSLA Útvega öll gögn varðandi bílpróf. Geir P. Þormar. Símar 19896 og 21772. Skilaboð Gufunes, sími 22384. • Ólafur H. Jónsson, einn bezti maður landsliðsins í gærkvöldi, er hér kominn gegnum vörnina og skorar. ÍftíUkmi Nú þarf enginn að fara bónieiður til búðar jbví að við höfum nægan forða rhvélaborða i allar tegundir beirra ritvéla, sem / landinu eru Athugið nafn vélurinnnr og réttu borðnnn fúið þér dvallt hjd okkur Pappírs- og ritfangaverzlunin Fullkomin sérverzlun Hafnarstræti 18, Laugavegi 84, Laugavegi 178 MiyaeBM—■wmaanwiHH m—ni——

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.