Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 7. marz 1970. 3 á nótunum Acropolis, sjö manna hljómsveit með trompet og saxófón í fremstu víglínu. ACROPOLIS, ný sjö manna hljómsveit i sviðsljósinu: Blása þeir nýju lífí íslenzka popmúsík.. m i ? Þaö er óvanalegt að heyra i trompet og saxófón í pop hljómsveit hérlendis. En nú hef- ur slik hljómsveit orðiö til, hún nefnist Acropolis, og er skipuð hvorki meira né mihna en sex hljóðfaeraleikurum og einum söngvara. Undanfamar vikur hafa þeir æft á vægast sagt nokkuð óvenjulegum tíma sólar- hringsins, frá kl. 12 á miðnætti til kl. níu á morgnana, en þetta var eini tírnj sólarhringsins, sem þessari mannmörgu hljómsveit stóð nothæfur æfingastaður til boða. Áður en lengra er haldið skul- um við kynnast meðlimum hljómsveitarinnar. Ólafur Torfason hefur löngum haft gaman af því að spreyta sig við sönginn, en í Acropoiis er meiningin að hann hvíli radd- böndin að mestu og reyni þeim mun betur að einbeita sér að orgelinu, sem hann er nýtekinn til við að spila á. Sigþór Hermannsson hefur lengi verið haldinn þeirri bakt- eríu að safna hljóðfærum, hann á meöal annars þrjá saxófóna, en „opinberlega“ hefur hann lát- ið sér nægja að fara höndum um gítarinn, þar til núna, aö hann tók einn saxófóninn traustataki og sleppir honum vart í bráð. Ólafur Garðarsson er senni- lega þekktastur þeirra sjömenn- inga; hann „'sló í gegn“ með Óð- mönnum, og þykir afar kröftug- ur og vaxandi trommuleikari. Svein Arve Hovland er norsk- ur að uppruna, kom til lands- ins með Föxum 1968. Nú síðari árin hefur hann mest fengizt við gítarleik en rifjar nú upp gömul kynni við trompetið. Páll Eyvindsson hefur undan- farin þrjú ár leikið á bassa-gít- ar, og það þótti ekki ástæða til að breyta þar neinu um. Benedikt Torfason. Hann hef- ur undanfarin fjögur ár fengizt við gítarleik og söng, en nú hef- ur hann lagt gftarinn til hliöar og tekið hljóðnemanum tveim höndum. Þorgils Baldursson spilar á sólógítar. Það varð að ráði að Sigþór spjallaði við mig um „grúpp- una“, en áður spurði ég Ólaf Garðarsson þessarar spurningar. — Hvers vegna hættir þú með Óðmönnum? — Ég vildi breyta til. þeir voru farnir að æfa þá tegund músikur, sem ég taldi ekki viö mitt hæfi og satt að segja var mig farið a'ð klæja í lófana eft- ir að fá að spila músik, sem virkilega nær til unga fólksins almennt. En ég er ákafiega á- nægður með að hafa fengið tæki færi til að leika með jafn snjöll- um hljóðfæraleikurum og Finni og Jóhanni, það var rriér ómet- anleg og lærdómsrík reynsla. — Hver var aðdragandinn að stofnun hljómsveitarinnar, Sig- þór? — Það var í janúar sl. aö hljómsveitirnar Tárið og Tján- ing léku að staðaldri í Þórs- kaffi, þá skaut upp þeirri hug- mynd, að gaman væri að breyta svolítið til, og velja úr báðum hljómsveitunum í eina sjö manna hljómsveit og flytja nokkurra laga prógram í til- raunaskyni. Þessi hugmynd náði fram að ganga og hinir sjö útvöldu komu saman og æfðu fjögur lög. Svein tók fram frompetið og ég blés rykið af tenór-saxófóninum. — Þetta „skemmtiatriði“ var síðan sett á svið í Þórskaffi, og mót- tökur voru það góðar, að við fór- um að hugsa alvarlega um að sameina þessar tvær hljómsveit- ir í eina heild. Það varð líka fljótlega ákveöið og sömu menn voru valdir. Aftur á móti hef- ur gengið erfiðlega að fá hæfan trommuleikara. Ólj er sá þriðji, og ég tel okkur ákaflega heppna að hafa fengið hann í lið með okkur. Þannig varð Acropolis til, þótt nafnið væri reyndar ekki ákveö- ið fyrr en nú síðustu dagana. — Eruö þið ekkert hræddir um að svona mannmörg hljóm- sveit eigi erfitt með að kom- ast inn á danshúsin? — Það er allt undir móttök- unum komiö. Ef fólkið veröur ánægt með það sem við erum að gera, þá tel ég ekkert því til fyrirstöðu að hljómsveitin verði gjaldgeng í „bransanum“. — Aðhyilizt þið einhverja sér- staka stefnu í pop-músik? — Það er ekki hægt aö segja að við tökum einhverja sérstaka stefnu fyrir, heldúr er ætlxmin að nýta eitthvað úr öllum þeim hræringum, sem eiga sér stað í pop-músik, við setjum okkur þaö mark að leika fjölbreytta dansmúsik, og stefnum að því að veröa með vinsælustu lögin hverju sinni, og þar sem þessi hljóðfæraskipan gefur mikla möguleika. munum við að sjálf- sögðu kappkosta aö nýta hana til hins ýtrasta. — Komið þið til með aö veröa með ykkar eigin útsetningar? — Við munum ekki umbylta lögunum, þannig að enginn kannist við þau heldur hressa upp á sum þeirra, svo þau hæfi hljómsveitinni betur, en það verður ávallt byggt upp á þeim grunni. sem fyrir hendi er í melódfunni. — Þessi hljóðfæraskipan er nokkur nýlunda hér á landi. — Já, það er satt. En með þessu erum við aöeins að reyna að fylgjast með þeirri þróun, sem á sér stað í pop-músik er- lendis, þar eru blásararnir oft þr,r, trompet, saxófónn og bás- úna, auðvitað höfum við stúder- að þessar hljómsveitir af plöt- um en persónulega myndi ég ekki vilja samþykkja að við tækjum einhverja einstaka til algerrar fyrirmyndar. Þá er þessu spjalli lokið. Ég fékk tækifæri til að hlýða á nokkur lög hjá þeim á æfingu og það, sem ég heyrði, tel ég Iofa góðu og mér er ekki grun- laust um að Acropolis eigi eftir að verða stórt nafn, hér er eitt- hvað nýtt og forvitnilegt að ger- ast. Eenedikt Viggósson. 9 KNATTSP YFINUSPIL %CAMPUS PUEEN © KÖRFUBOLTASPH. • MAY FAIR LADY • /SHOKKYSPIL © DANCtNGr LAOY ★ VINNINGUR VIKUNNAR ★ Vikulega keppt um hæstu spilatölu í BOWLING ★ Vinningur vikunnar: FERÐAÚTVARPSTÆKI Vinningur afhentur í dag kl. 4 e.h. ★ Opið til kl. 23.30 daglega ir Enginn aðgangseyrir Svéinn Guðjónsson, hljóð- færaleikari í Roof Tops og Kennaraskólanemi: „Spila- tæki Tómstundahallarinnar bjóða upp á mjög skemmti lega tilbreytingu. Einnig eru húsakynnin virkilega þægileg. Þetta er staður sem lengi hefur vantað." TÓMSTUNDAHÖLLIN Á HORNI NÓATÚNS OG LAUGAVEGAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.