Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 5
Hvítasunnan — æskulýðsdagur ernskan mér fylgdi heim í hlað hvítasunnan og englafjöldinn,“ segir sr. Mattihías Jochumsson um sina miklu hvítasunnuhátið, sem fylgdi honum sem ein bjart asta bernskuminning ævilangt. Og sivipaðri dýrð og þó meiri er bvítasunnan vafin í einu hátignarlegasta Ijóði eftir E. Tegner. En það heitir Ferming- m og Matthías htífur einmitt þýtt það, með sínum furðulegu eða undursamlegu máltöfrum og þrótti. Þar segir meðal annars: „Kirkjan í sviphýrri sveit viö sólheiðum vormorgni brosti, snjóhvit með stþpul og stöng, en stafandi árgeislar léku efst kringum hágylltan hún sem< himneskar eldtungur forðum.“ „Innan var guöshús eins alprýtt, því dag þennan skyldu ungmennin, aettmanna von. og erfingjar guðsriki krjúpa.“ „Kirkjan var liljusal lik, og laufskálahát'íðin forna stóð þar með skinandi skart.“ Að öllu þessu og miklu fieira athuguöú, hlýtur hver hugsandi maöúr að finna, aö hvítasunnan er ekki einungis sjálfkjörin kóróna æskulýðsins á íslandi eins og jódin fyrir börnin, af því aö hún hefur verið vorhátíð og fermingarhátíð þjóðarinnar i minningum og helgum öldum saman, heldur er hún og arftaki í guðsdýrkun frá laufskálahá- tíö ísraels og Olympíuhátíða HeHena eða Grikkja. En þar fléttast fleira saman en nokkurn grunar allt frá elztu timum kirkjunnar, að Appollo, ljóssins vorsins og ljóðsins guð tók á sig dýrðarmynd Krists i vitund margs gríska trúskipt- ingsins. Nú hefur um stund margt veriö á reiki og breytingum og byftingum háð í íslenzku kirkju- lffi og þjóðlífi yfirleitt. Fermingin fer fram { apríl víða f kaupstöðum og æskulýðs dagur þjóökirkjunnar er látinn vera í marz nú um nokkur ár. Og má segja að betra er en ekki. Og ef til vill þarf þar ekki um að breyta. En langt gæti orðið, þangað til hann nær svip og tign hvítasunnunnar, sem Tegner lýsir i „Fermingu“ sinni. Og fermingarathafnir geta að sjálfsögðu farið fram hvenær sem er á árinu. En hvitasunnan sem vorhátið undir einkunnarorðum letruð- um fingrj guðs um loft og jörð og haf: „Sjá, ég geri alla hluti nýja“. Hún má ekki þoka i skuggann fyrir neinum andar- taksákvörðunum eða dægurflug um.1 Hún er hátíð heuags anda af hæðum, hátið vors, hátíð sól- ar og döggvar, hátið hinnar hv-ítu sunnu kærleikans, sann- leikans og fegurðarinnar flest- um eða öllum öðrum hátiðum frernur. Hún á að tákna og minna á kraft hins gróandj og skapandi lifs og ávextj heilags anda. En þeir eru: Kærleiki, gleði, friður, biðlund, gæzka, góövild, trúmennska, hógværð, bindindi. Hvort skyldj ekkj veröldin þurfa slíkra ávaxta með? Hvort skyldi íslenzka þjóðin ekki þurfa slíkra ávaxta með. En nú hefur svo langt gengið um skeið hér í Eden Norður- hafa, að hvítasunnan sem hátíð vors og. æsku, hreinieika, sak- leysis og heilags elsku-elds, hefur ekki einungis þokað í bak- sýn, heldur beinlínis verið óvirt, misskiiin og vanhelguð af þeim, sem sízt skyldi, æskunni sjálfri. Og ekki ætti að gleyma því, að hvítasunnan er stofndagur krist- innar kirkju árið 33 e. Kr. Og þá voru fermingarbömin, þau fyrstu sem játuðu fylgd við Krist og kirkju hans sem slika stofnun heilags anda, þrjú þús- und að tölu og Pétur postuli sjálfur prestur dagsins. Slikar minningar má ekki óvirða. Slíka helgi má ekki fóbum troða. En það hefur verið gert, jafn- ■ vel á helgustu og fegurstu stöð- um sögu Islands og kirkju. Á Laugarvatni er Lindin helga. Líklega helgasti og undursam- legasti skírnarfontur heimsins, ef rétt er skilið og metið Og á Þingvöllum varð ísland kristið og íslenzka kirkjan til á Jónsmessunótt árið 1000. En báðir þessir staöir hafa verið nefndir í sambandi við hin leiðu „hvítasunnuundur" siðustu ára. Þetta má ekki svo til ganga, ef íslenzka þjóöin og islenzk kirkja á að haída heiðri sinum. Þvi verður hér að taka aðra stefnu, einmitt með nýjum tím- um og nýjum æskulýöslögum, sem auðvelda mjög fyrstu spor og byrjunarörðugleika. Hivítasunnan skal hljóta sinn ljóma að nýju, sína helgi, sína fegurð, sina gleði. "Til þess þarf kannskj að hrófla við einhverju gömlu og stöðnuöu í helgisiðalöggjöf okk- ar, eignast önnur sjónarmið, breyta samkvæmt breyttom tfm um, öðrum viðhorfum. Betra væri t.d. að hatfa að- faranótt hvítasunnu með skrúð- göngum hvítklædds æskufólks utan eða innan dyra í kirkjum og samkomuhúsum eöa á götum úti með söng og tónlist, en að þar sé haldið áfram sem nú er útj um borg og bí — hraun og hliðar. Hvítasunnuna þarf að gera aö æskulýðsdegi Islands, eins og ég hef áður bent á í blaöagrein- um. Þar sýnist ýmislegt til fyrir- stöðu. En hvaða dagur gæti samt verið heppilegri þegar alit er litið, ekki sizt helgj og hefðir sögu og kirkju? Sé miðað við hátíðina sem slíka er auðvelt að laga,. bæði próf í skólum og aðrar aðstæð ur í mennta- og atvinnulifi þjóð arinnar eftir þvi Ennfremur er þá sjálfsagt, að undirbúningur standj að vissu Ieyti yfir allt ár- ið miðað við keppnj bæði í lík- amlegum og andlegum iþróttum, músik og fegurðarsamkeppni, listdansi og sýningum, þar sem æskulýðsdagur yrði takmark og tímamót til að miða við. Og hvað yröj þá gert þennan dag? Hvað ætti að verða til að setja svip á æskulýðsdag ís- lands? Hvaö ætti að gera hann að svipmikilli hátíð hins heilaga kraftar atf hæðum, kraftar guðs undir yfirskrift vorguðsins: Sjá, ég ger; alla hluti nýja? Jú, auðvitað fegurð og kraft- ur í sálu-m og þroska íslenzkrar æsku. Hér er ekki tími til að fara nákvæmlega út í efnisval og skipulag slíkra hátíðahalda. Enda mundu þau Iaga sig eftir anda, aðstæðum og skilningi hvers tíma, hverrar kynslóðar. Ennfremur mundi reynslan kenna svo margt, sem enginn gætj ímyndað sér fyllilega fyr- irfram. Það helzta sem hiUir undir sem verkeíni verðug til fram- kvæmda kem-ur þó fram, þegar hvítasunnaii' er hugsuð sem arf taki ekki einungis hinnar fyrstu í J-erúsalem árið 33 heldur einnig laufskálahátíðar með öllum sínum vorfagnaðj og Olympíuhát-íða Grikkja með allri sinni keppni, drenglund, þroska og fegurðardýrk-un. Á æskulýðsdegi íslands í hinni hvítu sól komandi tíma yrðu fyrst og fremst: Helgisamkomur bæði í kirkj- um og stærstu eða minnj sam- komuhúsum borga, bæja og sveita þar sem helgisýningar æskunnar og tónlist að hennar skapi setti svip á bæinn. En auðvitað yrðj það þrautæft og fyrirtfram hugsað sem guðsþjón- ustur þótt með margvíslegum blæ væri. Einkunnin þyrfti samt alltaf að vera: „Þrungið af heilögum anda og krafti“. Og að sjálfsögðu yrði þetta undir u-msjá og forystu prestanna, með skrúðgöngum og viðhöfn, þar sem fermingarbörn vorsins kæmu sérstafclega fram. Þá yrðu listsýmingar, þar sem unga föfkið kæmi að sinni list- sköpun eða úrva-lj bennar og Myndlista- og bandíðaskóli hefði forgöngu. Bezta myndin valin. Konsertar og tómlistarsam- komur væru einn meginþáttur í hátiðahaldi æskulýðsdagsins Og þar yrði keppni mil'li hinna ýmsu söngvara og hljóðfæra leikara og verðlaun veitt. Þarna hefðu tónlistarskólar að sjálf- sögðu forgöngu. íþróttaleikir og keppni í þeirn í sem flestum greinum væri kapitulj æskulýðsdagsins út af fyrir sig, en senniiega einn hinn rismesti og fjölbreyttastj or þá valinn íþróttakóngur ársins. Spunningakeppni milli skóla og sókna i kristnum fræðum væri einnig þýðingármikil oa skemmtilea einkum í útva>*pi eða sjónvarpi og gæti Ivft þess- um fræöum upp tii ve-rðugrar virðingar í vitund hinna ungu Ballett og listdans byrfti einn- ig aö skapa .’erðugt og s.iálfsagt sæti meðal hins bczta. sern haf' Hálskirkja i Fnjóskadal Siungur og fjór og fullur af fögrum hugmyndum, brennandi í andanum, vekjandj í bofiskap sínum vakandi yfir velferð lands og þjóðar. Hver er hann? Einn kunnasti prestur lands- ins, sr. Árelíus Níelsson. Hann skrifar hugvekju hvíta- sunmunnar fyrir Kirkjusíðuna í dag. I þessari grein vekur hann enn athygli á þéirri hugmýnd sinnj að gera þessa björtu há- tíð vorsins að æskulýðsdegi kírkjunnar — æskúlýðsdeai ís-' lanids. Fyrir þessari tillögu sinni færir hann mörg rök. þess prestakalls. Það var 9. júni 1940. Um haustiö fluttist hann að Stað á Reykjanesi, síðan tU Eyrarbakka, þar sem hann var prestur í áratug unz hann fékk hið nýstofnaða Langholtspresta- kall hér í borg, haustið 1952. Koina sr. Árelíusar er Ingibjörg Þórðardóttir frá Firöi í Múia- sveit. Og þó þarf í raun og veru engin rök önnur en rök reynsl- unnar. Þetta hátíðahald, eins og raunar meira af okkar helgi- haldi er komið út á mokkrar villigötur og frídagamir hafa verið misnotaðir. Það er mikil þörf á að breyta til og gefa þess- um helgidögum aukið hlutverk í þjóðlifinu í samræmi við upp haf sitt og raunverulegan tii- gang svo að heilagur andi hrein- leikans og kærleikans fái far- veg inn í hjörtu hinma ungu. og raunar allra landsins barna. Hálskirkja í Fnjóskadai er valin tii birtingar á Kirkjusíð- unni í dag vegna þess að sr. Árelíus Níeissom var vígður til væri að verkefni og markmiöi á þessari vorhátið íslenzkrar æsku. Keppni milli hljómsveita, sem i lékju uppáhaldstónlist unga fólksin? væri einnig sjáifsagður þáttur á þessari vorhátíð æsk- unnar Og einnig yrði þá vaiin feguroardrottning íslands, og við það val yrði ekki síður mið- sð við háttvísi og fagra fram- komu, með einurð og 1 júfleika en mitíismál og andiitsfriöleika Hér hefur nú verið minnzt á það helzta, sem sett gæti svip sinn á æskulýðsdag og hvíta- sunnu komandi tíma á íslandi F.n rétt er að taka það fram til að fvrirbyggja misskílning að hér yrði um meira en einn dag að ræða. Hér yrði öll hátföin frá laugardegi til þriðjudags- morpuns helguð þessum verk- efnum Þetta vrði ekki ósvipað i framkvæmd eins og kirkjudag- urinr. í Þýzkalandi. En sú hátíð . tekur oft yfir nokkra daga. þótt allt sé undir sömu ytfirskrift. Enntfremur kemur margt fleira til greina en hér er nefnt t.d. starfsfþróttir, leiksýningar og kvikmyndasýningar. sem yrði miðað við efni. anda og fram- kvæmd dagsins. En umfram allt yrði fram- kvæmd og skipulag að véra mið- að við viija ■ guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Og aldrei mætti gieymast í neinu af þess-u, að það ætti að vera signt af anda og Ijósj hinnar hvítu sunnú heilags anda, sem bendir og hvetur til friðar, fegurðar, bræðralags og þroska. Allt, sem gert yrði á æsku- lýðsdegi, hvítasunnuhátíð fram tíðarinnar skyldi miðað við að bernskan yrðf bjartari og æskan ljómandj atf hinni hvítu sól heil- ags anda af hæðum. Reykjavík, 9. maí 1970. Árelíus Níelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.