Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 10
10 VJ« 1K. Fostuaagur 3. juu ia/«. Föstudngsgrein — 9- síöu hefur tvöfaldazt síðan þessar opinberu stofnanir tóku til starfa. Venjulegur legudags- kostnaður er nú um 70 dollarar og mun hækka upp í 100 dollara f lok næsta árs, það er nærri því upp í 9 þúsund krónur á dag. það hefur margt verið ritað og rætt um þessi vandamál í Bandaríkjunum og því er þá ekki heldur að leyna, að upp hefur komizt um nokkur dæmi sviksamlegra aðgerða bæði sjúkrahúsa og lækna. Mörg sjúkrahús hafa verið mjög treg til að' gefa hinum opinberu stofnunum bókhaldslegar upp- lýsingar um rekstur sinn, sér- staklega virðist það viðkvæmt að gefa upp eða sundurliða hvaða greiðslur ganga til lækna. Þá gætir einnig mikillar tilhneigingar hjá sjúkrahúsun- um til að felá kostnaðarkröfur á hendur hinum opinberu stofn- unum íyrir sjúklingunum sem þjönustunnar njóta. Er þó lögð áherzla á það af hinum opin- beru stofnunum að sjúkiingarnir viti og staöfesti reikningana, þvf að þaö er eina raunverulega eftirlitið, sem hægt er að hafa með þessum greiðslum. Einnig eru mörg dæmi þess að einstakir læknar hafi gert vafasamar og risaháar kröfur á hendur Medicaid. Það mun t. d hafa viðgengizt nokkuð, að læknar strunsa á stofugang í sjúkrahúsum þar sem þeir geta haft svona 50 einkasiúklinga, og hirða svo 500 dollara upp úr gönguferðinni án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Hér skal nú ekki farið lengra út í þessa sálma, en aðeins má geta þess að Iokum, að á árinu 1968 hirtu 794 læknar og 595 tannlæknar hver um sig yfir 50 þúsund dollara frá MEDICATD. það er stofnuninni sem ætlað var að hiálna fátækum. En 50 búsund- dollarar jafngilda rúm- lega 4 milljónum íslenzkra króna. Þessir tekiuháu læknar geta svo þar að auki haft mik- inn einkapraxis hiá hinum ríku stéttum. bað veit enginn um. Það er því engin furða bó menn segi að nokkur mistök hafi orð- ið með stofnunina MEDICAID. — hún átti að hiálna fátækum, en hlutverk hennar hefur aðal- lega orðið að hiálna ríkum læknum til að verða enn ríkari. jVú kynnu menn að segja, að heilbrigðismál Bandaríki- anna séu aðeins beirra eigin innanríkisvandamál, sem komi ekki öðrum þióðum við, En mál- ið er ekki svo einfalt. Því að á sama tíma oa tekuir lækna hafa verið meiri bar en annars stað- ar, hefur aðaaneur að lækna- skólum verð æ'ði takmarkaður, svo að landlæqnr er bar sífelld- ur læknaskortur. Af bessu leið- ir að beir hafa minlkað önnur • menntuð lönd af læknum oe læknaefnum. Um 20% af starf- andi læknum I Bandaríkinnum koma frá F.vróou. op hað er líka athvglisvert, að banqað sækja meira að segia til starfa læknaefni frá hínum fátæku löndum Afríku. ,Suður-Amerik\i og Asíu, þar sem lækna«kortur- inn er þó geigvænlegastur. Vegna bess að læknavísindin eru alþióðleg fræðigrein. hefur öngþveitiö í þessum málum i Ameríku áhrif víða annars stað- ar. Það hefur mikil áhrif ? öllum Evrópulöndum, þar sem þó eru ríkjandi frjálslegri hugmyndir um heilbrigðisþjðnustu. Þar hef ur þróunin orðið sú sama, að kostnaðurinn við heilbrigðis- þjónustuna rýkur eins og cld- flaug upp úr öllu' valdi og öll «ömu vandamál fjársóunar og gullæðis gera vart við sig. Þar eru ríkjandi frá fornu fari sömu gömlu, tilfinningasjónarmiðin, að ekki megi gagnrýna eða efast um gildi þeirra fjárveitinga, sem fara til aö bjarga mannslíf- um. Sú regla hefur gilt að fjár- framlögin eru lögð fram og síðan eru læknarnir Iátnir sjálf- ráðir um, hvernig þeir verja þessum fúlgum. Nú eru Evrópuþjóðir víða að þrotum komnar. Læknar í Bret- landi gera nú kröfur til 30% tekjuhækkunar og vísa til læknatekna í Ameriku, en hefur verið neitað um það, að því að hækkunin kostar þjóðina nærri 100 milljón punda nýja skatta. Suður í Miinchen í Þýzkalandi gerðist það nýlega að héraðs- stjórnin setti það skilyrði fyrir greiðslum til sjúkrahúsa, að ná- kvæmar greinargerðir fylgdu um læknagreiðslur og að sjúkl- ingar ættu ekki að greiða neitt beint til læknanna, heldur í gegnum opinbera stofnun. Og frá Danmörku berast fréttir um sívaxandi gagnrýni á lækninga- kostnaði og kröfur um það að hreinir rekstrarhagfræöingar taki að sér stjórn sjúkrahúsa og heilbigðisstofnana, þar sem þeir læknar sem valizt hafa til slikra starfa, hefur skort eðlilegan að- haldsvil.ia. TTér er komið að því marki, 11 að heilbrigðisþjónustan get- ur ekki haldið áfram á sömu braut. Hún hefur haft. of litla gagnrýni og aðhald. Það stafar af sögulegri þróun hennar, fyrr á árum var heimilislæknirinn sem gekk um hverfin með tösku undir hendinni, inn í hús fátæka mannsins, linaði þján- ingar, huggaði og sýndi mannúö. — tákn læknisbiónustunnar. En síðar hefur orðið mikil breyting og læknisþjónustan er orðin biggest business í öllum mennt- uðum löndum. Smámsaman breytist tákn læknisins í sérfræð inginn, sem lifir f.jarlægur al- þýðunni umkringdur Ijóshærð- um aðstoðarstúlkum og síma- dömum og það er ekkj fyrir venjulegan almúgamann að nálg- ast þennan háa herra, þarf að panta v'ðtalstíma með löngum fyrirvara. Þó skiptir þessi breyting á ímynd læknisbjónustunnar ekki öllu máli. Hitt er alvar- legra, að þjóðfélöein og skatt- borgararnir eru tekin að sligast undir heilbrigðisútgjöldunum. Áður fyrr mátti engin leyfa sér að spyria, hvort það bæri að verja einhverri upphæð til að biarga mannslífi. Hvað varðar okkur um það þó það kosti eina millión að biarga mannslifinu? Nei. mannslífið var alltaf meira virðí. Nú er sú spurning að breyt- ast. Bæði er kostnaðurinn orð- inn meiri. í stað þess að menn spurðu kannski áður, hvort það kostaði eina milljón að bjarga mannslífinu, þá hljóðar spum- ingin kannski núna upp á 5 milliónir. Og þó verða menn enn tregir að meta mannslífið til pen inga. En hitt er alvarlegra, þeg- ar spurningin breytist — á að bjarga þessu mannslífi fremur en hinu? Á að verja milljónum kannski milljörðum til að kaupa 'tæki og biónustu, sem bjargar lífi fárra útvaldra, meðan hundruð alþýðumanna á öðru sviði þjást af því að þeir fá ekki einföldustu læknisþjón- ustu? Það er komið að beim tíma- mótum víða um lönd. að menn verða að fara að gera sér grein fyrir ákveðinni stefnu í heil- brigðismálum, en ekki láta öessa stærstu útsialdaliði þjóðFélags- ins æxlast af siálfn sér. Rekstr- arhagfræðinsana inn í stjörn lækninganiálanna! Þorsteinn Tliorarensen. Ný frímerki r ysi'rmt:■*1 'v*tr&*trsr'y VAf'UKMiVt ffNP !9V0 i * 4 gg Tvö ný frímerki verða gefin út í ágúst og verða þau helg'uð náttúruvernd, en eins og kunn- ugt er stendur nú yfir Nátt- úruverndarár Evrópu. Frímerk- in eru að verðgildi 15 kr. með mynd af Lakagígum og 3 kr. frímerki með mynd af blómi. - VJ t ANDLAT Ársæll Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri lézt 28. júní, 69 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl. 10.30 á laugar- dag. Maðurinn sem annars IKVÖLD i/EÐRfÐ t DAO Suðaustan kaldi, rigning þegar líður á daginn. Hiti 8 — 12 stig. IIIKYNNINGAR BELLA „Þegar þér báðhð mig um að vélrita þetta í þremur afritum, hefðuð þér vel getað sagt, að til væri eitthvað sem héti kalki- pappír!“ SKEMMTISTAÐIR # Hótel Saga. Ragnar Bjarnason og hljómsveit leika. Jón Gunn- laugsson skemmtir. Gestir kvöldsins Tony og Royce. Las Vegas. Óömenn leika kl. 9-1. Röðull. Hljómsveit Elvars Berg söngkona Anna Vilhjálms. ' Silfurtunglið. Trix leika í kvöld. Sigtún Haukar og Helga. SkiphóII. Ásar leika. Tjarnarbúð. Pops leika kl. 9—1. Hótel Loftleiðir. Karl Lillién- dahl ásamt Hjördísi Geirsdóttur og tríó Sverris Garðarssonar leika og . syngja. Mats Bahr skemmtir. Veitingahúsið Lækjarteig. Jak- ob Jónsson og hljómsveit, hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar. Gestir kvöldsins Tony og Royce. Glaumbær. Diskótek — Nátt- úra. Hótel Borg. Sextett Ólafs Gauks ásamt Svanhildi. Ingólfscafé. Gömlu dansarnir i kvöld, hljómsveit Garðars Jó- hannessonar, söngvari Björn Þor- geirsson. 8IFREIÐASKÖ9UN « R-10051 — R-10200 Kvenfélag Óháða safnaðarins. Kvöldferðalagið verður n. k. mánudagskvöld 6. júli kl. 8. — Farið verður frá Sölvhólsgötu við Arnarhól. Kaffi í Kirkjubæ á eftir. Allt safnaðarfólk velkomið. Sumarmót hvítasunnumanna i Fíladelfíu í Reykjavík í kvöld kl. 8.30 tala þeir Willy Hansen og Daniel Glad. Fjölbreyttur söng- ur. Húsmæðrafélag Kópavogs. — Dvalið verður að Laugum Dala sýslu 21.—31. júlí. Skrifstofan verður opin i félagsheimilinu 2. hæð þriðjudaga og föstudaga kl. 4—6 frá 1. júlí. Upplýsingar í simum 40689 (Helga) og 40168 (Fríöa). Skemmtiferð Fríkifkjusafnaðar ins verður n. k. sunnudag, 5. júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni kl. 8.30. Hádegisveröur í félagsheim- ilinu Árnesi. Ekiö að gosstöðv- unum við Heklu og um Land- sveit og víðar. Farmiðar verða seldir í Verzl. Brynju og Verzl. Rósu, Þingholtsstræti 3, aöeins til hádegis á föstudag. Ferðanefndin. Fjallagrasaferð Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur. Farið verður að Veiðivötnum á Land- mannaafrétti 11. júlí kl. 8 frá matstofu félagsins Kirkjustræti 8. Þátttakendur hafi með sér tjöld, vistir og góðan viðleguútbúnaö. Heimkoma sunnudagskvöld. Á- skriftalistar liggja frammi á skrif stofu félagsins Laufásvegi 2, sími 16371 og NLF-búðinni Týs- götu 8, sími 10262. Þátttaka til- kynnist fyrir kl. 17 föstudags- kvöld 10. júlí. Ferðagjald kr. 600. Stjóm NLFR. Kvennadeild Skagfirðingafélags ins í Reykjavík minnir Skagfirö- inga i Reykjavík og nágrenni á skemmtiferð sunnudaginn 5. júlí um Suðumes. Lagt af stað frá Hlemmi, við Sjóklæðagerð kl. 9 árdegis. Allir eiga að hafameð sér nesti, Upplýsingar hjá Lov- ísu i síma 41279. MINNINGARSPJÖLD • Minningaspjöld HáteigSkirkju eru afgreidd hjá: Guðrúnu Þor- steinsdótt .r, Stangarholti 32, sími 22501, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47, sími 31339. Sigríði Benónýsdóttur Stigáhlíð 49, sími 82959. — Ennfremur í h •--,K,-1^inni Hlfðar Miklubrant 68. 'o Minningabúðinni Lauga- vee’' 56. GARÐHELLUR 7GERÐIR KANTSTEINAR VEGGSTEINAR 5 ' .. HELLUSTEYPAN Fossvogsbl. 3 (f. nedan BorgarsjúkrahúsiÖ)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.