Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 07.08.1970, Blaðsíða 1
Á 2. þús. manns komið til Eyja — Flugfélagið flýgur þangað niu sinnum i dag — Skipaútgerðin flytur á 9. hundrað manns ANNRÍKI var mikið í Eyj- um í morgun við undirbúning þjóðhátíðar. í gær var byrjað að slá upp tjöldum og í morg un fóru menn inn f Herjólfs dal til þess að ganga frá hús tjöldum sínum og flytja vistii pangað. Margur hefur verií fengsæll í úteyjum I vor Ekk nun skorta á reyktan iund; i þessari þjóðhátíð fremur er enjulega. Flugfélagið hafði í morgun >ókað farþega í níu ferðir til Eyja í dag. Aðeins ein ferð var farin f gær, þar sem dimm- viðri var svo mikið. Alls mun félagið flytja eitthvað á sjötta ' hundrað manns til Eyja um iessa þjóðhátíð. . Skipaútgerö ríkisins hefur ialdið uppi svo til stanzlaus- ím ferðum milli Þorlákshafnar rg Eyja síðan í gær en þá voru arnar þrjár ferðir, þar af ein með Heklunni. Mun Skipaútgerð in flytja 8—9 hundruð manns í þessum ferðum. Mikill viðbúnaður er nú i Herjólfsdal undir hátíðina, sem hefst fyrir alvöru i dag. Raun- ar fengu Eyjamenn forsmekk- inn af henni á balli í sam- komuhúsinu í gær. Heljarmikið geimfar, sem komið hefur veriö upp á há- tíðarsvæðinu er einna ábúðar- mesta skreytingin í dalnum, er auk þessa geimskvísa, sex n há og verður þessi 'skúlptú . væntanlega til þess að dra" hugi manna aö geimöldinni bessari geimhátíð. Hátíðardagskráin er fjölbre; að vanda og koma þar fre skemmtikraftar bæöi úr Eyju og ofan af landi. Bálköstur m ill brennur á Fjósakletti á, lau; 'ardagskvöldið, ljósadýrð verð, mikil í dalnum og slær hó i legum bjarma á hlíöama báðum megin. —JH | Flestar fjölskyldur í Eyjum flytja í sérstök hústjöld inni i Herjóifsdal og í gær var unnið af fullum krafti við að slá þeim upp. , 60. árg. — Föstudagur 7. ágúst 1970. — 1 HLÝTT LOFT YFIR LANDIÐ — 79 stig á Dalatanga kl. 6 i morgun • Nú streymir hlýja loftið um landið með suð-vestlægum andvara og komst hitinn kl. 6 í morgun í 19 stig á Dalatanga, en var víða annars staðar 12— 15 stig. Það er allt útlit fyrir að við fáum að njóta hlýia lofts- ins um helgina, þó að ekki sé útlit fyrir mjög mikla sól hér á Suðvestur- og Vesturlandi. Léttskýjað verður á Austurlandi og víða fyrir norðan, en hér sunnanlands verður skýjað með köflum í dag og hætt við skúr- um á morgun, samkvæmt veð- urspám. — ÞS Nú streymir hlýja loftið yfir landið en því miður fylgir því einhver væta hér syðra. Líklega verða bændumir fegnari vætunni en stúlkan hér á myndinni, sem er að leika sér að því að blása sápukúlur í sólskininu. Hvernig gekk hrygning nytja■ físka í vetur? ^ Norskt og islenzkt rannsóknaskip i leiðangri til að kanna úfbreiðslu fiskseiða hér við land Nýjar athuganir eru nú hafnar hér við land í því augnamiði að kanna hver yútkomaii er eftir hrygn- J ingu nytjafiskanna á vetr i arvertíð. Rannsóknaskip- i ið Árni Friðriksson er nú U leiðangri ásamt norska skipinu G. O. Sars til þess að athuga útbreiðslu fisk seiða á síðastliðnu árí. Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar leiðangursstjóra á Árna Friðrikssyni , I þessari ferð varð einkum vart við ufsa og karfaseiði sunnan Látrabjargs, en skipin halda nú norður með Vest- fjörðum og síðan austur með Norðurlandi og.hringinn í kringum Iand. Þessar tilraunir hafa aldrei ver- ið gerðar áður hér við land en hins vegar hafa þær verið gerðar með góðum árangri I Barentshafi og leiðangursstjórinn á norska rann- sóknaskipinu er einn af brautryðj- endum í þessari grein, því hann hefur fengizt við aðslíkarathuganir allt síöan 1959. Slíkar athuganir á síðan að gera hér við land á hverju ári. Verður þá hægt að segja til um það hvað kemur út úr hrygn- ingu nytjafiskanna hvérju sinni. ' Athuganirnar fara þannig fram að sérstakur fiskteljari kannar magn seiðanna í sjónum, en út- breiðsla einstakra tegunda er könnuð með því að setja út flot- troll, þar sem mælarnir sýna veru- legt magn. Slíkur mælir var settur í Áma Friðriksson í fyrra. Skipin munu jafnframt þessum athugunum sinna almennri loðnu- ög slldarleii. Hluthafar Úthafs hvetja til stórátaks Félagið gerir alla vega út annað spönsku skipanna • Fjölmennur hluthafafundur hjá Úthafi hf. sem haldinn var í gærkvöldi, hvatti til stór- átaka í togaraútgerð. Mikill á- hugi kom fram á fundinum um að hlutafélagið tæki sjálft að sér útgerð skuttogaranna, sem stjóm félagsins festi kaup á á Spáni nú fyrir stuttu. Henry Hálfdánarson formaður stjórnarinnar sagði þó að eins og nú stæðu sakir hefði félagið ekki bol magn til þess að reka nema ann- an þeirra og myndi það undir eng- um kringumstæðum láta bæði skipin í hendur annarra aðila. Afhending skipanna er háð á- kvöróunum opinberra aðila rikis og bæjar um lánafyrirgreiðslu. Hlut- hafar Úthafs eru nú orðnir á fjórða hundrað og hafa margir nýir bætzt við að sögn Henrys. — JH Minkabú nr. 2 komið á legg — Sjá bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.