Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 8
VISIR Otgefan i> Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjóroarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 AfgreiösJa ■ Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjórn- Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askrift.argjald nr 165.00 á rnánuöi innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda hf. ______ . Aímæli Reykjavíkur Höfuðborg íslands á afmæli í dag. Skyldu allir borg- arbúar, sem komnir eru af barnsaldri, vita við hvað þetta afmæli er miðað? Svo mun ekki vera. Einn að- spurður svaraði því til, að Ingólfur Arnarson mundi hafa tekið sér hér fasta bólfestu þennan dag! Annar sagði, að þennan dag hefði fyrst verið stofnað hér sveitarfélag, en kvaðst ekki muna, hvenær það hefði verið. Sá þriðji sagðist ekkert um þetta vita. Af tíu, sem spurðir voru, kunni meirihlutinn rétta svarið, en sumir voru í vafa um ártalið. Flest var þetta ungt fólk. Árbækur Reykjavíkur, eftir dr. Jón Helgason bisk- up, hefjast á árinu 1786. Þar segir svo á bls. 1: „Með kgl. auglýsingu, dagsettri 18. á g ú s t um sumar- ið, var gefið fyrirheit um vérzlunarfrelsi, sem lengi hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu var það einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóð- um óheimiluð áfram öll verzlunarviðskipti við lands- menn. En það skiptir mestu máli fyrir oss íbúa höf- uðstaðarins, sem nú lifum, og gerir þetta ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem það er og verður, að með þessari sömu auglýsingu voru Reykjavík (og fimm öðrum kaupstöðum) veitt kaupstaðar- r é 11 i n d i, svo að segja má, að á þessu ári hefjist saga Reykjavíkur-kaupstaðar.“ Biskupinn segir, að svo teljist til, „að innan tak- marka hinnar fyrirhuguðu kaupstaðarlóðar, sem ekki var fastákveðin fyrr en á næsta ári, væru, er þessi merkilega auglýsing var út gefin, alls 167 sálir heim- ilisfastar; en að meðtöldu næsta umhverfi kaupstað- arins, er taldist til Reykjavíkursóknar, voru íbúamir 302“. Þá var íbúatala alls landsins aðeins rúm 38 þús- und. Svo hart höfðu hallæri, drepsóttir og hvers kyns óáran leikið þjóðina næstu árin á undan, að þetta var allt, sem eftir hjarði af henni. Síðan þetta gerðist eru nú liðin 184 ár. Mörg vötn hafa runnið til sjávar. Á kaupstaðarlóð hinna 167 fátæku og umkomulitlu íbúa, og óralangt út fyrir takmörk hennar, lengra en þá hefði nokkru sinni yjptað órað fyrir, er nú risin höfuðborg fslands, stór og glæst, að sumra dómi of stór í hlutfalli við fjölda landsmanna. Héðan liggja líftaugar í allar áttir, til allra annarra byggða, til innstu dala og yztu stranda. Hingað liggur og vegur margra. Hugur hinna ungu stefnir hingað til menntunar og athafna og sumir, sem lokið hafa lífsstarfi sínu annars staðar, kjósa, að eyða hér ævikvöldinu. Já, hingað vill fólk á öll- um aldri. Og Reykjavík býður alla velkomna. Höfuðborgin okkar er enn í sköpun, og það verður hún vitaskuld ævinlega. Alltaf er eitthvað ógert, og þegar við litumst hér um, sjáum við að víða er verið að taka til hendinni. Okkur greinir oft á um stjóm og framkvæmdir, strauma og stefnur, en eitt er okk- ur þó öllum sameiginlegt: Okkur þykir vænt um borg- inga okkar og viljum öll bæta hana og fegra. Á af- mælisdegi hennar óskum við henni hamingju og heilla í bráð og lengd. ’ VÍSIR . Þriðjudagur 18. ágúst 1970. i „Vitlausu Mínur“ í Hollandi standa tíðum á götuhornum og blístra á eftir laglegum strákum. frú heimur var kjörin og báru konur skilti sem á stóö „Ung- frú misnotuð — ungfrú hugar-. spuni“ o. s. frv. Á einu skilt- anna stóö: „Þú hefur meiri tekjur sem raunverul. „skækja". Skriflegt leyfi eiginmanns Hægt og hægt hafa konu, I Frakklandi öð'lazt heilztu mann- > réttindi til jafns við karla, en ; hafa fram undir þetta staðið ■ kymsystrum sínum í öðrum lönd- • um langt að baki. Til dæmis var það ekki fyrr en 1946 sem þær , fengu aitkivæöisrétt og 1965 '■ sem þær fenigu rétt til að hafa | siim eigin bankareikning. Þrátt i fyrir þetta hafa kvenréttinda- j hreyfingar átt þar erfitt upp- i dnáttar en helzta hreyfing | þeirra er „Le Mouvement Démo- j cratique Féminine" og er mark- 1 mið þeirrar hreyfingar að virkja • Kvenréttindabaráttan breiðist út — hreyfingar um alla Vestur-Evrópu KVENRÉTTINDl eru nú aft- ur á dagskrá. Allt í einu hafa konur um víöa veröld vaknað til félagslegrar vitundar. — Kvenréttindabaráttu ber nú hátt í Bandaríkjunum, og hafa konur stofnað þar hreyf- ingar, sem berjast með rót- tækum aðgerðum fyrir auk- inni þátttöku kvenna f þjóð- lífinu. Hingað til hafa amer- ískar konur verið mun rót- tækari en evrópskar i‘ þessu tilliti, en nú eru að rísa upp hreyfingar í löndum Vestur- Evrópu, sem gefa samtökum kynsystranna vestanhafs ekk ert eftir. Laun kvenna 20—30% lægri í Hollandi er kvenréttinda- hreyfing sem kallar sig „Dolle Minas", sem mun útleggjast „vitlausu Minur“. Nafnið er dregið af Wilhelmínu nokkurri Drucker, sem vair helzta kven- réttindakona Ho'ltendinga á 19. ,ö!d. Þær hollenzku kvenrétt- indakonur beita ýmsum frum- Svíþjóð er fyrirmyndarríki margra kvenréttindafrömuða. Þar hefur skattalögunum ver- ið breytt þannig, að næsta ár munu kvæntir karlar verða skattlagðir til jafns víð ókvænta. Þessl ráðstöfun á að verða til þess að reka eig- inkonur meira út á vinnu- markað. Þar er nú rekinn á- róður fyrir því að konur sem aðeins sinna heimilisstörfum, verði álitnar eins konar for- réttindastétt — „Iúxus-eigin- konur“. konur til þess að ná rétti sínum á þjóðmálasviðinu. Pransika kvennablaðið „Elle“ hefur og ' myndað umræðuhópa víða um land. sem fjalla um stöðu kon- unnar og í haust mun „Elte“ kosta þriggja daga ráðstefnu um kvenréttindi, sem haldin : verður í Versölum. Á Ítalíu er ástand heldur bág- borið f réttindamálum kvenna. Þangað til í fyrra voru konur ■ sem urðu sekar um hjúskapar- brot dæmdar í eins áirs fangelsi, 1 en karlmenn sem hðldu fram hjá ! konum sínum sluppu hins vegar; alveg við lagalega meðferö. Þar 1 í landi hefur karlmaður algjör-; an rétt í öllum fjölskyldumálum jafnvel eftir andlátið. Skilnaður ■ er ekki leyf ður — heldur ekki; fóstureyðing og kona sem þarf; á vegabréfi að halda, verður að fá skriflegt 'leyfi eiginmanns síns j tiil að fá það. Núna eru starfandi: kvenréttindahreyfingar 1 flestum helztu borgum Ítaiíu og á næst- unni munu fara fram umræður um kvenréttindi í fllestum stjóm máilafllokkum, a.m.k. er stefnt að því að leyfa skilnað hjóna. Konur almennt íhaldssamar En þrátt fyrir þetta Iff sem; nú færist i kvenréttindabarátt- una, sýna skoðanakannanir, að miiki'U meirihluti kvenna í Evr- Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar gengur fram fyrir skjöldu í því að reka konuna út í atvinnuilífið, hann hefur sagt, að „enginn sikuli vera neyddur fyrirfram til að gegna ákveðnu sitarfi“. og á þá að sjálfsögðu við að hingað till hiefur það eikki legið fyrir konum að sinna öðru starfi en húsmóðurstarfinu. Eig- inkona Palme vinnur utan heim- i'lis, en hún er bamasálfræð- ingur að mennt. Nýtega hefiur reglugerð sænskra skóla og verið breytt. Nú verða sænskir drengir að læra sarns konar handavinnu og stúlkur hafa hingað tiil haft einkarétt á. Þeir læra matreiðslu á meðan stúlkumar fá aö fara á námskeið í bflaviðgerðum og smíðum. En þó sænsk yifirvöld sýni kvenréttindabaráttunni svo mik- inn skilning sem raun ber vitni, þá eru ekki aliar sænskar konur ánægðar. Reiðir kvenkyns sósíalistar sem kalla sig „Grúppu 8“ krefjast nú „vinnu- skilyrða ti'l jafns við karla", þ.e. fleiri barnaheimila og síðast en ekki sízt sársaukalausra barns- fæðinga. tegum ráöum til að vekja athygli á sér. Nokkrar þeirra hafa gert það að reglu að standa á götu- hornum og blístra á eftir karl- mönnum, kaMa til þeirra at- hugasemdir um þeirra glæsi- lega útJlit og þar fram eftir götunum, rétt eins og karlar hafa hingað til talið sig hafa einkarétt á gagnvart konum. Þær kref jast og að fóstureyðing- ar verði leyffðar með lögum og viija breyta skilnaðarlöggjöf- inni, auk þess sem þær krefjast launajafnréttis, en um alla Evrópu má það teljast regla að laun kvenna séu 20—30% lægri en karla. í Bretiandi ber æ meira á jafnréttiskröfum kvenna. Þær krefjast þess að feður hafi ekkí algjört vald til að ákveða menntun barna sinna en þann- ig er það þar I landi. Þá vilja þær fá numið úr gildi laga- ákvæði sem kveður á um að konur hafi engan rétt til eigna hjóna sem þa<u hafa aflaö meðan þau voru gift - ef tfl skilnaðar kemur. í vor safnaðist fjöldi kvenna fyrir utan þar sem ung- ópu er enn íhaldssamur í þess- um efnum, og telur að staða konunnar sé hvergi annars stað- ar en á neimilinu og í skjóli ■ verndara síns. karimannsins. 68% aðspuröra þýzikra kvenna álitu aö stúlkur, sem menntuðu sig til starfsframa væru ekki al- veg heiilar á geðsmunum og 82% kvenna álitu það sioa há-' leitustu skyldu að annast mann sinn og heimi'li. Flestar þýzkar; konur vildu ekki að eiginmaður. þeirra tæki minnsta þátt í; heimilisstörfum, „ef ég sæi mann minn hlaupa um húsið með afþurrkunark'lút í hendinni, gæti ég ekki sofið hjá honum'. framar. Mér fyudist hann þá fremur vera bróðir mion“ sagði ein þýzk húsmóðir, vel menntuð.: í febrúar n.k. eiga svissneskir karlar að greiða atkvæði um hvort konur skuli fá atkvæðis* rétt, og þegar hefur verið mynduð kvennahreyfing sem berst gegn því tíltæki. , Við verðum að leyfa karlmanninum að hafa eitthvað að gera og veita bonum tækifæri til að vera ridd- aralegur" sagði formaður þess fé'lagsskapar svissneskra kvenna sern berst gegn kvenréttind'-.- hreyfingum. — GO litM * i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.