Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Hnakkasvipurínn
óþekktur
i
Þaö getur veriö að dagar kvik
myndastjarna séu liðnir. Og maö
ur styrkist i þeirri tru viö að lesa
eftirfarandi: Sjö ára gamall
drengur sem heitir Charlie Matt-
hau setti upp Iftnonaðisöluborð
á gangstéttinni framan við heim
ili sitt í Pacific Palisades, Kali-
forníu. Eftir að hann haföi ekki
selít eitit einasita Mmonaðigilas fyr-
ir hádegi þess dags, baö hann föö
ur sinn, einhvern Walther Matt-
hau leikara, að setjast hjá sér
við borðið og horfa á fólkið sem
framhjá gengi, því það myndi
þekkja hann og koma og verzla
váð þá feöga. Matthau eldri sagð
ist ekki vilja sitja og horfa á
fólkið, en hann skyldi sitja við
borðið og snúa baki við vegfar
endum. „Allt 1 lagi", sagöi
Charlie, „fólk þekkir lika á þér
baksvipinn". En þar hafði hann
rangt fyrir sér. Hann seldi ekki
eftir sem áður.
, ??????????
Rauður prins
Þau eru sögð hafa skemmt sér
frábærlega vel saman, Carl krón
prins frá Svíþjóð og Isabella
Rosselini, dóttir Ingrid Bergman
og Robertos Rosselini. Þau hitt
ust reyndar á baðströnd á Sard-
iníu og fóru saman 1 nokkur sam
kvæmi, Sagt er aö Carl Gustav
hafi ekki hikað í eina mínútu,
eitt sinn er auglýst var aö allir
gestir sem til einnar veizlunnar
ætluðu, skyldu klæöast rauðum
fötum. Hann kom í rauðum
„sarong" (sarong er oMasítt pils,
fellur þétt að líkamanum — not
að atf körlum og konum á. Cey
lon) og eldrauðri Belafonte-
skyrtu.
NIXON lét endurskipu-
leggja allt póstkerfið
Bandaríska póstþjónustan er
stærsta verzlunarfyrirtæki i
heimi. Það var Benjamín Franklin
sem hleypti póstkerfinu af stokk
unum fyrir 200 árum. Núna stend
ur fyrir dyrum aö gera miklar
breytiingar á rekstri posfcþjónust-
unnar, sem hefur mikið til veriö
í sömu skoröum og í upphafi.
Franklin var fyrsti yfirfor-
stjóri póstþjónustunnar, og hann
notaði sér aðstöðu sína á grófan
hátt  við  að  útbýta  embættum
póstþjónustunnar meðal ættingja
sinna.
Núna eru stanfsmenn póstsins
750 þúsund og árlegt tap á
rekstrinum er sagt vera 10 millj-
arðar eða þar um bil.
Það vakti því mikla athygli
þegar Nixon forseti lýsti yfir,
stuttu eftir að hann tók viö völd
um, að hér eftir yrði stórfelld
breyting á veitingum embætta
póstþjónustunnar. Hingað til
hefur það tíðkazt, að þingmenn
hvers héraðs, eða póstumdæmis
hafa látið vinum eða vandamönn
um í té feitustu embættin innan
póstsins. í framtíðinni á enginn
að fá stöðu hjá póstinum, nema
geta sýnt fram á hæfni sína til
að geta gegnt starfinu. Það á sem
sagt að fara að ráða menn þarna,
rétt eins og gengur og gerist hjá
öðrum fyrirtækjum. „Og sú að-
ferð verður hvorki rebúblíkönsk
né demókratísk" sagði Nixon.
Nixon  skipaöi  nefnd  reyndra
Nixon: Fyrstur á eftir Benja-
mín Franklin til að hressa upp
á póstkerfið.
viðskiptafræðinga undir forsæti
póstmálaráðherrans, Blounts, til
að fara vandlega yfir allt póst-
kerfið meö endurskipulagningu
fyrir augum. Niöurstaða þeirrar
rannsóknar eru hin nýju póst-
lög, sem Nixon undirritaði þann
17. ágúst sl.
Lögin gera ráð fyrir að póst-
þjónustan verði sjálfstætt ríkis-
fyrirtæki, óháð þinginu. Um
stjórnina á 11 manna stjórnar-
nefnd að sjá, og velur þessi nefnd
sjálf yfirpóstmeistara.
Stjórnarnefndin fær fyrir það
verkefni aö gera póstkerfið áhrifa
ríkara og hagkvæmara. Sömuleiö
is verður stjórninni gert auðvelt
fyrir í sambandi við hækkun
burðargjalda. Fyrirskipað hefur
veriö að hækka laun alls starfs
fólks póstþjónustunnar um 8%.
Einnig verður skipt um merki
póstþjónustunnar. Hingaö til hef
ur það verið ríðandi póstur sem
fer á harðastökki yfir sléttuna.
Hér eftir skal það vera bréfdúfa,
sem á að tákna flugpóstinn.
Uppfinningamaðurínn raðar saman myndpörtum og finnur út ótal margar andlitsmyndir.
Maðurinn me
5,4
milljarða andlita
Isabella Rosselini ( i bikini)
Nú geta glæpamenn ekki leng
ur verið öryggir um að lögregl-
an hafi ekki upp á þeim, þó þeir
komist undan með ránsfeng í
bili.
Orsök þess er nýtt kerfS sem
hugvitsmaður einn hefur fundið
upp, en kerfifi byggist á þvi
að raöað er saman mörgum hlut-
úm andlitsmyndar unz rétta and
litið er f undiö. Þannig þarf sá sem
með kerfið fer, ekki annaö en
eitt vitnl sem getur sagt honum
óljósum orfium hvernig maður-
inn, eða hluti andlits hans hefur
litiö út — eftir því sem vitninu
sýndiat, og þá er auðveldlega
hægt að raða saman myndum af
andlitshlutum, unz rétta andlit
ið kemur fram. Þaö er Breti,
Jacques Penry að nafni sem hef
ur útbúið kerfið. Notar Penry 510
einingar úr andliii og með því að
raðá þeim saman á xéttan hátt
getur hann fengiS út fleiri andlit
en þau sem til eru á jórðinni.
5,4 milljarðar
andlita
Maður tekur 169 enni, 81 par
af augum, 70 nef, 86 munna og
64 hökur. Og svo raðar maður
þessu saman og fær út eins mörg
andlit og hver vill. Penry hefur
allt sitt lff haft mikinn áhuga á
andlitum manna og hann hefur
tekið andlitsmyndir af fólki um
allan heim. Nýlega sýndi hann
hópi blaðamanna í London sitt
nýja kerfi og fullvissaði Penry
þá um að það væru að minnsta
kosti 5,4 milljaröa samsetningar
möguleikar eftir þessu kerfi. Og
Penry getur rólegur fullyrt þetta,
þvf þ<3 maður raðaði hlutunum
saman allan daginn, fengi út 10
þúsund andlit á dag, þá tæki
það mann um það bil 125.000 ár
að raða saman 5,4 milljörðum
andlita.
Kerfið er nægjanlega sveigj-
anlegt til þess, að lögreglumenn
um aflan heim geti notfært sér
það — ef menn taka bara hinar
öru breytingar á hárgreiöslutízk
unni með í reikninginn. Enn þá
hefur kerfið þó þau takmörk, að
það nær aðeins til hvítra manna.
Enn er eftir að mynda gul, svört
og brun andlit f miklum mæli,
svo það nái einnig yfir aðra kyn
stofna en þann hvíta — og vant
ar því vissulega mikið á.
Raðað eftir
spjaldskrárnúmerum
Ef lögregla í einu landi lýsir
eftir manni, berst lýsingin ör-
hratt milli lögreglustöðva um all
an heim, þvi hver andlitshluti er
merktur meö sérstöku spjald-
skrárnúmeri og þannig er auð-
velt að'setja saman andlitsmynd
af þeim eftirlýsta með því að
raða saman eftir spjaldskrárnúm
erum.
„Púsluspil" þetta er gert í sam
vinnu við skipulagningardeild
brezku lögreglunnar og er það
þegar tekið f notkun, og hefur
verið kynnt ínterpol og FBI.
„Landafræði"
kerfisbundin.
andlitsins er
iö mMTilii
:^ »\ 4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16