Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 5
*IKðHtr. Manudagur 24. ágúst 1070. Umsjón: Jón B. Pétursson. Eyleifur gerði von sinna gömlu félaga að engu Akurnesingar ógnuöu oft í gærkvöldi I leiknum gegn KR, hér stekkur Teitur Þórðarson upp með Magnúsi Guðmundssyni mark- verði KR, sem bjargar hér eins og oftar. (Ljósm. Bjamleifur.) VireOTON TTTÍSBfflSBMilJlk Tandberg 17 geröir sjónvarpstækja Verö frá kr. 13.930.— Heimsþekktar gæöavorur framleiddar eftir ströng- ustu og nýjustu tækni- kröfum Electronisk In- stilling. Einnig mikiö úrval stereó - og ferðatækja Öll þjónusta Gellir s.f. á Staönum Gardastræti 11 s',mi 20080 Spitz — 51.9 í 100 metra skriðsundi • Það var ekki aö undra aö Mark Spitz yrði Bandaríkja- meistari í 100 metra skriösundi á meistaramótinu í Los Angeles j um helgina, — hann synti vega- lengdina á 51.9 sek., sem er nýtt heimsmet í greininni. • Spitz er 20 ára gamall og hefur undanfarin ár verið einn bezti sundmaður heims og hef- ur sett fjöldann allan af heims- metum og landsmetum. Upphaf- lega var Spitz sérfræðingur i flugsundi, 100 og 200 metr- unum, og á heimsmet í þeim greinum. • Það hefur veriö sagt um Mark Spitz að hann hafi feikn stórar hendur, sem séu líkari einhvers konar spöðum en venjulegum höndum, og stíll hans er óvenjulegur, því hann beygir fæturna dálítið framá viö í hnjáliðunum, nær þannig að spyma í 15 til 30 sentímetr- um dýpra en almennt gengur og gerist. Líkami hans er líka svo fjaðurmagnaður að engu er líkara en fyrirstaðan i vatninu sé ekki fyrir hendi. ® Á myndinni er Spitz til hægri ásamt Don Schollander, öðrum stórmeistara í röðum bandarískra sundmanna. Þeir eru að taka við Ol-gulli á Mexíkóleikunum fyrir 800 metra boðsund. Akranes vann KR 2-1 □ Eyleifur Hafsteinsson gerði hinar litlu vonir hinna gömlu félaga sinna í KR að hljóta íslandsmeist- aratitilinn í knattspymu í ár að engu í gærkvöldi, þeg ar hann skoraði tvö mörk fvrir Akurnesinga á Laug- ardalsvellinum, því þessi mikilvægu mörk nægðu til sigurs gegn KR, og bar- áttan um titilinn verður nú einvígi milli Akurnesinga og íslandsmeistaranna frá Keflavík — liðin hafa bæði hlotið þremur stigum meira en næsta félag í mótinu. Þrátt fyrir austan hvassviðri í gær var leikur KR og Akur- nesinga einn hinn bezti, sem sézt hefur á íslandsmótinu í sumar — það brá oft fyrir góð- skemmtilegum leik um leikköflum hjá báðum lið- um, hraði var mikil'l og spenn- andi augnablik við bæði mörk- in, og leikurinn í heild minnti á marga skemmtilega baráttu- leiki þessara miklu mótherja, sem borið hafa ægishjálm yfir önnur ísl. lið síðustu tvo ára- tugina. Og stemmning var mik- il á áhorfendapöllunum — og Reykvíkingum og þá einkum KR-ingum til skammar — var aðeins annað liðið, sem hlaut hvatningarhrópin, utanbæjarlið- ið, Akranes. KR byrjaði mjög vel og eftir aðeins tvær mínútur hafnaöi knötturinn í marki Akurnesinga og hvílíkt mark. Gunnar Felix- son gaf mjög vel fyrir og frá vítateigslínu skallaði hinn efni- legi miðherji KR, Sigþór Sigur- björnsson, knöttinn í mark ó- verjandi fyrir Einar, markvörð, enda hefði verið á fárra færi að verja þennan þrumuskalla. Og lengi framan af hálfleiknum komu KR-ingar vissulega á ó- vart með ágætum leik — mörk- in hefðu getað orðið fleiri en góð tækifæri fóru forgörðum, einkum brást Gunnar Fel. illa i dauðafæri. Þegar líða tók á hálf leikinn urðu Akurnesingar hættulegri — og sköpuðu sér góð færi með skemmtilegum leik. Teitur komst frír að mark- inu, en spymti framhjá, og síð- an Eyleifur yfir innan mark- teigs. Þá bjargaði Ellert á línu, en þessi leikur hlaut aö gefa uppskeru — og þaö varð líka reyndin á síðustu mín. hálfleiks ins. Haraldur Sturlaugsson var upphafsmaðurinn að góðum leik kafla, þar sem Eyleifur fékk knöttinn að lokum innan mark- teigs — og spyrnti framhjá Þórði Jónssyni og Magnúsi markverði, sem voru á mark- línu, í mark. Akumesingar léfcu undan hlið argolunni síðarj hálfleikinn, en það voru KR-ingar, sem byrj- uðu á snöggum upphlaupum, og þá tókst Rúnari, bakverði, að bjarga á marklínu eftir að Bald- vin hafði skallað á mark. En síðan náðu Akurnesingar yfir- tökunum og á 10. mín. kom sigurmarkið. Guðjón tók horn- spyrnu og aðþrengdur af Teiti tókst Magnúsi aðeins að slá knöttinn út í vítateig til Eyleifs, sem skallaði glæsilega i mark — knötturinn rétt sleikti þver- slána yfir höfðum þriggja KR- inga á marklinunni. ( Þetta reyndist sigurmarkið, þótt oft skylli hurð nærd hæl- • um t. d. varði Magnús stórglæsi lega hörkuskot Eyleifs, og hin-; um megin bjargaði Einar með góðu úthlaupi, þegar Baldvin f komst frlr í gegn. Þegar líða' tók á háfflieíkinn, drógu Akurnes ingar sig talsvert í vörn — og^ gáfu KR-ingum eftir miðj- ; una, og þessi leikaðferð heppnaðist, þótt hún virt- \ ist óþörf, því með góðan hliðar- - vind til aðstoðar ætti sókn að < vera bezta vörnin. Leiktium i lauk því með sigri Akurnes-v inga 2—1 og vonin í Islands-: meistaratitilinn er mikil hjá \ þeim. i Hjá sigurvegurunum átti Ey- ; leifur einn sinn bezta leik í « sumar, vann mjög mikið, auk þess, sem hann var hættuleg- I asti sóknarmaðurinn. Guðjón 1 gerði einnig margt laglegt á J kantinum. Haraldur var hinn j mikli baráttumaður liðsins, og í I vörninni bar Þröstur Stefáns- 5 son af. I liði KR voru Ellert ! og Þórður prýöilegir — og Hall j dór kom á óvart með því að sýna bráölaglega hluti. Fram- j línumennirnir eru hættulegir — i en eigingirni einstakra leik- ! manna spillti oft fyrir. f Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi prýðisvel. — hsím. ; HELLUVAL s.f. Hafnarbraut 15 . Kópavogi Opið þessa viku frá kl. 8 til 22. Uppl. í síma 52467. Ekið Kársnesbraut til vesturs og beygt út að sjónum vestast á nesinu. • Garðhellur, gangstéttarhellur og kanthleðslusteinar fyrirliggjandi. ATHUGIÐ: Seljum ennfremur næstu daga lítiS gallaðar hellur með miklum afslætti. Upplagt tæki- færi fyrir fyrirtæki og einstaklinga að helluleggja ódýrt fyrir haustið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.