Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
VlSIR . Mánudagur 24. ágúst 1970.
VISIR
tss»
Otgefanlí  Reykjaprent hf.
Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri • Jónas Krist jánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstiðrnarfulltrui: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610  11660
Afgreiðsla- Bröttugötu 3b  Sími 11660
Ritstjón: Laugávegi 178 Sfmi 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr  165.00 ð mánuði innaníands
t lausasölu kr. 10.00 eintakiC
Prentsmiðja Visis — Edda bi.
Leiðin til sósíalisma
JTyrir nokkru var sagt frá því í Þjóðviljanum, að
Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista, geng-
ist fyrir útifundi á Akureyri til þess að kynna boð-
skap sinn. Jafnframt var sagt, að ráðstefna yrði hald-
in „með ungum sósíalistum á Norðurlandi um vanda-
mál uppbyggingar sósíalskrar baráttuhreyfingar á
landsmælikvarða". Þannig var þetta orðrétt í blaðinu.
Sennilegt er að það bögglist fyrir ýmsum, hvað átt
er við með þessu orðalagi. Og vel má vera, að sá
skilningur, sem í það er lagður hér, sé ekki réttur.
Líklega veit sá, sem fréttaklausuna samdi, sjálfur
hvað hann átti við, og mætti þö efast um það. Menn
hafa hingað til haldið, að kommúnistáflokkurinn, sem
nú kallar sig víst Alþýðubandalag, eftir margar nafn-
breytingar, teldi sig vera sósíalska baráttuhreyfingu
á landsmælikvarða, en eftir þessu virðist eitthvað
þurfa um að bæta.
Líklega er það rétt, að þessi „uppbygging" sé tals-
vert „vandamál". Kommúnistum hefur hingað til
gengið fremur treglega að afla sér fylgis út um lands-
byggðina víðast hvar, a. m. k. í sveitum, og ósenni-
legt er að áhugi sé þar enn mikill fyrir fræðslu „um
leið Islands til sósíalisma".
Hvaða tegund af sósíalisma er það, sem þetta unga
fólk vill vísa leiðina til? Kommúnisti einn, sem lengi
dvaldi í Svíþjóð, sagði eftir heimkomuna, að „íhald-
ið" á Islandi væri hátíð, samanborið við kratana i Sví-
þjóð. Svipað álit munu hann og hans líkar hafa á Jafn-
aðarmönnum á hinum Norðurlöndunum. Ekki munu
þeir heldur vera sérlega hrifnir af sósíalismanum í
Englandi. Við verðum liklega að leita lengra austur
á bóginn að fyrirmyndinni, sem Æskulýðsfylkingin
hefur í huga.
Kommúnistar hafa um langt árabil varazt það eins
og heitan eldinn að nefna sig réttu nafni. Sama máli
gegnir um sjálfa stefnuna. Þeim þykir betur henta
að kalla hana sósíalisma en kommúnisma. Þeir vilja
fyrir alla muni láta sem minnst á því bera, að þeir
séu undir áhrifum þeirrar stefnu og stjórnarhátta,
sem ríkjandi eru austan járntjaldsins. Og þeim hefur
tekizt að blekkja marga með þessum hætti. Allir
nytsömu sakleysingjarnir, sem gengið hafa í þjón-
ustu þeirra, hafa látið blekkjast.
Er það sósíalismi eins og hann er nú framkvæmd-
ur í Tékkóslóvakíu, sem Æskulýðsfylkingin vill koma
á hér á Islandi? Og vill hún beita til þess svipuðum
aðferðum og gert var þar? Veit þetta fólk í raun og
veru, hvers það er að óska og hverjum það er að
þjóna? Er því ókunnugt um, hvað menn eiga á hættu
austan járntjaldsins, ef þeir leyfa sér að gagnrýna
þjóðskipulagið og gerðir valdhafanna? Man þetta
unea fólk eftir skáldunum, sem hafa gert það og
vwið varpað í þrælabúðir eða sett á geðveikrahæli
Neyðaróp sumra þeirra hafa nýlega borizt til hins
frjálsa heims. Má ekki eitthvað af því læra?
Eftirlýst fyrír hlut-
deild ad morði     ^
Angela
Davies.
Lögreglan leitar um öll Bandaríkin aö Angelu Davies, negra-
stúlku, sem er fyrrverandi háskólaprófessor í heimspeki.'
Ákœrð fyiir hlutdeild aS morðunum f San Rafael.
velmenntaður háskólapróf essor
D Hin 26 ára gamla
Angela Davies er ekki
einasta svört og fögur.
Hún er einnig þekkt fyr-
ir sínar byltingarkenndu
skoðanir og sína virku
þátttöku í hreyfingunni
Svart vald. Einnig er
hún þekkt meðal há-
skólamanna fyrir það,
að í júnímánuði s.l. var
henni vikið úr prófess-
orsstöðu við Kaliforníu-
háskóla. — Háskólayf-
irvöldin höfðu nefnilega
vanþóknun á yfirlýstum
kommúnisma hennar.—
Núna er Angela Davies
eftirlýst um öll Banda-
ríkin fyrir að eiga hlut-
deild í æði óvenjulegu
morðmáli.
Óhugnaidegt blóðbað varS í
siftustu vlku utaa vi5 réttarsal
í Marln County I KaHforniu.
Sakbomingar tóku dómara her
s kildi og var hann sfoan skotinn
ásamt þremur sakbominganna
sem rændu honum. Enginn veit
hver það var sem fyrstur skaut
á dömarann og sakborningana
þrjá, þar sem þeir stoðu utan
viS réttarsalinn, en hins vegar
voru vopn þau er notuð voru
viS skotárásfoa keypt út á
nafn Angehi Davies, og leiBir nú
lBgreglan getum aS því. hvort
Angela hafl vitað til hvers átti
aS nota vopmn.
Þáttaskil
AtiburÖtmir viS réttansalinn i
Marin Oounty roarka sennilega
þáttaskil f pólitískri réttinda-
baráttu negra f Bandarfkjunum
en þetta er í fyrsta skipti sem
baráttan fasrjst raunverullega
inn fyrir veggi réttarsalar.
Það atti a8 yfirheyra þrja
fanga, sem aHir voru svertingj
ar. Dömari var Harold Haley.
Fangamir voru ákærSir fyrir
morð á fangaverði við Soledal
fangelsið en það er eins konar
undirdeild hins fræga fangelsis,
San Quentin.
Einn þeirra sem skotnir voru
við dómshúsvegginn ásamt
Haley dómara, var Jonatihan
Jackson, 17 ára gamall piltur,
sem miklar vondr voru bundnar
við innan hreyfingarinnar Svart
vald.
Huey Newton, foringi Svarts
valds sem nýlega hefur verið
látinn laus úr fangelsj lýsti yf-
ir er' hánn frétti Iát Johathans
og félaga hans: „Baráttumenn
byltingarinnar hafa veriö myrt-
ir af hinni hvátu valdamaskínu."
Byssur
Angelu Davies
Jonathan Jackson hafði með
sér fjórar sikainrabyssur, er
hann kom til réttarhaldanna 1
San Rafael um 20 km frá San
Prancisco.
IIIIIIIIIBIB
im iii
Umsjón: Gunnar Gunnarsson.
Meðan á yfimeyrslum stóð,
tokst að smygla vopnum til sak
bominganna þriggja. Andartaki
sfðar heyrðist skothivellur. Á-
kærandinn féll niður með skot
sar á öxl. Markmiðið var greini
Iega að nema bæði dómarann
og ákærandann f brottu sem
gfeíla og reyna að fá siðan fang
ana lausa f skiptum fyrir gísl-
ana. En lögreglulið umkringdi
þegar f stað dómsihúsið og skytt
ur frá San Quentin-fangelsinu
voru strax komnar á vettva'ng.
Þegar fangarnir sáu að þeir
gatu ekki sloppið gegnum varn
armúr lögreglumanna, skutu
þeir Haley dóimara. Samtímis
var skotið á þa utan af svæð-
inu umhverfis bygginguna. —
Tveir mannræningjanna og Jona
tihan Jackson féMu dauðir um.
En hvar var þá Angela Dav-
ies? Lögreglan heldur þvf fram
að hægt sé að sanna, að vopn
in sem nofcuð voru utan við rétt
arsalinn hafi verið keypt f henn
ar nafni. Send var ut handtöku ¦
sUdpun, en samt fer hún enn
ferða sinna og eru taidir mðgu j
leikar á að hún sé f Kanada.
Flokksbundinn
kommúnisti
Á meðan á þessu gengur heM- \
ur mál hennar f sambandí við •:
brottvikninguna frá háskðlanum ;
áfram. Angela Davies var á sfa- í
um ttina sett aðstoðarpröfess- ;
or f heimspeki. S& atburður ¦
einn saman var stórhneyksM. Að \
menn skyldu voga sér f því ör- •
ugga vígi hægrimanna í Banda- ;
ríkjunum, Kalitfomíu að ráða',
unga konu, svarta, og þar að
auki kommúnista f prófessors- ',
stöðu, var aldeilis forkastanlegt.
Hún var hin fyrsta og menn '
vildu halda því fram, aö hún
yrði þá eflaust eteki hin sfð-
asta. Hins vegar gat enginn ef-
azt um ha?fni hennar til að
gegna stöðunni. Hún var ein-
stök — jafnvel andstæðingar
hennar viöurkenna það.
Hún nam 1 Frakklandi   og
Pýzkalandi,  en  enginn  þekkti
til flokkspölitíkur  hennar, er
hún var ráðin. Það var ekki fyrr
en gengið hafði verið frá ráðn
ingunni að FBI upplýsti að hún
væri flokksbundinn   kommún-
isti. Og um leið og Utsendarar
lögreglunnar   skýrðu frá  því
voru örlög Angelu sem próíess ¦
ors ráðin. Ekki var hirt um a8 :
virða ánægju stúdenta og með >
prófessora Angelu viðlits  held
ur stefnt að Því að losna við
hana úr skólanum.
Akademískt
frelsí
Með San Rafael blóðbaðinu
hafa svo andstæðingar Angelu
við Kalifomínháskóla fengið
beitt vopn ( hendurnar. Nú er
látlaust bent á tengsl hennar
við Svart vald og möguleg
tengsl við morðingja Haleys
dómara og eflaust fær hún ekki
lengi að ferðast um frjáls. —
Handtakan yofir yfir og aðeins
spurning um táma, hvenær lög
reglan hefur uppi á henni. >ar
með er framtíð hennar sem há-
skólaprófessors ekki lengur
spurning um akademískt frelsi
— sem var helzta röksemd sam
stöðumanna hennar.     —GG
t \
\ \
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16