Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 1
60. árg. — Mánudagur 31. ágúst 1970. — 196. tbl. Kastaðist ofan í gil Fimm manna fólksbifreið úr Húnavatnssýslu var ekið á stólpa brúarinnar yfir V&lagilsá hjá Stóra-Vatnsskarði í fyrrinótt en við áreksturinn kastaðist bíllinn út af brúnni og niður í ána — fjögurra metra hátt fall. Fimm manneskjur voru í bíln- um. Allt fólk úr Húnavatnssýslu, en þaö var á leiðinni heim til sín að loknum dansleik í félagsheimil- inu Miðgarði. Slysið vildi til um kl. 2.30 að- faranótt sunnudags, en fólk kom fljótlega að og lét senda eftir lækni og sjúkraliði, sem þó kom ekki á staðinn fyrr en eftir tölu- verða bið. í fyrstu óttaðist fólk, sem kom á slysstaðinn, að fólkiö í bílnum hefði slasazt mjög alvarlega, því að aðkoman var mjög ljót. Lá bíll- inn á hliðinni niðri í ánni, og var rrijög skemmdur og brotinn. T.d. höfðu hjólin brotnað undan honum við áreksturinn og fallið niður í ána. Nákvæmar upplýsingar um meiðsli fólksins tókst ekki að fá í morgun, en þrennt hafði slasazt eitthvað og verið lagt inn á sjúkra húsið á Blönduósi. — GP Bíllinn rakst á brúarstólpann hjá Valagilsá og hafnaði á hliðinni niðri í ánni, en fimm manns voru í bílnum og slasaðist þrennt. Fór fram af Stórafossi Veiðimaður i Laxá i Þingeyjarsýslu slapp litið meiddur eftir óskemmtilega lifsreynslu 0 Veiðimaður í Laxá ureyri fór þar fram af í Þingeyjarsýslu varð fyrir heldur óskemmti- legri lífsreynslu á laug- ardaginn, þó að betur færi en á horfðist. Mark ús Gunnlaugsson frá Ak svokölluðum Stórafossi, eftir að bát hans og veiðifélaga hans, Jóns Inga Einarssonar, hvolfdi á svonefndu Mjó sundi. Þeir voru tveir á bátnum neðan Æðarfossa þegar bátnum hivoJtfdi og tóikist Jóni að ná í land austan megin árinnar. Gunnlaugur hins vegar, sem var í háum vöðlum, gaí sér litila björg veitt og banst hann niður ána með straumnum. Skdpti það engjum togum, að hann barst niöur Stórafoss, sem er straum- þungur og heldur óárenni'legur fyrir sundið'kanir. Má teljast mi'kil milldi, að Gunnlaugur skyldi lifa þessa ferð af, en veiðifélagar hanis náöu honum á Breiðunum og hafði hann meiðzt lítilsháttar á hnakka, sennilega þeigar hann fór niður fossinn. Gunnlaugur var lagöur inn á sjú'krahúsið á Húsavík, þar sem hann lá í morgun við sæmi- lega heilsu. Hann man ekkert eftir þessari hrikaJegu ferð, man aðeins eftir sér, þegar bátnum hvolfdi og síðan ekkert þar til hann rankaði við sér, eftir aö honum hafði veriö bjargaö. — VJ Þjófar valda fsl. aðalverk- tökum 500 þús. kr. tjóni Stálu vatnskössum af 7 Jbungavinnuvélum, sem standa eftir ónothæfar I íslenzkir aðalverktakar h.f. á Keflavíkurflugvelli urðu fyrir nær hálfrar millj. króna tjóni, þegar stolið var vatns- kössum af þungavinnuvélum, sem hafðar voru í geymslu í Stapafelli í Höfnum. Hurfu vatnskassar af 7 vinnuvélum, sem standa nú eftir ónothæfar. Vatnskassar þessir eru stórir mjög ummáls. Súmir þeirra um það Fataframleiðendur ; ^eðja á miditízkuna' Eina sýnishornið af minitizkunni ætlað til útflutnings bil einn rúmmetri að stærð og veröa eigendurnir að fá senda að utan varahluti til þess aö gera vél- amar gangfærar á nýjan leik. En þjóffamir höfðu í ofan á lag stórspillt vélunum, þegar þeir rifu vatnskassana af. Vatnskassaþjófnaðurinn uppgötv aðist um miðjan mánuðinn, en ekki er meö vissu vitað, hvenær hann hefur verið framinn. Vélarnar voru geymdar undir seglyfirbreiðslum, og höfðu þjófamir breitt þær yfir aftur, svo aö þjófnaðurinn upp- götvaöist ekki strax. Gmnur leikur á því, að þarna hafi verið að verki einhverjir broTa- járnssafnarar, sem ætli sér að selja brotajámskaupmönnum fenginn — annaðhvort f heilu lagi eða þá „ele- mentin" úr kössunum eitt og eitt í einu. Á seinni ámm hafa brotajárns- vargar verið einkar aðgangsharðir í sö.fnun brotajárns og ekki skirrzt við að stela verömætum raflögnum úr dýmm málmum, en þetta er eitt grófasta dæmið um Öfyrideitni í þrotajárnssöfnun. Er nú tvísýnt orö ið, hvort íbúðareigendur geta veriö óhultir með huröarhúnana á úti- dyrahurðum íbúða sinna fyrir söfn- unarfíkn óprúttinna brotajámssafn ara. Auk tjónsins af skemmdum og hvarfi vatnskassanna verða ís- lenzkir aðalverktakar einnig aö bera kostnað af því að leigja sér vinnuvélar í stað þessara, sem nú standa ónothæfar. — GP Ráðizt að knattspyrnu- dómara — sem svaraði i sömu mynt Ráðizt var að knattspymudóm- ara eftir knattspymuléik á Mela- vellinum í Reykjavík á iaugardag- inn, þegar Fram og Vestmannaeyj- ar léku. Einum í áhorfendahópnum þótti dómarinn hafa hallað á sitt félag og gerðist æstur og heitur. Félagi hans sem reyndi að halda aftur af honum og sagði .íláttu hann vera“, varð fyrir því að dóm- arinn rótti honum vænan kinnhesit Urðu þama talsverðar stympingar og væringar með mönnum. Biðu margir jafnvel utan dómaraherberg isins á vellinum eftir að dómarinn birtist. Tók það um 15 miínúitur og haföi þá sljákkað í mönnum og fór aillt friðsamlega fram eiftir það. Um fþrótti,r er fjallað á bJs. 4 og 5 í blaðinu í dag. i íslenzkir fataframleiðendur veðja á miditízkuna í vetur. :<að kom greinilega í ljós á „generalprufu", sem haldin var á fatnaðinum, sem verður á kaupstefnunn! „íslenzkum fatn- aði“. Kaupstefnan hefst 3. september og í sambandi viö hana verða sérstakar tízkusýn- ingar á Hótel Sögu fyrir al- menning. Búizt er við mikill þátttöku í kaupstefnunni, meðal þeirra, sem þár mæta verða fulltrúar klæðaverzlana f Færeyjum. Tuttugu og þrjú íslenzk fyrir tæki kynna nýjungar í fatafram leiðslu sinni á kaupstefnunni. Eins og áður segir er midi- tízkan áberandi bæði á kápum, peysum og pilsum. Ekki var um eiginleg maxiföt að ræða á sýn- ingunni og eins eitt sýnishorn af minitízkunni — og er það ætlaö til útflutnings. Á bls. 13 í blaðinu í dag er sagt nánar frá „generalpruf- unni“ á íslenzka fatnaðinum. - SB Ökuferðin endaði með ósköpum eins og við mátti búast Stálu vörubíl ölvaðir Ölvaður piltur í Grindavík tók bílinn á myndinni traustataki aö- faranótt laugardagsins og bauð kunningja sínum í ökutúr, sem sá hinn sami þáði. Honum varð þó ekki um sel, þegar förinni var heit ið út fyrir þornið á rauðmálaða vörubílnum úr fiskiðjuverinu, svo glannalega var ekið. Þegar komið var miðja vegu frá Grindavík aö Reykjanesbraut, varð óumflýjanlegt óhapp, og vörubíll- inn hentist út af veginum og hafn aði á hvolfi utan hans. Eins og sjá má skemmdist bíllinn talsvert, en piltana sakaði ekkL — JIíP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.