Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIP
Föstudagur 2. oktöber 1970.
Innbrotsþjófar
feknir í seinni
ferð þeirra á
innbrotsstað
Þrír ungir piltar voru staðnir a8
þjófnaði í nótt úr sjoppunni á
Vesturgötu 53. Komu lögreglumenn
að piltunum á gangi á Hofsvalla-
götu berandi varning úr sjopp-
unni, vindlinga, tóbak o. fl.
Við yfirheyrslur viðurkenndu
piltarnir að hafa brotizt inn i
sjoppuna og stolið þessum varn-
ing þaðan, en þegar gerð var hús-
rannsókn á heimilum þeirra, fund-
ust hjá einum kr. 30.000 í pening-
um. Kom þá í ljós, að piltarnir
voru á leiðinni úr seinni ferðinni
af tveitnur, sem þeir fóru í sjopp-
una. Peningunum höfðu þeir stolið
í fyrrj heimsókninni.
- GP
Klúbburinn
gjaldþrota
Það merka veitingahús „Klúbbur-
inn", sem margir borgarbúar kann-
ast eflaust við, varð gjaldþrota í
vor sem leið. Klúbburinn var í
Ieiguhúsnæði að Lækjarteig 2, og
í vor, þegar leigusamningur var
ekki endurnýjaöur, tók eigandi hús
næðisins, Jón Ragnarsson veitinga-
maður sig til og hóf sjálfur veit-
ingarekstur í húsinu. Hann stofn-
aði ásamt G öðrum hlutafélagið Bæ
og hófu þeir veitingastarfsemina
þann 1. júní s.l.
Sigurbjörn Eirfksson, veitinga-
maður í Glaumbæ, er einn hinna
7 hluthafa og jafnframt fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Sagði
hann Vísi, að hanh væri sannfærð-
ur um að húsið væri vel fallið til
veitingareksturs, „húsið er svo vel
staðsett og það er líka alltaf troð-
fullt hjá okkur um helgar. Jón
Ragnarsson keypti bessar tvær hæð
ir sem veitingastarfisemin er f fyrir
2 árum og Ieigði þáð fyrst Klúbbn-
um, en svo byrjuðum við 1. júní,
þegar Klúbburinn var gjaldþrota
orðinn," sagði Sigurbjörn.  — GG
A ðstoðurfíugmaðurinn
hefur fengið minnið I
Hann er mikilvægasta vitniö — Kemur heim eftir nokkra daga
0 Aðstoðarflugmaður-
inn á Fokker Friend-
ship-flugvél Flugfélags-
ins, Páll Stef ánsson, hef-
ur nú fengið minnið aft-
ur og man eftir öllum
aðdraganda slyssins, að
því er Arge, yfirlæknir
á sjúkrahúsinu í Þórs-
höfn í Færeyjum sagði í
viðtali við Vísi í morg-
un.
Yfirlæknirinn hefur hins veg
ar ekki leyft ennþá, að hann
væri yfirheyrður, þó að Páll sé
óðum að ná sér eftir flugslysiö.
Ástæðuna kvað hann m.a. vera
þá, aö Páll hafi fengiö minni
háttar kjálkabrot, sem ekki
kom í ljós fyrr en við nákvæm
ari rannsókn. Hann vill þvi ekki
láta Pál reyna á sig fyrr en
nauðsynlegt er.
Eins og að líkum lætur er
Páll mikilvægasta vitniö við
rannsókn slyssins og vildi
danska slysarannsóknarnefndin
hafa hann nærstaddan þegar
hann fengi minnið aftur, en við
höfuðhöggið  í  slysinu  missti
Páll alveg úr allt þaö, sem gerð
ist frá því að flugvélin fór frá
Bergen þar til slysiö varð.
Arge yfirlæknir, sagði aö líð |
an farþegana væri eftir atvik-
um góð og telur hann, að þeir \
séu allir komnir yfir hugsan-
lega lífshættu. Hins vegar er
það óbreytt, að nokkrir þeirra
verða að dvelja lengi á sjúkra-
húsinu, allt upp í 6—8 mánuði.
- VJ
Páll Stefánsson aðstoðarflug-
maður hefur nú fengið minn-
ið aftur og er óðum að há sér.
,Lax í Laxá4 f ékk
verðlaun á kvik-
myndahátíð ytra j
Var meöal 15 mynda af 80 sem fengu verðlaun
Fríkkað
upp á"
Haise
:eimfara
„Lax í Laxá", kvikmynd, sem
Ásgeir Long gerði um laxveiði
í Laxá í Þingeyjarsýslu, fékk
verðlaun á alþjóðlegri kvik-
myndahátíð, sem haldin var í
bænum Spinbleruv Mlvn í
Tékkéslóvakíu dagana 6.—12.
sept. s.l.
Meðal dómenda á hátíðinni var
William Keith, kvjkmyndagerðar-
maður og tjáði Keitih Vísi í morgun
að 80 kvikmyndir hefðu verið sýnd
ar á hátíðinni — eingöngu ferða-
málakviikmyndir.
Kvikmyndahátíð þessi er haldin
árlega og kaliiaðist 1 ár, Tor-Film
'70.
„Aí þessum 80 myndum sem
dómneifndinnj voru sýndar", sagði
Keith  _voru 60 ©ndurskoðaðar og
síðan fengu 15 þeirra verölaun.
Auk myndar Ásgeirs Long voru 2
bandariskar kvikmyndir verðdaun-
aðar, 1 brezk og 1 áströlsk. PÓl-
verji hrepptj hins vegar 1. verð-
iaunin.
Að sjálfsögðu voru myndimar
mismunandj langar og í mismun-
andi flokkum. „Lax í Laxá" er 28
mínútna löng og litmynd.
Wiiliam Keith, sem í dómnefnd-
inni sat í ár, tjáði okkur aö hann
sjálfur heföi ekki átt mynd á Tor-
Film '70, en hefði hins vegar átt
Hcvilkmynd  á  Tor-F&m  '69.
„Allar myndirnar sem verðlaun
hlutu voru svo sýndar í sjómvarp-
inu í Tékkóslóvakíu", sagði Keith,
„en ekkj veit ég hvort mynd Ás-
geirs verður sýnd hér i sjónvarpi
— Ásgeir dvelst nú erlendis og
ræöur bví auðvitað sjálfur. — GG
• Þetta er geimfarinn Fred
Haise í sjónvarpssal í morg-
un, og er verið að „fríkka upp
á hann", áður en sjónvarpsvið-
talið var tekið. Verða allir, sem
fram koma í sjónvarpsþáttum,
að þola slíka meðferð, en raunar
tekur þessi snyrting aðeins
nokkrar sekúndur.
Varía munu indælli menn hafa
komið til viðtais í sjónvarpi hér
á landi en geimfararnir, sem
voru allan tímann „eitt bros".
Á eftir spjallaði Haise við stúlk-
ur frá Keflavíkurflugvelli og
spurði þær um íslenzkunám
þeirra þar. Sagðist hann harma,
að sér hefði aldrei gefizt tæki-
færi til að læra norræn tungu-
mál.                 — HH
Bauð til  ,,kontmúnu-samkvæmis##
— tók á móti gestum sínum iklæddur islenzka
og svissneska fánanum
hann um boðskort, sem hann á að
hafa sent inokkrum ungmennum í
Hafnarfirði og nágrenni og boðið
þeim í veizlu, þar sem veitt væri
marijuana og leyfðar frjátear ástir.
— Því miður, ég fcannast ekki
við neitt sifct, sagði hann og bætti
því við, að honum þætti miður, aö
hafa efcki orðið okkur firéttamat-
ur.                    —KJM
Góð s//cfve/ð/
v/ð Surtsey
í nótt
Fengu allt oð 70 lestum
Um 30 bátar með sild
Ágæt síldveiði var í nótt á mið-
unum undan Surtsey en um 30
bátar fengu einhvern afla, eða vel-
flestir þeir, sem voru á miðunum.
Aílinn var alveg frá 5 upp i 70
lestir en flestir bátanna voru meö
þetta 10-20 testir eða 100—200
tunnur. Gísli Árni var aflahæstur
eftir nóttina með um 7 lestir, en
nofckrir bátar fengu 30—40 lestir.
Að því er einn verkstjóri Bæjar-
útgerðarinnar sagði i viðtali viö
Vísi í morgun er þetta hin prýði-
legasta söltunarsíld, feit og gengur
.Iiítið úr henni. Hann sagði, að bát-
unum fjölgaði nú dag frá degi.
Aflanum er að mestu landað á
Suðurnesjurn, neitia Vestmanna-
eyjabátarnir fara með sinn afla
heim. Er töluverð af afla skipanna
ekið til Reykjavíkur. Þannig fær t.
d. Bæjarútgerð Reykjavíkur um
1200 tunnur til söltunar í dag. - VJ
ÞEIR, sem áttu leið fram hjá
Tjarnarbraut 15 í Hafnarfiröi s.l.
laugardag, hafa vafalaust veitt at-
hygli skrautlega árituðu spjaldi,
sem þar var stillt upp með áletr-
uninni „Kommúna — Allir vel-
komnir". Skiljanlega hefur þetta til
tæki vakið áhuga margra, enda var
niikið fjölmenni, sem sðtti f hús
þetta þá um kvöldið. Var hverjum
manni vel fagnað af húsráðandan-
um, sem er svissneskur og starf-
andi í álverinu í Straumsvík. En
í tilefni samkvæmisins fklæddist
hann islenzka fánanum, sem hann
sveipaði um herðar sér og sviss-
neska fánanum, sem hann batt upp
um sig sem pils með fánasnúrunni.
Ekki höfðum við spurinir aðrar
af því hvernig samfcvæmi Svisslend
ingsins gekk fyrir sig, að öðru leyti
en því, að Rafmagnsveitan tók raf-
magnið af Tjarnarbrautinni og nær-
liggjandi götum upp úr miðnætti
vegna viðgerða.
Nágrannar Svisslendingsins höfðu
ekkert ónæði af gestum hans þessa
nótt og engar kvartanir bárust til
lögreglunnar Þeir löggæzlumenn-
irnir þar suður frá segjast þó „hafa
auga með húsinu", en ebki þótt
ástæða til að hafa afskipti af því,
sem þar fer fram enn sem komið
er.
Svisslendingurinn fluttist í husið j
fyrir um þrem mánuðum og tjáði
Vísi, að hann myndi hverfa af.
landi brott aftur í aprfl n.k. Varð-
andi samkvæmið s.l. laugardags-
kvöld fræddi hann okkur á því að
til þess hefði hann aðeins boðið
nokkrum vinnufélögum sfnum úr
Straumsvík. En skílti sagðist hann
ekki hafa sett út á götu. Og kom
alveg af fjöllum, er við spurðum
Húrra og bravó eftir
sýningu Skotanna ígær
• Það er ekki oft, sem íslenzk-
ir leikhúsgestir rísa úr sæt-
um sínum að lokinni sýningu og
hrópa: „Bravó, bravó, húrra,
húrra ...! Eftir sýningu Skot-
anna á Albert Herring í gær-
kvöldi mátti heyra slík fagnað-
aróp virðulegra gesta, en húsið
var troðfullt af gestum og á-
nægja tniög mikil að sögn Klem-
ensar Jónssonar, blaoafulltriia
leikhússins, sem blaðið ræddi
við í morgum
Skotarnir munu í kvöld sýna
„Turn of the Screw" í leikhúsin'-
og einnig annað kvöld. Albert H"-r-
ing verður aftur á dagskránní a
sunnudajiskvöld. en á mánudagt-
morgun fer þessi stóri fiokkur aft-
ur utan.
Flokknum hefur verið boðið i
margar ferðir og mikill sómi sýnd-
ur, á rhorgun verður t. d. farið )
Þingvallaferð, borgarstjóri ^sm
flokknum til sín og eins brezkf
sendiráðið.               — JBI
s
.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16