Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 12.10.1970, Blaðsíða 6
Víkingar virtust eiga unmnn leik — en Framarar snéru dæminu við Víkingum virðist láta illa að hafa yfir í leik. Þetta hefur oft sýnt sig, og nú síöast f gærdag í bikar keppni KSÍ, þegar Víkingar höfðu 2:0 yfir í leiknum gegn Fram. Sigurinn virtist blasa við þeim, eft ir að Eiríkur Þorsteinsson skoraði síðara mark liðsins á 8. mínútu í síðari hálfleik, en í fyrri hálfleik skoraði Vkingur fyrra markið. Á 12. mínútu minnkuðu Framar- ar bilið. Erlendur miöherji hefur ekki verið markheppinn í sumar, og nú loks skoraði hann sitt fyrsta mark. Aðeins 8 mínútum síðar skor aði hann enn, 2:2. Bæöi mörkin svipuð, skoruð úr þröngri stöðu alllaglega, en bæði sökum þess hve vörn Víkings virtist ófær um að hreinsa frá m'arkinu. Eftir að Víkingar komust í 2:0, var engu líkara en öryggiskennd þeirra væri brostin. Liðið virðist Enn þarf þjást af einhverju sálfræöilegu meini, það hefur ekki traustið, sem þarf. Þó voru Vikingar mjög ákveðnir og baráttuglaðir framan af, í mót- setningu viö Framara, sem tókst ekki að skora lengi framan af, — brátt fyrir góð tækifæri í fyrri 'hálf- ;eik. Sigurmarkiö kom alveg undir leikslokin, — laglegt skbllamark frá Sigurbergi, sem „negldi“ í net- ið eftir hornspyrnu frá hægri. ‘ - t .... zssSavii'ííw-maKSfSme Sigurbergur hefur hér skorað sigurmarkið. (Ljósm. BB). Eyjamenn slógu íslandsmeistarana út — unnu 2:1 og verðskulduðu stærri sigúr AKURNESINGAR, íslandsmeist aramir í ár, hafa lokið sumar- starfinu, Vestmannaeyingar sáu til þess á laugardaginn á heima- velli sínum. Sigurinn, 2:1, var sízt of stór, því Vestmannaey- ingar höfðu yfirburði í leik. Bæöi liðin áttu eftir þetta góð tækifæri, en loks á 34. mínútu tókst Matthíasi Hallgrímssyni að skoda 2:1. Að mínum dómi var þama um ólöglegt mark að ræða og hefði Valur Benediktsson þá átt að vera búinn að flauta tvíveg is á undanfarandi brot, og þ'að gróft brot, en það gerði hann ekki. Það var því heldur vond lykt af þessu marki, sem Matthías skoraöi af stuttu færi eftir sókn upp hægra megin þ'ar sem brotið var á tveim Vestmannaeyingum. Af leikmönnum liðanna vakti sérstaka athygli leikur Kristjáns Sigurgeirssonar, hann er góður tengiliður, og hefur of lengi staðið utan við liðið. — alexiander nýjan leik Breiðablik í Kópavogi á sannar- lega erfiða cfaga i bikarkeppninni. Gegn Selfossi urðu þeir að leika tvívegis. Einnig gegn Ármanni, því leik þeirra við Ármann lyktaði með jafntefli 2:2 á laugardaginn, eftir spennandi leik, en heldur lélegan tæknilegb séð. Eftir venjulegan leiktíma var framlengt, og þegar það dugði ekki til, gerði dómarinn að því er virð- ist skyssu, en hann lét fara fram vltaspyrnukeppni liðana. Bæði skor uðu 4 mörk, leiknum l'auk enn með jafntefli og var þaö eins gott, ella hefðu kærumál komið upp. Liðin þurfa því að leika að nýju, en sigurvegararinn lendir gegn KR í næsta leik bikarkeppninnar. Vindur var þvert á völlinn, rign ingarsuddi meðan á leik stóð, en ekki mjög hvasít þó á véstmanná- eyskan mælikvaröa. Eyjamenn héldu strax uppi nokk urri sókn, en Skagamenn svöruðu á móti. Viar leikurinn fremur jafn fram eftir hálfleik, eða þar til 15 mínútur voru eftir. Á 29. mín. skoraði Hallgrímur Júlíusson upp úr homspymu með laglegu skoti. Eftir þetta áttu Vest mannaeyingar mun meira 1 leikn um, og léku mun betur en íslands meistarkrnir. Á 4. mínútu í slðari hálfleik kom rúllandi bolti að marki Akur- nesinga, en Vestmannaeyingar sóttu að markinu. Það óskiljanlega gerðist, Ein'ar markvöröur átti hik laust að ná þessum knetti, en þess í stað missti hann af honum og Tómas Pálsson v. innherji átti auð velt með að skora 2: 0. FRAMSTÚLKUR A BIBLlUSL ÓBIR? — voru dregnar gegn Israelsmeisturunum i Evrópubikarkeppninni Austfjarða^undrið" var líkast viðundri - fengu 15 mörk gegn engu / viðureigninni við Val ■ Framstúlkurnar, íslandsmeist- ararnir í handknattleik eiga sam- kvæmt drættinum í Evrópukeppn ina, I vændum liölega 5000 kíló- metra ferðalag á bibliuslóðir, til ísraels. Drógust þau lið saman í keppni, sem lengst er á milli, Fram og Maccabi Harczim Ramat- Gan. Fréttin vakti mikla athygli í gær dag, — lá við að hún væri „brand I ari dagsins“ i augum íþróttafólks ! enda kostar farmiöi þangað suður I í sólina og hlýjuna einar litlar 50 | þús. krónur, ætli fólk að koma til baka. En þetta er sannarlega ekkert grín. Enda þótt fsrael sé ekki í Evrópu og að á þessum slóöum rlki hálf'gert styrjaldarástand, þá verður eitthvað að gena í þessum miálum og verður væntanilega gert. Litið er mjög ströngum augum á þaö ef lið getfur leik í keppninni, en kostnaðurinn óyfirstíganilegur, þar eð tekjur af kvennaleikjum eru sáralitJar. Fyrri leikurinn á að fara fram f fsrael að því frétzt hefur en beðið er eftir nánari fréttum frá forráða mönnum í ísrael. Valsmenn fengu heldur en ekki markaveizlu austur á Norð firði í gærdag. Fimmtán marka sigur, 15:0 unnu Valsmenn heimamennina, Þrótt, Neskaups stað. Það er eitthvað það allra mesta sem um getur í leikjum KSf í elzta flokki. Þetta var raunar leikur, sem fullt eins gat endað 25:0, eða eitthvað í þá áttina. Svo miklir voru yfirburöir Valsmanna. í hálfleik var stað'an 9:0. Þrí eða fjórvegis dæmdi dóm- arinn, Ragnar Magnússon, af mark Valsmanna, taldi að þ'ar væri um rangstööumörk að ræða, en mjög var þaö álitamál og dregið í efa að rétt væri dæmt. Talsvert margt fólk kom og horfði á þennan fyrsta, meiri- háttar leik á Neskaupstað og hefur fólkið væntanlega orðið fyrir vonbrigðum að sjá þann bitra sannleika, aö enn eiga Austfirðingar langa leið í að eignast eitt af „stóru“ liðunum í knattspyrnunni á íslandi. — Valsmenn rómuðu al'lar viðtökur eystra, en heim komu þeir fljúg andi í gærkvöldi. Alexander Jóhannesson skor aði 4 mörk í þessum leik, Ingi Björn Albertsson og Þórir Jóns son 3, Jóhannes Edvaldsson 2 og Ingvar Elísson og Hal'dór Ein- arsson eitt hvor. Næsti leikur Valsmanna f bik arkeppninni verður ugglaust erf iðari raun, — þá leika þeir við Keflvíkinga. / megnum erfíð- leikum gegn Þrátti ónákvæmur dómur færði IR sigurinn • Ungt Þróttarlið vaktf verð- skuldaöa athygli f Laugardalshöll- í gærkvöldi. Liðið er allt nýkomið úr 2. flokki, aöeins 2—3 leikmenn úr hópi þeirra eldri eru með. Út- haldið brást þeim f síðari hálfleik í gær gegn ÍR, —, og dómararnir gáfu ÍR mark vegna ónákvæmni slnnar. Markiö, sem gaf sigur að þessu sinni. Þróttaramir náðu miklu forskoti í fyrri hálfleik, komust í 3 : 0, 4 :1, 5:2. 7:3, 10:4, 11:5 og í síöari hálfleik 12 :7. Halldór Brag'ason skoraði mjög mikiö í fyrri hálfleik, meðan ÍR-ingar höfðu ekki sérstak ar gætur á honum, skoraði hann t.d. 5 af 7 fyrstu mörkum Þróttar. Þegar 3 mínútur vom eftir af leiknum jöfnuðu iR-ingar. Tekið v*ar aukakast, 10 metrum framar á velb'num en brotið átti sér stað. Þetta reið baggamuninn, ÍR sigraði 16:15, Vilhjálmur skoraði sigur- markið örstuttu fyrir leikslokin. Valur og Fram áttu ekki í erfið leikum meö sína andstæðinga. Virð ast þessi lið líkleg til aö berjast um sigurlaunin aö þessu sinni, enda þótt Fram sé betur sett með tvo sigra í byrjun, en Valsmenn reyna eflaust að klóra i bakkhnn eftir tap á stigum um sfðustu helgi. Valsmenn unnu Ármann 19:10 eftir 10:4 i hálfleik og gátu Ar- menningar aldrei rönd við reist. Framarar unnu Víking 15:10 og var sigur þeirrb. aldrei í hættu. - Liðið lék af fullkomnu öryggi og var lúiuspil Björgvins það bezta, sem þetta kvöld bauð upp á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.