Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1970, Blaðsíða 3
 V'ÍSTR . Mánudagur 26. október 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason. Vel fór á með Nixon og Gromyko Mikil ástúð rikti á fundi Nixons Bandarikjaforseta og Gromykos utanríkisráðherra Sovétríkjanna fyrir helgina. Ræddu þeir um sambúð ríkjanna en Nixon hefur eindregið hvatt til bættrar sam- búðar og samvinnu á mörgum sviðum. Myndin sýnir þessa tvo leið- toga á fundinum í Hvíta húsinu í Washington. ALLENDE heitir lýðræði Schneider hersh'ófðingi látinn af skotsárum — morðingjar handteknir Marxistinn Salvador All- ende hefur verið kosinn forseti Chile, og er hann fyrsti marxistinn, sem kjör inn er í forsetaembætti í frjálsum kosningum í sög- unni. Æðsti herforingi Chile, Rene Schneider, lézt í gær af völdum skotsára, en talið er, að andstæðing ar Allendes hafi sýnt hon- um banatilræði í síðustu viku, vegna þess að herinn ákvað, að allar tilraunir til að hindra kjör Allendes skyldu bældar niður. Hjón nokkur voru handtekin í Argentínu í gær, grunuð um að hafa átt hlut að árásinni á Schneid- er herforingja í Chile. Þetta eru 29 ára verkfræðingur Antonio Bouch- um Sepulveda og 24ra ára eigin- kona hans. Þau komu flugleiðis frá Santiago til bæjarins Mandozt í Argentínu á laugardag og voru handtekin í gistihúsi í bænum. Var handtakan gerð eftir ábendingum aiþjóðalögreglunnar Interpol. Allende var kosinn forseti á þingi Ohile með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæöa eöa um 80 af hundr- aði. Var hann studdur af vinstri mönnum og kristilegum demókröt- um. A'l'lende fékk ffesf atkvæði af þremur frambjóðendum í almenn- um kosningm á dögunum, en þing- ið varð að hafa síðasta oröið, þar sem enginn frambjóðanda náði 50 af hundraöi atkvæöa þá. Hinn nýkjörni forseti fór strax til sjúkrahússins, þar sem Schneid- er hershöfðingi var, og rseddi blítt við herforingja, sem þar voru fyrir. Herinn kveðst munu sjá tll þess, aö lýðræði riki í landinu. Allende hét einnig kristilegum demókröt- um, aö lýðræði skýldi f hávegum haft í stjómartíð sinni, en kjört&na bil forsetans er sex ár. Mikill sigur borgar- stjórans í Montreal KOSIÐ VAR í borgarstjórn í hinni hrjáðu borg Montreal í gær. Beðið var með eftirvænt- ingu, hvort hryðjuverk frelsis- fylkingar Quebecfylkis mundu valda því, að fólk kysi almennt ekki. Kjörsókn varð meiri en í síðustu kosningum. BorgaHaflokkur Jean Drapeaus borgarstjóra Montreal viröist hafa unnið yfirburðasigur í kosningun- um í gær. Er litið á það sem tákn um stuðning borgarbúa við stefnu borgarstjórans gagnvart frelsisfylk- ingunni, en Drapeaus borgarstjóri hvatti kanad'fsku stjómina til að láta til sín taka í Quebec, eftir aö mannræningjar höföu rænt Laporte ráðherra og Bretanum Cross fyrr í mánuðinum. Kjörsókn í Montreal varð um 57% af 690 þúsund á kjörskrá, en var aöeins 33% i borgarstjómar- kosningunum árið 1966. Drapeaus borgarstjóri hafði fengið 32.405 at- kvæði í morgun, en helzti andstæð- ingur hans aðeins 904 atkvæði. Frelsisfvlking Quebecs heldur enn sem fyrr Bretanum James Cross 1 gíslingu, en hún haföi myrt ráðherrann Pierre Laporte fyrir viku. Krefjast mannræningjamir nú, að fjórir úr hópi aöskilnaðar- sinna, sem nú em í fangelsum, fari frjálsir ferða sinna. Meðal þeirra er lögfræðingurinn Robert Lemieux og verkalýðsforinginn Michel Ohartrand og tveir hug- sjónfræöingar aðskilnaöarmanna Pierre Vallieres og Charles Gagnon. Þessir aöskilnaðarsinnar eru enn i fangelsi ásamt mörgum hundruðum skoðanabræðra þeirra, sem hand- teknir voru fyrir rúmri viku. Um helmingur þeirra, sem þá voru handteknir, hefur nú verið látinn laus. Mannræningjamir segjast munu gera alvöru úr hótun sinni að drepa Cross, ef þessir menn fari ekki þegar f stað frjálsir feröa sinna. Ræningjamir hafa hvaö eftir annað hótað að Iffláta Cross, og þeir myrtu Laporte ráðherra, eftir að yfirvöld höfðu hafnað kröfum þeirra um aö sleppa 23 föngum úr fangelsum, en mannræningjamir köiluðu þá „pölitíska“ fanga. K0LERAN SOGÐ K0MIN TIL TÉKKÓSLÓVAKÍU Yfirvöld í Tékkóslóvakíu vildu í gær hvorki stað- festa né vísa á bug frétt- um um að kóleru hafi orðið vart í austurhluta landsins. Utanríkisráðuneytið sagð- ist ekki vita af kóleru, en ráðaneytið viðurkenndi að Ungverjar og Pólverjar hafi hert eftirlit á landa- mærum Tékkóslóvakíu vegna gruns um kóleru í landinu. Óstaöfestar fréttir frá Prag herma, að járnbrautarstarfsmaður nálægt Ciema við landamæri Sovétríkj- anna hafi fyrst veikzt, og svipi veikindum hans til kólem. Yfirvöld I þessu landamærahér- aði vildu ekki upplýsa málið í gær, en sagt er að heilbrigðisráðherra Tékkóslóvakíu dr. Vladimir Zvara hafi farið til bæjarins Kosicu þar í grennd, væntanlega til að kanna málið. . Kölemfaraldur geisar í Tvrklandi og undanfarna mánuði hafa borizt fréttir um kóleru frá fjölmörgum löndum fyrir botni Súezskurðar og í Afríku. Kóleru varð fyrst vart í Sovétríkiunum í sumar. GUNNAR SNÝS AFTUR Er kominn út

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.