Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Fimmtudagur 25. marz 1971.
FH-sisur rétt einu sinni!
— Val mistókst oð hnekkja veldi Hafnar'
fjarðarliðsins — æsispennandi úrslita-
leikur / handknattleik í gærkvöldi
Það fór ekki á milli niála
stórir hlutir voru að ger
ast í Laugardalshöllinni
í gærkvöldi, — FH og
Valur voru að leika úr-
slitaleikinn í fslandsmót
inu í handknattleik. —
Strax klukkan 5 í gær-
dag vorn hundruð
manna samankomin við
íþróttahöllina til að
verða sér úti um að-
göngumiða. Þeir lán-
sömu, sem fylltu höllina,
voru áreiðanlega litnir
öfundaraugum af hundr-
uðum manna, sem ekki
fengu miða að þéssum
eftirsótta leik.
Stemningin lá í loftinu, löngu
áður en liðin hlupu inn á leik
vanginn, ipg greinilegt var að
Hafnfirðingar höfðu engu síður
en Reykvíkingar náð sér f að-
göngumiða að leiknum.
Of mikil spenna hlýtur alltaf
að vera fylgifiskur leikja sem
þessa, og hér varð engin und
antekning á. Von bráðar mátti
sjá örugga leikmenn eins og
Ólaf Jónsson missa boltann frá
sér af klaufaskap að þvf er
virtist, taugar leikmanna voru
þandar til hins ýtrasta.
Eftir 4 mín. skoraði Geir
Hallsteinsson fyrir FH. Birgir
ver' svo vel i FH-markinu og
Ólafur Einarsson skorar enn á
ný. FH byriaði eins og ævin-
lega með miklum krafti, sem
ætlaður var til að kýla niður
andstæðinginn í upphafi vega.
En eftir þessj tvö mörk var
endapunktur settur < bili. Vals-
menn skora næstu 4 mörk. en
FH heponaðist ekkert að aagni.
Á 5 mínútum breyttist staðan
úr 0:2 f 4:2 fyrir Val. Meðal
þess sem misheppnaðist fyrir
FH var að Örn Halisteinsson
hleypur upp skýtur af línu. en
rtlafur Benediktsson ver glæsi-
lega, og ekki í síðasta sinn.
Sannleikurinn er nefnilega sá ,
að Ólafur varði stðrglæsilega f
leiknum og sannaði að hann
er okkar bezti markvörður i
dag. Án slfkrar markvnr^lu e^
hætt við að Valur hefði tapað
stærra en varð. Ég undraðist
það ekki eftir leikinn að sjá
að Ölafur gekk vonsvikinn af
velli og gat naumast duiið von-
brigðj sín.
' Næst skorar Geir á 13. mín.
með ur-.ts-ðkkt, en Birgir ver
vel 'i fH-markinu, en einm'g
hann átti ágætan leik í mark-
Inu, og varð, allan leikinn.
Næst líða 10 mínútur áður p"
arorað or, Jónas skorar af lin-
unni geysifallega, — smaug á
ótrúlegan hátt gegnum stálvörn
Vals. Og síðan nær Valur aft-
ur forystu, þegar skot frá> Erni
er varið ú,t I teiginn. Síðustu
mfnúturnar notaði Valur hins
vegar vel og skoruðu tvö mörk
og höfðu 6:5 yfir í hálfleik, og
skildu eftir sig þá tilfinningu
hjá áhorfendum almennt aöþeir
væru sterkari aðilinn f þessari
viðureign.
En þar var um mesta misskiln
ing að ræða. Að vfsu skorar
Bergur 7:5 úr vítakasti, —
síðan kemur í ljós að flest mis
heppnast Valsmönnum annað en
markvarzla Ólafs Benediktsson-
ar og reyndar varnarmálin.
Sóknin, sem á að vera bezta
vörnin, reyndist Valsmönnum
illa að þessu sinni. Óheppnin
elti þá, og Birgir varði vel f
mariknu, auk þess sem vörn FH
var betri en oftast áður í vet-
ur.
Glannaleg sending Geirs hafn
aði f höndum Valsmanna, sem
þustu upp, en létu verja hjá
sér af línu. Þessi sending var
aðallega fyrir fólkið á pöllun-
um, ekkj liðið. Kristján Stefáns
son jafnaði f 7:7 á 7. mínútu.
Þá eru* Va-lsmenn"tvívegis^ö—
heppnir á lfnu með mínútu milli
bili,  fyrst stígur Hermann   á
línu og síðan Gunnsteinn,   en
báðir  skoruðu  þó  mark.
Eftir talsverð mistök 'i leik
sínum, sýndi Þorvaldur að 1
honum hýr ýmislegt. sem hann
á áreiðanlega eftir að sýna enn
betur síðar. Hann Iék laglega
gegnum vörnina og skorar og
minútu síðar skýtur Kristján
Stefánsson af alkunnu afli, og
ekkert fékk staðizt slfkt skot.
Eftir 17 mínútna leik fá Vals
menn annað vftakast sitt, —
og Bergur skorar. Heldur slakt,
hjá Val að skora aðeins 2 mörk,
bæði ur vítum á rúmum 17 mín
útum. Rétt á eftir varði Birgir
víti frá Bergi, en Hermann skor
aði aftur á mótj úr öðru víti
rétt á eftir. 9:9.
Fyrsti leikmaðurinn, sem á-
gætir dómarar þessa leiks, Björn
Kristjánsson og Karl Jóhanns
son, sáu ástæðu til að vísa af
velli í 2 mfn., var Jón Karls-
son f Val. Þetta var fyrir all-
gróft brot á Kristjáni Stefáns-
syni, sem brunaði upp og var í
dauðafæri, þegar brotið var á
honum. Úr vítakastinu skoraði
Birgir.
Raunar voru FH-ingar heppn-
ir á ný á 25. mínútu. Þá skora
þeir enn á þann hátt af, rtlaf-
ur ver skot af línu, sem hTekk
ur beinf upp í hendur Kristiáns
Stefánssonar sem skorar. Hins
vegar voru FH-ingar ekki eins
heppnir skömmu síðar, þegar
Örn átti geysimikið skot af
línu. sem Ólafur varði glæsiletra
og sneri strax upp í sókn, sem
færði Val mark í staðinn. 11:10.
Nú "voru aðeins eftir 4 mín-
ÚTur. Djarft skot Geirs var var-
ið. Bergur Guðnason var sömu
leiðis diarfur með skottilraun
skaut yfir og nú er komið að
FH að reyna fyrir sér og stað-
an 11:10 fyrir FH. Það var Jón-
as Magnússon, hinn ungi og
efnilegi  leikmaður  sem  fékk
Gleðin var mikil að leik loknum, — BirgiBjörnssyni l'agnað innilega af dr. Ingimar Jóns-
syni, þjálfara liðsins ög Einari Mathiesen, formanni.
Hafnfirðinga til að anda ögn létt
ara, hann var slóttugur og bor
aði gat á vörn Vals, smaug þar
í gegn eins og minkur út úr
minkabúi, — og "skoraði með
miklum tilþrifum, 12:10 og raf
magnsklukkan  sítifandi . sýndi
áihorfendum að 2:08 voru eftir.
FH-liðið
liðanna
st
mótinu"
— sagði dr. Inýimar Jónsson, pjálfari
FH eftir sigurinn / gærkvöldi
Ingimar Jónsson, þjálfari FH,
var að vonum ánægður með sig-
urinn, þegar við hittum hann eft
ir leikinn, en taldi sig ekki eiga
íiema íítinn hluta af sigrinum,
hann væri fyrst og fremst leik-
mannana sem hefðu staðið sig
með mikilli prýði, enda ætlaði
Ingimar varla að fást til að fara
rneð liðinu fram á gólfið til að
(aka við íslandsbikarnum, en
margar fúsar hendur stjökuðu
honum áfram, þar til hann var
kominn á þann stað sem hann
verðskuldaði u6 standa við hlið
þess liðs sem hann hafði miðlað
af þekkingu sinni, á liðnu leik
tímabili, með glæsilegum ár-
angri.
f stuttu spjalli sagði Ingimar. að
orsökin fyrir þeirri breytin.^u FH-
liðsins' frá seinni leiknum við Val
í mótinu, sem tapaðist með mikl-
um mun, væri sú, að leikmenn-
irnir heföu verið mun betur bún-
ir undir þennan leik, sálarlega, en
þeir hafa verið áður, og því ekki
farið úr jafnvægi þótt á móti
blési. Hann kvað FH-liðiö, fjöl-
hæfast liðanna í mótinu, þótt sigr
ar þess hafi oft hangið á bláþræði.
Þar værj þó ekki um að kenna,
óheppni heldur klaufaskap.
Gagnvart þjálfun liðsins, sagðist
Ingimar hafa lagt mesta áherzlu á
líkamsþjálfun. framan af æfinga-
tfmbilinu. Síðan hafi hann lagt
mesta rækt við leikkerfin, — og
kannski fullseint, enda hefði liðið
ekki náð æskilegu valdi yfir þeim.
og það værj sennilega orsökin fyr-
ir hinum misjöfnu leikjum þess.
Aðspurður sagðist Ingimar ekki
hafa stundað handknfittleiksþiálfun
fyrr en hann hóf afskipti sfn af
FH-ingum. Þetta væri sem sé frum
raun sín, á þeim vettvangi. Hins
vegar hefi hann kynnzt fþróttinni
á menntunarbraut sinni, en Ingi-
mar er doktor í íþróttafræðum,
sem kunnugt er.
Spurningunni um það hvort
hann yrði áfram meö FH á kom-
andi ári, vildi hann ekkert segja
að svo stöddu. Ef menn legðu
nauðsynlega rækt við handknatt-
leiksþjálfun. þá væri htín mjög
erfitt starf og lýjandi. Hann værí
bVj ekki búinn að gera það upp
við stg hvort hann héldi áfram.
sem þjálfari í þessari skemmtilegu
íþrótt.
Eftir hinn glæsilega árangur
sem Ingimar hefur náð með FH-
inga. hljóta handknattleiksunnena
ur að óska þess, að hann hverfi
ekki úr röðum hins fámenna þjálf
arahðps okkar, heldur fái iþróttin
að njóta hæfileika og kunnáttu
hans á næstu árum.      —EMM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16