Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
//
//
Lord Brown
in town
George Brown, lávaröúr og fyrr
um utanrikisráðherra Breta er
kóminn til Islands.
Brown er hér til að sitja sem
heiðursgestur á árshátíð Alþýðu-
flokksfélagsins í Reykjavík, og
vænta Alþýðuflokksmenn eflaust
skemmtilegrar veizlu á föstudag-
inn, því Brown er frægastur fyrir
sín hvatskeytlegu tilsvör — og
oft var Brown valdur að hneykslis
fréttum í brezkum dagblöðum.
Brown verður gestur á fundi
Stúdentafélags H. I. síðdegis á
föstudag, en fer héðan aftur á laug
ardag. Hann mun halda fund með
blaðamönnum  siðdegis  í  dag.
—GG
TOGARIFYRIR AKUREYRI
SMÍÐAÐUR Á AKUREYRI?
SkoriB úr um hvort svo verður í jbessor/ v'iku
Við höfum ástæðu til
þess að ætla að skorið
verði úr um það í þess-
ari viku, hvort af því
verður að við smíðum
skuttogara fyrir IJtgerð-
arfélag Akureyrar eða
ekki,   sagði   Gunnar
Ragnars, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar í viðtali við
Vísi í gær.
Samningaviðræður um smíði
skuttogaranna á Akureyri
munu hafa gengið treglega að
undanförnu, en ætlunin er nú,
að 6 manna samninganefnd nk-
isins um smíði á skuttogurum
á Akureyri komi ti'l samninga-
viðræðna á Akureyri í dag eða
á morgun.
Því ber ekki að neita, að við
stöndum illa að vígi, ef ekki
verður af smíði skuttogaranna,
sagði Gunnar Ragnars. — Hann
sagði, að einnig yrði alltaf erf-
iðara fyrir Slippstöðina að
halda I þá samninga, sem gerð
ir hefðu verið við erlenda að-
ila um kaup á tækjum og efni
til skuttogaranna, eftir þvísem
meiri dráttur yrði á samning-
um.
Nú er reiknað með því,  að
hver skuttogari muni kosta tæp
ar 170 milljónir króna, eða
svipaö og gert var ráð fyrir í
fyrra, þegar samningaviðræður
hófust fyrst. Verðið hefur sem
sé staðið nokkuð 1 staðþrátt
fyrir aukinn tilkostnað, en það
stafar af því, að ákveðið hefur
verið að hafa skuttogarana held
ur minni, en upphaflega var
gert ráð fyrir eða 11—1200
tonn á móti 12—1300 tonnum,
eins og skuttogararnir sem
smíðaðir eru á Spáni verða.
—VJ
HLEKKTIST A FYRIR
VESTAN - K0MIN HEIM
Menn kaupa bensín
- hvað sem það kostar
Bensinsalan söm og jöfn
„MENN ELSKA bfla sína svo
heitt, að þeir kaupa bensín á
þá, án tillits til þess hvaS bensín
lítrinn kostar", sagði Önundur
Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzl-
unar Islands hf., Vísi í morg-
un.
Sagði Önundur, að af samn-
burði á bensínsölu allra olíufélag-
anna í janúar 1970 og janúar 1971,
sýndi sig, að hækkunin nú um
áramótin, sem er hin næsthæsta
sem um getur á íslandi, hafi
engin áhrif haft á söluna, „það
kippir ekki einu sinni úr sölunni
fyrst á eftir. Menn birgja sig reynd
ar upp daginn áður en þeir eiga
von á hækkun, en það hefur eng
in áhrif á heildarsöluna. í janúar
í fyrra seldum við 3293 tonn af
bensíni á öllu landinu. 1 ár voru
tonnin 3250 — og sá munur staf-
ar sennilegast af þvl, að menn
birgðu sig eitthvað upp fyrir ára-
mótin, er þeir höfðu grun um
hækkunina".             — GG
Flugvél frá Flugstöðinni af
Cessna 310 gerð hlekktist á vest-
ur á fjörðum fyrir nokkru síðan.
Skemmdist flugvélin talsvert mikiö
eins og sjá má á þessari mynd,
sem tekin var um borð 1 strand-
ferðaskipinu Heklu í gær á leið
til  Reykjavíkur.
Cessnan var að koma inn til
lendingar í hálfleiðinlegu veöri,
ísing var og mistókst flugmann-
inum eitfchvað að sögn Sigurðar
Jónssonar,  forstöðumanns í Loft-
ferðaeftirlitinu.
Enn er ógerlegt að segja til um
hvort vélin er viðgerðarhæf, eða
hvort hún verður dæmd ónýt.
—GG
AÐEINS HLUTI LISTANS
VAR DÆMDUR GILDUR
Gerir sér ekki grein fyrir
jbví, oð konan er dáin
STJÓRN Félags fsl. bifreiðaeig-
enda úrskurðaði nýlega, að að-
eins hluti af framboðslista full
trúa á fulltrúaráðsþingi FÍB
væri Iöglegur, eftlr að nokkrir
lögfræðingar höfðu úrskurðað
um lögmæti listans.
Þessi listí, sem aðeins var að
hluta dæmdur gildur, var eini fram
boðslistinn tii fuUtrúakjörs, sem
barst stjórn félagsins fyrir tilsk.il-
inn framboðsfrest, en það mun
aldrei hafa gerzt í sögu félagsins
nð framboðslisti hafi verið borinn
fram, heldur alltaf verið sjálfkjörið.
Það voru tveir bilstjórar í
Reykjavik, Guðjðn Hansen og
Stefán M^nússon, sem  gengust
fyrir því, að fá menn á framboðs-
listann. — Við vildum fá breytingu
á uppbyggingu félagsins, þar sem
við teljum það skipuiagslega vera
illa byggt upp og þannig, að hinir
einstöku félagsmenn í FÍB hafa
lítil sem engin áhrif á gang mála,
sagði Guðjón Hansen í viðtali við
Vísi. — Sambandsleysi stjórnar og
einstakra félagsmanna hefur ein-
kennt störfin undanfarin ár, sem
er alveg ótækt í slfkum hagsmuna-
samtökum, sem FÍB á að vera,
sagði Guðjón. Til þess að fá breyt-
ingar á þessu þarf að breyta lög-
unum.
Stjórn FÍB komst að þeirri niður
stöðu, að meðmælendalisti, sem
fylgdi framboðslistanum gilti að-
eins fyrir fulltrúa fyrir Reykjavik
! og verða því menn á lista þeirra
' Guðjóns fulltrúar fyrir Reykjavík,
þar sem framboð barst ekki fyrir
aðra menn. Fulltrúar fyrir önnur
umdæmí landsins verða sjálfkjörn-
ir.                      - VJ
Olíuhreinsunar-
stöð samþykkt
ALÞINGI samþykkti i gær sem
lög stjórnarfrumvarpið um olíu
hreinsunarstöð. Er þar gert ráð
fyrir stofnun undirbúningsfélags
sem stefni að því, að olíuhreins-
unarstöð verði reist hérlendis.
— HH
Fyrstu yfirheyrslum vegna
morösins á Seyöisfirfti lýkur í
dag, að sögn Erlends Björns-
sonar, bæjarfðgeta. Valgarður
Frímann, 41 árs gamall lögreglu
þjónn og tollvörður, Hefur verið
dæmdur í mánaðar gæzluvarð-
hald, grunaður utn aS hafa f
gærmorgun stungið konu sina,
Kolbrúnu Asgeirsdóttutr, 37 ára,
til bana að heimili þeirra, Vest-
urvegi 8. Ekki hefur enn verið
hægt að yfirheyra Valgarð, þar
sem hann virðist ekki með réttu
ráði. Virðist hann ekki gera sér
grein fyrir því, sem gerzt hefur.
Vill hann ekki kannast við að
kona hans sé látin og biður um
að koma til hennar skilaboðum.
Grunur leikur á að Valgarður
bafi ekki verið heill heilsu nótt-
ina áður en morðið var framið.
Manni, semhitti hann á stjórn-
málafundi, sem haldinn var á
Seyðisfirði á þriöjudagskvöldið,
þótti hann eitthvað utan við sig
að tala við hann. Um nóttina
vann Valgarður ásamt iögreglu-
þjóni bæjarins að rannsókn á
innbroti, sem framið var í kaup-
félaginu og urðu þeir að hætta
þeirri rannsókn, þar sem Val-
garður virtist eitthvað miöur
sín. Virtist hann ekki geta hugs
að rökrétt og var á ýmsan hátt
öðruvísi en hann átti að sér að
vera.
Þá hefur kunningjafólk borið,
að kona hans hafi lýst áhyggj-
um sínum ura heilsu hans dag-
inn áður.
Valgarður fór að sofa um
fjögurleytið um nóttina. Morð-
ið var hins vegar framið ein-
hvern tíma um tíuleytið, að þvi
er  líkur  benda  til.  Það  var
ungur sonur þeirra hjóna, sem
kom að móður sinni I útidyr-
unum, bakdyrum, og lá hún í
blóði sínu i dyrunum. Hafði hún
verið stungin mörgum hnífs-.
stungurn. Blóðugur hnífur stóð
í dyrastafnum.
Slfkur hnífur er talinn hafa
verið í eigu Valgarðs. Er þetta
veiðihnifur, sem hafður er í
slíðri viö belti, oddmjór og dá-
lítið uppboginn. Þegar læknir
kom á staðinn var konan látin.
Valgarður gekk út úr húsimu
á móti lögreglunni, þegar hún
kom á staðinn. Hann var nak-
inn og blóðugur á höndum.
Hann virtist alls ekki með sjálf-
um sér og orðræður hans voru
út í bláinn. Hann var ðvopnað-
ur.
Valgarður átti talsvert af
vopnum, enda mikill sportmað-
ur og hafði gaman af veiðiskap.
Átti 'hann meðal annars ðnd-
vegis byssu, eina að minnsta
kosti.
Börn þeirra hjóna eru sjö og
hið elzta átján ára, var í skóla
á Akureyri. Hin voru öil í skóla
á Seyðisfirði, þegar atburðurinn
átti sér stað. Drengurinn, sem
kom að móður sinni skrapp
heim í löngu frímínútunum f
skólanum klukkan kortér yfir
. tíu.        ,
Yfirheyrslur halda áfram hjá
bæjarfógetanum á Seyðisfirði í
dag. Rannsóknarlög^eglumenn-
irnir Njörður Snæhólm og Ragn
ar Vignir áttu að fara austur
til aöstoðar við rannsókn máls-
ins í gær, en þeir höfðu ekki
komizt enn f morgun vegna yeð
urs. Og ekki var útlit fyrir flug-
veður austur í dag.     —JH
«>»
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16