Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1971, Blaðsíða 1
Sjónvarpssendingar og talsamband um gervi- hnött innan fárra ára? — sjá bls. 9 Biðja um 43,9% hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga — hækkuðu um 35°Jo siðasta vor — hækkun varla réftlætanleg án meifa sannfærandi gagna, segir i skýrslu til FIB Tryggingafélögin hafa nú sótt um leyfi til ríkis- stjómarinnar til hækkun ar tryggingaiðgjalda. — Þar vegur þyngst á met- unum beiðni um 43,9% hækkun á iðgjaldi á- byrgðartrygginga bif- reiða, sem allir bifreiða- eigendur em skyldir til að taka. Félögin bera fyr ir sig miklar kostnaðar- hækkanir m.a. á vara- hlutum, slysabótum — vegna aukinnar velmeg- unar og slæma rekstrar afkomu ábyrgðartrygg- inga undanfarin ár. Umsóknin um hækkunina var send heilbrigðis. og trygginga málaráðuneytinu til meðferðar, en að því er Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri sagði i viðtali við Vísi í morgun, hefur ráðu- neytið ekki enn aðstæður til að leggja mat á slíka beiðni og var umsóknin því send Efnahags stofnuninni. Mjög erfitt mun vera að meta réttmæti beiöni tryggingafélag- anna. Þannig er t. d. talið, að stöðvun bílafjölgunar, sem varö eftir gengislækkunina 1968 hafi valdið tryggingafélögunum nokkrum erfiðleikum, þar sem tryggingafélögin hafa notið þess hingað til að greiða bætur orð- inna tjóna meö iðgjöldum sí- fjölgandj bifreiðatrygginga. Með stöðvun bílafjölgunarinnar kom því þarna nokkur hnykkur á „kúrfuna", sem ætla mætti að jafnaðist nú aftur með vaxandi bifreiöafjölgun. Hins vegar fer ekki á milli mála, að tilkostnað ur tryggingafélaganna hefur far ið mjög vaxandi, enda hafa þau hækkaö iðgjöldin töluvert undan farin ár eða t. d. um 35% vorið 1970 34.8% vorið 1969 og 24% 1968. í skýrslu, sem gerð var fyrir Félag fsl. bifreiðaeigenda um síðustu áramót, var komizt að þeirri niðurstöðu, að hækkun ið gjalda væri varla réttlætanieg nema tii kæmu meira sannfær- andi gögn, en þá voru fyrir hendi. Þar var fundið út, að hækkun tilkostnaðar vegna tjóna og reksturs tryggingafé- Iaganna hefði oröiö um 25—29% frá 1969 til 1970, en iðgjöldin hækkuðu um 34.8% vorið 1969 eins og áður segir. —VJ Dæmdur myrta til að greiða ekkju hins 1,5 milljónir króna DÓMUR var nýlega kveðinn upp í borgardómi í máli, sem ekkja Jóhanns heitins Gísla- sonar höfðaði gegn Gunnari Frederiksen til bóta fyrir mann hennar, sem Gunnar skaut til bana á heimili þeirra hjóna 9. maí 1968. Höfðaði ekkjan, Vilborg Krist- jánsdóttir, mál á hendur Gunnari snemma árs í fyrra og krafðist næstum 4 miljóna króna bóta fyrir sig og börn sín fjögur. Gunnar Frederiksen, sem dæmdur var í sakadómi Reykjavíkur í 16 ára fangelsi fyrir vígið, var dæmd- ur til þess að greiða ekkjunni og börnum hennar í bætur kr. 1,5 ’milljónir — auk 7% vaxta frá 9. maí 1968. En málflutningslaun munu greiðast úr ríkissjóði. Stefndi, Gunnar Frederiksen, áfrýjaði dómnum til 'hæstaréttar. - GP „Öðru vísi mér áður brá“, verður sjálfsagt mörgum ömmunum og öfunum að orði, er þau líta augum kjól- og peysufatakiædda Verzlunarskólanema spásserandi í fullum skrúða um borgina í dag. Valgarður Frímann Játar að hafa myrt konu sína Við yfirheyrslu hjá bæjarfógeta á Seyöisfirði í gær, viðurkenndi Valgarður Frímann að hafa orðið konu sinni Kolbrúnu Ásgeirsdóttur að bana með hnífi. Var játning hans mjög ruglingsleg og aúðsjáan- legt að hann var ekki fyllilega með réttu ráði, þó að af honum hafi bráð öðru hverju. Tveir starfsmenn rannsöknar- lögreglunnar vinna nú að frekari rannsókn málsins austur á Seyðis- firði, þeir Njörður Snæhólm og Ragnar Vignir. Við yfirheyrslu . lýsir Valgarður ástandi sínu þannig, að hann hafi verið eins og hann svifi ofar öllu jarðnesku. Hann hefði reynt að mæta konu sinni á miðri leið, en afleiðingarnar orðið mjög siæmar. Börn þeirra hjóna voru yfirheyrð í gær, en vitnisburður.heirra leiddl ekkert nýtt í ljós. — JH Kolbrún Ásgeirsdóttir Peysufataball í diskótehi • Það var mikill pilsaþytur í miðbænum í morgun er peysufataklæddar verzlunar- skólameyjar fóru um göturnar með kjólklædda skólabræður sína við arm sér. „Við erum að flýta okkur svo mikið, að viö megum ekkert vera að því að stilla okkur upp fyrir mynda töku“ afsökuðu þau sig með. Kváðust þau eiga eftir að spáss éra svo margar ferðir um rúnt- inn og hylla svo margar styttur í bænum áður en þau ætluðu sér að fara upp í Verzló og taka i „spaðana“ á kennurunum. í hádeginu sögðust þau svo ætla að borða saman fínan mat á fínum stað, og svo aftur f kvöld i Las Vegas og þar hafa þau svo hugsaö sér að skemmta sér eitthvað fra'm yfir jniðnætti við söng og annan gleðskap. — Hvernig ætli það sé að dansa diskófek-dansana í þessum skrúða? — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.