Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 1
Innbrotsþjófur i trúlofunarhugleiðingum: Stal 50 trú- lofunarhringum • Gullhringjum — trúlofunar- hringjum — að verðmæti um kr. 100.000 var stolið úr skartgripaverzlun Sigmars og Pálma að Hverfisgötu 16 A í morgun. Lögreglumenn á eftirlitsferö komu aö rétt eftir að þjófurinn var farinn, en hann hafði brotið rúðu í sýningarglugga verzlunarinnar með steini og látiö greipar sópa um gluggann. Saknað var úr glugganum um 14 para af ekta gulllhringjum og álfka magns af óekta hringjum, sýnishornum, — alls um 50 baug- ar. Talið er, að innbrotið hafi verið framið rétt fyrir kl. 7 í morgun, því að sömu lögreglumenn, sem komu að innbrotinu, höfðu farið hjá verzluninni stuttri stundu áður og þá var allt með kyrrum kjörum. - GP í „eldhúsinu" í „eldhúsdagsumræðum“ þing- flokkanna í útvarpi annað kvöld mun Karl Guðjónsson tala utan flokka, og fær hann 15 mínút- ur. Sumir höfðu búizt við, að hann talaði fyrir hönd Alþýðu- flokksins, þar sem hann hefur verið talinn munu verða fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Suð- urlandskjördæmi. Ræðumenn verða annars þessir: Fyrir Sjálfstæðisflokik: Auöur Auð- uns, Matthías Bjarnason, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson. Fyrir Alþýðubandalag: Geir Gunnarsson, Eðvarð Sigurðsson, Magnús Kjart- ansson og Steingrímur Pálsson. Fyrir Alþýðuflokk: Gylfi Þ. Gísla- son, Bragi Sigurjónsson og Bene- dikt Gröndal. Fyrir Framsóknar- flokk: Einar Ágústsson, Ingvar Gíslason, Ágúst Þorvaldsson og Halldór E. Sigurösson. Fyrir Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna: Björn Jónsson og Hannibal Valdi- marsson. '— HH Baldri EA -124 Nítján ára gamall sjómaður, Bragi Ingólfsson frá Straums- fjarðartungu á Snæfellsnesi, féll fyrir borð á vélbátnum Baldri EA-124 á föstudagskvöld og drukknaði. Báturinn var staddur úti af Skaga og voru skipverjar aö leggja netin, þegar slysið vildi til um kl. 20.30. Bragi stóð bakborðsmegin aftan við netatrossuna og gætti þess að greiða úr flækjum, áður en netið rann út. Svo virðist sem hann hafi festst í netinu og dróst hann með því fyrir borö. Strax var hætt við lögnina, en í tilraununum til þess að ná mann- inum úr sjónum lenti netiö í skrúf- unni og kubbaðist sundur. Urðu skipverjar aö fara að byrjunar- baujunn,- og byrja að draga netið frá þeim enda. Liðu því um það bil 15 mínútur, áður en maðurinn náðist úr sjón- um. Öndunartæki var til um borð og voru þegar hafnar llfgunartil- raunir og þeim haldiö áfram þar til báturinn kom að landi 1 Sand- gerði um kl. 23.30 um kvöldið. En þær báru ekki árangur. í sjóprófum, sem fram fóru á laugardag, kom í ljós, að Bragi haföi verið með armbandsúr á úlnliðnum, og haifði það flækzt í netinu, þegar það rann út um leið og lagt var. —GP lifli maðurinn og KERFIÐ - sja bls 9 61. árg. — Mánudagur 5. apríl 1971. — 79. tbl. andi heim til sín frá Umferðar- miðstöðinni og var í fylgd með öðrum. Gengu þeir félagamir samhliða vestur nyrðri gang- stéttina við Hringbraut. Bifreið sem ekið var af 17 ára gömlurri pilti, bar að og rakst á Ijósa- staur, en rann síðan upp á gang stéttina og rakst á Rúnar, sem gekk götumegin. Við áreksturinn kastaðist Rún ar á félaga sinn, sem sakaði ekki. Hlaut Rúnar höfuðmeiösli og var óttazt að hann hefði höfuð- Knrl Guðjónson tulor utun flokku og féll fyrir borð 79 ára gamall sjómaBur drukknar af r Skyttur Islunds brugðusf — en samt unnurn við ísland vann Dani öðru sinni í handknattleik í gærdag. Að venju var mikill fögnuður yf- ir sigrinum, — sigur yfir heimsmeisturunum hefði vak ið mikla hamingju, en hálfu meiri verður ánægjan þó, þegar Danir liggja í því. í kvöld hefur landsliðið það verkefni að sigra Dani enn á ný, — takist það, fer jöfnuður- inn við Dani heldur aö réttast, þeir hafa unnið 9 leik; til þessa, Island tvo. Svo mikill er áhuginn að fyrirtæki eitt, Kamabær, sem stjórnað er af kunnum hand- knattleiksmanni, Guðlaugi Berg mann, hefur boðið Handknatt- Ieikssambandinu 2000 krónur í verðlaun fyrir hvert mark, sem Island hefur yfir Danmörku, þegar leiknum í bvöld lýkur. Auðvitað vonumst við eftir sem allra stærstum sigri í kvöld, sagði Guðlaugur, og viö viljum reyna aö hjálpa handknattleikn um með þessu móti og vildum gjarnan að fleiri fyrirtæki gerðu slíkt hið sama. K'.innáttumennimir um hand- knatt’eik rita um landsleikinn í blaðið í dag að venju — þeir telja Danina lélega, það slakasta, sem til þessa hefur komið til Islands. SkyttUr Is- lands brugðust I gær, segja þeir, en samt vann ísland auð- veldan sigur. — Sjá bls. 4, 5 og 6. siðustu daga 25 Grindavíkurbátar drógu net sin í gær, tveggja, þriggja nátta, og aflahæsti báturinn var með 12 tonn. Flestir vom meö sáralítið og ekki neitt. Sömu sögu er að segja í öllum verstöövum hér suð- vestanlands. Nú vona menn bara að hrotan komi um páskana. Bræla er á miðunum í dag og fáir bátar á sjó. — JH Festi úrið í netinu . Sjaldan hefur verið jafnmikil ör- deyða á netafiskiríi um þetta leyti og nú. „Páskahrotan" virðist hreint ekki í nánd, en hrotan byrjaði ein- mitt um mánaðamótin marz—apríl í fyrra. Afli hefur glæðzt eitthvaö £ Breiðafirði £ vikunni og komust bátar þar upp £ 24 tonn £ lögn á föstudaginn, en afli varð lélegur þar vestra f gær og á laugardag. Menn héldu Hika að hrotan væri að byrja, þegar fáeinir bátar frá Grindavfk ráku f góðan afla úti á Eldeyjarbanka nú i vikunni. Þar fékk Þorbjörn II. meðal annars um 70 tonn i fjórum lögnum, en síðan ekki söguna meir. Alvarlegt slys á Hringbraut á sunnudagsnótt — maðurinn ekki kominn til meðvitundar 24 ára gamall maður, Rúnar Hafdal Halldórs- son, Hæðarenda 7 við Nesveg, slasaðist alvar- lega aðfaranótt sunnu- dags, þegar hann varð fyrir bifreið, þar sem hann var á gangi eftir gangstéttinni við Hring- braut skammt vestan við Njarðargötu. Rúnar var á leiðinni fótgang- kúpubrotnað, en hann var flutt ur á slysadeild Borgarspítalans j og siðan lagður inn á Landakots spitala. Var hann ekki enn kom inn til meðvitundar í morgun. Pilturinn. sem bílnum ók, hafði tekið ökupróf £ febr. s.l. Játaði hann að hafa ekið undir áhrifum áfengis, en gat ekki gert sér grein fyrir, hvernig slysið n hafði borið að höndum. Hann g hafði ekið frá Umferðarmiöstöð ý inni og beygt hjá Njarðargötu vestur Hringbraut. —GP Kemur hrotan um páskana? neiafiskiri sjaldan verið jafnlélegt og i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.