Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Mánudagur 19. aprfl 1971.
Tvítugur budmintonleikuri vurí
þrefuldur Reykjuvíkurmeisturi
Haraldur Kornelíusson, tví
tugur badniintonleikari úr
TBR, vakti mikla athygli
á Reykjavíkurmótinu í
badminton, sem háð var í
KR-húsinu um helgina.
Hann varð þref aldur meist-
ari eða sigraði í öllum þeim
flokkum, sem hann tók
þátt í. Einkum var sigur
hans í einliðaleik karla
sannfærandi og þrátt fyrir
ungan aldur er hann nú
beztur íslenzkra badmint-
onleikara.
1 einliðaleik karla lék Haraldur
til íirslita viö Reyni Þorsteinsson
KR, en Reynir kom mjög á óvart


Verðlaunaafhendíng í tvíliöaleik kvenna. Ljósm. 2V
fyrri keppnisdaginn, laugardag,
þegar hann sigraöi hinn kunna
badmintonkappa, Öskar Guömunds
son, KR. Það var skemmtilegasti
leikurinn á laugardag. Óskar vann
fyrstu lotuna með 15—10, en síð-
an sýndi Reynir mjög góðan leik
og sigraði í tveimur næstu, 15—9
og 15—5 og var þar með kominn
i úrslit. Hann hefur ekki náð svo
langt í keppni f badminton áður,
en hann var kunnur hlaupari á
lengri vegalengduim hér á árum
áður. í undankeppninni vann Har-
aldur slna leiki létt.
Úrslitaleikurinn var ekki spenn-
andi — til þess voru yfirburðir
Haralds of miklir. Hann sigraði
auðveldlega í tveimur lotum —
15—3 í hinni fyrri og með 15—8
I þeirri síöari og þar meö var
fyrsti meistaratitilinn í höfn.
1 tvíliðaleik karla léku þeir Har-
aldur og Steinar Peterson, TBR,
til úrslita við Friðleif Stefánsson
og Óskar Guðmundsson, KR, og
var það skemmtilegasta og fcvísýn-
asta keppni mótsins — en Harald-
ur og Steinar sigruðu 17-^-15 og
18—15 þannig að þáðar loturnar
voru frarwlengdar. 1 fvrri lot-
unni gekk þeim Friöleifi og
Óskari vel framan áf og til
dæmis stóö 14—10 fyrir þá,
en Haraldi og Steinari tókst að
jafna f 14—14. Var' þá framlengt
um þrjá. 1 síðari lotunni var um
einstefriu hja-'Friðleifi ög'M$sl|ar|
aö ræöa í byrjun —' þéir lcomust
f- 6—0 og virtust sl#fhp í. si^uri
þegar stóð 12-5. En þá tóku þeir
"Haraldur og Steinar heldur betur
við sér og eikki leið á löngu þar
til þeir höfðu jafnað í 13—13. Nú
var framlengt um fimm — en eins
og áöur var lokasprettur mjög
sannfærandi hjá ungu mönnunum
og þar meö haföi Haraldur hlotiö
sinn meistaratitil.
í tvfliöaleik kvenna voru aðeins
fjórir þátttakendur og þar sigruðu
þær Lovísa Sigurðardóttir og
Hannelore Köhler, TBR, Ernu
Franklín -og Þorbjörgu Valdimars-
dóttur, KR, með 15—4 og 15—7
og í tvenndarkeppni léku til úr-
slita Hannelore og Haraldur gegn
Lovísu og Steinari og sigruðu hin
fyrrnefndu með 15—9 og 15—13.
Gangur leiksins var sá, að Hanne-
lore og Haraldur sigruðu nokkuð
létt í fyrri lotunni, en 1 þeirri síð-
ari gekk Lovisu og Steinari betur
fraroan af og voru á undan upp
í 13, en þar tókst H + H að jafna.
Lovísa óg'Steinar vildu ekki fram-
lengingu og 'Hannelore og Harald-
ur náöu þá þeim tveimur punktum,
sem á vantaði. Og þar með var
Haraldur orðinn þrefaldur meist-
Keppendur á mótinu voru um
40 og ahorfendur voru margir báða
keppnisdagana. — hsím.
.. Bretar unnu
Kínverju
Brezkur borðtennisflokkur
fylgdi í kjölfar hins bandariska
til Kina og hinum brezka tókst
þaö, sem Bandaríkjamönnum
tókst ekki, að sigra hina ágætu
ping-pong leikara Kína og komu
þau úrslit mjög á óvart.
Á laugardag sigruSu Bretar 1
kariaflokki með 5—4 eftir, að
Kínverjar höföu leikið mjög vel
f fyrstu leikjunum og komust
þeir þá í 4—1, en Bretar unnu
svo síðustu fjóra leikina. 1
kvennaflokki höfðu kínversku
stúlkurnar hins vegar yfirburði
og sigruðu í öllum þremur leikj
unum, sem háðir voru.
Stórsigur Fram gegn Islands- |
meisturum Akraness — 8:1!  \
— og Fram stendur nú bezt oð v'igi 'i meistarakeppni K.S.I.

Fimmti leikurinn í meist
arakeppni K.S.Í. í knatt-
spyrnu var háður á Akra
nesi á laugardaginn og
mættu íslandsmeistar-
arnir frá Akranesi þá bik
armeisturum Fram og
þau óvæntu úrslit urðu,
að Fram sigraði með
geysilegum yfirburðum,
átta mörkum gegn einu,
og sýndu hinir ungu
leikmenn liðsins oft
skemmtilegan leik við
hinar erfiðustu aðstæð-
ur, sem auðvitað gengu
þó jafnt yfir leikmenn
beggja liða.
En þessi árangur Fram — svo
og hinn mikli sigur þeirra gegn
ÍBK í Keflavík á dögunum, 5—0
hefur vakiö mikla athygli og
vissulega veröur gaman að fylgj
ast meö liðinu 1 sumar, ef það
heldur áfram á sömu braut. Og
á fimmtudaginn fá Reykvíkingar
tækifæri til aö sjá Fram, en þá
hefst Reykjavíkurmótið, og I
fyrsta leiknum leikur Fram við
Víking.              ^
Það var kalt og hvasst á Akra
nesi, þegar leikurinn fór fram á
laugardaginn á malarvellinum.
Heimamenn léku undan hinum
snarpa vindi i fyrri hálfleik en
þð var Fram á undan að skora.
Það var nýliði í Fram-'liöinu
Rúnar Gíslason (lyftingamaður)
sem skoraði á 15. mín. Nokkrum
sekúndum fyrir hlé tókst svo
Birni Lárussyni að jafna fyrir
Skagamenn.
En i síðari hálifleiknum var
um hreina ein^tefnu á mark
Skagamanna að  ræða og sjð
sinnum varð Einar Guðleifsson,
markvörður að hirða knöttinn
úr netinu. Fyrsta mark þessa
halfleiks skoraði Rúnar einn-
ig, síðan bætti Erlendur Magn
ússon öðru marki og hinu þriðja
hjá Fram við. Kristinn Jörunds
son skoraði fjórða markiö og
Marteinn Geirsson hið fimmta
úr vítaspyrnu, eftir að Rúnar
hafði verið felldur innan vita-
teigs.
Og þá fóru varnarmenn Fram
einnig að láta að sér kveða. Jón
Pétursson skoraði hið sjötta
beint eftir markspyrnu Einars
og fyrirliði Fram, Jóhannes Ara
son skoraöi hið sjöunda og leikn
um lauk svo með markj Kristins
— áttunda mark Fram og annað
hjá honum í leiknum.
Fram var meö alla sína beztu
leikmenn nema Þorberg Atlason
og hjá Akranesliðinu vantaði
aðeins Matthías Hallgrímsson og
Teit Þórðarson  en að   vissu
'leyti setti hið slæma veður
mörk sln á leikinn.
En við skulum ekki afskrifa
Skagamenn í sumar, þrátt fyrir
þetta mikla tap, heldur minn
ast orða Helga Daníelssonar hér
í blaðinu, í fyrravor eftir fyrstu
vorleikina. „Það er ekkert aö
marka strákana fyrr en beir
koma á grasið" Og þetta reynd
ust orð að sönnu. Akurnesing-
ar byrjuðu á þv^ að tapa í ís-
landsmótinu, þegar leikið var á
malarvelli, en siðan urðu þeir
nær ósigrandi, þegar byrjað var
að leika á grasvðllunum og Is-
landsbikarinn var beirra
Eins og áður segir var þetta
fimmti leikurinn í meistara-
keppni KSÍ og stendur Fram nú
bezt að vfgi með fimm stig eftir
þrjá leiki. Keflvíkingar hafa
tvö stig eftir tvo leiki og Akur
nesingar eitt stig eftir þrjá
leiki. Á laugardag leika Fram
og Keflavik á Melavellinum og
verður bað ðrslitaleikur kennn
innar. Fram þarf auðvitað að-
eins jafntefli til sigurs. —hslm.
Haraldur Kornelfusson —-
þrefaldur meistari.
Snjókarlar
í markinu
— þegar IBK vann
Breiðablik 1 fyrsta leik
Litlu bikarkeppninnar
Litla bikarkeppnin hófst a
laugardag í Keflavík og
var fyrsti leikurinn milli
ÍBK og Breiðablíks úr
Kðpavogi. Eftir nokkuð
jafnan leik tðkst Keflvík-
ingum að sigra með 3—2
og þð erfitt sé að dæma um
getu liðs eftir þessum leik
virðist þó sem Breiðablik,
sem leikur í fyrsta skipti í
1. deild í sumar, ætti að
geta náð þar þokkalegum
árangri. Aðeins reynslu-
leysi leikmanna gerði það
að verkum, að Breiðablik
tapaði þessum fyrsta leik
Litlu bikarkeppninnar.
Vonzkuveður var, þegar leikur-
inn  fór  fram  á  malarvellinum  í
Keflavík, og áhorfendur frekar fá-
ir. Keflvíkingar léku undan vindi.
fyrri hálfleikinn og tókst þá tví-
vegis að skora. Fyrra markið skor
aði Steinar Jóhannsson, en hið síð-
ara Gunnar Sigtryggsson. I síöari
hálfleik   þegar   Breiðabliksmenn
nutu aðstoöar roksins, tókst Guð-
mundi  Þórðarsyni  fliótt að  laga.
stöðuna i 2-1, en það stóð ekki
lengi því nýliði í Keflavíkurliðinu,
Ólafur Júlíusson. lék nokkru síðar
einleik upp allan  kantinn og gaf,
síðan fvrir markið ti! Birois Ei"
arssonar. ssm skoraði briflla mar'-
heimamanna.  Úrílit voru  bá ráð
in,  en  þegar  um  brjár  rnjnutir    ^
voru  eftir  tókst  Gunnari  Þóris-
syni að skora annað mark Breifla
bliks.
Auk hávaðaroks áttu slæ'm vall-
arskilyrði þátt í því að gera þenn
an leik erfiðan leikmönnum Mik'''*
snjðkrap var ,við bæði mörkin c
¦ leikslok voru markmenn liðanr
likari snjðkörlum en mennskuni
Það gefur kannski no'kkra hug-
mynd um skilyrðin. — emm.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16