Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 8
8 V1S IR . Mánudagur 19. apríl 1971. VISIR (Jtgefandi Keyaiaprenr m. Framkvæmdastión • Sveinn R Eviólf s.son Ritstjóri - .fónas KristjánssoD Fréttastjurí: Jón Birgir Pétursson Ritstlórnarfulltrúi Valdimaí H. fóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiórn Laugavegi 178. Simi 11660 f5 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöia Visis — Edda hí ______ -~a<—my»!iniii»miii'iL inini—■■——— Valdið til fólksins |Jm þessar mundir er tími endurmats fólks á við- horfi sínu til þjóðfélagsins. Hver á eftir öðrum vakna menn upp við vondan draum og sjá, að á ótal sviðum hefur manneskjan verið á undanhaldi undan stóra bróður, ríkisvaldinu, kerfinu, hinu ópersónulega bákni skriffinnskunnar. Menn hafa verið að segja hver við annan, að nú sé orðið tímabært að taka fólkið fram yfir kerfið og leggja aukna áherzlu á þá forsendu lýðræðisins, að valdið eigi að vera í höndum fólksins. Menn vilja nú vinna markvisst að því að draga úr ofurvaldi rík- isbáknsins og dreifa valdinu sem mest til borgar- anna sjálfra. Þessi endurnýjaða stefna kemur fram í mörgum myndum. Hún kemur fram í stjómmálunum, i efna- hagsmálunum og í menntamálunum. Hún hefur kom- ið í opna skjöldu þeim stjórnmálaflokkum, sem kraf- izt hafa útþenslu ríkisbáknsins, myndunar nýrra stofnana og ráða og aukins miðstjórnarvalds í þjóð- lífinu. Menn vilja nú auka sjálfstæði sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu og aðgreina betur verkaskipt- ingu þessara aðila. Menn telja, að aukin áhrif óg ábyrgð heimamanna í hverju héraði geti orðið mikil- vægur þáttur í byggðaþróuninni, í uppbyggingu allra landshluta. Menn vilja nú fá aukinn hreyfanleika í embættis- mannakerfið og færa menn meira milli starfa, jafn- framt því sem boðleiðir og ákvörðunarleiðir í mið- stjómarkerfinu verði styttar Menn vilja ekki, að góð mál týnist í pappírsfjöllum ráðuneyta. Menn vilja nú draga úr afskiptum stjómmálamanna af lánastofnunum og auka þátttöku atvinnufyrirtækja og almennra borgara í rekstri lánastofnana. Menn telja, að slíkt geti haft heilbrigð áhrif á efnahagslífið í landinu. Menn vilja nú hvetja til framtaks og frumkvæðis landsmanna í atvinnulífinu og reyna nýjar leiðir í þeim efnum, svo sem að koma upp almenningshluta- félögum og að auka atvinnulýðræði í fyrirtækjum til að auka áhrif og ábyrgð fólksins sjálfs. Menn vilja nú, að auður og eignir dreifist á sem flestra herðar, á þann hátt að sem flestir eigi sitt eigið húsnæði og taki fjárhagslega þátt í atvinnulífinu. Menn telja, að slfkt leiði til betra þjóðfélags, heldur en sú leið, að fólkið sé vanið á að tína brauðmola úr lófa rfkisvalds og ópersónulegra stórfyrirtækja. Menn vilja nú opna stjómmálaflokkana fyrir áhrif- um fólksins, t. d. með prófkjörum og annarri lýðræð- islegri skipan í starfi flokkanna. Einnig á þann hátt vilja menn dreifa áhrifum og ábyrgð frá miðstjórn- arvaldinu út til fóiksins sjálfs. Líkur benda til þess, að frjálslynt og lýðræðissinn- að fólk muni i vaxandi mæli fylkja sér um slík stefnu- mál, sem miða að dreifingu valdsins. Kemur „öruggi markaðinn eftir fimm ár? Byltingarkennd áform um öryggisbúnað, sem á að fækka mjög dauðaslysum i umferðinni % Eftir fimm ár verð- ur líklega unnt að kaupa sér bíl, sem gerir miklu líklegra, að menn lifi af árekstra, sem mundu verða þeim að fjörtjóni í dag. Sérfræð- ingur éinn segir: „Ég held, að um miðjan þenn an áratug muni koma fram bifreið, sem á næst um alveg að útiloka dauðaslys í árekstri, sem verður á allt að 80—100 kílómetra hraða á klst.“. Þetta eru orð dr. Roberts Brenners, sem er aðstoðarfor- stjóri bandarísku stofnunarinn ar, sem hefur eftirlit með öryggi á þjóðvegum, Bandaríkin hafa tekið forystu í athugunum, sem eiga að leiða til framleiðslu „örugga bílsins“. Margar gerðir slíkra bifreiða með stórauknum öryggisbúnaði eru á athugunarstigi, og munu verða tilbúnar til reynslnakstnrs' eftir ein tvö ár. Í Evrópu og Japan m.ubtL. sams.varandiu gen&i ir verða tilbúnar ári sfðar. Síðan mun væntanlega taka við eitt ár, þar sem þessar gerðir verða þaulreyndar og afstaða tekin til þess, hvorj framleiða skuli þær til almennrar notkunar. Ekki í gang, nema belti sé spennt Hvað er „öruggj bíllinn“? — Reynt er að auka allan núver- andi öryggisbúnað og bæta inn nýjum atriðum. Meðal annars er stungið upp á eftirfarandi: í bílnum verði öryggisbelti, sem menn verða að spenna um sig ef þeir ætla að koma bfln um af stað. Geri þeir það ekki færi bíllinn ekk; í gang. Sérstaklega útbúin sæti, sem vemda farþegann í árekstri fm hlið. Hliðardyr sem taka viö höggi f árekstri og „kæfa“ það. Styrkari þök, sem vernda far þegana ef bíllinn veltur um koll. Varúðarljós, sem loga bæði inní f bifreiðinni og utan á henni ef ekið er hraðar en há- markshraðamörk leyfa. Betri hlífar og bretti til aö vernda bifreiðina í árekstri og veltu. Lagt er til að í bílinn verðj settur mælir sem sýnir, hvenær loft í hjólbörðum er of mikið og hvenær þaö er of lítið. Kemst ekki af stað ölvaður Jafnve] má vera, að mæling- artæki verði f „örugga bílnum", sem kemur í veg fyrir, að bíl- stjórinn akj af staö nema hann sanni tækinu, að hann sé al- gáður. Loks mætti nefna loftpoka, sem verðj við framsæti og blási út sjálfvirkt broti úr sekúndu eftir að bifreiðin rekst á, og verndar ökumann fyrir högginu. Þetta eru nokkrar helztu til- lögumar um „örugga bflinn“ i framtíðinni. Flestar þeirra eru nú þegar í athugun. Bandaríska stjórnin og einkafyrirtæki munu vinna saman að lausn þessa vandamáls til að finna þær til tækilegu leiðir, sem auka ör- yggi farþega frá þvi sem nú er. Dauöaslys á þjóðvegum í Bandarflcjunum eru í vexti og umferöarslysin taka meiri toll í mannslífum en nokkrar styrj aldjr Bandaríkjamanna hafa gert. Dr. Brenner, sem áður var nefndur segir að það eigi aö vera hagsmunamál bifreiðafram leiðenda sjálfra að framleiöa slíkan bíl. Sá framleiðandi, sem fyrstur verði til að framleiða „örugga bflinn" eftir að stjórn völd hafa sett nýjar reglur, muni auðvitað verða á undan keppinautum síinum. Þess vegna ættu framleiðendur nú þegar aö reyna að gera sér í hugarlund hvernig reglurnar um öryggis- búnað verði í framtíðinni og búa sig undir aö framleiða þá bíla sem fullnægi hinum strangari skilyrðum. Aðrir verði greini- lega úr leik. þegar reglurnar verði hertar, sem ekki veröi langt að bíða. Dr. Brenner ræddj við starfs- bræður sína í ýmsum öðrum Nokkuð er síðan farið var að reyna loftpoka, sem vernda ökumann, ef árekstur verður. Nú er ötal margt annað á döfinni til að auka öryggið. Umsjón: Haukur Helgason löndum Atlantshafsbandalagsins í janúar. Hann hefir einnig haft samband við sérfræðinga í Sv-í þjóð og Japan. Samvinna NATO-rlkja Bandaríska stjórnin hefur gert samninga við þrjú fyrirtæki sem vinna aö framleiöslu á stórum bílum af amerískrj gerð, þar sem aðaláherzlan verður lögð á öryggisbúnaðinn en útlitið látið skipta minna. Bandaríkjamenn hafa samið við Vestur-Þjóðverja og Japanj um samvinnu f þess um efnum. Þarna er um að ræða skipti á upplýsingum og sam- eiginleg not tækja og jafnvel sérfræöinga viö framleiðsluna á „örugga bílnum". „Okkur er sama .hvernig það er gert og hver gerir það“, seg ir dr. Brenner. „Okkur skiptir öliu að bifreiö verði framleidd fyrir almennan markað, sem fullnægir skilyrðunum um ör yggisbúnað." Volkswagenverksmiðjurnar vestur-þýzku munu framleiða 1 y2—2ja tonna bifreiö á grund velli fullkomnasta öryggisbún- aðar, sem á þesc,u stigi er talinn f ram kviemarJegur. Ríki Atlantshafsbandalagsins munu hafa meö sér samvinnu um athuganir á framleiðslu á „örugga bflnum." Likan af „öruggum bil“. Smíöi þessa tilraunabfls mun kosta 300 milljónir króna, en stjómvöld gera sér vonir um, að slfkir bflar geti í framtíðinni orðið á skaplegu verði. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.