Vísir - 04.06.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 04.06.1971, Blaðsíða 16
Föstudagur 4. júní 1971. Nú fá þeir kirkju i Laugarásnum „Það er vissulega orðið tima bært að Ásprestakall eignist sína kirkju. Guðsþjónustur safnaðar ins hafa frá byrjun, eða f sjö ár verið, haldnar í Laugarneskirkju annan sunnudaginn en í Laugar ásbíói hinn“, sagði séra Grímur Grímsson, sóknarprestur í við- tali við Vísi f gær. Nú er loks séð fyrir endann á húsnæðisvandamáli Áspresta- kalls, því samþykktar hafa verið f bygéingarnefnd Reykjavíkur teikningar að nýrri kirkju, sem rísa skal í brekkunni milli Vestur- brúnar og Laugarásvegar. Verður kirkjan nimir 900 fer- metrar að staerð og byggð úr stein steypu. Það vóru arkitektamir Helgi Hjálmarsson, Viihjálmur Vilhjálms son og Haraldur V Haraldss., sem teiknuðu kirkjuna, en efnt hafði verið til samkeppni um teikningu kirkjunnar. Ekkj er enn afráðið hvenær haf- izt verður handa við kirkjubygg- inguna, en framkvæmdir ættu að geta hafizt á þessu sumri. —ÞJM Gjaldeyris- staðan versnar lítilsháttar Gjaldeyrisstaðan versnaði í apríl um 108 milljónir króna, og voru í lok mánaðarins 3605 milljónir í ,,gjaldeyrissjóðnum“. í sama mánuði í fyrra batnaði gjaldeyris- staðan hins vegar um 255 milljónir króna. Innflutningur hefur aukizt mikið síðustu mánuöi. — HH I Laugarási er enginn skóli og ekkert samkomuhús annaö en Laugarásbíó. Nú mun Áskirkja rísa þar af grunni... Baráttan milli 7, manns á D-lista og 1. á F lista? Sex bilar i einu höggi — og einn inn i trjágarð Sex bflar skemmdust í einum og sama árekstrinum og þar af þrfr splunkunýir bflar, sem ekki voru einu sinni komnir með skrásetningarnúmer. Áreksturinn varð á bílastæði Eg- ils Vilhjálmssonar við hús nr. 118 að Laugavegi. Bifreið frá Hafnar- firðj var ekið aftan á annan bíl, sem kastaðist áfram á þann þriðja og svo koll af kolli allt fram á sjötta bíl. — Skemmdir á bilunum urðu töluverðar. Þá rann bifreið beint í gegnum •’rindverk 'i gærkvöldi og stöðvað- ist ekki fyrr en á trjágróðri inni í húsagarði við Stýrimannastíg. — Kónuna, sem ók bílnum sakaði ekki, en hún taldi, að hemlar bfls ins hefðu bilaö. Hafði hún ekið upp Hrannarstíg og beygt til vest urs eftir Öldugötu, en við hús nr. 14 á Stýrimannastíg rann bíllinn beint á grindverk. Var húseigand- inn búinn að endurnýja grindverk ið að mestu, en svo heppilega vildi til, að bifreiðin rakst einmitt á óviðgerða hluta grindverksins —GP Magnús Torfi Ólafs- son efsti maður á lista Samtaka frjálslyndra í Reykjavík, sagði í út- varpsumræðunum, að baráttan stæði milli 7. manns á D-lista og sín. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í seinustu Alþingis kosningum 6 kjörna í Reykjavík, og Hannibal var kjörinn sem efsti maður á þáverandi I- lista. Flokksbróðir Magnúsar, Matth ías Eggertsson sagði, aö „ekk- ert mundi gerast næsta kjör- tímabil", því að úrslitin gætu ekki valdið öðrum breytingum á ríkisstjórn, að hans dómi, en að Framsókn kynni að taka við af Alþýðuflokknum sem sam- starfsflokkur Sjálfstæöisflokks- ins. Hins vegar taldi Matthías, að sitthvað kynni að gerast í sameiningarmálum vinstri Eldur í bát í Slippnum í morgun Eldur kom upp í Jörundi RE 300 um 10 leytið í morgun. Jör- undur Iiggur í Slippnum í viögerð, log voru menn að logsjóða bar og hrökk neisti út frá. | Slökkviliðið brá fljótt við, en Iþegar það kom á vettvang, sást I lítið sem ekkert fyrir reyk, og varð að senda 3 reykkafara niður í skipið. Fljótt tókst að komast fyrir eld inn og munu skemmdir næsta litl ar. Jörundur er stálskip. —GG AKUREYRINGAR RÆÐA UM NÝJAN FLUGYÖLL Skipulagsnefnd gerir fyrirspurn um Gás- eyrarflugv'óll til flugmálastjórnar Akureyringar velta nú fyrir sér hvort ekki beri að stefna að gerð nýs flugvallar við bæ- inn, — fyrir norðan hann. Á fundi i skipulagsnefnd Akureyr- arar fyrir nokkru var þetta mál tekið fyrir og samþykkt að skipulagsnefnd spyrðist fyrir hjá flugmálayfirvöldum hvort til greina kæmi að núverandi flug- völlur verði lagöur niður, jafn- framt því sem nýr og fullkomn- ari flugvöllur verði gerður norð- an bæjarins. Mun hér átt við svæöi við svonefnda Göseyri. Þar mætti koma fyrir flugvelli, sem gæti oröið varaflugvöllur fyrir þotur, en núverandi flugvöllur getur aðeins annað aðflugi úr norður- átt. en á Gáseyri mun aðflug verða í Iagi frá norðri og suðri. Flugvallarmálið mun liafa kornið upp nú vegna vinnu að i gerð aðalskinulags Akureyrar ^ næstu 20 árin. — JBP I manna, að loknu næsta kjör tímabili, og vitnaði hann til málefnasamnings Sambands ungra Framsóknarmanna og Hannibalista. Alþýðubandalagsmenn töldu hins vegar, að Samtök frjáls- lyndra væru reiðbúin að hlaupa undir bagga með núverandi stjórnarflokkum, ef þeir misstu meirihluta sinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir deildu um það, hvernig atkvæði þyrftu aö falla, til þess að þeir ynnu meiri hluta. Framsóknar- menn sögðust geta unnið fimm þingsæti og fellt stjórnina. Sam- tök frjálslyndra töldu meirihlut ann standa eða falla með því, hvort þau fengju mann kjörinn í kjördæmi. Mundi þaö jafnvel ekki nægja, þótt „draumsýn“ Framsóknarmanna rættist og þeir ynnu öll þessi sæti, sem þó væri fráieitt, þvi að þá fengju stjórnarflokkarnir bara fleiri uppbótarsæti, Framsóknar flokkurinn hefur aldrei fengíð uppbótarsæti, því að hver kjör inn þingmaöur flokksins hefur á bak við sig færri atkvæði en þingmenn annarra flokka að meðaltali. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.