Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						....  V
Saody Dennis.
55
BARA
HEPPNI"
„Það var ekkert annað en
heppni, sem olli því að eg náði
frama sem leikkona", sagöi hin
34 ára gamla leikkona, Sandy
Dennis nýiega l blaðaviðtali.
„É8 var 19 ára og hafði eigin-
Jega aldrej komið upp á leiksvið.
Þetta var árið 1956 og ég fór um
haustið til New York, en ég bjó
hjá foreldrum mínum áður I Linc-
oln, Nft — ég tók á leign nðtur-
lega íbúð l East Village hverfinu
í New York, sem var á þeim tfm
um þannig staður, að þar hefði
ekki nokkur manneskja átt að búa.
Ég borgaði 12000 kr. fyrir þessa
fbúB, sem var bara eitt herbergi,
enginn hiti, ekkert heitt vatn —
yfirleítt ekkert.
Ég hmritaði mig í leiklistarskóla
Og borgaði fyrir skólann með pen
ingum frá foreldrum mínum, Eftir
tvo m&nuði hafði ég enga vinnu
fengið og peningarnir voru að
verða búnir — satt að segja var
kjarkurinn farinn að þverra.
Þá var það dag einn, að ég fékk
mér gönguferð með vinkonu
minni. Kom þá allt í einu maður
til jnín á gangstéttinni og spurði,
hvort ég væri ekki leikkona. Jú
— og þá sagði hann mér að hann
væri að setja á svið leikrit á
Broadway og baö mig að leika
14 ára stúlku í Ibsen leikriti —
hann' sagöi að ég hæfði vel í
rulluna, af því að ég væri svo
smábeinótt.
Auðvitað sagði ég já takk og
upp úr þessu fékk ég fjöldann all-
an af tilboðum um leik jafnt á
sviði sem í kvikmyndum".
Sandy fékk Óskarsverðlaun ár-
ið 1966 fyrir leik sinn i „Hver er
hræddur viö Virginíu úlf", og
hún segist oft velta þvl fyrir sér,
hvernig líf hennar eiginlega væri
núna, hefði hún ekki farið í göngu
ferð með vinkonu sinni einn kald-
an eftirmiðdag ...
Barnaglæpir færast í vöxt
Uggur fer nú vaxandi í Banda-
ríkjunum vegna aukinna glæpa,
sem börn fremja. Er þá átt viö
afbrot barna, sem enn eru ekki
komin á unglingsár. Foreldrar, lög
regla og skólayfirvöld fórna nú
höndum yfir glæpafaraldrinum.
Nú eru glæpir af völdum barna
ekkert nýtt fyrirbæri undir sól-
inni, en þótt stofnanir og ein-
staklingar þykist hafa barizt hart
gegn afgrotaunglingum, þá hefur
komlð f Ijós, að aukning slfkra
glæpa hefur verið mjög mikil sfð
ustu árin.
Engin skrá eða tölulegar upp-
lýsingar eru fyrir hendi um fjölda
glæpanna eða aldur barnanna sem
fremja þá, en menn þykjast vita,
að aldur þessara ungu afbrota-
manna færist æ neðar.
Að langmestu leyti er um að
ræða smáafbrot, sem ekki verð-
skulda að kallast glæpir, svo sem
reiðhjólaþjófnaður, búðahnupl o.
s. frv., en sum afbrotin eru mjög
aivarleg.
Allt nema morð
,J okkar skólum eru framin
margvísleg afbrot — við teljum
okkur heppna að enginn skuli hafa
framið morð", sagði nýlega Harry
S. Hodgins, sá er fer með öryggis-
mál fyrir alla skóla f Baltimore.
„Börnin hérna hafa gert mikið af
því að stela úr búðum og sjálf-
sölum, en einnig hafa þau lagt
stund á vopnuð rán — látið fórn-
arlambið snúa við öllum vösum
og miðað á hann byssu á meðan."
1 Og þá talar þessi öryggismála-
fulltrúi aðeins um þau afbrot sem
framin eru I eða"við skólana. Af-
brot sem þessi börn fremja utan
skólatíma, eru svo allt annar hand
leggur og miklu verri.
Lögreglan í Baltimore gaf í
fyra skýrslur um 12.835  hand-
tökur grunaðra barna undir 18
ára aldri. Árið 1989 var þessi
sama tala 10.594.
Lögreglan handtók 526 börn
yngri en 10 ára, og þar af var
einn handtekinn fyrir morð, 22 fyr
ir rán, 169 fyrir innbrot, 6 fyrir
bflþjófnað, 12 fyrir að eitra fyrir
fólk, 9 fyrir líkamsárásir o. s. frv.
Á aldrinum 11—12 ára, voru
1.214 handteknir, þar af fjórir fyr-
ir nauðgunartilraunir,62 fyrir rán,
20 fyrir Ifkamsárásir. 290 fyrir inn
brot, 38 fyrir bifreiðaþjófnaði, 27.
fyrir eiturlyfjasölu og notkun ...
Reiðhjólaþjófnaðir plága
1. Los Angeles, eins og f flest-
um öðrum borgum, hefur þjðfn-
aður á reiðhjólum orðið sérlega
algengur og lögreglan þar fgrund-
ar nú að koma á fót 25 manna
sveit lögreglumanna á reiðhjólum
til að reyna að stemma stigu við
þessum þjófnuðum.
1 hverfi einu í Boston, sagöi
kona ein „eru reiöhjólaþjófnaðir
svo algengir, að ég hef það fyrir
satt, að maöur geti gengið að
bárni utan við matvöru-
verzlun og beðið það að út-
vega Peugeot kappreiðhjól, og þá
spyr bamiö hvaða lit maður kjósi
helzt".
I hverrd einustu af stærri borg-
um Bandaríkjanna, hefur lögregl-
an sérstakan sal, þar sem f eru
sett reiðhjól sem stolið hefur ver-
ið, og þangað geta börn og ungl-
ingar farið og svipazt um eftir
sinu týnda hjóli.
Ekkert  þýðir  lengur að  setja
upp sjálfsala á stöðum þar sem
barna  er von,  þeir eru  strax
„hristir niður".
t
Fjárkúgun
Robert  Ehrman, sá  er  hefur
með agamál að gera við skóla-
kerfið í Sacramento segir að það
færist æ meir í vöxt, að börn
reyni' aö kúga fé út úr yngri
börnum.
„Þau eru yfirleitt tvö eða þrjú
saman, sem ráðast gegn einu smá
barni, sem sent hefur verið út í
búð", sagði hann, „og það er ekki
annað að sjá en aö þau ræni
börnin einvörðungu fyrir ánægj--'
una af því að gera smábarnið*
nær ært af hræðslu".         *
Slik fjárkúgun sem þessi erj
ekki ný af nálinni, og skólastjóri*
einn f Sacramento segist muna eft*
ir því að fyrir 12 árum krafðistj
einn nemendanna við skóla hans»
daglega 50 senta af skólabróðurj
sfnum — og sá innti þessa kvöð*
af hendi án þess að segja orð í*
tvð ár. Siðustu tvö — þrjú árin erj
þetta vandamál orðið næsta hrika- •
legt á vissum svæöum.        Z
Upplausn innan        ;
fiölskyldunnar
Fólk hefur á takteinum mjögj
svo mismunandi skýringar á þess»
ari uggvænlegu þróun. OftastJ
segja þð uppeldissérfræðingar ogj
skólamenn, að þróunin sé komin*
til af því að enginn agi sé lengj
ur til innan fjölskyldna, fyrir-*
komulag kennslu sé orðið svo«
laust f reipunum og að svartir*
og hvítir séu í auknum mæld i*
sömu skólum — einnig rfkir ogB
fátækir. Þetta skapi allsherjar órój
og innri geðhrif, sem einhvern-
veginn leiti útrásar.           •
'•— Hvernig sem þessu er nú varið,»
þá er vitað mál, að banaafbrotj
færast miklu meir í aukana enj
afbrot fullorðinna. Á síðasta ára-»
tug, handtók lögregla í BandarikjJ
unum (eftir þvf sem skýrslurj
FBÍ herma) 31% fleiri menn en á«
áratugum á undan. Handtökum
barna undir 18 ára, fjölgaði hins
vegar um 50 prósent — og er þá
aðeins miðaö við minniháttar af-
brot. Handtökum fyrir ofbeldis-
glæpi fjölgaöi um 67% þegar fall-
orðnir áttu í hlut á áratugnum
en um 167% þegar börn áttu í
hlut.
:¦:¦: ;:>;<;: :>:ió:>;:>:::--. *¦>:¦££.
Kristín prinseSsa: „Skit'
„ENGIN
FYRIR-
MYND«
Henni til mikiliar skapraunar,
valdi sænska vikuritið „Vecko
Journalen", hinn 28 ára gömlu
prinsessu, Kristfnu, „bezt klæddu
konu Svíþjóðar".
„Ég kæri mig ekkert um að
vera límd upp á vegg, sem ein-
hver fyrirmynd sænskra kvenna",
sagði prinsessan, og harðneitaði
ljósmyndara frá Vecko Journalen
að mynda sig.
Þeir hjá Vecko Journalen létu
hana nú ekki leika sig svo grátt,
heldur fiskuðu upp gamla, en
fræga mynd af prinsessunni og
birtu með grein um þá „Bezt
klæddu konu Svíþjóöar".
Prinsessan sagði fátt annað en
„skit" — sem er sænska og þýðir
á íslenzku nákvæmlega það sem
maður ímyndar sér, en hún bætti
þvf við, að það hlytu að finnast
„frjórri aðferðir en þetta tH að
skrifa um tízku'*.
?  ?  0  o  o
GAGNFRÆÐASKOLA-í |s
SKOT KENNEDYSi "^*:
Amerisk blöð blésu út fréttir
um það nýlega, að Robert Kenne-
dy yngri væri f þann veginn að
kvænast 15 ára stúlku, dóttur bar^
þjóns f Hyannis Port. Voru ljóS'
dys litla en hann er ekki nema
17 ára, og meintrar kærustu hans,
Kim Kelly að nafni.
Svo tóku sig til vlnir þeirra
skötuhjúka og sögðu allar sðg-
vyru uppsupni. Kennedy væri*
bara skotinn, og hví mætti hannc
ekki Ieiða stelpu á gangstéttum,*
einn og aörir táningar?
TOM WH.IAHV
„Ég þori að veðja, að Rúnar
„Þetta er bana gagnfræðaskóla-J  verður glaður  þegar  við látum
myndarar lengi á hælum Kenne-   ur um  hjónaband  unglinganna   skot", sagði kunningi Roberts.   •  gera við sírenuflautuna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16