Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Vtms.. IWanmfegHr 11. október 1971.
VÍKINGUR ÁTTILÉTTMEÐ
AÐ 5IGRA AKUREYRINGA
— og eru ásamt Akranesi komnir / 3.
umferð bikarkeppninnar
Víkingur hafði mikla yf-
irlurði gegn Akureyri í 2.
umferð Bikarkeppni KSÍ,
en liðin mættust í gær í
hávaðaroki og kulda á
Melavellinum en veður
hamurinn virtist lítil áhrif
hafa á Víkingana. Þeir sigr
uðu með 3—0 og var það
frekar of lítill sigur en hitt.
Víkingur lék undan rokinu í
fyrri hálfleik og var knötturinn nær
stanzlaust á vallarhelmingi Akur-
eyringa. Tækifæri til að skora voru
mörg og góð, en aöeins tvívegis
fór knötturinn í mark Akureyringa.
Fyrra markið skoraði fyrirliði Vík-
ings, miðvörðurinn Jón Ólafsson,
meö hörkuskoti frá vitateig, en hiö
síðara var sjálfsmark Gunnars Aust
fjörð eftir að knötturinn hafði dans
að um á markljnu Akureyringa og
nokkrir Víkingar komizt í dauða-
færi, en ekki fór knötturinn í mark-
ið, fyrr en Gunnar tók af þeim
ómakið. Akureyringar áttu aðeins
eitt hættulegt upphlaup í háifleikn
um og það rétt fyrir hlé. Kári Árna
son lék þá upp allan kantinn og
gaf fyrir til Eyjólfs, sem hitti ekki
knöttinn í opnu færi.
Áhorfendur, sem voru allmargir,
bjuggust nú við að  Akureyringar
mundu taka völdin í leiknum, þeg-
ar þeir nutu aðstoðar vindsins. En
það var öðru nær. Leikurinn var þá
frekar jafn —og upphlaup Vikings
jafnvel hættulegri og undir lok
leiksins náðu þeir yfirtökunum. Þá
skoraöi Þórhallur Jónasson þriðja
mark Víkings eftir að hafa brotizt
í gegn af harðfylgi.
Það fer varia milli mála aö Vik-
ingsliðið er í mikilli framför og enn
eru hinir ungu drengir, sem sett
hafa mikinn svip á leik Faxaflóa-
úrvalsins í sumar, ekki komnir í
meistaraflokkinn. Vörnin var sterk
í þessum leik og einkum virtist
Diðrik Ólafsson mjög öruggur í
markinu. Þá var Jón Ölafsson traust
ur að venju og Guðgeir Leifsson
gerir alltaf stórskemmtilega hluti.
1 heild var liðið gott 'i leiknum, en
þess má geta, að einn bezta mann
þess, Gunnar Gunnarsson, vantaði,
en hann   var settur f eins leiks
-mWBr

keppnisbann vegna bókana i leikj-
um.
Akureyrarliðið var dauft í þess-
um leik og keppnisvilji virtist lrtill
sem enginn eftir erfitt sumar, þar
sem vonbrigöin hafa verið mikil.
Fall niöur í 2. deild og nú tap
fyrk því liði, sem tekur sæti Akur-
eyrar í 1. deildinni. —hsím.
Fjölgao i
L deild
Ársþing Handknattleikssam-
bands fslands var háö um helg-
ina og voru ýmsar merkar til-
lögur samþykktar á þinginu m.
a. um áhugamannareglur, aug-
Iýsingar á búningum félaga og
i>á var samþykkt að fjölga lið-
unum í 1. deild úr sex í sjö.
Ármann og Víkingur munu leika
utn lausa sætið í deildinni og
veröa tveir leikir háðir. Verði
jafnt aö þeim toknum ræður
markatala. Stjórnin var endur-
kjörin og er Valgeir Ársælsson,
formaður, Nánar verður sagt
frá þingstörfum siðar hér á
íþróttasíðunni.
Fram vann Þrótt 13:10
Ekki var hann skemmti
legur leikur Fram og Þrótt
ar á Reykjavíkurmótinu í
handknattleik í gærkvöldi
en Fram liðið var þó yfir-
leitt sterkara og sigraði
með þriggja marka mun —
13—10, en flestir höfðu
reiknað með auðveldari
sigri liðsins.
Þróttur skoraði fyrsta márk leiks
ins og var það í eina skiptiö sem
liðið h'áfð] yfir' í leiknum. Fram
skorað; næstu þrjú, ,en þann mun.
tókst Þrótti að jafna', 3—3, og
skoraðj Fram þá ekki mark í um
10 min. Síðar skoraði Árni Gunn-
arsson tvö lagleg mörk fyrir Fram
og staðan í leikhléi var 5—4 fyrir
Fram.
Þróttur hélt í við Fram K fyrstu
í sfðari hálfleik, t.d. var staðan
6—6, en þá skoruöu Framarar
næstu fjögur mörk og úrslit voru
ráðin. Ekki urðu miklar breytingar
eftir það' og lokatölur eins og áður
segir 13—10 fyrir Fram.
Arnar og Pálmi skoruðu flest
mörk fyrir Fram 3 hvor, Árni, Axel
og Ingótíur 2 hver og Gylfi eitt.
Jóhann Frímannsson var marka-
hæstur Þróttara með 4 mörk, en
Halldór, Guðmundur Kjartan, Er-
lingur, Árni og Ólafur skoruðu eitt
mark hver.
Dómgæzla f öjhim teikjimum
var til fyrirmyndar þetta le&kvöld,
en um flauturnar héldu Björn Krist-
jánsson, Karl Jóhannsson (sem
dæmdi tvo leiki, en lék þann
þriðja), Sveinn Kristjánsson og Óli
Olsen.                 — hsfm.
Staðan í
handbolta
Staðan I Reykjavíkurmótinu er
nú þannig:
Valur
Fram
ÍR
Víkingur
Ármann
KR
Þróttur
4
4
5
4
5
4
0  0  60—32  8
1  0  59—46  7
74—68
1  2
2  1  54-47
0  3
0  3
60—74
55-73
5
4
4
2
4  0  0  4  36—58  0
Knöttinn siglir í mark Akureyringa — sjálfsmark, án þess Arni Stefánsson komi við vörnum.
Ljósm. BB.
0F STÓR SIGUR AKUR^
GEGN ÞRÓTTI
Akurnesinga^ sigruðu
Þrótt, Reykjavík, með 4—0
í leik liðanna í 2. umferð
Bikarkeppni KSÍ á heima-
velli sínum í gær. Leikur
inn var ekki eins ójafn og
lokatöiurnar gef a til kynna
og voru Þróttarar óheppn
ir að skora ekki að minnsta
kosti tvisvar í leiknum.
Það var kalt og hvasst, þegar
leikurinn var háður og einkenndist
hann mjög af þeim aðstæðum.
Þróttur lék undan vindj í fyrri hálf-
leik, en tókst ekki aö skora, þrátt
fyrir góð færi og tvívegis tókst
varnarmönnum Akurnesinga að
bjarga  á  marklínu.  Akurnesingar
náðu af og ti) upphlaupum og úr
einu þeirra tókst Eyleifi Hafsteins-
syn; að skora.
í s'iðari hálfleiknum snerist allt
við og nú voru það Akurnesingar,
sem sóttu miklu meira og þrívegis
tókst þeim að senda knöttinn í
mark Þróttar. Eyleifur, Björn Lár-
usson og Teitur Þórðarson skoruðu.
Akurnesingar eru þar með komnir
í 3. umferö keppninnar ásatnt Vík-
ingi.                   — hsim.
Manch. Utd. hefur
tekið forystuna
Manch. Utd. hefur tekið
forustu í 1. deildinni ensku
eftir góðan sigur í Hudd-
ersfield á laugardaginn,
þar sem hinir frægu kapp
ar, Best, Law og Charlton
skoruðu mörk United. —
Jafnfrámt tapaði Sheff.
Utd. á heimavelli. fyrir
Stoke — fyrsta tap liðsins
h Bramall Lane í 15 leikj-
um.
Manch. Utd. hefur nú 19 stig,
Sheff. Utd. 18 og Manch. City og
Derby 17 hvort lið og öll hafa
leikiö 12 leiki.
Úrslit i leikjunum á getrauna-
seðlinum urðu þessi:
1  Arsenal—Newcastle      4—2
1  Covéntry—Leeds         3—1
2  C. Palace-WBÍA         0-2
x  Derby-Tottenham       2—2
2  Huddersfield-Manch. Utd. 0-3
x  Ipswich—Nottm. For     1—1
x  Liverpool—Chelsea       0—0
1  Manch. City—Everton     1—0
2  Sheff. Utd.—Stoke       2—3
x  West 'Ham— Leicester     1—1
1  Wolves — Southampton    4—2
x  Portsmouth—Preston     1—1
Þegar 3 min. voru eftir af leikn-
um á Highbury stóð 4—0 fyrir
Arsenal, en á þessum lokamínútum
skoraði McDonald tvívegis fyrir
Newcastle. Chelsea náði í fyrsta
skipti stigi í Liverpool á Anfield
i 8 eöa 9 ár. Liverpool hafði mikla
yfirburði \ leiknum, en Peter Bonn-
etti var hreint frábær í marki
Chelsea Nánar á morgun. — hsim.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16