Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR. Mánudagur 11. oktöber 1971.
71. skobanakönnun V'isis: ViljiB jbéY hafa fokunartíma verzlana frjálsan eðo bundinn ákveðn-
um takmörkunum, til dæmis til klukkan sex og tv'ó kv'óld í viku til klukkan 10?
Kemur krbkkunum upp ú
sioppuhungs á kvöldin"
¦jlr „Það er alveg óþarfi að venja fólk á að þurfa
ekki að hugsa eða sjá neitt fram í iímann" —
„Hætt er við, að útgerðarmönnum þætti sér
nóg boðið, ef einhver fetti fingur út í það, hven-
ær þeir láta báta sína róa" — „Sjálfri er mér
sama, en mörgum húsmæðrum, sem vinna úti,
kæmi betur að geta skroppið í búðir að loknum
vinnutíma."
ic „Takmarkaðan. Það er ekki sanngjarnt að
lengja vinnutíma hjá súmum, meðan aðrir eru
allir að stytta sinn vinnutíma" — „Fólk hlýtur
að geta sætt sig við fastan tíma" — „Samkeppn
in ætti að ráða í þessu".
-fc „Ég vil hafa opið lengur, aðallega vegna verka-
mannanna" — „Þessi lokunartími kemur ákaf-
lega lítið við mig. Ég fæ vörur eftir pöntun einu
sinni í viku" — „Meirihlutinn af þeim, sem
í þessu eru, vill víst hafa takmarkað" —
„Verzlunarfólk á líka að eiga sín frí".
^r „Ætti að vera frjáls, en ef til vill með einhverj-
um skilyrðum" — „Það er bara til að spilla,
bæjarbragnum og koma krökkunum upp á i
sjoppuhangs á kvöldin, að þettat5é*áHÍpf^álsti,<,s
— „Það hafa flestir orðið frystikistur og geymsl
ur og þeir geta vel komizt af með venjulegan
lokunartíma" — „Mér leiðast öll afskipti ann-
arra af því, hvernig menn haga vinnutíma sín-
um".
Nýju reglurnar um lokunar-
tíma sölubúða í Reykjavík eru
að hljóta skírn sína þessa dag-
ana. Þær hafa verið umdeildar,
en þær eru til komnar vegna
kröfu meirihluta kaupmanna
og meirihluta verzlunarmanna,
sem borgarstjóm samþykkti aö
fylgja. Meöal kaupmanna í
borginnj er hins vegar talsverð-
ur fjöldi, sem telur, að með
reglunum sé gengið á athafna-
frelsj sitt. Þetta er sá höpur,
sem hefur haft verzlanir opnar
á öðrum tíma en meirihlutinn,
svo sem eftir hádegi á Iaugar-
dögum og ýmis kvöld.
í deilumáli sem þessu er það
þó væntanlega hagur neytand-
ans sem mestu ætti að skipta.
Andstæðingar nýju reglnanna
hafa haldið því fram, að með
þeim væri dregið úr þjónustu
viö neytendur. Það er einnig aug
ljóst mál, aö nú verður fölk i
Reykjavík að leggja meira á sig
en áður t d. ef eitthvað vant-
ar í matinn, þegar óvænta gesti
ber að garð; eða ef meira er
etið á laugardögum en menn
ætluðu, fólk er fjarverandi og
slíkt. Nýju reglurnar hljóöa i
aðalatriðum upp á það, að verzl-
anir megi vera opnar til klukk-
an sex alla daga nema tvo í viku
og þá til klukkan tíu, þriðju-
ciaga og föstudaga. Margar búð-
ir verða því opnar til klukkan
tíu þessi tvö kvöld, sem ekki
hefðu verið það annars. Sú
aukna þjónusta, sem með þvi
er veitt,  vegur  að  einhverju
leyti upp á mótj þeirri minnkun
þjónustu serri það veldur, aö
sumir eru neyddir til að loka
á öðrum tímum
Þeir, sem styðja nýju reglurn-
ar, telja, að ekki sé viðunandi,
að kaupmenn fari sinu fram að
viid. Sú samkeppni, sem af þvl
leiði, hljóti að leiða I ógöngur,'
og hver grafi ahnars«gröf. Verzl-
unarmenn telja sér hættu búna,
ef mikil samkeppni verður milli
kaupmanna í þessum - efnum,
svo að vinnutími verði óhóflega
langur og erfiöur.
Skiptast því sem næst í
jafna hópa
Visir vildi komast að "þVí,
hvað almenningi fyndist um
þetta hitamál, og hafði þvi
skoðanakönnun um afstöðu
fólksins. Skoðanakönnunin var
gerð samkvæmt viðurkenndum
reglum um skoðanakannanir.
Niðurstöðurnar urðu þær, að
menn skiptust því sem næst
jafnt í afstöðu með og móti.
Könnunin náði til landsins alls
i hlutfalli við skiptingu fbúa á
landshluta'. Að öllu samanlögðu
var naumur meirihluti fylgj-
andi takmðrkun lokunartímans
með því orðalagi, sem spurri-
ingin hafði: Viljið þér hafa lok-
unartíma verzlana frjálsan eða
bundinn ákveðnum takmörkun-
um, til dæmis til klukkan sex
og tvö kvöld í viku til klukkan
tíu?
Samtals  reyndust  47,5  af
Fólk að verzla á föstudagskvölti
hverjum 100 landsmönnum vilja
hafa; lokunartíma budínn tak-
mörkunum og 42 af 100 voru
því andvígir. 10,5% höfðu enga
afstöðu til málsins.
Á höfuðborgarsvæöinu var
meirihlutinn hins vegar fylgj-
andi því, að lokunartíminn væri
frjáls, en það var mjög naumur
meirihluti. Af 105, sem könnun-
in náði til á þvl svæöi. var 51
fylgjandi frjálsum lokunartíma,
43 vildu hafa hann bundinn tak-
mörkunum, og 11 voru óákveðn-
ir.
Utan Reykjavíkursvæðisins
vildu 33 hafa lokunartíma frjáls-
an, 52 bundinn takmörkunum
og 10 voru óákveðnir.
Konurnar fremur fylgj-
andi takmörkunum
Það voru konurnar, sem
réðu úrslitum í þessu máli. Af
99 karlmönnum, sem spuröir
voru. vildu 45 hafa timann
frjálsan, 43 bundinn og 11 voru
óákveðnír. Af 101 konu vildu
hins vegar 52 hafa lokunartím-
ann bundinn 39 frjálsan og 10
voru óákveðnar í málinu.
Gert ráð f yrir 5%
fráviki
1 könnunum sem gerðar eru
eiris og skoðanakönnun Wsis, má
gera ráð fyrir skekkju eða töl-
fræðilegu fráviki, sem er eitt-
hvað um 5% á hvora hliðina.
Þetta höföum við alla tfð lagt
áherzlu á, þegar litlu hefur
munað í þeim 70 skoðanakönn-
unum, sem farið hafa á undan
þessari. Þegar aðeins eru tekn-
ir þeir sem tóku afstöðu í þess-
ari könnun, eru 53% fylgjandi
takmörkun lokunartíma og 47%
fylgjand; frjálsum lokunarttoia.
Þarna er aðeittsK 6%r-munur,
sehi þýöir þaö, að ekki verður
tajfræöilegá f\ttiýri',na&' níðúf-*
stöðumar sýni, hvað meirihluti
fólks vill eða vill ekki, heldur
aðeins ag menn skiptist því sem
næst jafnt í hópa um málið,
þar sem annar helmingurinn vill
frjálsan og hinn helmingurinn
takmarkaðan lokunartfma.
Athyglisverðasta niðurstaöa
könnunarinnar er ef til vill sú,
að helmingur neytenda að
minnsta kosti sér ekki ástæðu
til að láta í ljós andstöðu við
takmörkun á Iokunartíma sölu-
búða. Forsendur þeirrar af-
stöðu koma sumar hverjar fram
f umsögnum fólksins, sem nefnd
ar eru fremst f þessar; grein.
Úti á landi er þetta mál víðast
hvar lítið á döfinni. en margir
utanbæjarmenn sögðu sem svo,
að þeir vildu ekki þrælka verzl-
unarmönnum f Reykjavflc með
kvöld- og helgarvinnu.  — HH
Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar:
Friálsan ... 84 eðn 42%
Bundinn ... 95 eða 47,5%
Óákveðnir.. 21 eda 10,5%
Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu
lítur taflan þannig út:
tóku,
Frjálsan. . • • • 47%
Takmarkaðan • 53%
/
vísir m
— Viljið þér hnfa lokun
artíma verzlana frjálsan
eða bundinn ákveðnum
J  takmörkunum eins og
nú er?
Steinunn Egilsdóttir, húsmóöir:
— Mér finnst hann vera ágæt-
ur eins og hann er nú. Ég get
að minnsta kosti hlaupið út í
búð hvenær sem er dagsins og
þarf ekki lengri afgreiðslutima
fyrir mig.
Jón Tómasson: — Reglur finnst
mér sjálfsagðar f þessu tilviki.
Frá tm'num bæjardyrum séö er
allt í himnalagi með þann af-
greiðslutíma, sem nú gildir. Ég
kaupi nú raunar ekki sjálfur í
matinn, það gerir frúin, en hún
hefur ekki kvartað.
lRósHh : Jé«annesd6rtir, -fram-
reiðslustúlka: — Mér, finnst
hann hafa mátt vera áfram
frjáls eins og hann var. Mér
kom það að minnsta kostj afar-
vel oft á tíðum, þar eð ég
vinn á vöktum.
GuSmundur Guðjónsson, gjald-
keri: — Mér fannst hann ágæt-
ur, eins og hann var og ekki
vera nein þörf á að breyta þar
frá Nýja fyrirkomulagið finnst
mér vera fremur til óþæginda
en hitt.
Gestur Sigurjónsson: — Afsalútt
frjálsan, þannig að dugnaður
hvers og eins kaupmanns fái
notið sín. og þeir getj haft opið
eins lengi og þeir sjá sér fært.
Svava Bernharðsdóttir, húsmóð-
ir: — Ég trúj ekki öðru en að
á hverju heimili sé einhver, sen»
hafi tök á þvl að gera innkaup
til heimilisins fyrir klukkan sex
á daginn. Mér finnst það vera
hreinasti óþarfí að vera að
halda verzlunum opnum lengur
frameftir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16