Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Mánudagur lí. október 1971.
Snjóar fyrir
noröan
— en allir vibbúnir og
engir erfiðleikar
0 1 gær gerði storm og snjú-
komu á Norðurlandi, samfara
talsverðu frosti^ Siglfirðingar létu
sér þó lítt bregða enda vanir mikl-
um snjókomurn og gerðu þeir Htið
úr þessu veðri. Sigluf jarðarvegur er
ófær litlum bflum, en jeppar og
stærri bílar komast leiðar sinnar.
Talsvert snjóaði á Akureyri í
gær og voru bifreiöaeigendur al-
mennt ekki undir það búnir. 1
morgun gekk þar á með dirrimum
éljum og snjó hafði víða dregið !i
skafla. Vaðlaheiði mun að líkindum
verá ðfær og ýmsir aðrir vegir
þungfærir smærrj, bflum.
Leiðindaveður var á Húsavík í
gær, hvassviðri og snjókoma. Snjó
festi þó lítið vegna stormsins og
ekkj var vitað um að neinir hefðu
lent 'i erfiðleikum sökum veðurs-
ins.                   ------SG
Samið um
verzlun v/ð
Tékka næstu
fimm árin
Sá ráðherra Tékkóslóvakíu, er
fjallar um utanríkisviðskipti
Adrej Barcak, kemur hingað f
dag. Hann mun skrifa undir nýj
an fimm ára viðskiptasamning
milli íslands og Tékkóslóvakíu.
Ráðherra' mun ræða við Lúðvík
Jósepsson viðskiptaráðherra um
ýmis málefni, sem várða viðskipti
landanna.
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra mun skrifa undir samning-
inn af hálfu íslands. Samkomulag
um þessi viðskipti náðist í viðræð-
um, sem fóru fram í Reykjavík 30.
ágúst til 3. september
Með ráðherranum koma ráðu-
neytisstjóri og forseti verzlunar-
ráðs Tékkóslóvakíu.       — HH
79M
OLDRYKKJUMENN'S
HUNDAVINUNUM
— Átta hundavinir, 2 hundar, 12 lögreglu-
menn, mótorh'jól og FANGABIFREIÐ! - Mót-
mælin gegn hundabanninu i Reykjavik runnu
út i sandinn
„Þetta er ömurlegasta
mótmælaganga, sem ég
hef orðið vitni að", sagði
Ástþór Magnússon,
fréttaritari Vísis í Lond
on eftir mótmælagöngu
hundavina í stórborginni
eftir hádegið á laugar-
daginn. „Átta mótmæl-
endur, tveir hundar, 12
lögregluþjónar, fanga-
bifreið og mótorhjól frá
Reykjavíkur afhent formlega.
Hurð sendiráðs okkar. opnaðist í
hálfa gátt, hendi var skotið út
og greip plaggiö, sem senda á
borgarráði. Að svo búnu tvístrað
ist þessi litli hópur.hundavinir,
hundar og lögreglumenn, en lög
¦reglan bað um að gangan endaði
við sendiráöiö, en hundavinir
vildu ganga sömu leið til baka.
Martin Chillmaid  ræddi  við
Mr. James Foulds, forrhann
Animal Justice Society að göng-
unni lokinni.
„Þessu er beint gegn 2 — 300
hundum á íslandi, — en þaö er
sama þótt aðeins væri um einn
hund' að ræöa, við mundum berj
ast gegn slíku óréttlæti engu
að síður", sagöi hann.
Herra Foulds kvaðst aðspurð-
ur halda að lögreglan í Reykja-
vík réöist gegn hundum hvar
sem ti'l þeirra næðist og lógaði
þeim. hvort heldur það væri úti
á götu, eða á heimilum fólks.
Kvaðst hann ekk; sjá neitt at-
hugavert við aö halda hunda,
hvort heldur væri í einbýli í
borg eða í fjölbýlishúsum. Hins
vegar viðurkenndi hann að víða
væri pottur brotirm í hunda-
málum i Englandi, og of margir
væru trassar með hunda sína.
„Við reynum að fá yfirvöld í
Reykjavik til að breyta afstöðu
sinni", sagði hann og bætti viö
aö ef ekki gengi að- fá þessu
breytt, mundu hundavinir reyna
að M útflutningsbann á brezka
vöru til íslands. Ekki vildi for-
maðurinn svara því hversu maig
ir (fáir) hefðu verið í göngunni,
sem reyndar var auðtaliö hverii-
um sem var, en hann sagði að-
eins: „Við erum mjög ungt félag
en ég veit að í öörum löndum
eiga svipuð mótmæli og stærri
eftir að fara fram". — ÁM/MC
lögreglunni
broddi."
Lagt
Square,
farar-
frá Sloane
grennd við
Gengiö  var
var upp
sem er
sendiráð íslands.
undir nokkrum mótmælaspjöld-
um. Mun fleiri voru þeir, sem
stóðu á gangstéttarbrúnum og
sendu göngunni hæðnisorð.
Einkum voru þeir ólatir kumpán
arnir, sem stóöu með bjórglös i
hendi fyrir utan einn af „pöbb-
unum". eins. og . ölknæpurnar
ensku eru kallaðar.
Við sendiráðiö var mótmæla-
orösending  til  borgarstjórnar
Öldrykkjumönnum á „pöbbunum
þóttu hundavimr heldur kátlegir á göngu sinni.
(Ljósm. Ástþör)
^/
Enginn tími til að verða hræddur"
— segir farþeginn / þyrlunni, sem ey&ilag&ist um helgina
„Mesta hættan var sú ,að vél-
in færi á hliðina eða, að það
kviknaði f henni, hún var með
fulla tanka og fuU af bensín-
brúsum. En flotholtin undir
henni hafa tekið af mesta fallið.
Þegar við vorum komnir út fór-
um við frá véiinni þar sem við
bjuggumst við að kviknaði f
henni. Nei, það gafst enginn tími
^til þess að verða hræddur, og
sjokkið eftir á var* ekkert að
ráði", segir Guðmundur Hannes
son verkstjóri hjá Rafmagns-
veitu ríkisins, annar mannanna,
sem var í þyrlu Landhelgisgæzl-
unnar sem hlekktist á í lend-
ingu í um\ 830 metra hæð í
Rjúpnafelli sunnan Kerlingar-
fjalla.
Visir hafði tal af Guðmundi í
morgun, sem sagöi frá för sinni og
Þórhalls Karlssonar flugmanns á
þyrlu Landhelgisgæzlunnar.
Þyrlan lagði af stað frá Reykja
vík klukkan 11 á laugardagsmorg-
un, en ferðin var gerð í þeim til-
gangi að athuga' leiðina fra Sigöldu
um Kjalveg og norður fyrir orku-
flutningalínu.
„Við lentum fyrst á Tungufelli,
rétt neðan við Gullfoss, og fylltum
vélina .af bens'ini. Síðan héldum viö
í átt tij Kerlingarfjalla' og lentum
uppi á Rjúpnafeffi í 830 metra hæð
yfir sjó. Þegar flugmaðurinn var
búinn að stoppa vélina í loftinu
ætlað; hann að láta hana síga lóð-
rétt niöur en það tðkst ekki betur
en svo að hun skall niður. Vélin
fðr upp aftur og kom niður 60—70
metra frá fyrri staðnum og hopp-
aði þar nokkrnm sirmum. !Þegar hún
lenti á jöðinni sprungu flotholtin,
skrúfan spændist sundur, stélið
brotna'ði af og hurðirnar hrukku af
og er vélin sennflega ónýt"
Þeir félagar sluppu samt ómeidd-
ir. Þeir losuðu bensínið úr véunni
og sendu út neyðarkall en árangurs
laust. Þeir borðuðu nestið sitt og
gengu af stað í áttina aö Búrfefli
en veður var hið bezta og gott
skyggni.
Þeir gengu allan daginn og
fram á kvöld, en klukkan 1150 á
lauga'rdagskvöldið fann leitarvél þá.
Þá voru þeir staddir hjá Sandafelli
þar sem Tungná rennur ti Þjórsá, og
áttu þeir eftir tveggja tíma göngu
upp á Sanda'fell að bækistöð Lands
virkjunar þar og í síma', sem er þar.
Þetta var 35—40 km. gangá.
,,Myrkrið var verst fyrir okkur,
við lentum í mýrarfeni í myrkrinu,
sem við hefðum sloppið ^við hefði
verið bjart. Við þurftum líka að
vaða margar sprænur á leiöinni,
og það var verst að þurfa að fara
úr st'igvélunum til að vinda sokk-
ana, ma'ður var orðinn svo stirður
í iljunum,'1 segir Guðmundur.
Annars kvað hann ekkert hafa
þjáð þá félaga eftir ferðiná nema'
að þeir hafi verið orðnir fótafúnir.
Leit hófst, þegar þyrlan var
ekki komin á áætluðum tíma kl.
Þyrlan iila útleikin uppi á hálendinu, — Iíklega ónýt með öllu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16