Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 1
! Sýndi blíðuhót — ásældlst veskið Útlendingur einn, sem var að skemmta sér í gærkvöldi, leitaði á náöir lögreglunnar og kæröi hvari á peningaveski sínu, sem í voru erlendir peningar, farseðill hans fyrir heimferðina svo og persónu- skilríki hans öll. Hann hafði grunaöa stúlku, sem hann hafði komizt í kynni við á dansleik í gærkvöldi, en -vreskisins saknaði hann um það ieyti, sem hann fór af dansleiknum. Við yfirheyrslu viðurkenndi stúlk an aö hafa tekið veskið. Hún hafði iaumað hendi sinni f jakkavasa mannsins á meðan hún þóttist láta vel að honum. — Veskið fannst utan við danshúsið og komst þá ailt tU skila, nema farseðillinn, sem ekki fannst, Grunur féll á stúlkuna um að vera völd að hvarfi annars veskis, sem einnig var saknað á dans- leiknum. — GP Á hverjum þriðjudegi halda 10—15 oddvitar hinna ýmsu deilda sjónvarpsins sameiginlegan fund, þar sem vandamálin eru rædd. I morgun klukkan stund- víslega 10.15 settust þeir Jón Þorsteinsson, Pétu* Guðfinnsson og Lúðvík Albertsson (talið frá vinstri á myndinni) á rökstóla og héldu „þriðjudagsfund“. // VIIKINDI" LAMA SJONVARPB Fjórir mættu til vinnu í morgun — 110 manns urðu skyndilega veikir — urgur vegna launamála orsökin „Ég vona aö mér verði batnað á morgun, en satt að segja líður mér ekki vel. Er slæmur í maganum og með beinverki. Gæti verið þessi flensa, sem er að ganga“, sagði Eiður Guðna- son, fréttamaður sjónvarpsins í viðtali við Vísi í morgun. Hann eins og um 110 starfsmenn sjónvarpsins „veiktust“ skyndilega í morgun og er því ekki útlit fyrir að unnt verði að senda út sjónvarpsefni í kvöld. — Aðeins f jór- ir fastir starfsmenn sjónvarpsins voru heilir heilsu í morgun, þrír yfirmenn og húsvörður sjónvapsins. „Ég veit ekkert annað, en að velflestir stárfsmenn sjónvarps ins, sem eiga vakt í dag virð- ast vera veikir", sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins, þegar Visir hitti hann áð máli í skrifstofu sinni í morgun. Menn virðast hafa uppgötvað alls kyns kvilla, sem þeir eru haldnir. Pétur kvaðst ekkert hafa feng ið að vita um væntanleg „veik- indi“ starfsmannanna fyrirfram. Þannig hefði starfsmannafélagiö ekki gefrð neitt slíkt í skyn. Hann viðurkenndi, að allmik- ill urgur hefði verið í ýmsum starfsmönnum sjónvarpsins vegna launamála sinna og hefðu yfirmenn stofunarinnar fyrir sitt ieyt; reynt að fá fjármálaráöu neytið til að taka til endurskoð unar launa'niðurröðun ýmissa starfsmanna. Engin svör hefðu borizt frá fjármálaráðuneytinu um undirtektir við þessum ósk um. Þá hefur starfsmannafélag sjónvarpsins fyrir sitt leyti reynt að fá Bandalag starfsmanna rík is og bæja til að öeita sér fyrir endurskoðun á launaflokkaniður röðuninni, en lítill árangur hef- ur sýnt sig. Verður unnt að sjónvarpa í kvöld? Ef menn hressast ekki, þegar líða tekur á daginn, sé ég ekki fram á að það verði unnt, sagði Pétur. Útsendingar sjónvarpsefn js eru flóknari en svo, að fjórir ósérfróðir menn geti annazt þær. Auk Péturs vom mættir til vinnu í morgun Jón Þorsteins- son yfirverkfræðingur, Lúðvík Albertsson, skrifstofustjóri og Þórarinn Þorkelsson húsvörður. Þegar Vísir leit þar inn í morgun var skrifstofustjórinn önnum kafinn við að taka á móti tilkynningum um veikindi starfsmanna. Mest bar þar á ó- verulegum veikíndum, svo sem hálsbólgu, maga'kveisu og þvíum l’iku, en einn hafði þó uppgötvað hjá sér skeifugarnarsár! FuMt útlit er fyrir Það, að sjónvarpsmönnum muni batna fyrir morgundaginn. — Eins og einn ónafngreindur sjónvarps- „EKKI GERÐ TILRAUN TIL AÐ NÁ SAMSTÖÐU — segir Jóhann Hafstein um tillögu rikis- stjórnarinnar i landhelgismálinu 1 ræðum sínum á alþingi í gær ræddu bæði Ólafur Jóhann esson og Jóhann Hafstein mjög um landhelgismálið. 1 tillögum ríkisstjórnarinnar um landhelg- ismál, sem Iögð var fram á al- bingi í gær er gert ráð fyrir upp sögn samningsins við Breta og Vestur-Þjóðverja, og að landhelg in verði 50 sjómílur frá grunn línum allt í kringum landið eigi síðar en 1. september 1972. For- sætisráðherra kvað það ekkert vafamál að þingmenn núverandi stjórnarflokka hefðu verið al- veg sérstaklega kosnir til að icoma landhelgismáiinu fram — Þá sagði hann núverandi rikis- stjórn hafa kynnt málið meira á þremur mánuðum en fyrrver- andi stjórn hefði gert á 12 árum. Jóhann Hafstein kvaðst harma tillöguflutning rikisstjórnarinnar í landhelgismálinu vegna þess í fyrsta lagi, að með honum hefði ekki verið gerð minnsta tilraun til þess að ná samstöðu við stjómar- andstöðuna um eina og sameigin- lega tillögu í þessu mikla máli, enda þótt óskað hafi verið eftir samvinnu og samráði við stjórnar- andstöðuna og hún fúslega látið það í té. ..Meðal bingmanna Siálfstæðis- flokksins er til íhugunar tillögu- flutningur sem snertir þetta mál, en slíkar tillögur frá þingmönnum bæri aö sjálfsögöu að skoða í utanríkis- málanefnd samhliða tiilögum ríkis- stjórnarinnar", sagði Jóhann Haf- stein. Þá kvaðst hann hafa á opin- berum vettvangi hreyft tillögu um að lýsa landgrunnið allt landhelgi íslendinga. Erlendum fiskiskipum veröi þá heimijt að veiða upp að 50 mílum þar til við tslendingar höf- um nánar rannsakað landgrunnið og mælt. Ennfremur mótmælti Jóhann Hafstein þeirri fullyrðingu Ólafs Jóhannessonar, að fyrrv. ríkis- stjórn hafi ekki kynnt landhelgis- málið nægjanlega á erlendum vett- vangi. Málið heföi verið kynnt óteljandi sinnum á erlendum vett- vangi. — SG starfsmaður sagði við blaðamenn Vísis f morgun: „Mér þykir ó- trúlag^ að þú getir fengið miki ar u^íýsingar um kjaramál okk ar og atinað þvíum,líkt í dag vegna veikinda, en á morgun er ekki ólíkiegt að svör við slVkum spurningum fáist greið- lega.“ Þaö skal tekið fram, að Emii Björnsson og Jón Þórarinsson, g dagskrárstjórar sjónvarpsins, eru báðir erlendis og var ekki annaö vitað V morgun en að þeir væru við hina beztui”he:ilsu. í morgun hafði ekki verið tek in ákvörðun um það, hvort trún áðarlæknir yrði sendur á vett vang til að kanna heilsu sjónvarpsmanna. —VJ MESTA SILD- VEIÐINÓTTIN Mesta síldveiði haustsins hér við land var f nótt. Kunnugt var í morgun um sjö skip með frá 8 og upp í 60 lestir. Mest var veiðin austur við Kvísker og HroIIaugseyjar, en fáein skip fengu einnig sfld á vestara svæð inu, Surtseyjarsvæðmu, einkum Vestmannaeyingar, en um afla þeirra var ekki kunnugt í morg- un. Síldin austur við Hrollaugseyjar er mijög blönduö smákræðu og varð eitt skipanna, Jón Finnsson, til dæmis að kasta 30 tonna kasti í sjóinn aftur, þegar búið var að herpa nótina saman, því þar reynd- ist um tóma smásíld að ræða. Þorsteinn frá Reykjavfk kom fyrstur báta inn til Þorlákshafnar með afla f nótt um hálfáttaleytið, með 60 tonn. Skiriney, Hornafirði var með 8 tonn. Keflvíkingur land- aði 25 tonnum í Þorlákshöfn, Höfr- ungur III. fékk 45 tonn, Jón Finns- son, Garði 35 tonn, Sigurpáll, Sand gerði 40 tonn og Jón Garðar, Sand gerði, 40 tonn, Þorsteinn og Kefl— víkingur fengu sína síld á vestur- svæðinu. Úr Norðursjó bárust þær fréttir að lítið hefði verið hægt að aðhaf- ast vegna veðurs, en þar var kom- in bræla f gærkvöldi, Eigi að síður lögðu tvö síldarskip, sem komu til Reykjavíkur með síld um daginn, af stað í nótt suður f NorÖursió, Asberg og Gísli Ámi. — Þeir veðja fremur á söluvonina í Danmörku en góða veiði hér, enda er þetta fyrsti dagurinn, sem almenn veiði er á síldarmiðunum. Yfirleitt hef- ur aðeins einn og einn bátur rekið í afla, en hinir ekkert fengið. — JH Söngur að- dáendanna hljómaði niður með Thames — sjá bls. 4 og 5 Hvað heitir menntamála- ráðherrann? — sjá bls. 8 og 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.